Tíminn - 28.11.1976, Page 27

Tíminn - 28.11.1976, Page 27
Sunnudagur 28. nóvember 1976 27 VALURINN OG M RJÚPURNAR bókmenntir Jóhannes Linnankoski: BLÖMIÐ BLÓÐRAUÐA. Guömundur Guðmundsson og Axel Thorsteinsson þýddu. 272 bls. Bókaútg. Rökkur 1976. ÞESSIskáldsaga kom fyrstút hér á landi árið 1925. Höfundur hennar er finnska skáldið Johannes Linnankoski, sem hét reyndar réttu nafni Vihtori Peltonen, hitt. er rithöfundar- nafn hans. Hann fæddist árið 1860 og dó 1913. Hann var af fá- tæku fólki kominn, geröist þjóð- emissinni og umbótamaður og barðist mjög fyrir því, að móðurmál hans, finnskan, hlyti jafnrétti við sænsku i Finnlandi. Með þessu skapaði hann sér óvinsældir í heimalandi sinu, og má vera að þar sé að leita or- sakanna til þess, að hann gaf skáldrit sin út undir dulnefni. Guðmundur Guðmundsson skólaskáld byrjaði að þýða skáldsöguna Blómið blóðrauða, en honum entist ekki aldur til þess að ljúka verkinu, og tók þá Axel Thorsteinsson við þar sem frá hafði verið horfið. Þessi saga er skrifuð undir áhrifum annarrar bókmennta- tizku en þeirrar, sem nú er efst á baugi. Rómantikin má heita einráð frá fyrstu linu til hinnar siðustu, personurnar á slðum bókarinnar eru barmafullar af ástarþrá og rómantfskum draumum, stundum svo að okkur þætti það hálfa nóg, en um leið minnumst við þess, að þetta eru óspillt náttúrubörn. Það eru sem betur fer hvorki kynvillingar né eiturlyfjaneyt- endur, sem hér eru á ferð. Ólafur hinn ungi er að vísu dreginn allsterkum litum. Hann er örlyndur og lifsþyrstur ungur maður, fer að heiman sökum ósamkomulags við föður sinn og slæst i för með hinum svo- kölluðu straumförum, en það eru menn, sem fleyta timbri niður eftir ám Finnlands I átt að sögunarverksmiðjunum. Á þessu flökkulifi kynnist hann mörgum ungum stúlkum, sem hann leggur að fótum sér, eina af annarri, og gerir sumum þeirra barn. En hann fer jafn- fljótt og hann kemur, og skilur eftirblæðandi ungmeyjahjörtu i slóð sinni, hvar sem leiðir hans liggja. Hann minnir á val i rjúpnahóp. Um siðir snýr ólafur þó heim ,,úr vikingu”, en er þá breyttur maður. Hann fer að búa á jörð- inni, þar sem hann hafði slitið barnsskónum og gengur að eiga einu stúlkuna, sem honum hafði ekki tekizt að komast yfir i brima æskuáranna. Ætla mætti, að þessi lifnaðarháttabreyting færði honum friö og ró, en þa ö er öðru nær. Nú fyrst keyrir um þverbak með skapsmunina. Samvizkukvalir og minningar um hið liðna svipta hann allri sálarró, og allt æði hans verður óeðlilegtog sjúklegt. Lesandann grunar, að hið eina, sem bjargar honum frá sturlun, sé eiginkona hans, Kyllikki, sem er óvenjuvel gerð manneskja á allan hátt. Sagan endar á þvi, að þau eignast son, og við sjáum hilla undir það, að upp frá þvi breytist Ólafur i nýjan og betri mann. Hér hefur aðeins verið drepið á örfáa megindrætti I hinni ytri atburðarás þessarar sögu, og er þá lítið sagt. Eftir er að hugsa að þjóðlifslýsingu, máli, stil og siðast en ekki sizt hugblænum, — þeim anda, sem bókin flytur með sér. Að svo miklu leyti sem höfund þessa greinakorns grunar um finnskt þjóðlif nálægt seinustu aldamótum, — sem er timi sögunnar, — þá er lýsing bókarinnar á þeim hlutum sannferðug. Mál bókar- innar er yfirleitt viðfelldið og aðgöngugott, en hvorki rishátt ná stórbrotið, og stillinn, hann er hárömantiskur, og hugblær sögunnar sömuleiðis. Höfundur- inn lætur alla hluti hafa mál, trén I skóginum, blómin, stein- ana,dýrinog jafnvel húsgögnin, og fyrir vikið fær sagan með nokkrum hætti svip ævintýris. Eins og fyrr var getið, er þýð- ing bókarinnar tvegga manna verk. Slikt er alltaf vandasamt, en hér hefur þannig verið að unnið, að erfitt mun þeim, sem ekki vita, að fullyrða hvar Guð- mundur Guðmundsson hefur lagt frá sér pennann og Axel Thorsteinsson tekið við. _vs Fríða Björnsdóttir skrifar fró Kanada nn í Kanada sumrin, en nú væru þeir hættir, og þá hefði hann svo sem ekkert betra við timann að gera en véra i vinnunni. Verzlunarfólk, sem ekki er i fullu starfi, fær 50% álag á venjulegt kaup, vinni það á ljós mikla óánægju, og eru and- vigir opnuninni, sagði talsmað- ur félagsins. — Það er óréttlátt að misnota á þennan hátt vinnu- kraftinn, og þetta verður lika áreiðanlega til þess að hækka vöruverðið, þvi aukaálag er Nú hafa stórmarkaðirnir opið á sunnudögum rikin betur að vigi i hvoru tveggja.” Kanadamenn dragast aftur úr Það eru einmittþessilokaorð, sem urðu til þess að Vfekja athygli mina á frétt i Winnipeg Free Press, þar sem haft er eftir forstjóra Federated Co- operatives Limited (sennilega Sambandsins hér i Kanada,) Gordon Sinclair, að minnkandi framleiðni og stöðug: verðbölga stuðli að þvi i sameiningu, að koma kanadiskum vörum út af alþjóðamörkuðum. — Kana- diskar vörur eru of dýrar til þess að hægt sé að kaupa þær, segir Sinclair. Launakostnaður i Kanada er meiri heldur en hann er i Bandarikjunum, en um leið dregur úr framleiðslunni hér. Við höfum ekki réttu tökin á vinnukraftinum. í verzlunarferðir yfir landamærin Gordon Sinclair heldur enn áfram og segir að þetta komi hvað bezt i ljós i bæjum og þorp- um meðfram kanadisku-banda- risku landamærunum, þar sem Kanadamenn streymi yfir landamærin i verzlunarerind- um. Þessar verzlunarferðir Kanadabúanna eru mikið áhyggjuefni kaupmanna i nánd við landamærin, sem sjá sina sæng upp reidda, og ekkert nema gjaldþrot framundan, ef þessu heldur áfram. Vöruveröið i Bandarikjunum er 10 til 20% lægra heldur en t.d. hérna megin landamæranna i Mani- toba. En það eru fleiri en hinn almenni borgari, sem fer yfir landamærin i þeim tilgangi ein- um að kaupa nauðþurftir. Kanadiskir bændur geta sparað sér frá 4000 i 6000 Kanadadoll- ara, þegar þeir kaupa ný eða notuð landbúnaðartæki i Banda- rikjunum, eða 800 þúsund til 1,2 milljónir isl. króna miðað við núverandi gengi Kanadadoll- arsins. Þá er lika mun ódýrara að kaupa tilbúinn áburð i Bandarikjunum. Forsvars- maður áburðarsölu i bænum Altona segir, að þar sé áburð- urinn seldur án hagnaðar, en samt fái bændur hann 30 til 35 dollurum ódýrari tonnið handan landamæranna. Það eru um 600- 700 krónur, sem er kannski ekki há upphæð, en safnast þegar samankemur á stórbúum eins og þau gerast hér i Vesturheimi. Flest af þvi, sem keypt er handan landamæranna, fær fólk að koma með yfir án þess að borga toll af þvi, og i þeim tilfellum, þar sem toll þarf að greiða, þá er varan það ódýr i upphafi, að það borgar sig að greiða tollinn. Skiptast á kaffi og kjöti Minna máli skiptir verzlun hins almenna borgara, sem fer til Bandarikjanna i viðskipta- erindum, heldur en bændanna, sem hér hefur verið rætt um. Helzt sækja Kanadamenn kaffi og eitthvað smávegis annað i smásöluverzlanirnar sunnan landamæranna, en á hinn bóg- inn koma Bandarikjamenn yfir landamærin i leit að ódýru kjöti, hveiti og jafnvel sykri. Þetta eru allt smámunir i samanburði við stórinnkaup bæntjanna. Vegna minnkandi framleiðni i Kanada hafa fyrirtæki hér farið að huga að þeim möguleika að flytja starfsemi sina yfir landa- mærin, og þannig hefur t.d. Burns Foods of Calgary ákveðið að setja á fót verksmiðju i Bandarikjunum á næstunni. Og svo eru búðir opnar á sunnudögum En það getur fleira átteftir að hækka vöruverðið, að minnstá kosti hér i Winnipeg en blessuð verðbólgan. Nú fyrir fáum vik- um tóku Dominion-vörumark- aðirnir upp á þvi að hafa verzl- anir sinar opnar frá kl. 12 til sex á sunnudögum. Hefur þetta til- tæki mælzt mjög misjafnlega fyrir. Dagblöðin hafa birt viðtöl bæði við viðskiptavini og starfs- menn, og ekki er álitið á þessari nýbreytni einróma, — i hvor- ugum hópnum. Mörgum viðskiptavinum finnst þetta skemmtileg til- breyting og segist fólk nú fyrst geta farið og verzlað i ró og næði. Það þurfi ekki að vera stöðugt að hugsa um að flýta sér, þvi það eigi sjálft fri á sunnudögum. öðrum finnst þessi sunnudagsverzlun algjör fjarstæða, og óttast jafnvel, að með tilkomu hennar eigi vörur i verzlunum eftir að hækka til muna, þvi á einhvern hátt verði fyrirtækin að fá peninga til þess að greiða aukinn launakostnað. Starfsfólkið er misánægt. Einn maður sagðist vel geta hugsað sér að vinna þrjá af hverjum fjórum sunnudögum. Hann sagðist vera vanur að fylgjast með boltaleikjum á sunnudögum, en þeir sem eru i fullu starfi fá 100% álag. 1 viðtölum við blöðin, eftir fyrstu tvo sunnudagana, sem opið var, neituðu forsvarsmenn annarra stórverzlana, eins og Safeway’s og Loblaws þvi al- gjörlega að þeir væru að hugsa um að opna sinar verzlanir. En þó fór svo, að þriðja sunnu- dagiiin, opnuðu þessi fyrirtæki flestar sinar verzlanir — Það er ekki hægt að horfa upp á keppi- nautinn sópa til sin viðskipta- vinunum, sögðu þessir sömu menn. Verzlunarmannafélagið þeirra hér i borg er siður en svo hrifið af þessu tiltæki að lengja opnunartima verzlananna. — Félagsmenn okkar hafa látið i greitt á vinnuna þennan tima. Það ætti að vera nægilegt, að verzlanirnar eru nú þegar opnar frá kl. 9 á morgnana til 10 á kvöldin aðra daga vikunnar. Verkamálaráðherra Mani- toba A.R. Paulley hefur sagzt muni innan skammst leggja fram tillögur að lögum um opn- unartima verzlana,og verði þau sniðin eftir sams konar lögum, sem i gildi eru i Ontario, en þar erskylt að hafa verzlanir lokað- ar að minnsta kosti einn heilan dag I hverri viku. En á meðan að lögin hafa ekki verið samþykkt segja verzlunareig- endur stórverzlananna, að sam- keppnin neyði þá til þess að hafa opið frá kl. 12 til sex á sunnu- dögum, hvað sem tauti og rauli. Sunnudagur istórmarkaðinum Dominion í Winnipeg — ekki færri viöskiptavinir en á mesta anna tima á laugardegi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.