Tíminn - 28.11.1976, Page 18
18
Sunnudagur 28. nóvember 1976
menn og málefni
Hvað hefði Alþýðu-
bandalagið gert?
Vetrarstilla á Reykjavikurhöfn. Tíniamynd Gunnar.
Af því súpum
við seyðið nú
Þegar rætt er um störf núver-
andi rikisstjórnar, gleyma stjórn-
arandstæðingar jafnan þvi, að
hún tók við slæmu efnahags-
ástandi, eða sem svaraði rúmlega
50% verðbólgu á árs grundvelli.
Hins vegar er rangt að færa þetta
erfiða ástand á reikning vinstri
stjórnarinnar. I árslok ’73 var
staða þjóðarbúskaparins og
atv.veganna i bezta lagi, enda
mjög hagstætt verzlunarárferði á
árinu 1973. En fljótlega eftir ára-
mótin 1973-1974 hófust erfiðleik-
arnir vegna siversnandi
viðskiptakjara og við það bættust
svo hinir óraunsæju kjarasamn-
ingar i febrúarmánuði 1974. Þá
strax þurfti að veita öflugt
viðnám, enda hófst ólafur
Jóhannesson, sem þá var for-
sætisráðherra, handa um það á
myndarlegan hátt. Hann lagði
mjög ákveðið viðnámstillögur
fyrir þingið og hefðu þær verið
samþykktar, væri ástand efna-
hagsmála nú annað og betra en
það er. Ingvar Gislason vék ný-
lega að þessu i útvarpsræöu sinni
á þennan hátt:
„Vegna óeiningar og klofnings i
þáverandi samstárfsf lokkum
Framsóknarflokksins og vegna
óbilgirni valda-og áhrifaafla utan,
Alþingis og loks vegna óábyrgrar
stjórnarandstöðu var komið I veg
fyrir, að viðnámstillögur þáv.
forsætisráðherra, Ólafs Jó-
hannessonar, nægðu fram að
ganga. Mátti segja, að á þessu
timabili stæði Framsóknarflokk-
urinn einn gegn öllum i því, að
vilja stöðvun þeirrar holskeflu
verðbólgu og dýrtiðar, sem blasti
viö á næsta leiti. Þvi miður stóðst
vinstra samstarfið ekki þessa
erfiðu prófraun. Ef farið hefði
verið eftir ráðum og vilja ólafs
Jóhannessonar og Framsóknar-
flokksins fyrri hluta árs 1974, þá
hefði verðbólgu- og dýrtiöar-
ástandið ekki komizt á það stig,
sem var hér á landi, þegar núver-
andi rikisstjórn tók við völdun
siðsumars 1974. Verðbólguaukn-
ingin 1974var53% sem er bæði ís-
landsmet og Evrópumet i verð-
bólgu á siðustu mannsöldrum.
Þessi viðskilnaður i verðbólgu- og
dýrtiðarmálum setti ævarandi
blett á vinstra samstarfið 1971-
1974, og þess mætti Ragnar Arn-
alds minnast manna helzt.”
Vissulega mættu stjórnarand-
stæðingar eins og Ragnar Arn-
alds minnast þessa, en rétt er þó
að geta þess, að á þessum tima
var afstaða Alþýðubandalagsins
miklu ábyrgari en hún er nú, en
það studdi þá öll meginatriðin i
tiliögum ólafs Jóhannessonar.
En þær fengu samt ekki nægan
stuðning og þvi fékkst ekki nægi-
legt viðnám gegn hinni stórfelldu
verðbólguöldu, sem var að risa.
Af þvi súpum við seyöið nú.
Sama takmark
og úrræði
Hiklaust má segja, að núver-
andi rikisstjórn hafi i megin-
dráttum fylgt svipaðri stefnu og
vinstri stjórnin. Hún hefur lagt
kapp á að tryggja næga atvinnu
ogþróttmikla byggðastefnu. Hins
vegar hefur aðstöðumunur þeirra
verið mikill. Vinstri stjórnin bjó
yfirleitt við batnandi viðskipta-
kjör, en núverandi stjórn hefur
lengstum búið við versnandi
viðskiptakjör. Þetta hefur óhjá-
kvæmilega haft áhrif á lífskjörin,
sem ekki er með neinu móti hægt
að ásaka núverandi stjórn um.
Vegna hinna óhagstæðu
viðskiptakjara, hefur hún þurft
að beita mun róttækari aðgerðum
en vinstri stjórnin til að tryggja
rekstur útflutningsframleiðsl-
unnar og atvinnuöryggið, en úr-
ræöi hennar i þeim efnum hafa
ekki verið neitt frábrugðin þeim,
sem vinstri stjórnin beitti undir
svipuðum kringumstæðum
(gengislækkun, takmörkun visi-
tölubóta, hækkun söluskatts).
Glöggt dæmi
Hvergi sést það þó skýrar en á
sviði landhelgismálsins að báðar
rikisstjórnirnar hafa fylgt sömu
meginstefnunni. Vinstri stjórnin
hófst handa um útfærslu fisk-
veiðilögsögunnar eftir langt að-
gerðarleysi viðreisnarst jórn-
arinnar. Með útfærslunni i 50 mil-
ur var stigið stærsta sporið i land-
helgisbaráttunni, þar sem flest
mikilvægustu fiskimiðin og
uppeldisstöðvarnar eru innan 50
milna markanna. Þessi útfærsla
kostaði nýtt þorskastrið við
Breta, sem lauk með þvi, að þeir
drógu stórlega úr veiðum sinum.
Aðrar þjóðir virtu 50 mílna mörk-
in. Núverandi rikisstjórn fylgdi
þessari einbeittu stefnu fast
fram. Þróun hafréttarmála, eink-
um þó á- sviði hafréttarráðstefn-
unnar, skapaði möguleika til að
færa fiskveiðilögsöguna út i 200
milur. Segja má, að núverandi
rikisstjórn hafi gripið fyrsta tæki-
færi, sem gafst til að færa fisk-
veiðilögsöguna út i 200 milur. Enn
kom til þorskastyrjaldar við
Breta, en henni lauk með fullum
sigri tslendinga. Islendingar hafa
ekki aðeins fengið hina nýju fisk-
veiðilögsögu viðurkennda i
reynd heldur hefur þetta frum-
kvæði þeirra haft mikil áhrif á
allan gang hafréttarmála og flýtti
stórlega fyrir almennri viður-
kenningu á 200 milna reglunni.
Framgöngu þessara tveggja
rikisstjórna i landhelgis-
baráttunni mun þvi lengi lof-
samlega minnzt.
Holl áhrif
Hjá þvi verður ekki komizt,
þegar ræddir eru þessir mikil-
vægu þættir landhelgisbaráttunn-
ar að minna sérstaklega á þátt
Framsóknarflokksins I þeim.
Framsóknarflokkurinn var eini
flokkurinn, sem átti fulltrúa i
báðum þessum rikisstjórnum og i
bæði skiptinhvildi mesta starfið á
utanrikisráðherranum, sem
stjórnaði baráttunni út á við, og
dómsmálaráðherranum, sem
stjórnaði i baráttunni inn á við,
þ.e.a.s. i landhelgisgæzlunni.
Störf þeirra Einars Agústssonar
og Ólafs Jóhannessonar i sam-
bandi við þessar útfærslur hafa
enn ekki verið metin sem skyldi.
Hjá þvi verður heldur ekki kom-
izt, að minna á, að Sjálfstæðis-
flokkurinn sýndi verulega tregðu
i sambandi við útfærsluna i 50
milur, svo ekki sé meira sagt,
enda var hann þá utan stjörnar.
Alþýðubandalagið sýndi svipaða
tregðu i sambandi við útfærsluna
i 200 milur, enda var flokkurinn
þá utan stjórnar. Framsóknar-
flokkurinn stóð hins vegar fast
með báðum útfærslunum. Það
reið baggamuninn. Landhelgis-
málið er gott dæmi um holl áhrif
Framsóknarflokksins i báðum
umræddum rikisstjórnum.
Kaupgjald og
viðskiptakjör
Þjóðviljinn reynir af miklum
móði að kenna rikisstjórninni um
þá kjaraskerðingu, sem hér hefur
orðið, og miðar þá jafnan við 1.
marz 1974, þegar kaupgjald var
orðið miklu hærra en ráðherrar
Alþýöubandalagsins i vinstri
stjórninni töldu viðráðanlegt. Þvi
er jafnan sleppt i þessum skrifum
Þjóðviljans, að viðskiptakjör
þjóðarinnar versnuðu um 10% á
árinu 1974, miðað við næsta ár á
undan, og á árinu 1975 versmuðu
þau um 15% miðað við árið 1974.
Hið stórfellda áfall, sem fylgdi
þessu fyrir þjóðarbúið, hlaut að
leiða til kjaraskerðingar. Vegna
aðgerða núverandi rikisstjórnar
hefur kjaraskerðingin orðið
minnien óttast mátti, eins og sést
á þvi, að kaupmáttur ráðstöf-
unartekna verkamanna var næst-
um hinn sami á árinu 1975 og 1972,
sem var annað valdaár vinstri
stjórnarinnar. Þetta hefur hins
vegar orsakað viðskiptahalla og
erlenda skuldasöfnun, sem ráða
verður bót á, þegar viðskiptaár-
ferði fer batnandi.
Reynslan svarar
í umræddum skrifum Þjóðvilj-
ans er jafnan vikizt undan að gera
grein fyrir þvi, hvað Alþýðu-
bandaiagið heföigert, ef þaö hefði
verið i sporum núverandi rikis-
stjórnar. Raunar er þetta heldur
ekki nauðsynlegt, þvi að af
fenginni reynslu er auðvelt að
átta sig á þvi, hvað Alþýðubanda-
lagið hefði gert, ef það hefði átt
aðild að rikisstjórn á undanförn-
um tveimur árum. Það hefði
staðið að gengisfellingunni, sem
var gerð sumarið 1974. Foringjar
þess lýstu sig reiðubúna til að
fallast á hana, ef vinstri stjórnin
héldi áfram. Alþýðubandalagið
hefði einnig staðið aö gengisfell-
ingunni, sem gerð var veturinn
1975, ef það hefði þá átt aðild að
rikisstjórn. Þetta má bezt dæma
af þvi, að helzti fjármálamaður
Alþýðubandalagsins og aðal-
fulltrúi þess i Seðlabankanum,
Guðmundur Hjartarson, greiddi
atkvæði með henni. Hinn fulltrúi
Alþýðubandalagsins hjá Seðla-
bankanum, Ingi R. Helgason, sat
hjá við atkvæðagreiðsluna, og má
vel ráða af þvi, að hann hefði
greitt atkvæði á sama veg og
Guðmundur, ef Alþýðubanda-
lagið hefði verið i stjórn. Þá hefði
Alþýðubandalagið reynt að
sporna gegn kauphækkunum,
eins og foringjar þess gerðu i
sambandi við kjarasamningana
veturinn 1974 þótt þeir yrðu þá að
lokum að beygja sig vegna yfir-
boða þáverandi stjórnarandstæð-
inga. Þá hefði Alþýðubandalagið
ekki siður verið fúst til þess en
vorið 1974 að lögfesta bindingu á
dýrtiðarbótum og hækkun grunn-
launa, sem færi yfir ákveðið
mark.
Ábyrg afstaða
Allt það, sem hér hefur verið
nefnt, er byggt á staðreyndum
varöandi afstöðu Alþýðu-
bandalagsins, þegar það hefur átt
þátt istjórn. Þetta er síður en svo
sagt þvi til hnjóðs heldur hið
gagnstæða, þvi að Alþýðubanda-
lagið myndi hafa talið það skyldu
sina, alveg eins og núverandi
stjórnarflokkar, að tryggja rekst-
ur atvinnuveganna, þvi að stöðv-
un þeirra hefði leitt til margfalt
meiri kjaraskerðingar en þeirrar,
sem fylgdi umræddum ráðstöfun-
um.
Þetta sýnir einnig, að það verð-
ur enginn vandi fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn að ná samkomulagi við
Alþýðubandalagið, ef hann vildi
fallast á þá „sögulegu málamiðl-
un”, sem foringja þess dreymir
nú svo ákaft um.
Neikvæð
andstaða
Enn er full ástæða til að minna
á útvarpsumræðurnar um stefnu-
ræðu forsætisráðherra. Þær
leiddu i ljós meiri málefnafátækt
og úrræðaleysi hjá stjórnarand-
stæðingum en hægt er að finna
dæmi um. Ræðumenn þeirra
deildu á stjórnina fyrir næstum
allt, sem miður fer og helzt mátti
álykta af málflutningi þeirra, að
stjórnin væri skipuð illviljuðum
mönnum, sem vildu gera hlut alls
almennings sem minnstan og
verstan, en hlúa þeim mun betur
að auðmönnum og atvinnu-
rekendum. Þá væri haldið vernd-
arhendi yfir hvers konar spillingu
i þjóðfélaginu.
Þegar þessum lestri lauk, og
menn fóru að biða eftir þvi að
heyra hvernig stjórnarandstæð-
ingar hygðust leysa hin ýmsu
vandamál, sem nú er glimt við,
reyndust þeir ekki hafa upp á
neitt að bjóða, nema það, að allt
myndi breytast og batna ef
flokkar þeirra fengu aðild að
rikisstjórninni! En um það var
ekki eitt orð, hvernig þeir hygðust
gera það.
Um ræður þeirra stjórnarand-
stæðinga má þvi segja með sanni,
aðþærséu gottdæmium, hvernig
stjórnmálaumræður eigi ekki að
vera. Þær voru frá upp-
hafi til enda nei-
kvætt raus, þar sem ekkert
var viðurkennt nýtilegt af þvi,
sem rikisstjórnin hafði gert, og
reynt var að mála allt ástand
efnahagsmála og þjóðmála sem
dekkstum litum. Hvergi örlaði á
þvi, að eitthvað hefði verið vel
gert eða tekizt betur en horfur
höfðu verið á, eða að eitthvað væri
að finna, sem horfði til betri veg-
ar. Það er slikur ræðustill stjórn-
málamanna, sem meira en
nokkuð annað grefur grunninn
undan áliti þeirra, og veikir trú
almennings á stjórnarháttum
lýðræðis og þingræðis. Með
þessum hætti er verið að undir-
búa jarðveginn fyrir Glistrup-
isma. Hafi nokkrir haft ástæöu til
að fagna yfir þessum máttlu'tn-
ingi stjórnarandstæðinga i út-
varpsumræðunum, voru það
afturhaldsöflin i Sjálfstæðis-
flokknum, sem gefa út Dagblaðið,
þvi betri stuðning við niðurrifs-
áróður þeirra var tæpast hægt áð
hugsa sér.
Viðurkenna ber
það, sem
vel er gert
Vissulega má benda á sitthvað,
sem miður fer og ýmislegt hefur
tekizt verr en skyldi. Sjálfsagt er
að benda á það. En það á lika að
viðurkenna, sem vel hefur verið
gert. Það er skylt að viðurkenna
þann mikla árangur, sem rikis-
stjórnin hefur náð i landhelgis-
málunum. Það er skylt, að viður-
kenna að hér hefur verið næg at-
vinna, meðan stórfellt atvinnu-
leysi hefur verið i flestum nálæg-
um löndum. Það er skylt að
viðurkenna, að áfram hefur verið
haldið hinni þróttmiklu byggða-
stefnu, sem hafin var i stjórnartið
Olafs Jóhannessonar. Það er
skylt að viðurkenna þær endur-
bætur á löggæzlunni, sem stefnt
er að með tillögum nefndar
þeirrar, sem ólafur Jóhannesson
skipaði fyrirþremur árum, og nú
liggja fyrir Alþingi. Alveg sér-
staklega er rétt að minnast þessa,
þegar gerður er samanburður við
árin 1967-1970, þegar einnig var
erfitt efnahagsástand. Þá varð
hér stórkostlegt atvinnuleysi.
stórfelld verkföll, mikill landflótti
og verðbólguvöxtur þrefalt meiri
en annars staðar. Sem betur fer
hefur ekki slik raunasaga endur-
tekið sig nú.
En eftir þennan neikvæða mál-
flutning stjórnarandstæðinga, er
þjóðin þó þeirri reynslu rikari, að
þeir búa ekki yfir úrræðum til að
leysa vandann.
Þ.Þ.