Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.12.2005, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 22.12.2005, Qupperneq 86
66 22. desember 2005 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? DESEMBER 19 20 21 22 23 24 25 Föstudagur ■ ■ SJÓNVARP  16.20 Enski deildarbikarinn á Sýn. Útsending frá leik Doncaster og Arsenal frá því gær.  18.00 Íþróttaspjallið á Sýn.  18.12 Sportið á Sýn. Farið yfir íþróttaviðburði dagsins.  19.00 NFL-tilþrif á Sýn.  20.00 Álfukeppnin á Sýn. Sýndur verður leikur Brasilíu og Argentínu.  21.40 Ítalski boltinn á Sýn. Livorno-AC Milan.  23.20 Spænski boltinn á Sýn. Barcelona-Celta Vigo. Handknattleiksmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson hefur heldur betur slegið í gegn í þýsku úrvalsdeildinni í vetur. Hann hefur verið markahæsti leikmaður deildarinnar nánast frá fyrsta leik og að sögn þeirra sem til þekkja tekið miklum framförum frá því á síðasta keppnis- tímabili. Ástæðan fyrir því gæti verið sú að í sumar var hann í læri hjá Jóni Arnari Magnússyni, fyrrum tugþruatark- appa en núverandi einkaþjálfara í Laug- um, sem gerði fyrir hann æfingaáætlun sem átti eftir að skila eftirtektarverðum árangri. „Það er nokkuð ljóst að þessi æfing- atörn í sumar skemmdi ekki fyrir,“ sagði Guðjón Valur við Fréttablaðið í gær, en á þessum mánuði lét Jón Arnar hann gera fjölbreyttar æfingar sem flestar gengu að því að bæta snerpu og sprengi- kraft. Guðjón Valur segir að upphaf samstarfs þeirra megi rekja til þess tíma þegar landsliðshópurinn var að æfa fyrir ÓL í Aþenu á sínum tíma. „Hann var alltaf að fíflast eitthvað í okkur og eitt skiptið spurði ég hann einfaldlega hvort ég mætti koma næsta sumar. Hann var meira en til í það.“ Guðjón Valur segir að æfingarnar hafi gert sér mjög gott og meðal annars náði hann að bæta stökkkraft- inn hjá sér um 10-15 sentímetra - þó nægur hafi hann verið fyrir! „Þetta var nú ekki nákvæm mæling en það var klárlega sjáanlegur munur. Þetta gekk út á að hoppa upp í loft inni í Laugum. Í fyrstu var það fingurbroddurinn en undir það síðasta var það lófinn sem náði upp í loft,“ segir Guðjón Valur og bætir því við að fyrir vikið hafi hann komið mun betur undirbúinn til leiks hjá Gummers- bach. „Ég komst mun auðveldar í gegnum undir- búningstímabilið hjá Gummersbach og mér virðist ganga ágætlega hér úti svo það er nokkuð ljóst að þessar æfingar skemmdu ekki fyrir.“ LANDSLIÐSMAÐURINN GUÐJÓN VALUR SIGURÐSSON: VAR Í EINKAÞJÁLFUN SÍÐASTA SUMAR Bætti stökkkraftinn um 10-15 sentímetra FÓTBOLTI „Þetta verður allt annað núna og ég er viss um að ég verð í miklu betra leikformi í sumar en ég hef verið undanfarin ár,“ segir sóknarmaðurinn Björgólfur Takefusa, sem skrifaði loksins formlega undir samning við KR í gær til tveggja ára. Björgólfur kom til landsins í fyrradag, nýútskrifaður frá háskóla í Bandaríkjunum, og mun hann hefja æfingar með KR á fullu strax eftir áramót. Það verður í fyrsta sinn í fimm ár sem hann tekur þátt í undirbúningstíma- bili á Íslandi, en áður hefur hann alltaf komið til landsins strax að loknum prófum í maí. „Það er mjög erfitt að koma beint í slaginn á sumrin án þess að hafa spilað neitt yfir vorið. Ég hlakka mikið til að fá loksins að æfa almennilega yfir veturinn,“ segir hann. Nokkrar vikur eru liðnar frá því að ljóst var að Björgólfur væri á förum frá Fylki en þar hefur hann leikið síðustu tvö sumur eftir að hafa stigið sín fyrstu skref í meistaraflokki með Þrótti. Spurður um ástæður þeirrar ákvörðunar hans að yfirgefa Árbæinn segir Björgólfur að margt hafi spilað inn í. „Ég bjó við Frostaskjólið í mörg ár og fyrsta skipti sem ég fór á fótboltaleik var þegar ég fór á KR-völlinn í gamla daga. Ég hef alltaf borið taugar til KR,“ segir Björgólfur, sem lék með KR um tíma í yngri flokkunum og staldr- aði einnig stutt við hjá liðinu í 2. flokki. Hann viðurkenndi þó að fjölskyldutengslin hefðu spilað eitthvað inn í þótt þau hefðu alls ekki vegið þyngst, en alþekkt er að Björgólfur er afabarn nafna síns Guðmundssonar, stjórn- arformanns Landsbankans og gallharðs KR-ings. Eins og sönnum markaskor- ara sæmir hefur Björgólfi verið úthlutuð treyja númer 10 hjá KR. Sjálfur segist hann þó ekki enn vera búinn að setja sér nein ákveðin markmið fyrir næstu leiktíð. „Ég ætla að byrja á því að skora eitt mark í einu. Það eru góðir framherjar fyrir í liðinu og það verður hörð samkeppni. Plan- ið núna er að nýta þau tækifæri sem ég fæ og vonandi verður það til þess að ég nái að halda stöðu minni í liðinu,“ segir Björgólfur að lokum. vignir@frettablaid.is Ætla að skora eitt mark í einu Framherjinn Björgólfur Takefusa skrifaði formlega undir samning við KR í gær. Hann er alkominn heim eftir nám í Bandaríkjunum og nær nú að taka fullan þátt í undirbúningstímabili á Íslandi í fyrsta sinn í fimm ár. Björgólfur mun spila í treyju númer 10 hjá Vesturbæjarstórveldinu. SÁ BESTI „Við teljum að með Björgólfi höfum við náð að klófesta einhvern albesta fram- herja á landinu,“ sagði Jónas Kristinsson, formaður KR-sports, þegar hann kynnti Björgólf Takefusa til leiks í Frostaskjólinu í gær. Hér sjást þeir félagar stilla sér upp saman fyrir ljósmyndara Fréttablaðsins.FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. FÓTBOLTI Michael Essien, hinn umdeildi miðjumaður Chelsea, lét loksins í sér heyra í gær í fyrsta skipti frá hrikalegri tæk- lingu hans á Dietmar Hamann hjá Liverpool í leik liðanna í Meistara- deildinni fyrir skemmstu. Essien hefur legið undir mikilli gagnrýni fyrir brot sitt, sem sannarlega verðskuldaði beint rautt spjald en því miður missti dómarinn af atvikinu. Essien, sem var í kjölfarið dæmdur í tveggja leikja bann eftir að aganefnd UEFA hafði skoðað atvikið á myndbandi, kveðst ekki ánægður með þá ímynd sem hann hafi fengið í Englandi undan- farna daga og segist alls ekki vera grófur leikmaður. „Á mínum ferli hef ég aldrei reynt að meiða andstæðing vís- vitandi. Ég hef aldrei brotið af mér viljandi og ég er ekki gróf- ur,“ segir Essien. „Ég gerði mis- tök gegn Liverpool og mun gjalda fyrir þau með tveggja leikja banni. Það er næg refsing fyrir leikmann eins og mig sem vill bara spila fótbolta,“ segir Essien og bætir við að hann og Hamman séu orðnir sáttir. „Ég hringdi í Hamann og bað hann afsökunar. Hann tók afsök- unarbeiðninni og hvað mig varð- ar er málið úr sögunni,“ segir Essien, sem síðan þá hefur orðið skotspónn andstæðinga Chelsea sem reyna ítrekað að fiska á hann brot. „Það var hlægilegt að sjá leik- menn Arsenal gera allt til að pirra Essien í leiknum um helgina,“ segir Frank Lampard, samherji Essien. „Hann fékk gult spjald fyrir að slá til Lauren, sem var fáránlegur dómur. Hann kom aldrei við Lauren og var ekki einu sinni að horfa í sömu átt og hann. Essien er orðinn að fórnarlambi og dómarinn beit á agnið,“ segir Lampard. - vig Michael Essien tjáir sig um brotið á Hamann: Hef aldrei reynt að meiða andstæðing vísvitandi MICHAEL ESSIEN Ljótt brot hans á Dietmar Hamann er svo sannarlega að draga dilk á eftir sér. FÓTBOLTI Stuðningsmenn Arsenal svitna hressilega þessa dagana enda óttast þeir mjög að missa Thierry Henry frá félaginu þar sem Barcelona hefur opinberað áhuga sinn á kappanum. Henry er samt enn í samninga- viðræðum við Arsenal en hann á átján mánuði eftir af samningi sínum við félagið. Semji hann ekki fyrir næsta sumar má telja líklegt að Arsenal selji hann fyrir væna upphæð í stað þess að missa hann án þess að fá krónu fyrir ári síðar. Annars er það að frétta af Henry að hann er að bíða eftir nið- urstöðum röntgenmyndatöku en hann gæti verið ökklabrotinn. - hbg Thierry Henry: Ræður framtíð sinni sjálfur THIERRY HENRY Fer hann frá Arsenal eins og Vieira? FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Alan Curbishley, knatt- spyrnustjóri Charlton, segir að sumir af sínum leikmönnum hafi líklega ofmetnast eftir góða byrj- un liðsins á tímabilinu en upp á síðkastið hefur allt gengið á aftur- fótunum hjá Charlton. „Það er kominn tími til að leikmenn vakni og fari að hugsa um hvernig þeir komust á þann stall sem þeir eru. Þeir eru ekki að spila eins og úrvalsdeildar- leikmenn eiga að gera.“ - vig Alan Curbishley: Mjög ósáttur > Páll og Hermann í Fylki Fylkir gekk í gær frá samningum við fyrrum fyrirliða Þróttar, Pál Einarsson, og Húsvíkinginn Hermann Aðalgeirsson. Páll skrifaði undir tveggja ára samning en Hermann samdi til þriggja ára. Báðir leikmenn eru miðjumenn en Hermann getur einnig leikið sem sóknar- mað- ur en hann hefur verið einn besti leikmaður Völsungs síðustu ár.Heiður fyrir Sigmund Körfuboltadómarinn Sigmundur Herbertsson mun dæma leik Evrópu- meistara Dynamo St. Petersburg og CAZ Nymburk í FIBA Eurocup þann 24. janúar nk. Þetta er mikill heiður og viðurkenning fyrir Sigmund.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.