Fréttablaðið - 17.12.2005, Síða 39

Fréttablaðið - 17.12.2005, Síða 39
[ ] Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI Staflarar einnig úrval af pallettutjökkum • Lágmúli 9 / 108 Reykjavík • Sími: 533 2845 / GSM: 896 0515 • www.sturlaugur.is Almennar bílaviðgerðir BÍLSTJÓRAR - HÆTTIÐ AÐ PRÍLA! RAFSTÝRÐAR YFIRBREIÐSLUR FYRIR VÖRUBÍLA, VAGNA OG GÁMA G.T. ÓSKARSSON EHF VESTURVÖR 23, 200 KÓPAVOGUR SÍMI 554 6000 • www.islandia.is/scania Bensínstöðvar bjóða flestar upp á ódýrara bensín ef fólk dælir sjálft. Það er ekki erfitt að setja bensín á bíl og sparnaðurinn er tölverður því það safnast þegar saman kemur. SG bílasala í Reykjanesbæ á glæsilega Volkswagen-bjöllu með blæju. „Við félagarnir vorum bara á rúntinum í bænum og sáum þenn- an bíl í innkeyrslu. Bönkuðum upp á hjá manninum og föluðum gripinn,“ segir Grétar Ólason, bílasali hjá SG bílasölu í Reykja- nesbæ. „Það var tannlæknir sem átti bílinn og hafði tekið hann með sér heim frá Svíþjóð. Hann var tilbúinn að selja okkur hann. Bíllinn var í þokkalegu ástandi, krómið var farið að ryðga svolítið á honum og eitt bretti var ónýtt. Við skiptum um krómið kring- um ljósið, stefnuljós, stuðara og spegla. Tókum vélina upp og sett- um nýtt púst. Þetta er Volkswag- en 1303 og ég veit ekki betur en þetta sé eini blæjubíllinn sinnar gerðar á landinu.“ ■ Sumarlegur bíll í meira lagi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Eina bjallan með blæju Arctic Cat M7 var valinn verklegasti sleðinn á Vetrarsportsýningunni, sem haldin var nýlega á Akureyri. Að sögn Helgu Guðrúnar Jónasdóttur, kynningarstjóra B&L, er framboðið af góðum vélsleðum mikið og því ánægjulegt að M7 hreppti titilinn. „Hann þykir jafnframt einn athygl- isverðasti brekku- eða klifursleðinn í dag og hefur sem slíkur hlotið þó nokkrar viðurkenningar.“ Vetrarsportsýningin er haldin árlega og er óhætt að segja að hún sé hápunkturinn í kynningu á þeirri vöru og þjónustu sem er í boði á þessum vaxandi markaði. Undan- farin ár hafa gestir sýningarinnar meðal annars valið auk verklegasta sleðann, flottasta sýningarbásinn, sem reyndist að þessu sinni vera á vegum Toyota á Akureyri. M7 verklegasti sleðinn AÐ MATI GESTA VETRARSPORTS 2005 M7 er margverðlaunaður sleði. Nýjasta fjöðrin í hattinn bættist við á Vetrar- sport 2005. vetrarsport } Toyota Aygo er svo sannarlega smábíll sem stendur undir nafni. Þetta er fjögurra manna bíll og nettur á alla enda og kanta, hann er meira að segja lítill við hlið venjulegra smábíla. Ökumaður finnur líka fyrir því að hann situr undir stýri í smábíl. Bíllinn hreinlega smýgur allt, bæði vegna smæðar sinnar og vegna þess hversu lipur hann er í stýrinu og ekki síst með afar skemmtilega góðan beygjuradí- us. En Toyota Aygo er líka býsna snarp ur og tekur vel við sér, sé svolítið stigið á bensíngjöfina. Hann er því borgarbíll eins og þeir gerast þægilegastir. Sparneytinn er hann líka,uppgefin eyðsla ekki nema 4,6 lítrar á hundraðið. Að innan er bíllinn afar lag- legur. Innréttingin hefur vandað yfirbragð og hönnunin er nútíma- leg. Allt er ákaflega vel í seiling- arfæri bílstjórans eins og nærri má geta í svona nettum bíl. Sætin eru þægileg, líka aftursætin, og mesta furða hvað fótarýmið er mikið þar, jafnvel þótt rúmt sé um fætur í framsæti og áklæðið er vandað eins og innréttingin. Glasahaldaldarar eru á sínum stað og ágæt hilla farþegamegin. Skottið er að sjálfsögðu ekki stórt en rúmar þó algerlega nokkra innkaupapoka eða annað það sem fólk kann að vera að skjótast með milli húsa. Einangrun bílsins er kannski það sem helst mætti finna að, það heyrist talsvert í þessari litlu vél inn í bílinn þegar henni er gefið vel inn. Markhópur Toyota Aygo virð- ist fyrst og fremst vera ungt fólk. Bíllinn hentar þó vel öllum þeim sem fyrst og fremst ferðast um innanbæjar og kjósa neyslugrann- an og lipran bíl. Þar er hann val- kostur sem sker sig úr fjöldanum vegna þess hversu lítill hann er en um leið snarpur og verulega skemmtilegur farkostur. Aygo er sem sagt áhugaverð viðbót fyrir þá sem ánetjast hafa smábílum en þeim virðist fara fjölgandi á sama tíma og stórum bílum fjölg- ar einnig. steinunn@frettabladid.is Raunverulegur smábíll Aygo er nýr bíll frá Toyota, minni en sá minnsti hingað til, Yaris. Aygo er sannarlega lítill, nærri því svo nettur að hægt sé að leggja honum þversum í stæði eins og frændur okkar gera í stórborgum suður í Evrópu. Toyota Aygo 1.0 VVT-i 68 hestöfl 3 dyra 1.230.000 5 dyra 1.299.000 Toyota Aygo er bíll sem sker sig úr fjöldanum, ekki bara vegna þess hvað hann er lítill heldur einnig vegna þess að hann er nútímalegur og um leið fallegur. Skottið rúmar nokkra innkaupapoka eða smávegis farangur og aðgengi í það er ágætt. REYNSLUAKSTUR 1. Hönnunin á miðjustokknum er afar vel heppnuð og baklýsingin á miðstöðinni gefur sterkan svip. 2. Baksvipurinn er sterkur með svartri umgjörð afturrúðunnar. 3. Útsýni bílstjóra er gott. 4. Afturhurðirnar eru ekki stórar en það er mesta furða hvað plássið er þó gott í aftursætunum. 1 2 3 4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.