Fréttablaðið - 22.12.2005, Page 58
22. desember 2005 FIMMTUDAGUR20
1. May fair lady (1964). Gert eftir leik-
riti George Bernard Shaw, Pygmalion.
Söngur Hepburn var döbbaður í mynd-
inni. Julie Andrews átti fyrst að leika í
stað Hepburn en þótti ekki nógu fræg
og lék í staðinn í Mary Poppins og fékk
óskarinn fyrir en Hepburn fékk ekki
einu sinni tilnefningu.
2. Breakfast at Tiffany‘s (1961). Varð
næst launahæsta leikkona Hollywood
eftir þessi mynd; launahæst var Elizabeth
Taylor. Marilyn Monroe var upphaflega
höfð í huga þegar handritið að myndinni
var ritað. Ímynd aðalsögupersónunnar
þótti hins vegar ekki sæma Monroe.
3. Charade (1963). Enn ein myndin
sem fjallar að einhverju leyti um ást-
arsamband Hepburn við mann (Cary
Grant) sem er nógu gamall til þess að
vera faðir hennar. Var endurgerð árið
2002 og hét þá The truth about Charlie.
Fékk BAFTA-verðlaunin fyrir leik sinn í
myndinni.
4. The Nun story (1959). Var tekin upp
í Kongó að einhverju leyti. Gerð eftir
sögu Kathryn Hulme. Sú eina af stóru
myndum Hepburn sem enn hefur ekki
komið út á DVD.
5. Sabrina (1954). Humphrey Bogart
líkaði ekkert svakalega vel við að vinna
með Hepburn en hinn mótleikari henn-
ar, William Holden, varð ástfanginn af
henni. Þau byrjuðu saman en hún hætti
með honum þegar hún komst að því að
hann gat ekki átt börn. Myndin var end-
urgerð árið 1995.
TOPP 5: AUDREY HEPBURN
Gengið yfir bílastæði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SJÓNARHORN
VISSIR ÞÚ
...að Kínverjar fundu upp byssupúð-
ur?
...að þjóðsagan segir að það hafi
verið fundið upp af kokki sem óvart
blandaði saman saltpétursýru.
brennisteini og kolum?
...að líklegra er að byssupúður hafi
verið óvænt hliðarafurð alkemista og
gullgerðarmann sem leituðu leiða til
að búa til gull og lífselexíra?
...að fyrstu heimildir um byssupúður
eru frá 7. öld?
...að á 10. öld var farið að nota flug-
elda og byssupúður til að hræða og
rugla andstæðinga?
...að á 11. öld var byssupúðrinu
breytt þannig að það varð öflugra?
Meira var sett af saltpétri í blönd-
una og færðist áherslan í herðnaði
frá hræðslu í þá átt að einfaldlega
sprengja andstæðingana í loft upp.
...að á 12. öld gerðu Kínverjar fyrstu
fallbyssuna? Hún var úr bambus!
...að fljótlega var farið að nota málm
í fallbyssur og á 13. öld dreifðist
púðurnotkun til Austurlanda fjær
með Mongólum?
...að formúlan fyrir byssupúðri
kom til Evrópu með kaupmönnum
og landkönnuðum um miðja 13.
öldina?
...að Roger Bacon, fransiskusarmunk-
ur í Oxford fullkomnaði formúluna
og lærði að hreinsa saltpéturinn svo
sprengikrafturinn varð meiri?
...að uppskriftin að byssupúðri er:
Saltpétur 75% - Kol 15% - Brenni-
steinn 10%?
...að með byssupúðri í Evrópu lauk
miðaldahernaði þar sem þungar
brynjur urðu ganslausar?
...að á meðan Evrópubúar þróuðu
skotvopn sín héldu Tyrkir í boga og
örvar og voru lengi vel ósigrandi á
vígvöllunum vegna þess?
...að nú er til byssa fyrir einn af hverj-
um tólf jarðarbúum?
...að þeim fer ekki fækkandi?
DALSHRAUN 1 HAFNARFIRÐI
DALSHRAUNI 1
HÖFUM OPNAÐ NÝJA GLÆSILEGA VERSLUN AÐ
SÍMI. 565 1234
Hafnarfirði