Fréttablaðið - 22.12.2005, Síða 38

Fréttablaðið - 22.12.2005, Síða 38
 22. desember 2005 FIMMTUDAGUR38 Allt stefnir í það að raunávöxtun lífeyrissjóðanna fyrir árið í heild verði mjög góð. „Það eru allar líkur á því að ávöxtunin í ár verði yfir tíu prósent. Þannig gæti þetta orðið þriðja árið í röð sem lífeyrissjóðirnir fara yfir tíu prósenta markið en auðvitað er erfitt að spá,“ segir Hrafn Magnús- son, framkvæmdastjóri Landssam- taka lífeyrissjóða. Þetta stafar einkum af hag- stæðri þróun á íslenskum hluta- bréfamarkaði, þar sem sjóðirnir eru umsvifamiklir, en úrvalsvísi- talan hefur hækkað um 60 prósent á árinu. Úrvalsvísitalan hækkaði um 23 prósent á fyrri hluta ársins en hefur hækkað um 30 prósent á þeim seinni. Einnig hafa erlendir hlutabréfamarkaðir verið hagfelld- ir en á móti kemur styrking á gengi krónunnar. Þá bendir allt til þess að rau- návöxtun síðustu fimm ára hækki talsvert þar sem árið 2000 dettur út en þá var ávöxtun lífeyrissjóðanna neikvæð. Hrafn býst við að þegar árið 2005 verði tekið inn þá hækki fimm ára ávöxtunin úr þremur pró- sentum í yfir fimm. „Allt hefur þetta í för með sér að það er mikil aukning í eignum sjóð- anna,“ bendir Hrafn á. Þannig fóru hreinar eignir lífeyrissjóðanna upp fyrir eitt þúsund milljarða króna í febrúar síðastliðnum og voru komn- ar í 1.110 milljarða í lok ágúst. Milliuppgjör lífeyrissjóðanna sýndu mjög góða ávöxtun. Þannig nam til dæmis raunávöxtun Gildis lífeyrissjóðs, eins af stærstu lífeyr- issjóðunum, um fimmtán prósent- um á fyrstu sex mánuðum ársins og ellefu prósentum hjá Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda. Á síðasta ári nam raunávöxtun lífeyrissjóðanna 10,5 prósentum en 11,3 árið 2003. Ekki er þó víst að metárið 1999 falli en þá var raunávöxtunin tólf prósent. Lífeyrissjóðir miða við að þeir verði að ná 3,5 prósenta ávöxtun umfram verðbólgu til að geta staðið við framtíðarskuldbindingar sínar. Þrátt fyrir góðan árangur á síðustu tveimur árum hafa skuldbindingar sjóðanna aukist vegna hækkandi örorkubyrði og lífsaldurs fólks. Tryggingafræðileg staða stærstu lífeyrissjóða landsins versnaði á síðasta ári þrátt fyrir góða ávöxt- un. eggert@frettabladid.is Skjár einn tapaði 400 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Uppsafnað tap var í lok júní rúmir 1,3 milljarðar. Íslenska sjónvarpsfélagið, sem rekur meðal annars Skjá einn, tapaði um 400 milljónum króna á fyrri helmingi þessa árs. Sam- kvæmt efnahagsreikningi félags- ins í lok júní var uppsafnað tap rúmir 1,3 milljarðar króna. Allt árið í fyrra tapaði Skjár einn 182 milljónum króna. Þegar Síminn var enn í eigu ríkisins var ákveðið að kaupa 90 prósent hlutafjár í Íslenska sjónvarpsfélaginu. Það var gert með kaupum á tveimur félögum; Íslensku sjónvarpi og Fjárfesting- arfélaginu Bröttubrú fyrir sam- tals 183 milljónir króna. Mánuði áður en Síminn var seldur í sumar var 750 milljón króna skuld Skjás eins við Símann breytt í hlutafé. Á hluthafafundi Símans á þriðjudaginn var samþykkt að Skjár einn myndi renna saman við Símann. Fengu hluthafar Skjás eins hlutabréf að nafnverði 173 milljóna króna í Símanum fyrir tíu prósenta hlut sinn. „Síminn átti fyrir í þessu félagi rúmlega 90 prósent og þetta er samkvæmt samkomulagi sem var í gildi við þessa eigendur áður en við keyptum Símann,“ sagði Lýður Guðmundsson, stjórnarfor- maður Símans, á hluthafafundin- um. Aðspurður sagðist hann ekki geta, vegna trúnaðarsamnings, greint nákvæmlega frá verðmæti tíu prósenta hlutar í Íslenska sjón- varpsfélaginu. 365 miðlar, sem gefur út Frétta- blaðið, rekur einnig Stöð tvö og NFS sem eru í samkeppni við Skjá einn á sjónvarpsmarkaðnum. - bg Tapaði 400 milljón- um á hálfu ári LÍFEYRISSJÓÐIRNIR VAXA HRATT Raunávöxtun lífeyrissjóðanna stefnir í að verða yfir tíu prósent þriðja árið í röð. Þrátt fyrir það hafa skuldbindingar sjóðanna verið að aukast. Raunávöxtun yfir tíu pró- sent þriðja árið í röð Lífeyrissjóðirnir njóta góðs af miklum hækkunum innlendra hlutabréfa. Eignir sjóðanna vaxa hratt. Framtíðarskuldbindingar aukast þrátt fyrir góða ávöxtun. „Niðurstaðan kom okkur dálítið á óvart. Könnunin var gerð í síðustu viku þegar margir voru að gagn- rýna starfsemi Íbúðalánasjóðs. Við erum að vonum mjög ánægð með þetta,“ segir Hallur Magnússon, sviðstjóri hjá Íbúðalánasjóði, um könnum Gallups á viðhorfi fólks til sjóðsins. Spurt var í könnuninni: „Hversu traustan eða ótraustan telur þú Íbúðalánasjóð vera.“ Niðurstaðan sýnir að 84 prósent svarenda telja Íbúðalánasjóð traustan, en tæp fjögur prósent töldu sjóðinn ótraust- an. Tólf prósent svöruðu því til þeir teldu Íbúðalánasjóð hvorki traustan né ótraustan. Lítill munur var á svörum eftir kyni, þeirra sem eru eldri en 24 ára, búsetu og menntun. Tekjulægri fjölskyldur treysta Íbúðalánasjóði heldur minna en þær tekjuhærri. Þó töldu 75 prósent þeirra Íbúða- lánasjóð vera traustan. - bg HVERSU TRAUSTUR ER ÍBÚÐA- LÁNASJÓÐUR* Mjög traustur 38,8% Frekar traustur 45,4% Hvorki né 12% Frekar ótraustur2,6% Mjög ótraustur 1,2% *Könnun IMG Gallup í desember 2005 Telja Íbúðalánasjóð traustan Mörg andlit Símans Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, sagði á hlut- hafafundi í fyrradag að það væri kannski viðkvæmt fyrir marga hluthafa að breyta nafni fyrirtækisins. Samþykkt var að breyta nafni Landssíma Íslands í Síminn, en það nafn hefur verið notað í auglýsing- um fyrirtækisins undanfarið. Brynjólfur sagðist þó ætla að halda nafninu Landssími Íslands ehf. sem á hundrað ára afmæli á næsta ári. Rifjaði hann upp að upphaflega hét fyrirtækið Landssíminn, síðan Póst- og símamálastofnun, Póstur og sími, Lands- síminn hf. og núna Síminn. Sagði hann að það ætti ekki að koma neinum á óvart að það nafn, sem gæti fleytt þeim best fram í framtíðina, væri valið. Skattmann vill vita Núningur er alltaf nokkur á milli Rík- isskattstjóra og bankanna um hversu miklar upplýsingar hinir síðarnefndu eigi að gefa til skattsins um viðskiptavini sína. Bankarnir halda fast í það sjónarmið að meðan lagaóvissa sé um það hvaða upplýsingar megi láta af hendi, þá muni þeir hvergi hreyfa sig til að létta Indriða Þorlákssyni ríkisskattstjóra lífið við netvæðingu skattframtala landsmanna. Innan KB banka hafa menn verið harðir á þessu sjónarmiði og þar innanbúðar gætir nokkurrar furðu yfir því að Indriði hafi sagst hafa spurt að því hvers vegna KB banki neitaði að láta upplýsingar af hendi hér á landi sem látnar væru af fúsum og frjálsum vilja í Noregi og Svíþjóð, þar sem dótturfé- lög bankans störfuðu. Fór í taugarnar á sumum að skattstjórinn dró fram eitt fyrirtæki umfram annað, auk þess sem bankinn rekur ekki enn sem komið er lánastarfsemi í Noregi og hefur því ekki sent norskum skattayfirvöldum upplýs- ingar um lánastöðu viðskiptavina. Peningaskápurinn... Greining Íslandsbanka telur verð- lagningu á bréfum Avion Group vera hæfilega. Í dag hefst sex milljarða hlutafjárútboð til fag- fjárfesta í tengslum við skráningu félagsins í Kauphöllina. Þar sem rekstur félagsins er ólíkur rekstri annarra skráðra félaga er líklegt að það henti vel inn í hlutabréfasöfn fjárfesta vegna áhættudreifingar að mati Íslandsbanka. Avion Group fær tímabunda undanþágu vegna skráningarinn- ar þar sem fyrirtækið uppfyllir ekki skilyrði um dreifða eignar- aðild. Ætlunin er að Straumur- Burðarás greiði öllum hluthöfum sínum í arð hluta af bréfasafni Straums í Avion. Bankinn reiknar með að Avion Group verði komið í úrvalsvísitöl- una um mitt næsta ár. - eþa Avion Group hóflega verðlagt MARKAÐSPUNKTAR Gengið var frá kaupum Landsnets á flutningsvirkjum Landsvirkjunar. Það er liður í gefa raforkusölu frjálsa um áramót. Eignarhlutur Atorku Group stendur í 65,7 prósent af virku hlutafé í Jarðbor- unum SÍF hf. hefur selt 40% eignarhlut sinn í sölufyrirtækinu Icebrit Ltd. í Bretlandi. Við það eignast Páll Sveinsson og fjöl- skylda fyrirtækið að fullu. MAGNÚS ÞORSTEINSSON Hlutafjárútboð Avion Group tiil fagfjárfesta hefst í dag. Íslandsbanki álítur að Avion sé á hóflegu verði. SKJÁR EINN Mikið tap var af rekstrinum á fyrrihluta ársins. Tölur miðast við 21.12.2005 kl. 14:39 SKATA saltfiskur, siginn fiskur og kinnar. OPIÐ Í DAG 10-22 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 5.361 +0,14% Fjöldi viðskipta: 249 Velta: 2.522 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 49,80 +1,00% ... Bakkavör 51,70 +0,40% ... FL Group 18,15 +1,40% ... Flaga 4,86 -0,80% ... HB Grandi 9,50 -0,50% ... Íslandsbanki 16,90 -0,60% ... Jarðbor- anir 24,50 +0,00% ... KB banki 702,00 +0,30% ... Kögun 59,80 +0,00% ... Landsbankinn 24,90 -0,40% ... Marel 65,70 +0,00% ... SÍF 4,18 +0,50% ... Straumur-Burðarás 15,70 +0,00% ... Össur 112,00 +0,50% MESTA HÆKKUN Nýherji +1,49% FL Group +1,40% Atlantic Petroleum +1,09% MESTA LÆKKUN Flaga -0,82% Íslandsbanki -0,59% Mosaic Fashions -0,56%
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.