Fréttablaðið - 17.12.2005, Page 43
Helgi Valur Daníelsson er á öðru
ári í efnafræði við Háskóla Íslands.
Hvað tekurðu mörg próf?
„Fjögur.“
Áttu mörg próf eftir?
„Ég á eftir tvö.“
Ertu kominn í jólaskap?
„Ekkert rosalega mikið. Ég er ekki
búinn í prófum fyrr en tuttugasta og
fyrsta og ég er ekki búinn að kaupa
gjafir eða pæla neitt í þessu.“
Heldurðu að það komi eftir prófin?
„Já, örugglega. Þegar þetta er allt búið
þá pælir maður í þessu.“
Ætlarðu að gera eitthvað sérstakt um
jólin?
„Já, ég er að fara til Englands. Ég hef
búið þar og kærastan mín er ensk svo
við verðum þar um jólin.“
17. desember 2005 LAUGARDAGUR6
550 5600
Nýtt símanúmer
hjá dreifingu:
Ný kynslóð heilsubótar
100% náttúrulegt og virkar vel
á bakverki, vöðvabólgu,
tíðarverkjum og önnur eymsl.
Heilsuhitapokinn
JÓLAGJÖFIN Í ÁR
Sölustaðir:Garðheimar, Heilsudrekinn, Snyrtistofa Rósu, Blóm er list, Hlín
blómahús, í húsi blóma, Dekurstofan kringlan, Englakroppar,Runni studio
blóm Galleri Húsgögn, Snyrtistofan Helena Fagra, Snyrtistofan Ásýnd,
Snyrtistofa Grafarvogs, Snyrtilindin, Eygló snyrtistofa, Heilsutek sunnumörk
,Snyrtistofan Dana Kef, nú einnig á Laugavegi 20.
Guðjón Már Sveinsson er
á þriðja ári í sagnfræði við
Háskóla Íslands.
Hvað tekurðu mörg próf?
„Fjögur.“
Áttu mörg próf eftir?
„Nei, tvö.“
Ertu kominn í jólaskap?
„Nei, ég get ekki sagt það.“
Heldurðu að það komi eftir próf-
in?
„Ég vona það bara.“
Ætlarðu að gera eitthvað sér-
stakt um jólin?
„Bara slappa af og vinna.“
Jólaskapið kemur eftir prófin
Þrátt fyrir að framhaldsskólanemendur séu komnir í jólafrí eru prófin enn í fullum gangi í háskólun-
um. Þjóðarbókhlaðan er ennþá full af nemendum sem lesa stíft fyrir próf þó að jólin séu að nálgast
og flestir aðrir séu farnir að kaupa jólagjafir og setja upp jólaskreytingar.
Iðunn Gunnarsdóttir er
á þriðja ári í íslensku við
Háskóla Íslands.
Hvað tekurðu mörg próf?
„Ég tek þrjú.“
Áttu mörg próf eftir?
„Ég á tvö eftir.“
Ertu komin í jólaskap?
„Svona aðeins. Ég reyni
samt að vera það ekki fyrr
en prófin eru búin.“
Heldurðu að það komi eftir
prófin?
„Já, já. Það er inni í manni
og svo slakar maður á þegar
prófin eru búin og þá kemur
það.“
Ætlarðu að gera eitthvað
sérstakt um jólin?
„Nei, ég ætla bara að fara
heim til Eyja. Svo kem ég
hingað aftur til þess að vera
hér um áramótin.“
Stella Ólafsdóttir er á fyrsta
ári í mannfræði og kynja-
fræði við Háskóla Íslands.
Hvað tekurðu mörg próf?
„Ég tek eitt próf og svo eitt
heimapróf.“
Áttu mörg próf eftir?
„Nei, bara eitt.“
Ertu komin í jólaskap?
„Já, dálítið. Ég er búin að stel-
ast aðeins til að vera heima og
skreyta.“
Ætlarðu að gera eitthvað sér-
stakt um jólin?
„Nei, bara hafa það gott og slaka
á.“
Auður Halldórsdóttir er á
þriðja ári í bókmenntafræði
við Háskóla Íslands.
Hvað tekurðu mörg próf?
„Ég tek tvö próf og skrifa þrjár
ritgerðir.“
Áttu mörg próf eftir?
„Nei, bara eitt.“
Ertu komin í jólaskap?
„Nei, alls ekki.“
Heldurðu að það komi eftir
prófin?
„Vonandi. Það kemur kannski
bara með snjónum.“
Ætlarðu að gera eitthvað sér-
stakt um jólin?
„Slaka á eftir prófin.“