Fréttablaðið - 17.12.2005, Síða 65
17. desember 2005 LAUGARDAGUR40
Sumir einstaklingar eru fæddar stjörnur. Slíkt fólk fékk ekki einungis í vöggu-
gjöf hæfileika til þess að sinna
list sinni með afbrigðum vel
heldur elskar það líka athygli.
Það kann líka að meðhöndla
frægð og kann að stjórna sam-
talinu þegar fjölmörg augu eru
límd á þeim. Claire Danes er
ekki ein af þessum manneskjum
og þarf því að hafa meira fyrir
stjörnuskini sínu.
Nýtti ekki tækifærin
Hún lítur út fyrir að vera mik-
ill hugsuður. Svipað gáfuð og
falleg, en á það eflaust til að
draga sig inn í skel sína þegar
hún þráir einveru. Það var
a.m.k. hennar eigin ákvörðun að
láta sig hverfa eftir að stjarna
hennar skaust upp á himinn eftir
að hún lék í stórkostlegri útgáfu
Baz Luhrman á Rómeó og Júlíu.
Mótleikari hennar þar, Leonardo
DiCaprio, henti sér aftur á móti
beint í djúpu laugina, tók að sér
aðalhlutverkið í Titanic og varð
einn frægasti og eftirsóknasti
ungi leikari Hollywood. Claire
Danes hafði öll sömu tækifæri,
en kaus að nýta sér þau ekki.
Núna virðist hana langa til
þess að komast aftur í sviðsljós-
ið. Síðasta stóra hlutverkið henn-
ar var á móti ríkisstjóra Kali-
forníu, Arnold Schwarzenegger,
í þriðju Terminator-myndinni.
Núna fær hún tækifæri til þess
að sýna hvað hún getur á leik-
sviðinu, með öllu alvarlegra
hlutverki í gamanmyndinni The
Family Stone.
Þar leikur hún systur og
eina trúnaðarvin Söruh Jessicu
Parker sem er að fara úr stór-
borginni til sveitabæjar unnusta
hennar að hitta afar sérvitra
fjölskyldu hans í fyrsta skiptið.
Það er vel valið í öll hlutverk, en
mest fer fyrir Söruh og stórleik-
konunni Diane Keaton sem leik-
ur mömmuna, sem er hjarta fjöl-
skyldunnar. Þetta er á endanum
dramatísk en fyndin jólamynd
sem ætti að fylla flesta, sem
hafa hjarta, að vellíðan.
Listin að láta sig hverfa
Þegar Claire trítlar inn í hótel-
herbergið þar sem viðtalið fer
fram er augljóst að hún er þreytt.
Þetta er síðasta viðtal dagsins
og hún hefur líklegast þurft að
svara sömu spurningunum frá
því eldsnemma um morguninn.
Þegar hún sest niður tekur hún
af sér háhæluðu skóna og kross-
leggur fæturna í stólnum. Hún
er öll á iði og nuddar stöðugt á
sér hægri ilina.
Ertu alveg búin á því? spyr ég
í von um að hún opni sig meira
við snertu af samúð. „Já, ég er
búin að drekka um sjö kaffi-
bolla,“ segir hún um leið og hún
leitar að þægilegustu stöðunni
til þess að sitja í. „Ég er búin
að gefa viðtöl núna stanslaust í
mánuð og var að koma úr kynn-
ingarferð um Bandaríkin.“
Og er öll þessi vinna þess
virði?
„Já, vegna þess að ég elska
að leika. Sérstaklega þegar
maður er svo heppin að vinna
með handrit sem er svona vel
skrifað. Líka að vinna með leik-
stjóra sem er svona skapandi og
þegar samstafsfólk manns er
svona hæfileikaríkt og gefandi.
Það eru svona hlutir sem halda
manni bjartsýnum. En ég hef
líka lent í hræðilegum aðstæð-
um.“
Nú, segðu mér frá því.
„Hehe. Nei, ég held ekki. En
svoleiðis gefur manni ennþá
meiri ástæðu til þess að vera
þakklátur fyrir svona verkefni,
þegar þau loksins koma.“
Vandarðu þá valið á handrit-
um vel?
„Já, ég geri það núna. Þegar
ég var yngri læt ég oft aðra
hjálpa til við svoleiðis ákvarð-
anir. Ég hafði ekki eins gott nef
fyrir því hvað væri gott fyrir
mig. Þá gerði ég mér heldur enga
grein fyrir því hversu dýrkeypt
það getur verið að velja rangt
verkefni. Maður eyðir miklum
tíma í hverja mynd. Yfirleitt fer
um mánuður í undirbúning, þrír
í tökur og mánuður í kynningu.
Öll verkefni hafa mikil áhrif á
líf mitt. Ég verð aftengja mig frá
hversdagslífi mínu og vinum.
Maður fær yfirleitt ágætlega
borgað fyrir svona hluti en ef
þeir eru ekki gefandi taka þeir
mjög mikið á, andlega.“
Var það ástæðan fyrir því að
þú ákvaðst að láta þig hverfa?
„Já, ég fór í skóla í tvö ár og
lék ekkert í heil þrjú ár. Ég er
búin að vera í þessum bransa svo
lengi. Byrjaði tólf ára og þetta
tók alveg yfir líf mitt. Ég var líka
með mjög barnalegar hugmyndir
um hvernig kvikmyndabransinn
virkaði. Allt í einu hafði ég glás
af tækifærum og ég hafði ekki
hugmynd um hvernig ég ætti að
spila úr þeim.“
Hverjir voru draumar þínir
þá og hverjir eru þeir núna?
„Þá var þetta mjög einfalt.
Mig langaði bara að vera leik-
kona og hoppaði á flest sem
bauðst. Núna langar mig að eyða
tíma mínum í að gera kvikmynd-
ir sem ég get verið stolt af. Mig
langar til þess að leika í mynd-
um sem hafa eitthvert gildi fyrir
fólk og okkar menningu, hvort
sem það er bara í formi þess að
bjóða upp á góða skemmtun eða
eitthvað annað. Þetta er erfið-
ara en maður heldur. Núna er ég
fullorðin og þetta er vinna mín.
Ég er búin að skapa mér líf sem
ég verð að rækta og vernda. Það
tekur tíma. Þess vegna get ég
ekki unnið eins og brjálæðingur,
eins og ég gerði. Því þá mun ég
ekki eiga neitt líf. Það tók mig
smá tíma að átta mig á þessu.“
Þú hlýtur að hafa verið mjög
ákveðinn krakki.
„Já, ég held það. Frá því ég
var fimm ára vissi ég upp á hár
hvað ég vildi gera í lífinu. Ég hef
ekki hugmynd af hverju. Fyrsta
minning mín af leiklist var frá
því að ég var þriggja ára. Ég var
í leikskóla og fóstrurnar skipuðu
öllum að leggja sig. Ég vildi það
ekki því ég gat aldrei sofnað. Þess
vegna var ég staðráðin í að leika
á fóstruna, þannig að hún héldi
að ég væri sofandi. Ég mundi
eftir því að ég hafði séð mömmu
mína kippast til einhvern tím-
ann þegar hún svaf, þannig að
ég apaði það eftir henni. Ég var
mjög stolt af mér yfir því að
hafa náð að plata hana. Síðan
þá hef ég haft gaman af því að
þjálfa ímyndaraflið og apa eftir
hegðun annarra. Stundum nýt
ég þess þegar fólk horfir á mig,
en stundum ekki. Mér finnst að
minnsta kosti ekki erfitt að vera
berskjölduð frammi fyrir fólki.
Stundum er það ógnvekjandi en
stundum spennandi. Ég fæ hvöt
til þess að gera það annað slagið
og ég hef alltaf haft hana.“
Hvernig leið þér eftir að þú
dróst þig úr sviðsljósinu?
„Skringilega, þetta var mjög
erfitt. Fyrsta árið var ég mjög
þakklát, því ég var að borga allt
of háa skatta og var orðin lang-
þreytt. Svo byrjaði ég að finna
fyrir því að ég þurfti á leiklist-
inni að halda andlega. Ég kláraði
aldrei skólann sem ég var í. Ég
skemmti mér þó vel, bjó á skóla-
svæðinu, lærði sálfræði, ensku
og tölvuvísindi og tók mikinn
þátt í öllu félagslífi.“
Södd af Mexíkó og DiCaprio
Claire Danes fangaði fyrst
athygli áhorfenda þegar hún
lék í sjónvarpsþáttunum My So
Called Life sem Ríkissjónvarp-
ið sýndi fyrir rúmum tíu árum
síðan. Þar lék hún taugastrekkta
unglingsstúlku sem var að glíma
við þær erfiðu þrautir sem flest
okkar neyðast til þess að fara í
gegnum á kynþroskaaldrinum.
Hún var mjög sannfærandi og
það er ekki erfitt þegar maður
situr á móti henni að finna brot
af þeirri stúlku.
Í The Family Stone er hún í
hlutverki fallegu góðhjörtuðu
stelpunnar, eða öllu heldur konu
sem kemur til þess að hjálpa
taugastrekktri eldri systur sinni
að takast á við afar sérvitra
fjölskyldu unnusta hennar. Hún
hefði án efa aldrei fengið hlut-
verkið ef hún væri ekki svona
auðveld fyrir augað. Hún veit
þetta og gerir sér grein fyrir því
hversu miklu máli útlit og ímynd
skiptir í hennar bransa. „Já, en
maður getur aldrei unnið. Ég er
mjög mjó frá náttúrunnar hendi.
Stundum fæ ég ekki hlutverk
sem mig langar í út af því að ég
er of mjó, eða vegna þess að ég
er ekki með nægilega miklar
línur. Það er alltaf hægt að finna
eitthvað að öllum, sem þeir
þurfa að afsaka sig fyrir. Svona
er þessi miðill bara og fólki líkar
að horfa á myndvæna leikara.
Það er svo sem allt í lagi, en það
er ekki ástæðan fyrir því að ég
lifi og starfa í þessum heimi. Ég
velti slíku ekki fyrir mér þegar
ég er að leika og ég vil trúa því
að ég sé ekki bara þekkt vegna
þess að ég sé sæt. Þetta er samt
atriði í bransanum í dag. Sér-
staklega vegna slúðurblaðanna.
Maður verður bara að horfa
framhjá því.“
Þér hefur tekist að halda
einkalífi þínu mjög prívat. Það
hlýtur að vera erfitt?
„Ég er alltaf að uppgötva
hversu mikilvægt það er að
skilja vinnuna að frá einkalíf-
inu. Þetta er mjög erfitt fyrir
mig því ég hef alltaf verið mjög
opin, og eiginlega aldrei með
skjöld uppi. Ég er að reyna að
vernda mig meira núna en ég
hef gert áður.“
Gastu tengt þig eitthvað við
persónu þína í myndinni?
„Hún er svo góð stelpa. Síðan
hefur engin persóna sem ég hef
leikið átt jafn góða innkomu og
hún. Það fyrsta sem hún gerir
er að detta á hausinn úr rútu. Að
sjá fólk detta er og verður alltaf
fyndið. Ég þurfti að eyða hálfum
degi í það að fljúga á hausinn.“
Líður þér eins og þú fáir hlut-
verk sem eru lík þeirri ímynd
sem fólk hefur á þér?
„Nei, og ég hef aldrei áður
fengið að leika skynsömu stúlk-
una. Ég er alltaf stelpan sem er
flókin og keyrð áfram af andleg-
um þjáningum. Þarna fæ ég að
vera ljóshærð, viðkunnanleg og
andlega heilbrigð.“
Sem er ekki góð lýsing af þér
þá?
„Nei. Einstaka sinnum næ ég
að vera andlega heilbrigð. Ég er
ekki oft ljóshærð... en viðkunn-
anleg? Jú, ég á mínar stundir.“
Eitt að lokum, er það satt að
þú hafir upphaflega átt að leika
aðalhlutverkið í Titanic á móti
Leonardo DiCaprio?
„Já, en ég var nýbúin að eyða
hálfu ári í það að leika í ást-
arsögu á móti Leonardo sem
var tekin í Mexíkó, þannig að
mér fannst það hálf undarlegt
og afþakkaði. Titanic var líka
tekin í Mexíkó, hefði tekið aðra
sex mánuði og ég hefði verið að
vinna með sama mótleikara. Ég
er ótrúlega ánægð að Kate Wins-
let hafi fengið það hlutverk, því
hún var algjörlega fullkomin
fyrir það. Ég var komin með nóg
af Leonardo og Mexíkó í bili. Ég
elska bæði, en var bara orðin
södd.“ biggi@frettabladid.is
Komdu í spennandi heim
afþreyingar og upplýsinga
Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone
eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
O
G
V
3
06
37
12
/2
00
5
KOMDU Í SPENNANDI HEIM
AFÞREYINGAR OG UPPLÝSINGA
19.900 kr.
NOKIA 6101
SÍMI
Skynsama stúlkan
Gamanmyndin The Family Stone er mönnuð stórskotaliði á nánast öllum
sviðum. Myndin markar líka endurkomu Claire Danes í alvarleg hlutverk,
því hún hélt sig frá myndavélunum í þó nokkurn tíma. Birgir Örn Steinarsson
hitti hana í London og talaði við hana um myndina og sviðsljósið.
FAMILY STONE Nýjasta mynd Danes nefnist Family Stone og er dramatísk og fyndin jólamynd.
CLAIRE DANES Danes tók sér þriggja ára frí frá leiklistinni á sínum tíma eftir að hafa leikið
síðan hún var tólf ára.