Fréttablaðið - 22.12.2005, Síða 39

Fréttablaðið - 22.12.2005, Síða 39
[ ] FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. �������������� ������� ������������������ ������������� �������� ������ ����������������� ��� ���� ������������������� ������� ������� ������������� �������������� �������������� ��������������� �������������� � �������� Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 11.22 13.26 15.31 Akureyri 11.38 13.11 14.44 Heimild: Almanak Háskólans Góðan dag! Í dag er fimmtudagurinn 22. desember, 356. dagur ársins 2005. Þetta er skrýtið jólalag: Göngum við í kringum, einn að berja hund...! KRÍLIN Landslið matreiðslumanna verður í verslunum Hagkaups í Skeifunni, Smáralind, Kringlu og á Akureyri og aðstoðar fólk við val á jólamatnum. Landsliðið ætlar að ausa úr viskubrunni sínum um hvaðeina sem jólamatnum tengist. Liðið verður á ferð í Skeifunni, Smáralind, Kringlunni og Akureyri milli klukkan 15 og 18 í dag. Gáttaþefur ætlar að líta inn á Þjóðminjasafnið í dag og þefa af gestum og gangandi. Jóla- sveinninn mun gera sitt besta til að skemmta börnum og þeim sem eldri eru og fræða gesti um aldarlanga menningu jólasveinanna. Reykskynjarar eiga að vera á öllum heimilum. Sérstaklega á hátíð ljósanna. Allir eru hvattir til að athuga hvort reykskynjar- inn sé í lagi, skipta um rafhlöður og þeir sem ekki eiga reykskynjara eru hvattir til að kaupa einn slík- an sem allra fyrst. Hlakkandi, er annað nafn á 22. desember, því börnin eru farin að hlakka svo til jólanna á þessum degi. Ghost, bresk tísku- keðja, hefur verið seld Kevin Stanford, sem er einn af lykilmönn- um í Karen Millen, og íslenskum fjárfestum. Tískukeðjan var seld fyrir um fimm milljónir punda. Hönnuður vöru- merkisins Ghost mun áfram eiga 32 prósent hlut og stýra áfram straumum og stefnum í framleiðslunni. Með þessum viðskiptum er vonast til að Ghost nái nýjum hæðum í tískuheiminum. LIGGUR Í LOFTINU [JÓL MATUR HEIMLI TÍSKA] Gyða Haraldsdóttir sálfræðing- ur ætlar að lenda í Rómaborg á aðfangadag ásamt eiginmannin- um Steingrími Steinþórssyni. „Þetta er í fyrsta skipti sem við förum í burtu um jólin. Fengum þá hugdettu í október að gaman gæti verið að prófa eitthvað nýtt og áður en við vissum af vorum við byrjuð að bóka á netinu. Þá varð ekki aftur snúið,“ segir Gyða glaðlega þegar hún er spurð um aðdraganda þess að hún og eiginmaðurinn halda í ferðalag á Þorláksmessu til að verja hátíðardögunum á fjarlægum stað. Þau ætla með Iceland Express til London, gista á hóteli í nágrenni flugvallarins og halda áfram til Rómar að morgni aðfangadags. „Róm hefur verið á óskalista hjá okkur. Ég hef aldrei komið þang- að en hef lengi látið mig dreyma um það. Við byrjuðum hins vegar á að velta fyrir okkur löndum með hærra hitastigi en höfðum ekki áhuga á Kanaríeyjum. Enduðum á að fara milliveginn og ákváðum að vera í Evrópulandi þar sem jólin væru haldin hátíðleg og heimsækja spennandi borg. Það er að minnsta kosti nóg að skoða og gera í Róm. Við tökum bara hlýju fötin okkar með og regnhlífarnar!“ Gyða kveðst ekki ætla með jólamat með sér. „Við gerum ráð fyrir að það verði nægur matur til á Ítalíu,“ segir hún hlæjandi. „Höfum aðeins verið að skoða veitingastaði á netinu og einhverjir eru opnir á aðfangadagskvöld. Erum að vinna í því að panta borð á huggulegum stað í nágrenni íbúðarinnar sem er í hjarta borgarinnar. Við getum líka byrjað á því þegar við komum út að birgja okkur upp af hugguleg- um ítölskum jólamat þannig að við sveltum ekki.“ Gyða og Steingrímur ætla að vera í Róm fram yfir áramót en Gyða er samt ekki viss um að þau hlusti á nýársávarp páfans. „Við ætlum að láta það ráðast hvað við gerum. Planið er bara að hafa fríið ljúft og huggulegt,“ segir Gyða og leynir ekki tilhlökkuninni. Hún segir bóndann starfa við bókaút- gáfu og hafa mikla þörf fyrir að komast úr stressinu og börnin séu uppkomin. „Reyndar eru mín börn að koma heim frá útlöndum en ég er búin að ræða þetta við þau og þau gáfu grænt ljós,“ segir hún brosandi og bætir við. „Þau hafa þá íbúðina fyrir sig.“ gun@frettabladid.is Rómantískt jólafrí í Róm „Það er ágætt að komast að því hvort betra er að vera heima eða heiman um jólin,“ segir Gyða og hlakkar til að prófa eitthvað nýtt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM JÓLAKJÓLAR Ekki endilega dýrir BLS. 2 KOGGA Alltaf flott BLS. 6 BLEIK JÓL Á Vesturgötunni BLS. 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.