Tíminn - 05.12.1976, Síða 20

Tíminn - 05.12.1976, Síða 20
20 Sunnudagur 5. desember 1976 Sunnudagur 5. desember 1976 21 EKKI ALLS FYRIR LÖNGU heimsótti blaðamaöur á Tlman- um hjónin Helgu Jónsdóttur og Erlend Jónsson að Hátúni 10B i Reykjavik. Erindiö var að fá að taka viðtal við Erlend, hann tók þvl vel, og taliö barst fljótt vestur á Mýrar, þar sem Egill Skalla- grimsson geröi garðinn frægan á sinni tið. Afkomendur Egils Skallagrimssonar? — Þú munt vera ættaöur af Mýrum, Erlendur? — Já, rétt er það. Ég fæddist 28. september 1896, á Jarðlangs- stöðum á Mýrum. Þorgeir jarð- langur var landseti Skallagrims gamla og þeirra feðga, og þaðan mun nafniö á bænum komiö. Ég hef mikiövelt þvifyrir mér, hvað þetta nafn muni þýða, en ekki getaö fundið neina viðhlitandi skýringu á þvi. Eg átti einu sinni tal um þetta við séra Einar heit- inn á Borg, sem var fræöimaður og hann lét sér helzt detta i hug, aö Þorgeir hefði verið mikill jarð- eigandi í Noregi, og aö hann hefði þess vegna veriö kallaður jarð- langur. Þessa tilgátu sel ég ekki dýrara en ég keypti hana, en þetta er nú það sem séra Einari á Borg datt helzt I hug. — Er nokkurt svipmót meö samtiöarmönnum þinum á Mýr- um og Agli Skallagrímssyni og frændum hans, eins og þeim er lýst i Egilssögu? — Ekki er ég frá þvi, að Guð- mundur, afabróðir minn, i Stang- arholti, hafi verið sviplikur Borg- armönnumhinumfornu, þótt ekki hafi ég aörar lýsingar á þeim, en þær, sem lesa má i sögum. Ég sá Guðmund á seinustu ævidögum hans, og hann kom mér þannig fyrir sjónir, að verulegur svipur hefur getað verið með honum og Agli Skallagrimssyni, eins og honum hefur verið lýst. Einkum fannst mér þetta geta átt við brúnasvipinn. Ekki er ég heldur frá þvi, aö skapgerðin hafi veriö keimlik. Guömundur þótti skap- harður og óvæginn nokkuö, þótt hins vegar hefði hann lika marga góða kosti. Eftirminnilegt bónorö. — Getur þú ekki sagt lesendum okkar eitthvaö af forfeörum þln- um? — Og þá á ég ekki viö Egii Skallagrlmsson. — Jú, það get ég. Ég get til dæmis sagt frá langafa mlnum, Guðmundi Erlendssyni, sem bjó á Jarölangsstöðum. Hann var son- ur Erlendar rika á Anabrekku og bjó þar eitthvað á fyrstu búskap- arárum sinum. Hann bað sér konu með dálitiö sérkennilegum hætti, og bezt er, að ég segi þá sögu hér. A þeim tima var sá prestur á Borg á Mýrum, sem Jón hét og var Magnússon. Hjá honum voru vinnuhjú, sem henti það að eignást dóttur i lausaleik, og var hún alin upp á Borg, enda lá það orö á, að prestur væri ekki ólik- legri faðir að henni en vinnumað- urinn, sem við henni gekkst. Nú óx stúlkan upp, og þegar hún var gjafvaxta, lagöi Guðmundur Er- lendsson, langafi minn, hug á hana. Svo var það einhvern tima við messu á Borg, að Guömundur stóð upp I kirkjunni og sagði upp yfirallansöfnuöinn: „Olllágmæli komast I hámæli, viltu eiga mig, Jóhanna?” Stelpan svaraöi: ,,Já”, og þar með var það útkljáð mál. En grunur margra var sá, að Guðmundur hefði áður verið búinn aö hafa uppi kvonbænir viö Jóhönnu, en klerkur verið sliku andvigur, og svo hafi Guðmundur brugðiö á það ráð að láta stúlkuna játast sér I margra votta viður- vist, svo að prestur kæmi ekki neinum vörnum viö. Aftur á móti voru menn þvi ekki vanir, að bón- orð færi fram með þessum hætti, og þvi var þetta lengi i minnum haft. — Veizt þú, nokkurn veginn, á hvaöa árum þetta hefur gerzt? — Já, nokkurn veginn, en ekki upp á ár. Mér þykir ekki óllklegt, að bónoröið hafi fariö fram um 1815-1820, liklega þó nær fyrra ár- talinu. Afi minn, sonur þeirra Guðmundar og Jóhönnu, var fædduráriðl826,enhannvar ekki elztur barnanna. Þegar afi fædd- ist, voru foreldrar hans á Kára- stöðum, en ekki komin I Jarð- langsstaði. — Þau Jóhanna og Guðmundur hafa auövitaö oröiö mestu mynd- ar- og sæmdarhjón, cftir aö hann haföi beöiö hennar meö svo vel sannanlegum hætti? — Jú, mikil ósköp, það vantaði yist ekkert á það. Þau bjuggu fyrstu búskaparár sin á Brekku, svo fluttust þau að Kárastöðum og loks að Jarölangsstöðum árið 1832, og þar bjuggu þau ef tir það, eða til 1855, þegar Erlendur afi minn tók þar við jörð og búi. Afi bjó svo á JarNangsstöðum i meira en þrjá áratugi, mig minn- ir þaö vera 1889, sem hann hætti og foreidrar mlnir tóku við af honum. — Náöu þessir forfeöir þinir háum aldri? — Já, yfirleitt gerðu þeir þaö. Afa minn vantaði aöeins eitt ár i áttrætt, þegar hann lézt. Veturinn áður skrifaði hann þaö dóttur sinni, sem var búsett austur á Seyðisfirði, aö hann myndi lifa næsta afmæliö sitt, — og þaö líka varð. Hann var fæddur 18. april, en dó 19. april. Þarna munaði að visu ekki nema einum sólarhring, en það var nóg til þess að spá hans rættist. ,,Ég horfi á ljósið” — Þú kannt vist ekki jafn- snjalla sögu af afa þinum eins og bónorösför langafans? — Það hafa ýmsar sögur gengið um afa minn, en þvi miður kann ég alltof fáar þeirra. Hins vegar finnst mér ekki nema sjálf- sagt, að ég segi hér þaö, sem ég veit um hann. Við eigum að halda til haga sögnum um gengnar kyn- slóðir, og ekki láta það á okkur fá, þótt viðkomandi persóna sé for- ► faðir okkar. Hvernig i ósköpunum ættum við að geta borið ábyrgð á orðum þeirra og gerðum? Ætli við eigum ekki fullt I fangi meö aö bera ábyrgö á sjálfum okkur? Það held ég endilega. Ein sagan um afa minn er á þá leið, að hann á að hafa verið staddur i Borgarnesi, einu sinni sem oftar, skömmu fyrir jói. Þá á kaupmaðurinn að hafa komið til hans og spurt, hvort hann hafi nú fengið allt, sem hugur hans girnt- ist. Já, afi minn hélt það. Kaup- maður spyr þá, hvort hann vanti ekki kerti. Nei, ekki hélt afi það, og bætti þvi við, að þau væru öll búin til heima. „Já, en þessi kerti eru sérstaklega falleg,” sagöi kaupmaður, en þá mun innflutn- ingur skrautlegra jólakerta hafa verið tiltölulega nýr hér. ,,Já, ég gef nú ekkert fyrir það, þvl ég horfi á ljósið,” sagði afi minn þá, og þar meö var þaö útrætt mál. Mér þykirliklegt, að hvatleikur til orða hafi verið talsvert rikur I þessari ætt, og að afi minn hafi náð þeim eiginleika frá föður sin- um, þeim er bað sér stúlkunnar I kirkjurtni forðum. En þessi gáfa hefur farið mjög þverrandi á sið- ari timum, og vist vildi ég eiga meira af henni en raun er á. Einu sinni kom Erlendur afi minn á bæ, þar sem var tvíbýli, og hét annað býlið Bogabær en hitt Bergþórsbær. Einhver kurr var á milli þessara bæja, og var sérstaklega til þess tekiö, að hús- mæðurnar ættu litt skap saman. Nú bar afa minn þarna að garöi, sté af baki I hlaðinu, sleppti hesti sinum og kvaddi dyra. Eitthvað mun hann hafa verið við skál, enda þótti honum gott i staupinu. Húsfreyjan kom út og sá strax hvar hestur gestsins var aö kroppa 1 hlaðvarpanum, en þetta var að vorlagi eða snemma sum- ars. Nú skammar hún karlinn miskunnarlaust fyrir að sleppa hestinum I túnið, og lætur dæluna ganga lengi. Þegar hún loks tók sérmálhvild, varð afa minum að orði: „Máttu missa þetta frá Bogabæ?” Þetta sagði hann vegna þess, að hann stóð nú á hlaði Bergþórsbæjar, og leit svo á, að húsmóðurinni þar væri nær að nota skammirnará grannkonu sina heldur en að sólunda þeim á hann fyrir jafnlitið afbrot og það að sleppa klárnum i hlaövarpann ogleyfa homrni að naslaþarörfá- ar mlnútur. En rimma hans og konunnar á Bergþórsbæ varð ekki lengri. TJTTr'^AlTí 'T'TT 1íL/vJ0^4i/ 1 JLj HORFINNA Rætt við Erlend Jónsson J Saga um snilldarhest Hestamaður var Erlendur mik- ill, og átti bæði marga hesta og góða. Einkum var við brugðið bleikskjóttum hesti, sem hann átti, og var úrvalsgæðingur. — Ég sá aldrei þennan hest, en ég heyrði mikið talað um hann. Mér hefur verið sagt, að hann hafi ekki verið stærri en þrevett trippi, og sagt var, að þegar karl teygði folann á skeiði, hefði verið þvi likast sem knapinn drægi fæt- ur við jörð. Eina sögu sagði mamma mér.oghana langar mig aö láta fljóta hér meö. Það var einhverju sinni, að þau voru við kirkju á Borg, hjónin, og höföu son sinn ungan með sér. Eftir messu varð afi eftir, þegar heim skyldi haldið, og munu þeir þá hafa verið að staupa sig, séra Guðmundur á Borg og hann, þvi báðum þótti sopinn góöur. En amma reið heim á leið og reiddi drenginn fyrir framan sig, en teymdi undir mömmu. Þegar þau voru komin langleiöina heim, og voru stödd á mjóum, upphlöðnum rima, þar sem ekki var hægt að riða hlið við hliö, vissu þau ekki fyrr en afi kom eins og stormbyl- ur á eftir þeim bleikskjótta. Hann geystist svo þarna fram með þeim, þótt ógerningur sýndist að iáta tvo hesta ganga þar sam- hliöa, og þegar hann kemur á hlið viö ömmu, þrifur hann son þeirra úr keltu þeirra og skellir honum á bak fyrir framan sig. Við þetta hallaðist á Skjóna, og mamma sagði, að um tima hefði þeim sýnzt allt mara úti i annarri hliðinni, hnakkurinn, afi og drengurinn. Þær horfðu á þetta i dauöans angist, en þá varð það, sem oft hefur gerzt, bæði fyrr og siðar: hesturinn bar vit fyrir manninum. Skjóni gekk undir lagið — og meira en það: Hann bókstaflega skaut ölluni skrokkn- um undir mennina tvo, sem á honum héngu, svo allur reiðskap- urinn réttist við á svipstundu, og siðan var haldið áfram á sama sprettinum heim i hlað. — Þetta er aöeins ein saga af mörgum, sem ég heyrði i æsku minni um þennan snilldarhest. — Skjóni hefur sjálfsagt ekki verið alinn upp á neinum moðum, þótt hann yrði ekki stærri en þetta? — Nei, áreiðanlega ekki. Afi tók oftfulla nýmjólkurfötu og gaf hestúm sinum að drekka eins og þeir vildu, þegar hann kom heim úr ferðalögum, þessi skjótti hest- ur hefur vist ekki fengið færri mjólkurpotta en aörir gæðingar afa míns, enda voru margir þeirra afburðahestar. Égman eftir jarpri hryssu, sem • •‘/fw ^ -flfll.fi Erlendur Jónsson. Tímaravnd GE Borg á Mýrum. Oðru vlsihelur veriðum aó litast á þessum bæ, þegar Egill Skailagrlmsson gekk þar um traðir. Þó mun útsýni til hafs og f jaila hafa verið hið sama og nú — og vafalaust hefur fegurð héraðsins heillað menn og laðað þá til búsetu þar, svo Ifornöld sem á slðari tlmum. afi átti. Ekki held ég, að ég hafi komið henni á bak, en ég man all- vel útlit hennar. Hún var mikill gæðingur, og svo fljót aö af bar, Um hana orti Eyjólfur i Hvammi fögur eftirmæli, þegar hún féll frá. ,,Það þarf karlmenni og illmenni....” — Ilefurekkert verið skráð um forfeður þlna, utan þctta, sem við erum að spjalla núna? — Ekki held ég það, að minnsta kostihef égekkiorðið varvið það. Þetta eru allt gömul minni, sem flestir eru vist búnir að gleyma nú, hafi þeir þá nokkurn tima heyrt þau eða veitt þeim athygli. — Viitu segja mér nokkur? — Alveg sjálfsagt, enda eru sagnir um forfeður mina mér ekki neitt feimnismál. Eins og ég sagði áðan, þá lit ég á þetta eins og hvern annan þjóölegan fróð- leik, sem okkur beri að halda til haga. A dögum Guömundar langafa mins var oft róstusamt I réttun- um á haustin, eins og oft hefur viljað viö brenna. Einkum var Fellsendarétt i Dölum á orði fyrir óspektir. Svo var það eitt haust, að verið að jafna niður I fjall- skilum. Þar var langafi minn og margir fleiri bændur saman komnir. Um siðir var svo komið, aö búiö var aö jafna öllu niður, að því undanskildu, að enn vant- aöi skilamann I Fellsendarétt en þangað voruflestirófúsirað fara. Þá á langafi minn að hafa sagt: „1 Fellsendarétt þarf að senda karlmenni og illmenni Viljið þiö ekki nefna það við Guömund son minn? ” 0g Guðmundur fór I rétt- ina og kom vist öldungis ó- skemmdur aftur. En orð langafa mins — séu þau rétt eftir honum höfð — gátu haft viö nokkuö að styðjast. Ég hef alltaf heyrt, að afabróðir minn, Guðmundur i Stangarholti, hafi verið næsta ólikur Erlendi afa minum. Afi var sagður léttlyndur og glaður I við- móti, en Guðmundur þótti miklu harðgerðari, harðlyndur og ó- væginn, enda áttu þeir vist litt skap saman, bræðurnir, og fóru af þvi ýmsar sögur. Einu sinni komu boð frá Stang- arholti niður að Jarðlangsstöö- um, þar sem kvartað var undan þvi, að kýrnar þaðan stæöu i tún— inu i Stangarholti, og var óskað eftir þvi, að þær yrðu sóttar hið allra fyrsta. Jú, ekki stóð á þvi, Afi gamli lagði á Jörp sina og þeysti af stað. Þegar hann kom i Stangarholt.sáustþar öngvarkýr en karl tekur að skeiöriða túnið, aftur og fram svo grassvörðurinn gekk upp undan hófuip merarinn- ar, en þetta var snemma sumars. Guömundur bóndi horfði forviða á, en kallaði loks til bróður sins, hvað þetta ætti eiginlega aö þýða, hvað hann væriað gera. „Leita að kúnum,” svaraöi afi minn, — og fleiri orð munu ekki hafa farið á milli þeirra i það skiptið, enda mun afi hafa þótzt búinn að launa fyrir sig. Raungóður sómamaöur Guömundur i Stangarholti var umdeildur maður sökum skap- ferlis sins, þvi að flestum þótti hann haröur i horn að taka, en hann hafði lika ákafiega góðar taugar. Einu sinni um hans daga brann ibúðarhús að Grlmsstöðum I Alftaneshreppi á Mýrum. Þaö geröist að næturlagi. Daginn eftir brunann sást til manns sem stefndi heim að Grimsstöðum og. bar tvær stórar fötur i höndum. Þetta reyndist vera sendimaður frá Guömundi i Stangarholti, en i fötunum var glæný kjötsúpa handa fólkinu á Grimsstöðum. Guðmundur hafði þá frétt, eða séð álengdar, þaö sem gerzt hafði, og vildi nú hlynna að Grimsstaðafólkinu. Þá var ekki auður i búi á sveitabæjum yfir- leitt, og þetta þótti mikið dreng- skaparbragð, enda var það vel þakkað. Aðra sögu get ég sagt, áf mjög likum toga. Þar I sveitinni var fátæk kona, sem Sigurbjörg hét. Ekki var beint hægt að segja að hún flakkaði, en þó var ekki fjarri þvi, og oft var hún i Stangarholti, þviað kona Guömundarvarákaf- lega greiðug og góðgerðasöm, ekki sizt þeim, sem voru lltils háttar á einn eöa annan veg. En þó að Guðmundur væri maður raungóöur, lá það orð á, að frem- ur væri honum litil þægð i gjaf- mildi konu sinnar. Svo gerðist það einn góðan veðurdag, að Sigur- björg kom að Stangarholti sem oftar. Guðmundur fór til dyra, þegar bankað var, og þá var Sigurbjörg þar fyrir. Þá varð Guðmundiað orði: „Þú hefur vist vonazt eftir öðrum til dyra en mér. Nú er Guðrún dáin. En þú kemur nú samt inn.” Siðan leiddi hann Sigurbjörgu i bæinn og sagði við vinnukonurnar: „Þið afgreið- iðþessa stúlku einsog vant er, þiö vitið hvernig það hefur veriö gert. ” Hann vildi ekki, að brugðiö væri út af þeirri venju, sem kona hans hafði haft, þótt hún væri nú ekki lengur til þess að stjórna, og skipti þá ekki máli þótt hann heföi stundum áður ekki verið alls kostar ánægður með ráöslag hennar. — Svona var nú þetta. Þaö voru margar góðar taugar i Guðmundi i Stangarholti, þótt hinu hafi verið meira á lofti hald- ið, sem miður var. Dálitið hefur varðveitzt af til- svörum Guðmundar, en þvi mið- ur kann ég ekki nema fá þeirra. Sagt, var að hann hefði átt i úti- stöðum við eina grannkonu slna, og að ýmsar hnútur hafi flogið á milli þeirra. Svo sagði einhver nágranninn við Guðmund, að hún væri nú mikill skörungur, þessi kona. Þá svaraði Guðmundur: „Já, skörungur er hún, — en brennd I báða enda.” Svo þurfti ekki að tala meira um það. — Kannt þú ekki fieira um Er- lend afa þinn en það sem þú ert þegar búinn að segja mér? — Jú, eitthvaö er fleira til. Slð- asta haustið, sem afi lifði, var 1904. Hann átti þá svartan for- ystusauð, og slátraði honum þá um haustiö. Ég man eftir þvi, að ég var á blóðvellinum, þegar afi var að gera sauðinn tií. Þá sagði hann við aðkomumann, Svein á Hvftsstöðum, sem var að hjálpa pabba við slátrunina : „Hanná að fara i erfið mitt, þessi,” — og átti auðvitaö við sauðinn. Nú svo var ekki rætt meira um það að sinm, sauðarkrofið var hengt upp I eld- hús og reykt, en i aprll um vorið dó afi, og þá var soðið af þessu ágæta hangikjöti handa þeim, sem fylgdu gamla manninum til grafar. Þannig rættist það, sem hann hafði sagt haustið áöúr, hvort sem þaö var tilviljun eöa hitt, að hann hafi grunað hversu langt hann ætti eftir. Þegar aðalfæða skóla- pilta var hrossakjöt — Ef við vikjum ofurlitið aö sjáifuin þér: Það hefur svo orðið hlutskipti þitt að búa á sióðum forfeðra þinna? — Já, ég fæddist á Jarölangs- stöðum, eins og ég sagði áðan, fyrir réttum áttatlu árum. For- eldrar minir voru Ragnhildur Er- lendsdóttir, bónda á Jarðlangs- stöðum, og Guðlaugar Jónsdóttur konu hans. Faöir minn var ættað- ur úr Dölum, sonur Björns Krist- jánssonar, bónda i Seljalandi i Hörðudal i Dalasýslu, og Hólm- friöur Jónsdóttur konu hans. Sagt var að I móðurætt minni væri margt kraftmikilla karla, og lfk- lega er eitthvaö til i þvi eins og fram hefur komið hér á undan. Foreldrar minir byrjuðu bú- skapinn á Jarölangsstöðum, og bjuggu þar fyrst rétt um hálfan annan áratug til 1905. Þá fluttust þau að ölvaldsstöðum i sömu sveit, og bjuggu þar þaö sem eftir var búskapar þeirra. Af mér er það að segja, að ég fluttist að Jarölangsstöðum árið 1926, fór þá að búa þarog bjó til 1942. Þá hætti ég, og fluttist til Reykjavikur. Veturinn 1916-’17 var ég á ung- lingaskóla hjá séra Ólafi i Hjarð- arholti i Dölum, en rúmlega tvi- tugur fór ég á bændaskólann á Hólum, það var fyrsti veturinn, sem Páll Zóphóniasson var skóla- stjóri þar. A Hólum var ég I tvo vetur og lauk búfræöiprófi þaðan. Ég hafði sama hátt á og margir jafnaldrar minir á þessum árum, égkeypti mér afsláttarhross, reið þvi noröur, lét fella það þar og lagði matinn á borð með mér um veturinn. Uppistaðan I fæði okkar var hrossakjöt, það var ódýrasta kjötið, og þá var meira horft i aurana en nú. A vorin gengum við flestir heim, og ég lika, þótt ég væri langt að kominn. Ég man að ég var að strekkja við að hafa dagleiðirnar sem lengstar og gista sem sjaldnast, svo að farar- eyririnnentistméralla leið heim. Auðvitaö var gistingin ekki dýr, þetta tvær eða þrjár krónur, — en menn uröu þó að eiga þessar krónur til. Þetta er harla ólikt því sem nú er. t fyrra vissi ég dæmi þess, að skólapiltar frá Hólum komu með flugvél hingaö til Reykjavikur og fóru með bilum héöan sumir upp i Borgarfjörð aðrir austur i Arnes- sýslu, og þó var fri þeirra ekki nema ein einasta helgi. — Þetta hefði þótt saga til næsta bæjar, þegar ég var á Hólum, — en það hefurnúllka margt breytzt slðan. ólikar manngerðir — Hvað tókst þú þér fyrir liendur, þegar þú komst hingað til Reykjavikur? — Fyrst vannég hjá Grænmet- isverzlun rikisins, sem nú heitir Grænmetisverzlun landbúnaðar- ins. Þar vannég i þrjúár, en vann siðan ýmislegt sem til féll, pipu- lagningar, vegavinnu og fleira, en áriö 1949 geröist ég innheimtu- maður hjá Oliufélaginu hf. og skipti ekki um vinnu eftir það. Þar vann ég þangað til núna í haust. Mér fannst réttlætanlegt aö hætta, þegar ég var kominn á niunda áratug aldurs mlns, og auðvitað átti ég aö vera hættur þarna fyrir löngu, samkvæmt venjunni. Þaö var eingöngu að þakka lipurð og skilningi sam- starfsfólks mins og yfirboðara, að ég fékk aö vinna svona lengi, — og svo þetta, að heilsa og kraftar hafa enzt mér eins og raun er á. Ég finn litinn mun á liðan minni nú og þegar ég stóð á sjötugu. — Þér hefur likaö vel hjá OIIu- félaginu? — Já, ég held þvi fram, að þar sé valinn maður I hverju rúmi. Þar er gott að vinna. — Gerist ekki eitt og annaö sögulegt hjá ykkur, sem hafið þann starfa aö ganga á milii manna og fyrirtækja og rukka? — Það er lærdómsrikt, rukkar- ar kynnastmörgum. En það verð ég aö segja, að ég á góðar og á- nægjulegar minningar um lang- flesta, sem ég kynntist á þeim starfsferli minum. Það er bezt að ég segi hér tvær sögur, sem báðar varpa skýru ljósi á það, sem inn- heimtumenn veröa áskynja i starfi sinu. Ég var einu sinni sem oftar aö rukka mann, og hann greiddi mér með tveimur ávisunum, auk nokkurrar upphæðar i peningum. Þegarég fór að athuga við hverju ég haföi tekið, sá ég að önnur ávisunin var sex hundruö krónum of há. Hann hafði með öðrum orð- um greittmér sex hundruð krón- um of mikið. Ég sýndi nú mannin- um þetta, og hann þreif ávisunina af mér svo snöggt, að nærri lá að hornið, sem ég hélt i, rifnaði af. Siðan leiðrétti hann villuna, en sagði ekki svo mikið sem „takk”. Nokkru seinna var ég að rukka annan mann. Þaö var Ingólfur i Söginni. Ég varoröinn seinn fyrir og var aö flýta mér. Ingólfur þurfti að greiða mér þrjá reikn- inga, einn þeirra á hann sjálfan, „privat”, og nú lagði hann þá saman, þar sem ég var á hraðri ferð, en annars var ég alltaf van- ur að gera þaö sjálfur. Hann greiddi mér svo samkvæmt sinni eigin samiagningu, og ég fór við svo búið. Þegar ég kom á skrif- stofúna og fór að „stemma af” það sem ég hafði i höndum, varð ég þess var, aö Ingólfur hafði greittmérof mikiö. Ég hringdi þá strax til hans og sagöi, að þarna hlytu að hafa oröiö einhver mis- tök, og spurði hvort ég mætti ekki koma til hans og athuga málið. Jú,ekkertvar sjálfsagðara, og ég fór á fund hans aftur. Hann lagði reikningana samaná ný,ogsá, að ég hafði rétt að mæla. Það mun- aði tólf hundruö krónum, sem hann hafði reiknaö af sér. Ég tók upp veskið og bjóst til að borga, en hann hélt nú ekki, og sagði að égættiað eiga þessa peninga. Þvi tók ég auðvitað fjarri og sagði sem var, að ég vildi aö allt væri rétt, ef hallað heföi á mig i við- skiptunum, hefði ég óskað eftir þvi, að það væri leiðrétt, og hið sama gilti, þótt skaðinn væri hans en ekki minn. Hann sagði, að ég hefði aldrei þurft að skila þessu, og það væri þá bezt, að við skipt- um upphæöinni nieð okkur og ég hefði helmingunn fyrir samvizku- semina. — Slikur var munur þessara manna. Annar þakkaði ekki einu sinni fyrir, þegar ég leiörétti reikning 'honum i hag, en hinn vildi gefa mér alla upp- hæðina, eða hálfa aö öðrum kosti. —Menn eru misjafnrar gerðar, — og enn dettur mér i hug setning, sem höfð var eftir afa mlnum:. Það er hægt að borga hjúunum kaupfyrir það, sem þau vinna, en dyggð og trúmennska verða aldrei borguð eins og vert er. Hlakka til aft hitta þá — Ég heyri, aft þér verftur oft hugsaft til forfeftranna, — þess fólks, sem liffti i iandinu á undan okkur. — Já, það er alveg rétt. Mér verður oft hugsað til forfeðra minna, og ég vildi gjarna, að ég hefði fengið fleiri eiginleika frá þeim en raun er á. Haft var eftir séra Einari á Borg, sem var vel heima i sögu, að það væri alveg sama hvar gripiö væri niöur i ís- lendingasögurnar, það væri hvergi hægt aö reka hann á stampinn „karlinn I Stangar- holti.” Það var Guömundur afa- bróðir minn. Ég hygg, að Guð- mundur hafi kunnaft sögurnar okkar, og mér er ekki grunlaust um að hann hafi lagt nokkra stund á að likjast fornmönnum i ýmsu. Ég hef miklar mætur á þessum gömlu mönnum, og ég væri siður en svo á móti þvi aö fá að hitta þá og spjalla við þá. Reyndar held ég, að þetta sé meira en ósk- hyggjan ein. Mér hefur verið sagt, að afi minn fylgist alltaf með mér og sé minn verndar- vættur, ef ég má komast svo að orði. Hvort sem þetta er rétt eða ekki, þá er hitt alveg vist. að ein- liver fylgist með ferðum minum og lætur sig varða liðan mina, það hef ég marfoft orðið var rið. —VS.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.