Fréttablaðið - 22.12.2005, Side 44

Fréttablaðið - 22.12.2005, Side 44
[ ] Mörkin 3, sími 568 7470 www.virka.is Skoðið gjafahugmyndir á vefnum virka.is Mikið úrval af fallegum húsum! Sjón er sögu ríkari! Gleðileg Jól Moppur eru þægilegar til að halda öllu í horfinu eftir að jólahreingerningunni er lokið. Það er fljótlegra að strjúka yfir gólfin með moppunni en að draga fram ryksuguna í hvert einasta skipti sem þarf að fjarlægja smá ryk. Leirlistamaðurinn Kogga er löngu orðin þekkt af verkum sínum enda búin að vera með verkstæði neðst á Vesturgöt- unni í tuttugu ár. Hönnunin er samt síbreytileg. Margt fallegt ber fyrir augu þegar stigið er inn i litlu verslunina henn- ar Koggu á Vesturgötu 5. Sumt af því hefur maðurinn hennar, Magn- ús Kjartansson myndlistarmaður, skreytt, svo sem glös, skálar, bjöll- ur og skartgripi, þannig að sam- staða hjónanna er sýnileg. Jöklarn- ir eru sýnilegir í sumum gripanna, mislitur snjór og sprungur. Svört lína í glösum og skálum er sótt í sandinn og hraunið. „Allt er unnið út frá íslenskri náttúru sem gefur óþrjótandi hugmyndir og innblást- ur,“ segir listakonan. Fallegar kolur fanga líka augað. Ljós frost- álfanna heitir ein línan og önnur er skreytt af Magnúsi. Snjófuglsegg- ið hennar Koggu er líklega henn- ar þekktasti gripur enda búinn að fljúga víða því eggin hafa verið til sölu um borð í Flugleiðavélunum síðustu þrettán árin. Engin tvö egg eru samt eins og engir tveir hlutir eru eins. Kogga býr ekki aðeins til skrautgripi heldur eru nytjahlutir liður í framleiðslunni. Súpuskálar og saltbátar eru dæmi um það. Engir tveir hlutir eins Kolurnar sem hér sjást eru með því nýjasta í framleiðslu Koggu. Þær eru skreyttar af eiginmanninum Magnúsi Kjartanssyni, myndlistar- manni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Vasi, kola og ljósker með nýuppfundinni jöklaáferð og fjórar súpuskálar. Kogga hóf að búa til þessa saltbáta í haust og segir þá renna út. „Það eru svo margir sem nota bara þetta náttúrusalt og þá passar að hafa það í náttúrlegu íláti,“ bendir hún á. Mikið úrval af burstasettum og neistahlífa, ásamt ýmis konar aukahlutum. Opið laugardaga kl. 10-16 og sunnudaga kl. 12-16 til jóla. Arinbúðin Stórhöfða 17 v/Gullinbrú (fyrir neðan húsið) Sími 567 2133 · www.arinn.is Laugavegur 58 • 101 Reykjavík • S: 551-4884 Nú er sá tími árs sem flestir brunar verða vegna kerta- skreytinga. Síðastliðin ár hafa flestir slíkir brunar orðið á gamlárs- og nýársdag og hafa nú þegar nokkrir kertabrunar orðið á aðventunni. Þrátt fyrir að kertabrunum hafi fækkað undanfarin ár má reikna með að 60 til 90 íbúðir skemmist vegna kertabruna um áramótin. Einnig reikna tryggingafélög með að um 13 til 15 prósent heimila séu með ótryggt innbú. Helstu ástæð- ur þess að fólk tryggir ekki heim- ili sín er að íbúðareigendur halda að þeir séu tryggðir eða telja sig geta verið án innbústryggingar. Reykskynjarar, slökkvitæki og eldvarnarteppi eiga að vera á hverju heimili en þar að auki er nauðsynlegt að gera viðeigandi ráðstafanir. Hafið aldrei logandi kerti í mannlausu herbergi. Sum kerti geta brunnið niður á skömm- um tíma og þá er voðinn vís. Ekki láta kertaljós loga við opinn glugga. Dragsúgur getur haft áhrif á brunatíma kertanna og eldur getur komist í gluggatjöldin. Hægt er að húða jólaskreytingar með eldtefjandi efni, nota sjálfs- lökkvandi kerti sem hefur kveik sem nær ekki alla leið niður, nota kramarhús eða annað sem varnar því að kertaloginn nái niður í eld- fimar skreytingar. Sjáið til þess að kertin standi tryggilega svo þau velti ekki um koll og hafið eldfasta undirstöðu undir skreytingunni. Enginn vill að heimili sitt verði kertabruna að bráð. Nauðsynlegt er að vera meðvitað- ur um notkun kertanna og skilja þau aldrei logandi eftir í mannlausu herbergi. Byrgjum brunninn áður en hann brennur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.