Fréttablaðið - 22.12.2005, Page 73

Fréttablaðið - 22.12.2005, Page 73
E N N E M M / S ÍA / N M 9 2 8 3 Mundu! Veistu hvað við notum? Við notum: Vel valið hráefni t.d. - kjúklingabringur - nauta fillet - svína fillet - lamba fillet - ferskt grænmeti - gæða krydd (innflutt af okkur) - litla olíu og fleira Við notum ekki: - MSG - frosið grænmeti - aukaefni - fitu af kjöti og fleira Lokað 23-27. desember vegna jólafrís Opnum 28/12 kl. 18.00 22. desember 2005 FIMMTUDAGUR Jólatónleikar hljómsveitarinnar Leaves verða haldnir á Gauki á Stöng í kvöld. Hljómsveitin Dikta mun hita upp og hefjast tónleik- arnir stundvíslega klukkan 22.00. Aðgangseyrir er 500 krónur. Leaves kom í nóvember heim af mánaðarlöngu tónleikaferða- lagi um Bretland. Að sögn Halls Más Hallssonar úr Leaves gengu þeir upp og ofan. „Arnar söngv- ari var veikur og við þurftum að fresta þrennum tónleikum. Síðan bilaði rútan og við misstum af einum tónleikum. Þetta var svolítið fyndinn túr,“ segir Hallur Már. Arnar Ólafsson gítarleikari hætti jafnframt í hljómsveitinni skömmu fyrir tónleikaferðina til að sinna eigin efni. Leaves ætlar ekki að fá annan gítarleikara í staðinn og verður því fjögurra manna band framvegis. Sveitin er um þessar mund- ir að byrja að semja efni á nýja plötu, sem verður líklega gefin út á næsta ári. Síðasta plata Leaves hét The Angela Test og kom út fyrr á þessu ári. ■ Jólatónleikar Leaves í kvöld LEAVES Hljómsveitin Leaves heldur jólatónleika á Gauknum í kvöld. Dikta hitar upp.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.