Fréttablaðið - 17.12.2005, Síða 95
17. desember 2005 LAUGARDAGUR70
SKATA
saltfiskur
siginn fiskur
OPIÐ ALLA LAUGARDAGA 10-14
HRÓSIÐ
...fær Barnaheill sem stóð fyrir
fjáröflunarkvöldverði og uppboði
til styrktar barna- og unglinga-
geðdeild og börnum með hegðun-
arörðugleika eða geðraskanir.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Síðasti þátturinn af Popppunkti verður sýndur á Skjá einum annað kvöld.
Þar eigast við Geirfuglarnir og Milljóna-
mæringarnir og verður væntanlega hart
barist. Í tilefni af þessum síðasta þætti
mun Spaugstofan gera grín að þeim
Felix Bergssyni og Dr. Gunna í þætti
sínum í kvöld. Verður Örn Árnason í
hlutverki doktorsins en Felix mun leika
sjálfan sig.
NÚNA BÚIÐ
Jólaglimmer.
Nú er aldeilis árs-
tíminn til að glitra.
Shine on.
Appelsínugulur litarháttur.
Þetta er það sem Bretar kalla
„Chav“ og það er ekki gott,
Megaplebbalegt.
Fallegir borðsiðir. Sýndu nú
hvað þú ert vel upp alin/n.
Fölur litarháttur. Hefðarfólk og fyr-
irmenn vildu einu sinni vera svona.
Þau hljóta að hafa haft eitthvað fyrir
sér í því.
Olnboginn uppi á borði.
Mjög ókurteist að gera svona.
Meira að segja Bubbi sást
borða svona í Jóa Fel. Skamm!
Að vera með húfur inni. Ok,
þær eru töff, en það er alveg
fáranlegt að vera með þær á
skemmtistöðum eða í boðum.
Eyþór Guðjónsson fór fyrir rúmri
viku til Bandaríkjanna og tók þar
þátt í kynningarstarfi fyrir hryll-
ingsmyndina Hostel sem leikstýrt
er af Eli Roth og framleidd af
Quentin Tarantino. Myndin verð-
ur frumsýnd hér landi í upphafi
næsta árs. Var förinni fyrst heitið
til Los Angeles þar sem Tarantino
hélt forsýningu fyrir vini og vel-
unnara en svo var haldið til Boston.
Eyþór er nýkomin heim úr þessari
kynningarferð og var sáttur með
ferðalagið. „Þetta er búið að vera
mjög skemmtilegt,“ segir leikar-
inn en tekur þó fram að hann hafi
eingöngu gist á „venjulegum“ hót-
elherbergjum en ekki svítum eins
og þegar tökur stóðu yfir.
Hópurinn heldur áfram til Tor-
onto og kynnir myndina en fyrir-
tækin Sony og Lions Gate standa
straum af þessari markaðssetn-
ingu. „Mér skilst að þeir séu að
eyða í kringum 20 milljónum dala
í þessa herferð,“ útskýrir Eyþór
en það er rúmur einn og hálfur
milljarður íslenskra króna. Þrátt
fyrir að hafa viljað kynna Ísland
á erlendum vettvangi segir Eyþór
að hann hafi lagt megináherslu á
að myndin skipti mestu máli. „Þú
verður alltaf að passa þig á því að
það er hún sem þú ert að auglýsa,“
segir hann.
Landið bláa fékk þó að vera
með í farteskinu því Eyþór fór
með nokkrar bækur út til að gefa
Eli og Tarantino en sá síðastnefndi
er sem kunnugt er væntanlegur
aftur hingað í lok ársins. „Ég gaf
þeim stóra bók með öllum helstu
víkingasögunum, fræðibók um
lifnaðarhætti þeirra og svo ljós-
myndabók um náttúru landsins,“
segir Eyþór sem undirbjó komu
þeirra hingað í þrjár vikur og lagði
megináherslu á það að kynna fyrir
þeim íslenska menningu, söguna
og náttúruna. Þessar gjafir hafa
eflaust vakið mikla kátínu enda
eru leikstjórarnir báðir miklir
áhugamenn um þessa fornu garpa.
Eyþór segir fjölmiðla hafa sýnt
landi og þjóð áhuga og þótt ótrú-
legt megi virðast þá sé þessi hryll-
ingsmynd góð landkynning. „Þess-
ar myndir eiga sér mjög breiðan
og traustan aðdáendahóp þarna
úti og Hostel á eflaust eftir að
skila góðum árangri fyrir Ísland.“
Eyþór Guðjónsson er önnum kaf-
inn maður. Hann rekur meðal ann-
ars fasteignaþróunarfélag, paint-
ball-fyrirtæki og hefur undanfarin
ár verið undirbúa jarðveginn fyrir
teiknimynd eftir Grettissögu.
„Hostel-ævintýrið setti vissulega
smá strik í reikninginn en opnaði
á hinn bóginn einnig fyrir aðra
möguleika,“ segir hann.
freyrgigja@frettabladid.is
EYÞÓR GUÐJÓNSSON: KYNNTI HOSTEL Í AMERÍKU
Gaf Tarantino bók með
Íslendingasögunum
LÁRÉTT: 2 asni 6 í röð 8 rá 9 svif
11 samanburðartenging 12 glæsibíll
14 yndis 16 tveir eins 17 frjó 18 í
viðbót 20 bor 21 kurra.
LÓÐRÉTT: 1 fituskán 3 klaki 4 brjóst-
himna 5 gæfa 7 járnkarl 10 beita 13
útdeildi 15 ánægju 16 efni 19 íþróttafé-
lag.
LAUSN
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
Þann 29. desember verða styrkt-
artónleikar haldnir í Austurbæ
fyrir fórnarlömb jarðskjálftans í
Pakistan.
Þeir sem koma fram eru
Leaves, Ske, Stebbi og Eyvi, Dúnd-
urfréttir, Páll Óskar og Milljóna-
mæringarnir, Jagúar, Brynhildur
Guðjónsdóttir, Shadow Parade,
Ragnheiður Gröndal, Pétur Ben.,
Helgi Rafn og Myst. Kynnir verð-
ur Atli Þór Albertsson.
Aníta Ólöf Jónsdóttir, tvítugur
nemi í Menntaskólanum í Kópa-
vogi, fékk hugmyndina að tónleik-
unum eftir að hafa setið í áfanga
um Mið-Austurlönd. „Við fengum
það verkefni að skoða fréttagrein-
ar og skrifa um þær. Við þurftum
að grafa djúpt í fréttirnar og pæla
í þeim til að geta skrifað góða rit-
gerð,“ segir Aníta Ólöf sem varð
sjokkeruð við fréttirnar. ,,Ég sá
líka hvað það var búið að safnast
lítið þannig að ég fann löngun
til að gera eitthvað. Ég talaði við
kennarann minn [Hjördísi Einars-
dóttur] og hún tök mjög vel í þetta.
Þannig að við ákváðum að demba
okkur í þetta saman,“ segir Aníta.
Hjördís er gríðarlega ánægð með
framtak Anítu. „Það er frábært
fyrir kennara að fá nemanda sem
vill gera eitthvað án þess að vilja
endilega fá einkunn fyrir. Þetta
framtak sýnir það að ein mann-
eskja getur skipt máli,“ segir
Hjördís. „Mér hefði aldrei dottið
þetta í hug sjálfri og svona hug-
mynd gerir það vel þess virði að
vera í þessu starfi.“
Landsbankinn, Kópavogsbær,
VÍS, OgVodafone og KB banki eru
styrktaraðilar tónleikanna, sem
hefjast klukkan 21.00. Miðasala
hefst á mánudag í Austurbæ og á
midi.is.
freyr@frettabladid.is
Fann löngun til að gera eitthvað
HJÖRDÍS OG ANÍTA Þær Hjördís og Aníta
hafa undanfarið lagt hart að sér við undir-
búning tónleikanna. FRÉTTABLAÐIIÐ/STEFÁN
DEREK RICHARDSON, JAY HERNANDEZ OG EYÞÓR GUÐJÓNSSON Kvikmyndin Hostel er nú á mikilli kynningarferð um Bandaríkin og
Kanada. Eyþór Guðjónsson leikur eitt aðalhlutverkanna í henni og er nýkominn heim frá Bandaríkjunum.
LÁRÉTT: 2 fífl, 6 rs, 8 slá, 9 áta, 11 en,
12 kaggi, 14 unaðs, 16 tt, 17 fræ,
18 auk, 20 al, 21 urra.
LÓÐRÉTT: 1 brák, 3 ís, 4 fleiðra, 5 lán, 7
stautur, 10 agn, 13 gaf, 15 sælu, 16 tau,
19 kr.
[ VEISTU SVARIÐ ]
1 Fimm mánuði
2 Brussel
3 Indriði H. Þorláksson
Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, Ungfrú heimur og Ísland, kemur til landsins
í dag og af því tilefni verður athöfn í
Smáralindinni klukkan 17. Verður hún á
ferðinni með Julie Morley, sem á þessa
keppni, en Fegurðarsamkeppni Íslands
skipuleggur viðburðinn. Unnur Birna
er þriðja íslenska stúlkan sem hreppir
þennan titil en áður höfðu þær Hólm-
fríður Karlsdóttir og Linda Pétursdóttir
tekið kórónuna með sér heim. Fram-
undan er viðburðaríkt ár hjá fegurð-
ardrottningunni en hún þarf að sinna
ýmsum góðgerðarmálum á vegum
keppninnar og ferðast til fjarlægra
landa en talið er að Unnur Birna muni á
næsta ári koma til yfir hundrað borga í
öllum byggðum heimsálfum. Það virðist
vera að skapast hefð fyrir sigurhátíðum
í Smáralindinni því þegar landsliðið í
handknattleik hreppti fjórða sætið á
EM í Svíþjóð árið 2002 var mikilli veislu
slegið upp fyrir íþróttakappana. Unnur
Birna er víst einnig mikil keppnismann-
eskja enda þarf sterkar taugar og bein
í nefinu til að standa uppi sem alvöru
sigurvegari í þessari miklu lífsþraut. Það
hefur þó ekki alltaf gengið þrautalaust
fyrir þá sem hafa fengið
hlýjar mótttökur í versl-
unarmiðstöðinni því
það fór allt að ganga
á afturfótunum hjá
landsliðinu eftir
þessa velgengni
og þá er óþarfi
að minnast á
stjörnuhrap
fyrstu Idol-
stjörnunnar
sem krýnd var í
Vetrargarðinum
fyrir tveimur
árum.
freyrgigja
@frettabladid.is
1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8