Fréttablaðið - 22.12.2005, Page 76

Fréttablaðið - 22.12.2005, Page 76
76 28. janúar 2005 FÖSTUDAGUR Nýjasta kynlífstækið úti í hinum stóra heimi heitir i-Buzz, og teng- ist beint inn í i-Podinn þinn. Lítil silfurkúla er tengd í tækið og hún titrar í takt við uppáhalds tón- listina þína. Eins og þeir segja á vefsíðunni, „You can get off while you get down“, sem ætti að útskýra ýmislegt. Ef Barry White eða Birgitta koma þér til þá er þetta akkúrat rétta leikfangið. Svo eru líka fylgihlutir sem er hægt að smeygja yfir kúluna, gúmmí- hringur og gúmmísokkur sem auka fjölbreytnina. Auk þess eru sjö stillingar á titringnum þannig að það ætti að vera auð- velt að finna það sem hentar hverjum og einum. Það er að segja, ef þetta hentar einhverjum yfir- leitt. Frekari u p p l ý s - ingar eru að finna á www.ibuzz. co.uk Rokkarinn og eiturlyfjasjúklingur- inn Pete Doherty, forsprakki hljóm- sveitarinnar The Babyshambles og áður The Libertines, var handtek- inn á fimmtudag grunaður um að aka undir áhrifum lyfja og áfengis. Var Doherty stoppaður af lögreglu í London rétt fyrir miðnætti og hand- tekinn á staðnum. Lögreglan leitaði í bíl söngvarans og fann lítið magn af heróíni í bílnum. Reyndist það þó ekki vera nægjanlegt til þess að kæra hann. Var Doherty síðan flutt- ur á lögreglustöð í nágrenninu þar sem hann var yfirheyrður í um sex klukkustundir. Á meðan leituðu lög- reglumenn að fíkniefnum á heimili hans en fundu engin. Honum var þá sleppt gegn tryggingu eftir að hafa gengist undir blóðprufu. Þegar Pete yfirgaf lögreglustöðina á hann að sögn að hafa sagt: „Gleðileg jól, ég mun án efa sjá ykkur aftur í nánustu framtíð.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Doherty hefur verið handekinn. Þann 30. nóvem- ber var hann handtekinn í London vegna þess að hann var fullur undir stýri. Þá komst hann aftur í kast við lögin viku seinna einnig vegna ölv- unaraksturs. Ljóst er að söngvarinn verður að taka sig á ef ekki á illa að fara. Doherty handtekinn Í HLUTVERKI RAY CHARLES Leikarinn Jamie Foxx, sem sló í gegn í myndinni Ray, hefur snúið sér að tónlistinni. Leikarinn Jamie Foxx, sem vann óskarsverðlaunin fyrir hlutverk sitt í Ray, hefur gefið út sólóplötuna Unpredictable. Þetta er önnur plata Foxx en hann gaf frumburð sinn út fyrir ellefu árum. Foxx var tilnefndur til Grammy-verðlaunanna fyrir lagið Slow Jamz sem hann syngur með Kanye West og Twista. Hann söng einnig hið vinsæla lag Gold Digger sem er að finna á plötu West, Late Registration. Á plötu Foxx syngur West sem gestur ásamt Mary J. Blige, Ludac- ris og fleiri þekktum listamönnum. Foxx gefur út plötu Bob Dylan hefur í meira en fjörutíu ár verið einhver dul-arfyllsta mýta rokksins. Á upphafsárunum var hann duglegur við að segja blaðamönnum gróu- sögur af sjálfum sér, meðal annars átti hann að hafa hlaupist á brott með sirkus og ferðast um gjörv- öll Bandaríkin. Þó að hinum fjöl- mörgu ævisöguriturum hafi tekist að púsla saman nokkuð heildstæða mynd af ferli hans er þó eins og öll sagan sé ekki sögð. Á undanförnum árum hafa þó fleiri og fleiri púslbit- ar birst eftir því sem Dylan sjálfur hefur opnað flóðgáttirnar. Á síðasta ári kom út sjálfsævisagan Chronic- les, sem er merkilega heiðarlegt og einlægt verk frá stórstjörnu. Þar fer hann þó þá leið að velja aðeins ákveðna kafla úr lífi sínu þannig að enn er margt óljóst. Í haust kom út bókin Bob Dylan Scrapbook, sem hefur að geyma ýmis gögn frá árunum 1956-66. Og ekki nóg með það, heldur hefur einhver mesti kvikmyndagerðarmaður samtím- ans, Martin Scorsese, gert fjögurra klukkutíma heimildarmynd um Dylan. Nefnist myndin No Direct- ion Home og var fyrri hluti hennar sýndur á RÚV í gærkvöld og verður seinni hluti hennar sýndur á sama tíma að viku liðinni. Í myndinni er sjónum beint að árunum 1961-66. Tími táranna Á þessu fimm ára skeiði skapaði hann þau mót sem rokktextinn hefur meira og minna verið að vinna innan síðan. Fyrsta plata Dylans innihélt aðeins eitt frum- samið lag og var það tileinkað þjóð- lagasöngvaranum Woody Guthrie. Platan vakti litla athygli en á þeirri næstu, The Freewheelin‘ Bob Dylan, sprettur hann fram fullmót- aður með lög eins og Blowin‘ in the Wind, sem varð þjóðlag heillar kyn- slóðar, Masters of War og A Hard Rain‘s Gonna Fall. Þessi lög fjalla öll um hernaðarhyggju þá er brátt myndi leiða til Víetnamstríðsins. Með næstu plötu, The Times They Are a Changing, hélt hann áfram stríði sínu gegn stríði með With God on Our Side, gegn kynþátta- hatri með The Lonesome Death of Hattie Carroll, og gegn stéttaskipt- ingu á Only a Pawn in Their Game. En ungi maðurinn á umslaginu var þreytulegur að sjá, aðeins 22 ára en gamall og vitur og við það að fá nóg af baráttunni við hin illu öfl heims- ins. Næsta plata bar heitið Anoth- er Side of Bob Dylan, sem eins og titillinn gefur til kynna sýndi nýja hlið á lagahöfundinum. Hún innihélt stöku baráttusöngva, svo sem Chimes of Freedom, en einnig húmorísk lög eins og Motorpsycho Nitemare og ástarlög á borð við All I Want to Do og I Don‘t Believe You. Í laginu My Back Pages segist hann vera yngri en hann hafi áður verið og í laginu It Ain‘t Me Babe segist hann ekki vera sá sem hlust- andinn er að leita að. Vissulega er lagið sett upp eins og ástarlag en hann gæti verið að segja að hann væri ekki lengur í fylkingarbroddi baráttunnar. Tímarnir breytast Baráttusöngvar Dylans á árun- um 1962-63 hafa ekki verið betr- umbættir af neinum síðan. Fáum hefur tekist að nota tungumálið til að tjá jafn mikið í dægurlaga- formi. Svo virðist sem hann hafi orðið leiður á boðskapnum, eins og hann hefði þegar sagt allt sem hann hefði að segja og náð jafn mikilli færni með tjáningarmátanum og mögulegt var. Orðin höfðu hingað til miðlað málstað, en hvað annað gátu þau gert? Dylan hætti nú að nota þau til að útskýra umheiminn og beindi þeim þess í stað inn á við. Það var stundum eins og hann henti orðunum upp í loftið af handahófi og léti þau lenda þar sem þau vildu. Afraksturinn var oft á tíðum átak- anlega fallegur: „Ain‘t it just like the night to play tricks when you‘re trying to be so quiet,“ stundum súr- realískur og nánast merkingarlaus: „He just smoked my eyelids and punched my cigarette.“ Tími byltingar Samfara textunum breyttist tónlist- in. Í stað þess að koma einn fram með kassagítar og munnhörpu var hann nú með hljómsveit að baki sér sem mörgum fannst minna um of á bítlahljómsveitir vinsældalist- anna. Aðdáendur hans kölluðu hann Júdas og að nokkru leyti með réttu. Dylan steig niður af krossinum, kveikti sér í sígarettu og hélt niður þjóðveg 61. John Lennon hljómaði alltaf hálf kjánalega í samanburð- inum og erfitt var að taka Jagger alvarlega, jafnvel þá. Ef einhver hefði orðið talsmaður kynslóðar- innar hefði enginn annar til greina komið, ef bylting var í aðsigi var hann náttúrulegur leiðtogi henn- ar. En Dylan hafnaði byltingunni. Eftir 1966 þegar gagnmenningin sem hann hafði átt svo ríkan þátt í að skapa óx fiskur um hrygg fluttist hann til Woodstock með konu sinni Söruh, lokaði sig af í niðri í kjallara með hljómsveit sinni og spilaði kán- trílög á milli þess sem hann keyrði börnin í skólann. Blómabörnin urðu að komast af án hans. Tími til að halda heim á leið Blómabörnin fylgdu þó í kjölfarið og þegar þau veltu sér um í drull- unni í nokkra kílómetra fjarlægð árið 1969 lét hann þau sig litlu varða. Við og við klifraði fólk upp á þak hjá honum og heimtaði að hann segði þeim allan sannleikann um lífið og tilveruna. Ágangurinn var að lokum svo mikill að hann fluttist aftur til New York um 1970, enda búinn að fá nóg. Á næstu árum gaf hann út plöt- ur eins og Dylan og Self Portrait, sem stefndu markvisst að því að brjóta niður þá ímynd óskeikul- leika sem hann hafði öðlast. Hann lokaði sig af frá umheiminum og fór ekki í tónleikaferðalög. Það var ekki fyrr en að slitnaði upp úr sam- bandi hans við Söru 1974 að hann náði sér á strik aftur tónlistarlega, fór að spila opinberlega og gaf út meistaraverk eins og Blood on the Tracks og Desire. Engin leið heim Þó að margar bækur hafi verið skrifaðar um manninn er samt enn óljóst hvað leiddi til þess að hann dró sig í hlé á þessum miklu umbrotstímum, hann gaf út ágætar en metnaðarlitlar plötur og spilaði næstum aldrei á tónleikum. Myndin No Direction Home varpar nokkru ljósi á þessi týndu ár. Dylan var greinilega orðinn útkeyrður haustið 1966, hann hafði haldið sér gangandi á sköpunarkraftinum og amfetam- íni í tvö og hálft ár. Mótórhjólaslys sem hann lenti í seinna það ár batt enda á þetta tímabil sem á sér enga hliðstæðu í rokksögunni. Mögulega varð það honum til happs að vera neyddur til að halda kyrru fyrir. Ef til vill bjargaði það geðheils- unni að binda enda á keyrsluna en lögin áttu aldrei eftir að flæða jafn áreynslulaust og áður. valurg@frettabladid.is Dylan afhjúpaður Titraðu í takt við tónlistina i-væðingin nær til kynlífsins. Poppprinsessan Britney Spears hefur höfðað mál gegn banda- ríska tímaritinu US Weekly fyrir að hafa birt grein um að Kevin Federline, eiginmaður Britney, hafi búið til kynlífsmyndband og óttist útbreiðslu þess. Krefst Brit- ney tæplega 1,3 milljarða króna í skaðabætur, meðal annars fyrir að misnota nafn sitt og ímynd til að auka sölu blaðsins. Britney lenti einnig í deilum við US Weekly í febrúar á þessu ári eftir að tímaritið birti myndir af henni í brúðkaupsferð á Fiji- eyjum. Gagnrýndi hún tímaritið harðlega fyrir að birta myndirnar, sem voru teknar af fólki sem vann á staðnum. Tímaritið brást við með því að segja að Britney hefði þegar selt fjölmiðlum ljósmyndir frá brúðkaupinu og af stjúpdótt- ur sinni. „Britney Spears á bara að stofna sitt eigið tímarit ef hún vill stjórna því hvernig fjallað er um hana,“ sagði í yfirlýsingu US Weekly. Krefst hárra skaðabóta BRITNEY OG KEVIN Britney krefst hárra skaðabóta vegna fregna um meint kynlífsmyndband.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.