Fréttablaðið - 22.12.2005, Síða 45

Fréttablaðið - 22.12.2005, Síða 45
FIMMTUDAGUR 22. desember 2005 7 Tyrkir drekka gríðarlegt magn af tei daglega. Drykknum er hellt er lítil, falleg glös sem hægt er að nota í ýmsum tilgangi. Víða leynast í hérlendum búðum lítil glös ætluð fyrir tedrykkju. Þessi glös eru ættuð frá Tyrklandi þar sem teið er þjóðardrykkur en Tyrkir neyta um 160.000 tonna af svörtu tei árlega. Tyrkir kjósa að hafa teglösin lítil þar sem teið er of sterkt fyrir stóra bolla. Drykknum er hellt mjög sterkum í glasið og er síðan þynntur með vatni eftir smekk. Bæta má sykurmolum út í teið en aldrei sítrónu eða mjólk. Þessi litlu glös þarf þó ekki endilega eingöngu að nota til tedrykkju. Hægt er að nota þau sem vatns- eða vínglös, blómavasa eða sprittkertastjaka. Í GARÐINUM HEIMA HAFSTEINN HAFLIÐASON SKRIFAR UM POTTAPLÖNTUR Siðurinn að setja upp „lifandi“ jólatré inni er ekki ýkja gamall hér á landi. Hins vegar voru lítil gervitré, oft heimasmíðuð, algengari á heimilum framundir og jafnvel fram yfir 1960. Um það bil hófst innflutningur jólatrjáa í stórum stíl. En „ekta“ jólatré munu samt hafa verið orðin fastur siður hjá mörgum fjölskyldum og í flestum skólum og félagasamtökum strax á fyrstu árum liðinnar aldar. Þá hófst líka sá siður að fara með börnin „á jólatré“ – og þótti mikill viðburður. Menn greinir á um það, hvar og hve- nær siðurinn að skreyta og lýsa jólatré hófst. Samt eru allir á einu máli um það að hann er evrópskur og á sér rætur í frum-evrópskri vættatrú, tengdri vetrar- sólstöðum og blíðkun náttúruaflanna til að tryggja það að uppskera hins nýja árs brygðist ekki. Í norðurhluta Evrópu tíðkaðist frá öndverðu að festa upp greni- eða einigreinar við útidyr húsa til að bægja myrkravættum frá í skammd- eginu. Af þeim sið er talið að „jólatréð“ sé sprottið. Fyrsta jólatréð með ljósum, skrauti og kristilegu ívafi er talið að Dórótea Sybilla, hertogafrú í Slésíu, hafi sett upp í salarkynnum sínum á jólunum 1611. Þetta þótti góð hugmynd, sem breiddist út um þýska ríkið. En jólatré hertoga¬frúarinnar átti sér dýpri rætur, því að um aldir höfðu tíðkast helgileik- ir í þýskum kirkjum, þar sem eplum skreytt grenitré gegndu hlutverki skiln- ingstrésins um jólaleytið, líklega til að afheiðna hinn forna sið. Um 1700 var jólatréð búið að ávinna sér það form sem það hefur enn í dag meðal Evrópumanna, bæði austan hafs og vestan. Um 1800 voru jólatré orðin vel þekkt á Norðurlöndum og til Íslands bárust þau fyrst um miðja nítjándu öld. Í lok þeirrar aldar vissu líklega öll íslensk börn að jólatré væru til! Rauðgreni Á Íslandi eigum við val um þrjár aðal- gerðir jólatrjáa. Í fyrsta lagi má nefna rauðgreni. Það hefur fremur smá- gerðar, dálítið gulgrænar og stingandi barrnálar. Af því leggur viðkunnanlega skógarangan, en það hefur þann ókost að vera ekki mjög barrheldið þegar inn í heitt og þurrt stofuloftið kemur. Gegn því má vinna með því að saga ögn neðan af trénu, svo að barkaræðarnar opnist og eigi auðveldara með að soga upp vatn. Síðan þarf að sjá til þess að sárið standi ávallt í vatni, gjarna með „blómanæringu“ út í, allan tímann sem það er inni í stofu hjá okkur. Af öðrum grenitegundum hefur verið boðið upp á íslenskt blágreni, sem eins er farið með. Sitkagreni hentar alls ekki sem jólatré í upphituðum húsakynnum. Norðmannsþinur Annar valkostur er norðmannsþinur. Hann er allur innfluttur frá Danmörku, þar sem hann er ræktaður í stór- um stíl með þennan tilgang í huga. Norðmannsþinurinn er með breiðar, mjúkar og dökkgrænar barrnálar og afar barrheldinn. Hann heldur barri og lit þótt ekki sé haft vatn í jólatrésfætin- um. Aðrar þintegundir hér á markaði, af og til, eru fjallaþinur og síberíuþinur. Báðar ræktaðar í íslenskum skógum og jafnfallegar og barrheldnar og norðmannsþinurinn, en því miður of hægvaxta til að geta keppt við hann, hvort sem er í verði eða magni. Stafafura Þriðji kosturinn, sem sífellt vinnur á, er íslensk stafafura. Hún myndar afar formfalleg og snotur jólatré sem venjast vel, þótt áferðin sé mun grófari en á þin og greni. Stafafuran hefur fallega greinasetningu og er opnari en greni og þinur. Barrnálarnar eru langar, fagurgrænar og mynda einskonar „flöskubursta“ umhverfis hverja grein. Barrinu heldur furan, hvað sem á dynur, út öll jólin. Og jafnvel lengur, ef út í það er farið. Hún þarf ekki að fá vatn í fótinn og þornar bara fallega. Stafafuran angar langar leiðir og fyllir húsið jólailmi. Hún er án efa jólatré framtíðarinnar hér á Íslandi. Fyrir – og eftir! Algengast er að afgreiða jólatrén í nethólkum sem þjappa greinunum að bol og minnka fyrirferð. Best er að geyma trén í netinu á skjólgóðum stað utanhúss og oftast borgar sig að spúla þau nokkrum sinnum með kröftugri vatnsbunu úr garðslöngunni, einkum ef frostvindur er og líka svo sem tveim tímum áður en þau eru tekin inn, þá sígur vel af þeim og þau koma frísk og hress í hús. Ef frost er úti þegar það stendur til, er ráðlegast að láta þau þiðna hægt, t.d. í frostlausum bílskúr. Það er gott ráð að halda netinu utan um trén meðan verið er að festa þau í fótinn, þá er minna bras að fá þau til að standa rétt. Eftir jól þarf svo að fylgjast með aug- lýsingu frá umhverfisdeildinni í sveitar- félaginu um hvenær áætlað er að hirða upp jólatrén til förgunar eftir jólin – og setja þau þá út í tilteknum degi. Sé ekki um slíkt að ræða, má brytja trén niður með sög og ef til vill merja greinarnar rækilega með slaghamri, og setja þau svo í moltubinginn. Jólatré Glös frá Kaffitári á 590 krónur stykkið.Fjölnota teglös Glös frá Te og kaffi. Kosta 580 krónur stykkið með undirskál og skeið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fást í Tiger í nokkrum litum. Þrjú glös á 400 krónur. Húsgögn og gjafavara Skeifan 3A við hlið Atlantsolíu 108 Reykjavík Sími: 517 3600 • Fax: 517 3604 mylogo@mmedia.is www.local1.is 20% afsláttur af öllum ljósum og gjafavörum fram til jóla 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.