Tíminn - 05.12.1976, Page 14
14
tiMiliK
Sunnudagur 5. desember 1976
Island er ekki lengur ein-
angrað. Strax þegar frelsið gaf
þjóðinni olnbogarúm, kom stór-
hugurinn og framtakið eins og
þruma úr heiðskiru lofti. Ham-
skipti islenzku framsóknaraldar-
innar ná til allra hluta, andlegra
og verklegra. Aðeins á einu sviði
var þessi þeysireiö frjálsborinna
athafna og trúar merkt slævandi
andófi um að „biða og sjá hvað
setur”. Aðeins handritamálið var
tengt þeirri afturvirku sveiflu,
sem einkennir eldri menn, sem
dagsverkin falla þungt, af þvi að
þeir eru farnir að þreytast.
En meðan aldraðir, islenzkir
höfðingjar flikuðu fyrirætlunum
undanhaldsins, eins og t.d. hug-
myndinni um handritin sem is-
lenzk-danska sameign, unnu
danskir hugsjónamenn meö full-
um krafti aö þvi aö losa handritin
undan dönskum yfirráðum. Sá
merkasti á þessu sviði, og sá
einasti, sem lagði persónulegar
hagsbætur i sölurnar fyrir okkar
land, er rithöfundurinn Jörgen
Bukdahl.Mér er það ljóst, að þeir
sem tengja öll nýstárleg tiðindi
við æðstu embættismenn, myndu
fyrst og fremst nefna Jörgen
Jörgensen ráðherra. En án þess
aö draga úr verðskuldaðri þökk
til hans, verð ég þó aö nefna, að
innreiö hans i fylkinguna hefst
fyrst eftir margra ára strit og
starf þeirra manna, sem hlóðu
vigið. Hann markaði enga stefnu
með þvi að ýta við morgunsvæf-
um mönnum og upplýsa danska
alþýðu um málið. En hann hafði
aö baki sér langt samstarf við
danska lýöháskólamenn, sérstak-
lega i skólamálum, og hann var
það samangróinn sjónarhring
þeirra, að þegar til þjóðþingsins
kom, fundust honum allar aðrar
skoðanir i sambandi viö handritin
óráðshjal. Enginn gat sannfært
hann gm það gagnstæða. Hann er
sá stjórnmálamaður sem sá um,
að langferðamennirnir höfðu ekki
rutt veginn til einskis.
Langferðamaðurinn — eða sá
persónuleiki, sem gerðist frum-
kvöðull danskra átaka við þau
öfl, sem neituðu aö skila íslandi
handritunum, er Jörgen Bukdahl.
Og. honum tókst að veita
furðulegu frjómagni inn
I þjóðarvitund Dana um
málefni, sem enginn þekkti
skil á og engum var ætlað að fást
við nema fornfræðingum. Fyrstu
árin átti hann öflugan fylgismann
i hinum viðkunna, danska skóla-
manni, C.P.O.Christiansen,
skólastjóra i grundtvigska lýðhá-
skólanum við Hilleröd. Hann
hafði barizt fyrir norrænni sam-
vinnu og norrænum félagsskap i
mörg ár, ekki bara i orði heldur
einnig á borði, og hann fylgdi
þeirri stefnu þvi sem næst eins og
ástriðuþrungnu ákalli. Þegar
striðið skall á drógu islenzk mál-
efni þessa menn til sin á sérstæð-
an hátt. Þó að Danmörk væri
hernumin, skoöuðu þeir dönsku
þjóðina sem fylkingu varðmann-
anna á múrnum gegn þeim, sem
fótumtroöa réttinn og rjúfa sátt-
málana. En þegar þeir voru að
benda á mismun hinna pólitisku
lifshátta utan og innan múrsins,
var engu likara en þeir gætu ekki
sætt sig við að tala um norrænt
bræðralag án þess að Danmörk
tæki ákveðið spor gagnvart ís-
landi. Island hafði gert ráöstafan-
ir um handritaheimt á Alþingi
1930 og aftur 1938. Að venju var
ekki mikiö talað um þá hluti i
Danmörku, sem aðeins var skrif-
að eða rætt um á islenzku máli.
En þessir norrænu fullhugar
höfðu tekið eftir þvi, og þeir héldu
ekki margar ræöur þar sem þeir
reyndu að varpa af Dönum áhrif-
um nazismans, án þess samtimis
að risa gegn dönsku afturhaldi og
krefja þannig reikningsskil milli
okkarþjóða, að þaðyröi ekki neitt
hálfverk. Það er enginn efi, að
þessi logi kveikti þau áform að
sameina dönsku lýðháskólana
gegn danska háskólavaldinu, sem
fram á þennan dag hafði gert all-
ar tilraunir um handritaskilun
fremur magnlitlar. Aðalátakið
hófst árið 1947 þegar allir lýðhá-
skólarnir sendu áskorun til
danska þjóðþingsins um að skila
handritunum. Það var C.P.O.
Christiansen, sem safnaði undir-
skriftum félaga sinna, skólastjór-
anna við lýöhaskólana. Þess-
vegna hefur lýðháskóla-hergang-
an að miklu leyti verið tileinkuð
honum. En mér er vel kunnugt
um það, hvernig jarðvegurinn
Bjarni M. Gíslason:
Hugsjóna-
maður við
þröskuld
níunda
tugarins
Danski rithöfundurinn Jörgen Bukdahl er
einn af þeim Dönum, sem barðist lengst og bezt
fyrir réttlátri lausn handritamálsins. Þann 8.
desember verður hann áttræður. í þvi tilefni
hefur Timinn beðið Bjarna M. Gislason, sem
þekkir hann manna bezt, að rita um hann.
Grein Bjarna hyllir hinn aldraða heiðursmann,
en gefur öðrum þræði upplýsingar um upphaf
og markmið baráttunnar meðal dönsku ís-
landsvinanna.
skiptin yrðu ekki of smásálarleg.
En jafnvel þó einhverjum hafi
fundizt það ráðlegt að stilla rausn
hans i hóf, réttlætir það á engan
hátt, að bjargarráðið, gjafartil-
lagan, sé tileinkuð einhverjum
öðrum. Gervimennskan getur
aldrei orðiö guðsneisti. Of ef ein-
hver skyldi halda, að Danir pukri
með stórhug Bukdahls eins og
óvelkomið kapp, sem hafi tekið
fram fyrir hendur höfðingjanna,
ættu þeir að lesa nýútkomna bók
eftir hann hjá Gyldendal, „To
spor”. I formálanum gerir Erik
Vagn Jensen það að engu
leyndarmáli, að gulini þráðurinn I
ákvörðunum danska þjóöþingsins
viðvikjandi handritunum, hafi
ekki verið akademisk einhæfni
heldur viðsýni Jörgens Bukdahls.
var plægöur áður en efnt var til
átaka við afturhaldsöflin. Jörgen
Bukdahl átti ekki minnstan þátt i
þvi.
Þegar þessi áskorun lýðháskól-
anna kom fram ráku andstæðing-
ar afhendingar handritanna upp
öskur. Og lengi áttu menn erfitt
meö að átta sig á fúkyrðunum,
inntaki þeirra. Þau komu að
mestu frá akademiskum topp-
mönnum, og almenningur hafði
ekki gert sér i hugarlund, að slikir
menntamenn liktust hávaða. -
sömum hrossabrestum. Þessi há-
vaði var I rauninni ekkert annað I
sjálfu sér enn gamalt fyrirbæri
19. aldarinnar, þegar sjálfskip-
aðar höföingjaklikur ráku sig á
ólærða alþýðumenn sem allt i
einu fóru að skipta sér af opinber-
um málum. En spurningin er
bara ,hvort menningarastandið
hafi verið öðruvisi á Islandi, þar
semmáliðvarþókallað þjóðmál?
Stýröu höfðingjarnir þar minna
eftir tóngefandi, akademiskri
hefð en eftir þeim stjörnum vits
og þjóðlegs réttlætis, sem ein-
kenndi dönsku alþýðubaráttuna?
A meðan á handritamálinu stóð,
sá ég að einstakir menn álitu sig
kallaða til að upplýsa Islenzku
þjóðina um gang málsins, en ég
minnist ekki margra greina, sem
ekki minntu ótrúlega mikið á
gömlu hirðsalafrúrnar, sem i sin-
um hefðarpilsum læddust á
tánum kringum allt, sem ekki var
hægt að tengja smettinu á em-
bættishrauknum.
Ekki veit ég, hvort það er af-
sprengi af þessari frjóu önn em-
bættislegrar einhæfni, að Stefán .
Jóhann Stefánsson tileinkar Bent
A. Koch gjafártillöguna I
Minningum sinum? Eða hvort
það er Daninn sjálfur, sem hefur
álitið sig skrautlegra umferöar-
merki á hinum sögulega áfanga
en vissa aðra landa sina? En mér
er ómögulegt að sjá, að dönsku
eða íslenzku þjóðinni sé það sér-
stakur viröingarauki, að ekki sé
sagt satt og rétt frá i þessu tilfelli.
Gjafartillagan er Jörgen Buk-
dahls verk. Þegar hún var lögð
fyrir danska þjóöþingið árið 1957
var gjafarhugmyndin að visu
engin nýjung fyrir hann. Ég
minni á það, að áskorun dönsku
lýðháskólanna til danska þjóð-
þingsins áriö 1974 hafði sem yfir-
skrift: „Giv Island (gefið Is-
landi!) sine skatte tilbage.”
Þegar á þvi timabili og jafnvel
mörgum árum fyrr var það rætt
af fámennum hópi manna, hvern-
ig bezt myndi vera að sniöganga
allt hið lögfræðilega og visinda-
lega þras, sem fram á þennan
dag hafði haldið málinu I óvirkri
sjálfheldu og þurrkað út öll veru-
leg lausnaráform. Þessum mönn-
um var það ljóst, að
tsland gróf slna eigin gröf
með þvi að halda málinu stöð-
ugt til streytu á sama grund-
velli og árið 1928, þegar sér-
Jörgen Bukdahl
fræðingum var falin forsjá lausn-
arinnar. Danska andstaðan
breiddi út allt lim sitt einmitt frá
hinum akademiska toppi Dana,
og hún gliðnaði ekki sundur, þó að
hún sæi framan I islenzka forn-
fræðinga. Þess vegna var bein
parlamentarisk lausn nauðsyn-
leg, ef ísland átti að fá einhver
handrit. En bein parlamentarisk
lausn var þvi aðeins möguleg, að
danska þjóðin væri ekki alltof
litilþægur áhorfandi, en þrýsti á
þjóðþingið og gæfi þvi i hendur
einhverja tillögu, sem gæti leyst
vandann án gildandi hefðar há-
skólavaldsins.
Þessar skoðanir vorú hið upp-
runalega frjómagn gjafartillög-
unnar, sem öðrum þræði var háö
þeim vanda, hvernig Island
myndi taka þvi að fá sinn eigin
þjóðararf sem gjöf. Auk þess var
það lengi stór spurning, hverjum
væri hægt að trúa fyrir þessu á
þjóðþingi Dana. Slikur maður
varð að starfa svo öruggt og
æðrulaust, að honum fipaðist ekki
þegar móðursjúkt hámenntaof-
stæki færi að æpa sinar röksemd-
ir. En áriö 1957 kom hinn öruggi
maður I ráðherrastól, Jörgen
Jörgensen, gamall samstarfs-
maður lýöháskólanna. Og þá var
Jörgen Bukdahl ekki seinn að
grlpa pennann og punkta gjafar-
tillöguna niður. Hann sendi mér
hana fyrstum allra manna til
yfirvegunar. Ég skal ekki leyna
þvi á þessum merkisdegi gamla
mannsins, að þegar hún kom frá
hans hendi var ætlazt til þess, að
tsland fengi öll handritin, hvert
ein asta blaö. Þegar hann komst
að þvi, að annar geðþótti hafði
læðzt inn i áformin barðist hann
fyrir þvi með oddi og egg i bréfum
og simasamtölum til Hafnar, að
Engin styrjöld, stór eða litil,
hefur nokkru sinni veriö háð, án
þess að rás viðburðanna verði
krufin til mergjar siðar. Ég ætla
ekki að gera neinar tilraunir til
þess hér, að draga handritabar-
áttuna inn á sjónarmiö sögunnar.
En i stuttu máli sagt varð öllum
það ljóst, þegar ekki lengur var
hægt að hindra sigur aiþýðu-
hreyfingarinnar dönsku, að
mjaltakonum hins opinbera varö
starsýnt á rjómann i fötunni. Ein-
staka dönum fannst hann alltof
smjörmikill og reyndu að þynna
hann sem bezt þeir gátu. Islenzk-
um forráðamönnum fannst hins
vegar Ilátiö ekki nægilega
skrautlegt. A tslandi var hand-
ritabaráttan stöðnuð I eins konar
sérfræðingatrúarbrögðum.
Venjulegu fólki eða almennri
skynsemi var ekki ætlað að ræða
um slika hluti. Islenzku
höfðingjunum kom það þess
vegna algerlega á óvart, að dönsk
alþýðuhreyfing gæti borið veru-
leg lausnaráform eins langt og
raun varð á. Og þar eö þeir höfðu
sjaldan horft lengra frá sér en til
þessarar fornfræði, sem þeir
stööugt ráku nefið i, varð uppi fót-
ur og fit til að reyna að láta það
lita út eins og ekkert hefði komið
fyrir annaö en þaö, að nokkrir
velviljaðir Danir hefðu gerzt skó-
sveinar þeirra. Handritastjá
Gylfa Þ. Gislasonar hnigur að
þvi, að setja þannig sjónhverfing-
ar á svið.
En það voru fleiri , sem fundu
þörf á mikilli stássgöngu i sam-
bandi við handritamálið, eftir
að allt leit út fyrir að enda vel.
Minningar Stefáns Jóhanns Stef-
ánssonar eru ekki lausar við þess
háttar tilburði. Svo fólk mis-
skilji ekki á hvaða plani hann er
staddur, lætur hann mikið bera á
þvi, að hann hafi hitt ráöherra, og
aö allir þessir ráðherrar hafi ver-
ið einstakir dugnaöarmann i
handritamálinu. Hann gengur svo
mikið upp i sinni stórmennaupp-
talningu, að hann lætur sér ekki
nægja að skjalla þá sem eru á lifi
heldur kallar til andagtar yfir
hinum dauðu lika. Ef hann hefði
sagt frá þvi, að þessir sömu ráð-
herrar hrukku oft illilega upp af
svefni, þegar kjósandinn fór að
skella hurðum yfir seinagangi
þeirra i handritamálinu, hefði
enginn lágstéttarmaður þurft að
kippa feimnislega i buxnastreng-
inn. En það er engu likara en is-
lenzka þjóðin hafi orðið þvilikrar
blessunar aðnjótandi, þegar vald-
ið og tignin kom i allri sinni dýrð
að ekki megi hrella hana meö þvi
að gefa henni hugboð um alþýðu-
hreyfingu, sem hafði brotiö
dönsku andstöðuna á bak aftur.
Hjálparhellurnar verða að vera
ráðherrar,' prófessorar,
ambassadorar og þvi um likt.
Hann nefnir ekki einn af aðal-
mönnum skilunarhreyfingarinn-
ar á nafn, C.P.O.
Christiansen, — og Bukdahl að-
eins i einni linu. Hins vegar getur
hann ekki á sér setið að næla sér i
örlitla flis úr brennistakki þess-
ara sistritandi viðarhöggsmanna.
Eða er það sjálfsánægja Danans,
sem hefur fipað Stefán? Af bók-
inni verður nefnilega ekki annað
séð| en að hannhafihitt Bent A.
Koch af einskærri tilviljun, og að
þetta happ hafi leitt það af sér,
sem útleggst undir einni af mynd-
um bókarinnar á þennan hátt:
„Við handritasamherjar, Bent A.
Koch og höf.” Ég man þó ekki
betur, en að ég hafi fylgt þessum
unga manni til sendiherra, eftir
að hann (B.A.K.), fyrir áhrif og
tilstilii Jörgen Bukdahls, hafði
tekið sér fyrir hendur, að gerast
milliliður skilunarhreyfingarinn-
ar til islenzkra yfirvalda.
Ég hef ekki nefnt þetta til að
vanþakka þeim forystumönnum
danskra stjórnmála, sem Stefán
nefnir i bók sinni. Þeir fundu
mætavel gróandann I grasinu hjá
þjóð sinni. Og án þeirrar slvax-
andi sprettu hefðu þeir aldrei
komið neinu I framkvæmd við-
vikjandi lausn handritamálsins.
En ég nefni það vegna þess, að
mér finnst það algerlega óviðeig-
andi, að islenzkir menn fari fram
hjá höfuðpersónunum I barátt-
unni fyrir okkar hönd vel vitandi,
aö þeir gerðu ekkert sjálfir annað
en það, að biða eftir áhrifunum af
starfi þeirra. Allir vita, að það er
algeng lágkúra i stjórnmálum, aö
reyna að fá hlutina til að blasa
þannig við, að hver einasti unninn
fengur, jafnvel veðurbliðan og
loðnutorfurnar, sé þeim að þakka
sem sitja viö völd. En slikur
ásetningsruglandi er alveg óvið-
eigandi I þjóðmáli, og er þegar
allt kemur til alls, helber móðgun
gagnvart islenzku þjóðinni
sjálfri. Það er engu likara en hún
sé skoöuð sem nautheimsk lág-
stétt, sem ekki hafi verið ætlaö
annað hlutverk i þjóðmáli sínu, en
að dilla sér af monti, þegar hátt-
settir embættismenn fóru hönd^
um um snerilinn.
Handritabaráttan var allt ann-
að en tátylludans. Hún var strit
og erfiöi þeirra manna, sem sáu
að ekkert myndi vinnast án kynn-
ingar á þvl máli, sem danska
þjóðin skildi. Að nefna alla þá Is-
landsvini, sem stóðu aö þessu
kynningarstarfi I mörg ár, verður
að biða annarra blaða. En þegar
ég hugsa til þeirra, dettur mér oft
i hug gamalt nytjastarf i fátæku
sveitinni minni á Vestfjarða-
kjálkanum. Þegar menn gengu á
reka var um það bil allt álitið not-
hæft, fjalir og viðarstubbar. En
Frh. á bls. 39