Fréttablaðið - 22.12.2005, Page 50
22. desember 2005 FIMMTUDAGUR
Fáar verslanir bjóða upp á jafn fjölbreytt
úrval jólasería og ljósa.
Verslunin Glóey í Ármúlanum
er mörgum að góðu kunn. Jólin
eru háannatími hjá verslun-
inni en þar er geysilega gott
úrval jólasería og ýmiss konar
jólaskrauts.
Elín Hannesdóttir, verslunarstjóri
Glóeyjar, segir að sala jólaljósa
aukist með hverju árinu sem
líður. Hún segir að nýrri og fínni
jólaseríur seljist ekkert endilega
betur. ,,Mér finnst mjög mikið af
fólki sem heldur í gömlu seríurnar
og við erum með aukaperur sem
margir stórmarkaðir eru ekki að
bjóða upp á. Það er líka mjög góð
sala í skrautseríum og útiseríur
er líka mjög vinsælar. Það má
eiginlega segja að það sé góð sala
á öllum gerðum sería, ekkert eitt
sem sker sig úr.“
Elín segir að fólk byrji að
streyma í búðina í lok nóvember
og í byrjun desember. Straumnum
linnir svo ekki fyrr en eftir jólin
og er verslunin alltaf troðfull af
fólki.
Fólk kemur ekki í Glóey ein-
ungis til þess að finna jólaljós.
,,Við erum með ýmiskonar raf-
tæki og mikið úrval af hlutum
sem hægt er að gefa. Svo erum
við með ofboðslega mikið úrval
af lömpum og ljósum. Við höfum
eitthvað fyrir alla, ekki bara eitt-
hvað nýtískulegt heldur mikið af
gamaldags hlutum.“
Elín segir að mikill jólaandi
ríki í versluninni, bæði á meðal
starfsmanna og viðskiptavina.
,,Fólkið sem kemur hingað er
ánægt og virðist hafa gaman af
því að koma. Við erum nefnilega
öll svo spennt og alltaf á hlaup-
um. Fólk hlær því bæði að okkur
og með okkur. Við fáum líka
mikið hrós frá kúnnunum. Við
erum fjölskyldufyrirtæki og fólk
kemur hingað aftur og aftur.“
segir Elín að lokum í góðu jóla-
skapi. ■
Persónuleg ljósadýrð
Ljósadýrðin ræður svo sannarlega ríkjum í Glóey. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Fjölbreytt úrval ýmissa vara má finna í Glóey.
Ketkrókur, sá tólfti,
kunni á ýmsu lag. –
Hann þrammaði í sveitina
á Þorláksmessudag.
Höf. Jóhannes úr Kötlum
Í kvöld er það Ketkrókur sem leggur
leið sína til byggða til að gefa
börnunum í skóinn. Hann eyðir
svo Þorláksmessudegi í að ráfa um
mannabyggðir og krækir sér í tutlu
hér og þar. Karlinn er sólginn í ket og
í gamla daga rak hann langan krók -
staf niður um eldhússtrompinn og
krækti sér í hangiketslæri sem héngu
uppi í rjáfrinu eða hangiketsbita
upp úr pottinum, en í þá daga var
hangiketið soðið á Þorláksmessu.
Í dag reynir hann hins vegar að
sitja um hús í bænum í von um að
einhver láti hangikjötið út á stétt til
kælingar. Um leið og það er gert er
Ketkrókur horfinn með það á braut.
jólasveinar }
Ketkrókur
Jón Stefán Sigurðsson,
leiklistarnemi í London, er
nýkominn heim til að eyða
jólunum með fjölskyldunni.
Hann segist geta þakkað
heimkomuna óvæntum
jólaengli.
,,Ég fékk nýtt debetkort sent frá
bankanum mínum á Íslandi og hélt
að pin-númerið væri það sama,“
segir Jón. „Það kom á daginn að
svo var ekki þannig að ég gat ekki
tekið pening út neins staðar.“ Jón
örvænti ekki því hann var á leið
heim og þar gæti hann fengið
númerið sem hann vantaði. „Svo
þegar ég ætlaði að borga lestar-
miðann út á flugvöll fékk ég þau
svör að þeir tækju ekki við svona
kortum,“ segir Jón. Nú voru góð
ráð dýr og Jón ekki með neinn
pening til að borga.
„Þarna stóð ég með kortið í hönd-
unum en enga leið til að nota það.
Þá skyndilega kom að mér kona
sem bauðst til að borga miðann
fyrir mig,“ segir Jón. Þessi vernd-
arengill hafði þá heyrt hvað fram
fór og bauðst til þess, í tilefni
jólanna, að borga miðann svo
Jón kæmist heim. ,,Hún lét mig
fá símanúmer og tölvupóstfang
og sagði mér bara að borga sér
seinna,“ segir Jón.
Það er gott að vita að hin marg-
rómaða breska kurteisi er ekki
útdauð, en betra er að vita að
þegar við lendum í vandræðum
fjarri heimahögum sé fólk, sem
af einskærri góðsemi, er boðið og
búið til að hjálpa fátækum Íslend-
ingum að komast heim í hangikjöt
og uppstúf. ■
Jólaengill kom mér
heim fyrir jólin
Jón í jólaskapi með miðann góða.
MYND/ÞJÓÐMINJASAFNIÐ
Laugavegi 2 - 101 Reykjavík - Sími 552 1103 - www.jurtaapotek.is
Gullfaxi
Saltskrúbb
Náttúrulegt
saltskrúbb sem
hreinsar húðina
og gefur fallegan
gljáa og mýkt.
OPIÐ TIL KL. 22
Sölustaðir
Penninn
Mál og menning
Bókabúðin Hlemmi
Skífan
Iða
305
verslanir
Næg
bílastæði
MIÐBORGIN
JÓLALEGA
����������������
��������������������������������
�����������������������������������������������
�������������������������������������������������������������
��������������������
���������������������������������
��
��
��
���
��
��
��
��
C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
Kokk2x10DAGBLAUGL011205.pdf 6.12.2005 23:07:45