Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.12.2005, Qupperneq 41

Fréttablaðið - 22.12.2005, Qupperneq 41
FIMMTUDAGUR 22. desember 2005 3 1 dálkur 9.9.2005 15:19 Page 6 GJAFAKORT Í JÓLAPAKKANN HENNAR Dýrasta gata Parísar er Avenue Montaigne sem liggur frá miðri Champs-Elysée breiðgötunni og niður að Ölmugöngunum, þar sem Díana prinsessa lést í bílslysi. Avenue Montaigne og Champs-Elysée mynda, ásamt Avenue George V (með sam- nefndu hóteli og tískuhúsi Jean- Pauls Gaultier), hinn svokallaða gyllta þríhyrning. Reyndar er Champs-Elysée breiðgatan sú fal- legasta í heimi, að sögn Frakka. Í það minnsta er hún ótrúlega fal- leg með jólaljósum sínum. Á Avenue Montaigne eru öll flottustu tískuhúsin í París sam- ankomin á einum stað. Þessi gata er ómissandi viðkomustaður hjá efnuðum útlendingum og reynd- ar öðrum sem láta sér nægja að berja dýrðina augum og anda á rúðurnar. Þarna eru, svo dæmi séu tekin, aðalstöðvar Dior-veldisins í húsi númer þrjátíu sem Christian Dior keypti á sjötta áratugnum. Jóla- gjöfin í ár er úrið „Cristal“ eftir John Galliano sem hægt er að kaupa á litlar 1500 evrur í stálút- gáfu en verðið er líklega ekki það sama með 48 demöntum og safír- armbandi. Á númer 27 er skart- gripabúð Bulgari, Louis Vuitton á 54, Emmanuel Ungaro á 2, Chanel á 42, Calvin Klein 45, Nina Ricci, Prada, Dolce og Gabbana og svo mætti lengi telja. Ekki má heldur gleyma einu flottasta hóteli Par- ísar, Plaza Athénée sem þarna er. Daglegt brauð er að sjá svartan Mercedes Benz, Rolls Royce eða Jagúar með bílstjóra stoppa fyrir utan tískuhúsin og út stíga Nicole Kidman, Söru Jessicu Parker eða Brad Pitt. Prinsessur eru oft á ferð, hvort sem þær eru evr- ópskar eða arabískar og blæjum huldar. En lúxusheimurinn hefur breyst og nú gerist það einnig að meðaljóninn kemur og kaupir sér eina tösku eða flík. Þegar ég var hjá YSL fyrir ein jólin seldi ég manni forláta krókódílatösku, jólagjöf eiginkonunnar sem borg- uð var í tvennu lagi. Japanir eru einstaklega hrifn- ir af frönskum merkjum og safna sér oft árum saman fyrir ferð og þá er hápunkturinn að fjárfesta í lúxusvarningi á Avenue Mont- aigne. Oft er Asíubúum reyndar aðeins selt að hámarki fimm ein- tök af því sama til að koma í veg fyrir að þeir braski með vöruna þegar heim er komið. Það merkilega er þó að fræga fólkið sem er búsett í París kýs oft heldur að rölta um St. Germ- ain des Prés-hverfið, til dæmis um götu sem heitir Rue de Gren- elle, án bílstjóra og lífvarða. Þar er allt eins líklegt að mæta Mon- icu Belucci, Charlotte Gains- bourg eða Kylie Minogue með hundinn sinn. Síðasta sunnudag fyrir jól og á aðfangadag, því þá eru tískuhús- in opin til klukkan 18.00, er við- skiptavinum svo gjarnan boðið upp á kampavín eða heitt súkku- laði. Hinn gyllti þríhyrningur Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Ófeigur Sigurðsson á gamlan frakka frá Eimskipafélaginu sem hann notar mikið. Fólki bregður við þegar það sér hnappana á yfirhöfninni en þar má sjá þórshamarinn, merki Eimskipafélagsins. Rithöfundurinn Ófeigur Sigurðs- son á frakka sem er í miklu uppá- haldi. ,,Þetta er sennilega um 80 ára gamall skipstjórafrakki frá Eimskipi. Hann er alíslenskur og framleiddur í Kjörgarði í Reykja- vík. Hann skartar forláta gull- hnöppum með gamla merki Eim- skipafélagsins, þórshamrinum.“ Ófeigur keypti frakkann í Fríðu frænku síðastliðið sumar. ,,Það vantar nokkra hnappa á hann en Fríða ætlaði að finna fleiri fyrir mig svo ég á eftir að smíða frakk- ann aðeins betur til.“ Yfirhöfnina notar Ófeigur dagsdaglega en kveðst þó ein- ungis klæðast henni á Íslandi. ,,Fólki bregður dálítið við þegar það sér þórshamarinn og áttar sig ekki strax á því að merkið sé frá Eimskipafélaginu. Ég myndi ekki klæðast frakkanum í Þýskalandi enda væri það ólöglegt þar sem svastikan er bönnuð. Mér yrði ekki hleypt inn í landið í honum,“ segir Ófeigur hlæjandi og bætir því við að hann sjái eftir merkinu á gamla Eimskipafélagshúsinu. ,,Ég tel algjör mistök að hengja yfir merkið. Það verður aldrei hægt að afhjúpa það aftur því það yrði of mikið sjokk.“ Ófeigur kveðst yfirleitt ganga í notuðum fötum. ,,Ég fer nú eigin- lega aldrei í búðir en þau fáu föt sem ég kaupi verða að duga lengi. Ég er yfirleitt alltaf í sömu fötunum sem ég nota þar til þau hverfa.“ Ófeigur hefur nóg að gera þessa dagana en hann var að gefa út bókina Áferð hjá forlaginu Trakt- or og hefur fengið frábæra dóma. ,,Ég er að lesa upp hér og þar og reyna að kynna bókina vegna þess að Traktor hefur ekki efni á aug- lýsingum,“ segir hann að lokum. mariathora@frettabladid.is ,,Það eru aðallega útlendingar sem fá nett sjokk þegar þeir sjá frakkann. Þegar betur er að gáð þá stendur Eimskipafélag Íslands kringum merkið,“ segir Ófeigur um hnappana á frakkanum. Frakki úr Kjörgarði OPIÐ Í DAG TIL KL. 22 ÞORLÁKSMESSU TIL KL. 23 AÐFANGADAG FRÁ KL. 10-12 Gjafakortið hennar Gleðileg jól ÞÖKKUM FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR Á ÁRINU SEM ER AÐ LÍÐA. STARFSFÓLK OG EIGENDUR NÆS CONNECTION 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.