Fréttablaðið - 17.12.2005, Side 45

Fréttablaðið - 17.12.2005, Side 45
Íbúar Reykjanesbæjar skreyta margir hús sín ríkulega fyrir jólin. Þegar ekið er um Reykjanesbæ að kvöldlagi á þessum árstíma er ljóst að þar býr mikið jóla- fólk. Húsin eru mörg hver búin íburðarmiklum ljósaskreytingum og mikil vinna er lögð í frágang. Vallahverfið hefur á vissan hátt forystu, þar er nær hvert einasta hús og garður prýtt veglega hvert á sinn hátt og víðar er fagurt um að litast. Að sögn þeirra sem til þekkja bætist alltaf við skreyting- arnar á hverju ári. Húsið við Tún- götu 14 er í nokkrum sérflokki. Það er lítið en skreytt af mikilli nákvæmni og garðurinn umhverf- is líka. Í garðinum er meðal ann- ars eftirlíking af íbúðarhúsinu og þaðan má heyra jólalög. Eigand- inn er Hallbjörn Sæmundsson, en hann hefur smíðað mikið af skreyt- ingunum sjálfur. Reykjanesbær er ljósabær og síðustu fimm árin hafa þeir sem þótt hafa skarað fram úr í skreytingum fengið afhentar við- urkenningar við hátíðlega athöfn. Hallbjörn var sá fyrsti sem slíka viðurkenningu hlaut og í ár var hans hús útnefnt jólahús barn- anna. Verðlaunahafar fá afslátt af rafmagni frá Hitaveitu Suður- nesja og hægt er að nálgast kort af ljósahúsunum hjá bensínstöðvum og upplýsingamiðstöð Reykjaness Hafnargötu 57. ■ 17. desember 2005 LAUGARDAGUR Ný kennslumynd í hestamennsku Jólagjöf hestamannsins Póstsendum eftir Eyjólf Ísólfsson tamningameistara er komin. Þessi mynd er sjálfstætt framhald af fyrri mynd Eyjólfs. Markviss kennsla um tamningu og þjálfun sem nýtist öllu hestafólki. Eyjólfur kynnir myndina í Ástund laugardag og sunnudag milli kl 15:00 og 17:00. Allir velkomnir. Háaleitisbraut 68 • sími 568 4240 astund@astund.is • www.astund.is Heiðarból 19 er huggulega skreytt af húsfreyjunni Helgu Jónínu Guðmundsdóttur. Garðurinn hans Hallbjörns er ævintýralegur. Þar er hellir með álfum inni í og einnig eftirlík- ing af íbúðarhúsinu. Þaðan hljóma jólalög. Á Týsvöllum 3 býr múrara- meistarinn Ævar Már Finns- son. Svona skreytir hann. Ljósabærinn stendur ótvírætt undir nafni Fallegt hús á Óðinsvöllum 6 og skemmtilega skreytt af skipstjóran- um Einari Magnússyni. Jólahús barnanna er að Túngötu 14. Þar býr Hallbjörn Sæmundsson. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Snyrtistofan Eygló Langholtsvegi 17 Snyrtistofan María Bólstaðahlíð 43 Caríta-Snyrting Hafnarfirði Snyrtistofan Líkami og Sál Mosfellsbæ Snyrtistofan Dröfn Vestmannaeyjum Gjafakort Jólagjöfin í ár GÉRnétic húðnæringarvörur fyrir konur og karla Laugaveg 53, s. 552 3737 Jólaföt Jólagjafir Afmælisgjafir Sængurgjafir Opið til 22 alla daga til jóla. Vesti kr. 2.595 Buxur kr. 995

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.