Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.12.2005, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 22.12.2005, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 FIMMTUDAGUR 22. desember 2005 — 347. tölublað — 5. árgangur 2 DAGAR TIL JÓLA SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR Jólaísinn vinsælastur á aðfangadagskvöld matur - tíska - heimili - jólin koma Í MIÐJU BLAÐSINS ILMUR, PÉTUR OG ÓLÖF Kátir krakkar með skemmtileg áhugamál jólabrennsla - piparmyntujól FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG t í s k a j ó l t í ð a r a n d i b ö r n h e i l s a m a t u r s u d o k u SJÓ NV AR PS DA GS KR ÁI N 22 . d es em be r – 29 . d es em be r » Gleðileg jól 01 birta-forsíða 18.12.2005 16.55 Page 1 ������� ������ ������������������������������������������ �� ����������������������������������� ���������� ����������� ����������������������� JólaKubbur2FrBl 11/30/05, 5:37 PM1 VEÐRIÐ Í DAG Biskup fékk óvæntan glaðning Karli Sigurbjörnssyni var í gær gefin jólagjöf frá ungliðahreyfingu samtakanna 78. FÓLK 94 Dularfyllsta goð- sögn rokksins Myndin No Direct- ion Home varpar ljósi á týndu árin í lífi Bobs Dylan. FÓLK 56 KJARAMÁL „Ég fordæmi Kjara- dóm og það er lífsnauðsynlegt að koma í veg fyrir að úrskurð- ur hans nái fram að ganga. Við kveikjum endanlega í öllu þjóð- félaginu ef þessar hækkanir ganga til æðri embættismanna og þingmanna,“ segir Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Einar Oddur fullyrðir að allar marktækar upplýsingar sýni að almennar launahækkanir séu á bilinu fimm til sex prósent. „Lögin segja að kjör æðstu emb- ættismanna og þingmanna eigi að taka sömu breytingum og hinn almenni launamarkaður. Yfir átta prósenta hækkun kjara- dóms nú er langt yfir þeim mörk- um. Þetta er eins og að skvetta bensíni á bálið og er algerlega óþolandi,“ segir Einar Oddur. Steinunn Valdís Óskarsdótt- ir borgarstjóri gagnrýndi Einar Odd á fundi borgarstjórnar í gær þar sem nýgerðir samningar við 4.200 starfsmenn Reykjavíkur- borgar voru samþykktir og sak- aði hann um að horfa fram hjá miklum launahækkunum ríkis- ins. „Ég hef ótal sinnum gagnrýnt samninga ríkisins frá árinu 1997 enda voru þessir stofnanasamn- ingar skelfileg mistök. Það mun koma í ljós innan árs að allir verða búnir að fá hækkanir, ekki aðeins starfsmenn borgarinnar. Niðurstaðan verður bara ein: gríðarleg verðbólga og lágt laun- að en skuldugt fólk fer langverst út úr þeim ósköpum,“ segir Einar Oddur Kristjánsson. johannh@frettabladid.is Einar Oddur Kristjánsson fordæmir Kjaradóm og segir launahækkanirnar ógnun: Ófriðarbál kveikt í Kjaradómi EINAR ODDUR KRISTJÁNSSON „Þetta er eins og að skvetta bensíni á bálið og er algerlega óþolandi.“ Kominn í KR Björgólfur Takefusa skrifaði undir samning við KR í gær. Hann mun spila í treyju númer tíu hjá Vestur- bæjarrisan- um. ÍÞRÓTTIR 66 Kristniboð, söngur og sjálfstæði Væri ekki hægt að auka skilvirkni þróunarhjálparinnar, spyr Þorvaldur Gylfason, með því að reiða hana fram í fríðu og beina henni í farveg sem leiðir beint til ætlaðra viðtakenda? Í DAG 32 VÍÐA NOKKUÐ BJART á landinu framan af. Þykknar upp suðaustan til með slyddu og síðar rigningu. Gæti snjó- að allra austast í kvöld. Hiti við frostmark sunnan til en frost 0-5 stig fyrir norðan. VEÐUR 4 BRETLAND Konu, sem heimsótti sjúka móður sína á gjörgæslu- deild á sjúkrahúsi í Gloucest- er-skíri í Englandi, brá illilega þegar hún sá lirfu skríðandi á andliti gömlu konunnar. Atburðurinn átti sér stað síð- astliðið sumar en konan ákvað að tala ekki um málið fyrr en nú. Að því er dagblaðið Indep- endent hermir hafði hún kvart- að yfir flugum á sveimi í sjúkra- stofu móður sinnar en um það var ekki hirt. Tveimur dögum eftir að maðkurinn skreið á móðurinni dó hún af sjúkdómi sínum. Sóðaskapur er algengt vandamál á breskum sjúkrahús- um og var til dæmis ofangreint sjúkrahús gagnrýnt í haust þegar maðkétin samloka fannst á einni lækningastofunni.  Sóðaskapur á sjúkrahúsi: Maðkur skreið á andliti konu SÓLSTÖÐUHÁTÍÐ ÁSATRÚARFÉLAGSINS VIÐ NAUTHÓL Í ÖSKJUHLÍÐ Ásatrúarmenn fögnuðu endurfæðingu sólar á vetrarsólstöðum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LÖGREGLA Þrír dauðir fálkar fundust í frysti á heimili íbúa á Húsavík fyrir skömmu. Lögregl- an í bænum grunaði íbúann um að hafa skotið fálka og gerði því húsleit hjá honum og fann fálkana sem höfðu verið skotnir. Að sögn lögreglu hefur maðurinn verið yfirheyrður og er málið enn til rannsóknar. Ólafur Karl Nielsen, líffræð- ingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir málið mjög alvar- legt. Vegna smæðar fálkastofns- ins sé fuglinn friðaður. Hann segir stofninn telja um eitt til tvö þúsund fugla. Ólafur Karl segir málinu svipa mjög til sakamáls sem kom upp á norðausturlandi fyrir um tuttugu árum. Þá fund- ust dauðir fálkar í frystihólfum. Þetta er ekki eina málið þessu tengt sem kemur upp á Húsavík. Um miðjan nóvember fundu börn sem voru að leik í bakgarði húss fálka með sundurskotinn hægri væng. Börnin eltu hann uppi og handsömuðu og hafði faðir barn- anna samband við Náttúrustofu Norðausturlands sem sendi hann að lokinni skoðun til aðhlynning- ar í Fjölskyldu- og húsdýragarð- inum. Húsdýragarðurinn hefur undanfarin ár staðið fyrir verk- efni sem lýtur að því að hjúkra dýrum sem slasast hafa aftur til heilsu og skila þeim aftur til heimkynna þeirra. Svo virðist sem fuglinn hafi verið skotinn með haglabyssu og að höglin hafi klippt í sund- ur nokkrar pípur í hægri væng hans samkvæmt röntgenmynd- um sem teknar voru í Dýraspít- alanum í Víðidal. Samkvæmt dýrahirðum Hús- dýragarðsins er fálkinn einn sá gæfasti og glæsilegasti sem gist hefur garðinn og hefur bati hans gengið vonum framar. Það er von þeirra að fólk notfæri sér ekki hve fálkinn er gæfur held- ur leyfi honum að lifa óáreittur í náttúrunni. Ólafur Karl fylgdi fálkanum aftur til Húsavíkur og sleppti honum þar um hádegisbilið í gær með hjálp bæjarstjórans og barnanna sem fyrst komu honum til bjargar. Mikill óánægja er á meðal íbúa norðausturlands vegna þessarar aðfarar að fálkanum. Ólaf Karl grunar óprúttna rjúpu- veiðimenn um að skjóta á fálkana því þeir sæki í rjúpurnar. - æþe Þrír fálkar fundust í frystikistu á Húsavík Lögreglan á Húsavík fann þrjá fálka í frysti í heimahúsi. Fálkinn er friðaður og segir líffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun málið mjög alvarlegt. Um miðjan nóvember fannst særður fálki í bakgarði í bænum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.