Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.12.2005, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 22.12.2005, Qupperneq 22
 22. desember 2005 FIMMTUDAGUR22 fréttir og fróðleikur Jólin og aðventan er annasamur tími hjá prest- um. Prestur Íslendinga í Danmörku, Þórir Jökull Þorsteinsson, er þar engin undantekning. Prestakall hans er stórt og því mun hann vera á faraldsfæti um jólin. Fréttablaðið hitti Þóri Jökul á skrifstofu hans í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn. „Það eru sex borgir í Danmörku þar sem presturinn er ekki sjaldnar en tvisvar á ári og alltaf einu sinni á aðventu eða jólum,“ segir Þórir en fyrr í mánuðinum messaði hann í Árósum og Hor- sens. „Það verða því fjórar mess- ur um jólin. Á jóladag í St. Pauls kirkju í Kaupmannahöfn. Daginn eftir í Óðinsvéum og dagana þar á eftir í Álaborg og Sönderborg,“ segir Þórir. „Ég mun því ekki fara heim til Íslands um jólin,“ bætir Þórir brosandi við enda segist hann ósjaldan vera spurður að því hvort hann muni verja jólun- um í Danmörku eða á Íslandi. „Formlegt aðventuhald hófst annars hér í Kaupmannahöfn með litlu jólunum fyrir börnin í kirkjuskólanum í Jónshúsi og ánægjulegt hversu mikinn þátt börnin og foreldranir tóku.“ En litlu jólin fóru fram fyrstu helgina í desember. Gott samstarf við danska söfnuði „Biskup Kaupmannahafnar tjáði mér eitt sinn að ef ekki væri fyrir starfsemi Íslendinga í St. Pauls kirkju hefði hún líklega verið lögð af fyrir einhverju síðan,“ segir Þórir. Hann segir samstarfið við sóknarnefndina og prestana í kirkjunni vera mjög gott. Íslenski söfnuðurinn njóti til dæmis dansks organista við messuhald. „Þetta er líka raunin annars staðar í Danmörku því oftast messum við í sömu kirkj- unum. Því reikna sóknarnefnd- irnar með okkur og við því ávallt velkomin.“ Íslendingar í skipulögðu kórstarfi Í Kaupmannahöfn er starfrækt- ur söfnuður og kirkjukór en þar hefur verið prestembætti síðan 1964. Messur eru haldnar síðasta sunnudag í mánuði í St. Pauls kirkjunni sem er í nágrenni við Jónshús. „Það eru því hæg heim- atökin að hafa messukaffi að lok- inni guðsþjónustu,“ segir Þórir. Hann bendir einnig á að íslensk- ir kórar séu starfræktir víðar, til dæmis er barnakór í bænum Horsens á Jótlandi.“ Við reynum því ávallt að tefla fram söng- fólki til að syngja messur með prestinum,“ bætir Þórir við. Víðari sýn á lífið Mál innflytjenda og trúmál hafa verið ofarlega á baugi í Dan- mörku undanfarin ár. Þórir segir að spurningar fermingarbarna sem til hans ganga beri vitni um að þau hafi víðari mynd af heiminum en jafnaldrar þeirra heima á Íslandi. „Flest eiga þau múslimska vini eða kunningja og hafa rætt við þá um trúmál. Þau fá þannig glugga inn í annan menningarheim.“ Nánari upplýsingar um messu- hald í Danmörku og starfsemi safnaðarins í Kaupmannahöfn er að finna á www.kirkjan.dk. Messar í sex borgum ÞÓRIR JÖKULL ÞORSTEINSSON Prestur Íslendinga í Danmörku mun halda fjórar messur um jólin. Hann segir samstarf við dönsku sóknarnefndirnar og prestana í þeim kirkjum þar sem hann messar mjög gott og að íslenski söfnuðurinn sé alltaf velkominn. FRÉTTABLAÐIÐ/KS SANKTI PAULS KIRKJA Í KAUPMANNAHÖFN Hér munu Íslendingar sækja messu á jóladag. FRÉTTABLAÐIÐ/KS FRÉTTAVIÐTAL KRISTJÁN SIGURJÓNSSON kristjans@frettabladid.is Fíkniefnabrot verða æ algengari hér á landi líkt og flestir hafa orðið varir við. Einnig má ljóst vera af fréttaflutn- ingi af þessum málum að fíkni- efnamarkaðurinn er taka sífelldum breytingum. Ríkislögreglustjóri hefur gert úttekt á fíkniefnabrotum á þessu ári en Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, þekkir vel innihald hennar og þróun þessara mála. Er fíkniefnaneysla að aukast? Lögregla og tollgæsla hafa lagt hald á heldur minna af hassi í ár en í fyrra. Hins vegar hefur verið lagt hald á heldur meira af amfetamíni í ár en í fyrra. Þannig að þetta er ósköp svipað magn sem búið er að leggja hald á en það má ekki einungis horfa á þessar tölur sem viðmið um neyslu. Fíkniefnabrotum hefur fjölgað um rúm átta prósent og við lítum á það sem merki um það að neyslan hafi aukist líka en svo verðum við einnig að líta til þess að lögreglan hefur hert eftirlit til muna. Eru jólin frábrugðin að einhverju leyti í þessum málum? Þau eru ósköp svipuð og annar tími. Þetta er svona jafnt og þétt yfir allt árið, þeir sem eru í þessum efnum eru það meira og minna og lítil breyting verður þar á. Nema ef vera skyldi áramót en þeim fylgir mikið annríki hjá okkur hvað þetta varðar. Er eitthvað um heróín á íslenska fíkniefnamarkaðnum? Það heyrir til algjörrar undantekn- ingar að við finnum heróín og þegar það gerist eru það yfirleitt útlend- ingar sem eru með þau hér. Heróín virðist sem betur fer ekki vera á markaðnum hérna. Þeir Íslendingar sem ánetjast þessu virðast flestir fara til útlanda til að getað verið í sinni neyslu. Eflaust vilja þeir sem að þessu standa ekki hafa það á markaðnum eða þá að sá markaður sé ekki nógu stór og það svari ekki kostnaði að vera með það. Ísland er eitt af fáum Evrópulöndum þar sem ekki er heróínvandamál. SPURT & SVARAÐ FÍKNIEFNANEYSLA Á ÍSLANDI Land án heróínvanda ÁSGEIR KARLSSON Yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar. Lýðveldið Bólivía er nú í heimsfréttunum vegna forsetakosninga sem þar fóru fram um síðustu helgi, en þeim lyktaði með sigri vinstrimannsins Evo Morales sem verður fyrsti indíáninn til að setjast í forsetastól í þessu landlukta landi í miðri Suður-Ameríku. Bólivía á landamæri að Brasilíu í norðri og austri, Paragvæ og Argentínu í suðri og Chile og Perú í vestri. Hver er saga Bólivíu? Byggð hefur verið í dölum Andesfjalla líklega í um 5.000 ár. Fram til um 1.200 e. Kr. blómstraði Tiwinaku-siðmenningin við suðurenda Titikaka-vatns. Aymara-indíánar nútímans telja sig vera afkomendur Tiwinaku-manna. Inkar náðu yfirráðum yfir hálendissvæðum Bólivíu um árið 1450 og stækkuðu þannig ríki sitt. Yfirráð Spánverja hófust árið 1525. Mestallan nýlendutímann var svæðið sem Bólivía nær yfir kallað Efra Perú eða Charcas og stjórnað frá Lima. Í tíð Napóleonsstríðanna tók að halla undan fæti fyrir nýlendustjórn Spánarkonungs og sjálfstæðishreyfing efldist. Árið 1809 var sjálfstæði lýst yfir en formleg stofnun lýðveldis varð sextán árum síðar, árið 1825. Landið var nefnt eftir sjálfstæðisstríðshetjunni Simon Bolivar. Hvernig hefur Bólivíu vegnað á sjálfstæðistímanum? Á sjálfstæðistímanum hefur Bólivía tapað um helmingi landsvæðis síns til grannríkja. Munaði þar einna mestu um aðganginn að Kyrrahafi, sem tapaðist til Chile árið 1883. Fram yfir miðja tuttugustu öld naut meirihluti íbúanna, hinir innfæddu indíánar, nær engra borgaralegra réttinda. Það breyttist eftir byltingu MNR- hreyfingarinnar árið 1952, en þeirri stjórn var steypt af stóli af herforingjum árið 1964. Veikar stjórnir fylgdu uns Hugo Banzer Suarez settist á forsetastól árið 1971 og stjórnaði nánast einráður til ársins 1978. Þá tók við hver herforingjastjórnin á fætur annarri uns Sanches de Lozada tók við völdum árið 1993 og stjórnaði til 1997. FBL-GREINING: BÓLIVÍA Landlukt lýðveldi kennt við Bolivar > Innflutningur frá Bahamaeyjum (í tonnum) Svona erum við 41 .7 43 6 .1 50 31 .1 07 40 .8 77 2002 200420032001 Heimild: Hagstofa Íslands Stelsjúkur Sunnlendingur SETTI ÞJÓFAVARNARKERFI Í BÍLINN OG FÓR MEÐ HANN Í SKOÐUN Rændi alltaf sömu tegund fyrir drauma- jeppann DV2x15 - lesið 21.12.2005 19:44 Page 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.