Fréttablaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 90
LAUGARDAGUR 17. desember 2005 65
Ekki gott að fá vírus svona rétt fyrir jólin.
Trend Internet Security er málið. Alhliða
vírusvörn sem tryggir þig fyrir vírusum,
ruslpósti, tölvuþrjótum og fl eiru
VÍRUSVÖRN
4.990
ÖRUGG
VÍRUSVÖRN
• Fullkomin vírusleitarvél
• Bætt vörn gegn Spyware
• Stöðvar upplýsingaþjófnað
• Stjórnun á heimaneti
• Vörn gegn netinnbroti
• Öfl ugur eldveggur
• Sjálfvirkt öryggismat
OPNUNARTÍMAR
17 Desember 10-21
18 desember 13-18
19-21 Des. 9-19
22-23 Des. 9-22
24 Desember Lokað
LANDSINS MESTA ÚRVAL AF TÖLVUM OG TÖLVUBÚNAÐI
FÓTBOLTI Egypski framherjinn
Mido var ekki að vinna sér inn
marga punkta í gær þegar hann
lýsti því yfir að hans gamla félag,
Ajax, væri stærra en núverandi
félag hans Tottenham.
„Enska úrvalsdeildin er stærri
og betri en hollenska deildin en
Ajax er stærri klúbbur en Spurs.
Það er mun meiri saga og hefð hjá
Ajax,“ sagði Mido sem er í láni
hjá Tottenham frá ítalska félag-
inu Roma. Hann tók síðan fram í
kjölfarið að hann væri mjög sátt-
ur og í raun hamingjusamur hjá
Tottenham. - hbg
Egyptinn Mido:
Ajax er stærra
en Tottenham
MIDO Enn hrifinn af Ajax.
KÖRFUBOLTI Stjórn körfuknatt-
leiksdeildar Breiðabliks hefur
ráðið Thomas Fjoldberg sem
þjálfara meistaraflokks karla en
hann þjálfar einnig meistaraflokk
kvenna og mun því sinna báðum
störfum út veturinn.
Fjolderg tekur við starfinu af
Jói Arnari Ingvarssyni sem var
rekinn á dögunum. ■
Körfuboltalið Breiðabliks:
Thomas tekur
við af Jóni
SUND Allt er vitlaust í Ástralíu
þessa dagana eftir að upp komst
um heragann sem ástralskt sund-
fólk æfir við. Það náðust nefnilega
myndir af þjálfara beina byssu
að höfði sundfólksins er það var
að æfa en krakkar allt niður í 16
ára máttu þola aga sem eingöngu
er beitt þegar verið er að þjálfa
hermenn. Það var reyndar um að
ræða leikfangabyssu en tilgangur-
inn var sá sami.
Þjálfarinn sem sást beita þess-
um óvenjulegu vinnubrögðum
baðst afsökunar á athæfinu og
sagðist ekki ætla að nota leikfanga-
byssurnar aftur. Hann neitaði aftur
á móti að segja af sér. - hbg
Ástralskt sundfólk:
Beitt heraga
FÓTBOLTI Franski framherjinn Dji-
bril Cisse gerir sitt besta þessa
dagana til þess að eyða orðrómi
þess efnis að hann vilji komast
frá Liverpool en ástæða sögusagn-
anna er sú að hann á ekki fast sæti
í liði Evrópumeistaranna.
„Ég elska Liverpool. Hér á ég
frábæra vini, góða félaga og svo
er ég nýbúinn að kaupa mér hús.
Einnig má ekki gleyma því að
ég er nýgiftur og hamingjusam-
ur. Hvers vegna ætti ég að vilja
fara?“ sagði Cisse. ■
Djibril Cisse:
Ég elska
Liverpool
DJIBRIL CISSE Hamingjusamur hjá Liver-
pool.
FÓTBOLTI Arsene Wenger, knatt-
spyrnustjóri Arsenal, og Jose Ant-
onio Reyes, leikmaður liðsins, eru
sammála um að lið þeirra sé betra
en Chelsea, en þessi stórlið Lund-
úna mætast einmitt á sunnudag-
inn í ensku úrvalsdeildinni. Reyes
segir að slök byrjun Arsenal á
tímabilinu megi rekja til óheppni
og að hann og félagar hans séu
að leika undir stjórn fróðasta
þjálfara heims.
„Hann þekkir fótbolta betur
en nokkur annar. Það skiptir ekki
mestu máli að eiga endalausa
peninga eins og Chelsea. Ég tel
að með þeim leikmannahópi og
þjálfara sem Arsenal hefur núna
muni liðið ná að vinna titla. Við
þurfum aðeins að fá meiri tíma,“
segir Reyes og bætir við að hóp-
urinn hjá Arsenal sé ekki síðri en
sá hjá Chelsea. „Við erum alveg
jafn góðir, ef ekki betri. Eini mun-
urinn er sá að við erum ennþá að
aðlagast lífinu án Patricks Vieira,“
segir Reyes.
Wenger segir einnig að Arsen-
al vanti bara meiri tíma. „Ég trúi
því að við verðum betri en Chel-
sea eftir stuttan tíma. Við höfum
það sem til þarf. Við erum að
vinna samkvæmt langtímaáætlun
og gengur vel,“ segir Wenger. - vig
Arsene Wenger og Jose Antonio Reyes hjá Arsenal:
Við erum betri en Chelsea
WENGER OG REYES Gera lítið úr
Chelsea fyrir leik liðanna í úrvals-
deildinni á sunnudaginn.
FRÉTTABLAÐIÐ/AFP