Fréttablaðið - 22.12.2005, Síða 87

Fréttablaðið - 22.12.2005, Síða 87
FÓTBOLTI Michael Owen, sóknar- maður Newcastle, segir að hann sé ekki að huga að endurkomu til Liverpool innan tíðar, en sum bresku slúðurblaðanna gerðu því skóna í gær. Einhverjir héldu því fram að það væri klásúla í samn- ingi Owens við Newcastle þess efnis að ef Liverpool byði ákveðna upphæð í hann gæti félagið ekki aftrað honum frá því að fara. En Owen segir að þetta sé ekki rétt. „Ég skrifaði undir fjögurra ára samning við Newcastle og ég er mjög ánægður með þá ákvörðun. Þegar ég kom var liðið í næstneðsta sæti en sem betur fer höfum við tekið miklum framförum síðan þá.“ - vig Michael Owen: Ekki á leið til Liverpool MICHAEL OWEN Líkar vel við vistina hjá Newcastle. FÓTBOLTI Miðjumaður franska félagsins St. Etienne, Didier Zok- ora, er að öllum líkindum á leið til Arsenal og skiptir engu þó bæði Manchester United og Chel- sea hafi einnig lýst yfir áhuga á honum. „Arsenal er það lið sem okkur líst best á enda hafa forráðamenn félagsins sýnt Didier meiri áhuga en hinna,“ sagði Franck Belhass- en, umboðsmaður Zokora. „Hann getur ekki yfirgefið St. Etienne í janúar út af Afríkukeppninni en það er nokkuð ljóst að hann fer næsta sumar.“ Zokora er miðjumaður í anda Patricks Vieira og Arsenal hefur fulla trú á að hann geti fyllt það skarð sem Vieira skildi eftir sig þegar hann gekk í raðir Juventus síðasta sumar - hbg Didier Zokora: Fer líklega til Arsenal DIDIER ZOKORA Eftirsóttur af enskum liðum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Arsene Wenger, knatt- spyrnustjóri Arsenal, greindi frá því í gær að hann hefði reynt að fá brasilíska snillinginn Ronald- inho til Arsenal fyrir fimm árum til að mynda framherjapar liðsins ásamt Thierry Henry. Ronaldinho var þá tvítug- ur leikmaður Gremio og segir Wenger að viðræður við umboðs- mann leikmannsins hafi verið langt komnar. Hins vegar féllu kaupin um sjálft sig þegar ljóst varð að Ronaldinho myndi ekki fá atvinnuleyfi í Englandi vegna þess að hann er ekki frá Evrópu og á þeim tíma hafði hann leikið of fáa landsleiki fyrir Brasilíu. Franska liðið Paris St. Germ- ain klófesti Ronaldinho ári síðar þaðan sem hann fór til Barcelona og hefur hann nú hlotið sæmdar- heitið besti knattspyrnumaður heims tvö ár í röð. „Þessi atvinnuleyfisregla er út í hött og ég tel að henni eigi að breyta,“ sagði Wenger ósáttur í gær enda hefði hann líklega verið með Ronaldinho í sínum röðum í dag hefði reglan ekki komið í veg fyrir kaupin. „Mér finnst að við eigum frekar að hafa kvóta á hversu marga leikmenn utan Evrópu má hafa í hverju liði, rétt eins og á Spáni. Í rauninni þving- ar þessi regla þig til að bíða með að kaupa leikmenn, en þegar bið- inni er lokið eru önnur lið í Evr- ópu búin að kaupa hann. Þettta er fáránlegt,“ segir Wenger. Hann bætti því að lokum við að Ronaldinho hefði átt sigurinn í kjörinu í ár fyllilega skilinn en heldur því samt enn fram að að Thierry Henry, sem varð fjórði í kjörinu í ár, hefði með réttu átt að vinna það í fyrra. „Ég vona, og trúi því reyndar staðfestlega, að Henry muni hljóta þessa nafnbót einn daginn,“ segir Wenger. vignir@frettabladid.is Arsene Wenger reyndi að fá Ronaldinho til Arsenal Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, ætlaði sér að mynda framherjapar hjá Arsenal sem samanstóð af Thierry Henry og Ronaldinho. RONALDINHO Var nálægt því að semja við Arsenal fyrir fimm árum en kaupin gengu ekki í gegn þar sem hann fékk ekki atvinnuleyfi í Englandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES. FÓTBOLTI Rúmenska goðsögnin Gheorghe Hagi slapp við fangels- isdóm í Tyrklandi fyrir að ráðast og hrækja á dómara í leik þar í landi fyrir fjórum árum síðan. Hagi var upphaflega dæmdur í 17 mánaða fangelsi en þar sem þetta var hans fyrsta brot sá dóm- arinn aumur á honum og dæmdi hann til hárrar sektar. Gheorghe Hagi: Slapp við fang- elsisdóm FIMMTUDAGUR 22. desember 2005 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.