Fréttablaðið - 17.12.2005, Page 42

Fréttablaðið - 17.12.2005, Page 42
[ ]gæti orðið af skornum skammti, að minnsta kosti sunnanlands. Það er því alveg tilvalið að skreyta heimilið með tilbúnum snjókornum fyrir jólin til þess að reyna að búa til smá vetrarstemningu.Jólasnjór Veittu vellíðan – gefðu gjafakort í NordicaSpa Gjafakort í heilsulind NordicaSpa er tilvalin gjöf. Við bjóðum upp á fyrsta flokks snyrtimeðferðir fyrir andlit og líkama og ýmsar tegundir af nuddi. Hægt er að kaupa gjafakort fyrir ákveðna upphæð, í tiltekna meðferð og ýmsa spa pakka. Einnig er hægt að kaupa gjafakort í heilsuræktina – meðlimakort, einkaþjálfun eða námskeið. Við aðstoðum þig við að finna réttu gjöfina handa þeim sem þú vilt gleðja. Við leggjum áherslu á andlega og líkamlega vellíðan og er Nordica Spa heimur út af fyrir sig. Opnunartímar: 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Þegar jólin ganga um garð ganga þau líka inn um dyr Konukots. Með hjálp miskunn- samra samverja geta gestir Konukots haldið jólin hátíð- leg og borðað góðan jólamat. Brynhildur Bárðardóttir, verk- efnastjóri Konukots, er þakklát öllum velunnurum sem koma færandi hendi. Konukot var opnað fyrir um ári en því er ætlað að hýsa ógæfusamar konur sem hvergi eiga höfði sínu að halla. Athvarfið er rekið af Rauða krossinum í samvinnu við Félagsþjónustuna í Reykjavík. Það er erfitt að segja hversu margar konur munu dvelja í Konukoti um jólin. Svokallaðir fastagestir eru á bilinu fimm til tíu en 44 einstakl- ingar hafa nýtt sér þjónustu Konu- kots frá oppnun þess. Í Konukoti vinna þrír starfs- menn auk sjálfboðaliða og um jólin verður einn starfsmaður á vakt auk sjálfboðaliða. „Þetta verður mikið púsluspil því allir vilja vera heima um jólin,“ segir Brynhildur. Hingað til hefur Konukot verið opið frá 19.00 til 10.00 en Velferð- arráð Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að renna styrkari stoð- um undir starfsemina þannig að hægt verði að hafa opið allan sól- arhringinn. Sú breyting tekur þó sinn tíma þannig að enn um sinn er Konukot einungis opið á nótt- unni. Þorláksmessu, aðfangadag og jóladag verður Konukot samt sem áður opið allan sólarhringinn og jólamaturinn er ekki af verri endanum. „Það er búið að bjóða okkur rjúpur þannig að ætli það verði ekki rjúpur í jólamatinn,“ segir Brynhildur. „Svo verður jólahangikjötið á jóladag og við verðum með gjafir og jólatré þannig að það væsir ekki um neinn hjá okkur.“ tryggvi@frettabladid.is Jól í Konukoti Brynhildur Bárðardóttir, verkefnisstjóri Konukots. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.