Fréttablaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 81
Lúsíuhátíðinni í Svíþjóð var fagnað á þriðjudaginn var. Kristján Hjálmarsson
fylgdist með þessari kristnu hátíð
í bænum Jönköping, sem Svíar
nefna gjarnan Litlu-Jerúsalem.
Lúsíuhátíðinni er fagnað í Sví-
þjóð þann 13. desember ár hvert.
Hátíðin er haldin til heiðurs Lúsíu,
verndardýrlingi blindra og sjón-
skertra, en hátíðin er mikil helgi-
stund þar sem ljós og söngur eru
í aðalhlutverki, enda þýðir nafn
dýrlingsins ljós. Á hátíðinni syngja
Lúsía og þernur hennar jólalög og
bera fram kaffi og bollur með saf-
frani, svokallaða Lúsíuketti. Lúsía
ber hvítan kufl með rauðan mitt-
islinda en á höfði ber hún kerta-
krans með lifandi ljósum.
Heilög Lúsía kemur frá Ítalíu
en tilbeiðsla hennar breiddist út
um alla Evrópu á miðöldum, þar
á meðal til Norðurlandanna. Hún
hefur verið persónugervingur
sólstöðuhátíða á Norðurlöndum
þar sem helgidagur liggur svo
nálægt vetrarsólstöðum.
Kosið um Lúsíu
Bærinn Jönköping í Svíþjóð hefur
stundum verið nefndur Litla Jer-
úsalem og nágrennið biblíubelti
Svíþjóðar vegna þess hversu
margar kirkjur eru í og við bæinn
og vegna þess öfluga starfs sem
rekið er þar. Þar var Lúsíuhátíð-
inni að sjálfsögðu fagnað í öllum
kirkjum bæjarins, þar á meðal í
Sófíukirkjunni, sem er stærsta
kirkja Smálanda.
Í biblíubeltinu í Svíþjóð er
spennan í kringum Lúsíuhátíðina
slík að síðustu vikur fyrir hátíð-
ina sjálfa keppist fólk við að baka
Lúsíuketti, piparkökur og æfa
söngva. Leikskólar bæjarins æfa
upp dagskrá þar sem stúlkurnar
klæðast búningi Lúsíu en dreng-
irnir jólasveina- eða piparkarla-
búningum.
Það þykir mikill heiður að fá
að vera sjálf Lúsía í Sófíukirkj-
unni og er meira að segja kosið
á milli nokkurra stúlkna um það
hver fái að bera kertakransinn
á höfðinu. Kosningin minnir um
margt á fegurðarsamkeppni en
veggspjald af stúlkunum hangir í
miðbæ Jönköping þar sem íbúar
bæjarins geta virt þær fyrir sér
og kosið um hver eigi að túlka
Lúsíu.
Þétt skipuð kirkja
Sófiukirkjan er afar tignarleg að
sjá þar sem hún teygir sig hátt til
himins í miðbæ Jönköping. Það er
nýbúið að taka kirkjuna í gegn svo
spennan hjá bæjarbúum var að
vonum mikil fyrir sjálfri Lúsíuhá-
tíðinni, að sjá hvernig til hefði tek-
ist með kirkjuna, að berja Lúsíuna
augum og heyra söngvana sem
sungnir eru á hátíðinni. Það var
heldur ekki að vonum að spyrja,
hvert einasta sæti í kirkjunni var
þétt skipað og þurftu margir að
gera sér það að góðu að standa.
Fólk á öllum aldri lagði leið sína
í kirkjuna, þó mun færri börn en
fullorðnir.
Hátíðin gekk vel í alla staði og
var ljósadýrðin mögnuð upp með
því að slökkt var á rafmagns-
ljósum en um hundrað lifandi
kerti lýstu upp kirkjuna. Söngur
þernanna, sem voru af báðum
kynjum, var einstakur en náði þó
ekki að skyggja á sjálfa Lúsíuna,
verndardýrling blindra og sjón-
skertra. ■
Verndari blindra og sjónskertra
PIPARKÖKUKARLPiparkökukarlarnir
eru flottir, þó var minna um þá en litla
jólasveina.
LITLAR LÚSÍUR Á leikskólum í Svíþjóð er Lúsíuhátíðinni einnig fagnað. Þá klæðast
stúlkurnar Lúsíubúningum en drengirnir í jólasveina- eða piparkarlabúninga.
LÚSÍA Kosið var um Lúsíustúlkuna í Jönköping í ár en það telst mikill heiður að fá að bera
kertakransinn.
Hljómsveitin Buff gaf nýverið
út plötuna Selfoss. Platan, sem
er önnur í röðinni frá sveitinni,
var tekin upp á löngu tímabili
þó svo að upptökurnar sjálfar
hafi aðeins staðið yfir í fjórtán
daga.
„Þetta er svo upptekin
hljómsveit að hún hafði bara
smá tíma til að fara í stúdíó.
Platan var tekin upp „live“.
Menn settust bara í hring og
síðan var talið í,“ segir Hannes
H. Friðbjarnarson, trommari
í Buff. „Ef hljómsveitir gátu
gert þetta sextíu og eitthvað þá
hlýtur það að vera hægt í dag.
Hitt tekur allt of mikinn tíma.“
Buff var stofnuð árið 2000
þegar hún var ráðin til að spila
sem húshljómsveit í þættinum
Björn og félagar. Eftir að
þátturinn lagði upp laupana
hélt Buff áfram að spila og í dag
hefur hún meira en nóg að gera.
„Í dag er þetta fimm manna band
sem spilar gríðarlega mikið,“
segir Hannes. „Við höfum aldrei
verið í sveitaballapakkanum,
þó að þetta sé fyrst og fremst
ballband fyrir fólk frá 10 ára og
upp í nírætt. Við höfum aldrei
farið í þetta hark og í raun
aldrei þurft því að við höfum
alltaf nóg að gera.“
Hannes segir að erfitt
hafi verið að finn nafn á nýju
plötuna. „Við vorum lengi búnir
að velta fyrir okkur nafninu.
Það er álíka erfitt að finna nafn
á plötu og nafn á hljómsveit.
Síðan sá Pétur framan á „box-
setti“ fyrir Dallasþættina og
fannst myndin fyndin. Myndin á
plötunni er eftirlíking af Dallas.
Við ákváðum að búa til Selfoss
í staðinn og fórum til Selfoss
til að finna þetta hús sem er á
umslaginu og tókum myndina
þar. Pétur er líka alinn upp á
Selfossi og við höfum farið oft
þangað að spila. Þar er alltaf
stuð.“
freyr@frettabladid.is
Tóku plötuna upp
á gamla mátann
BUFF Hljómsveitin Buff er að gefa út sína aðra plötu sem ber heitið Selfoss.
17. desember 2005 LAUGARDAGUR56