Tíminn - 05.12.1976, Qupperneq 29
Sunnudagur 5. desember 1976
29
mmxm
Gísli Magnússon:
SLÁTURHÚSMÁL
SKAGFIRDINGA
I áratugi var það kallað dagleg
iðja ritstjóra Morgunblaðsins að
skrifa árásargreinar um sam-
vinnusamtök almennings, rægja
Sambandiðog kaupfélögin. Þetta
kunna að hafa verið eðlileg við-
brögð sérhyggjumanna við æ
vaxandi gengi samvinnustefn-
unnar. Minnist ég þess, að rit-
stjórararnir þjófkenndu kaupfé-
lagsstjórana, létu að þvi liggja,
að þeir tækju afurðalánin ó-
frjálsri hendi. Þetta mun„ við
nánari athugun, hafa þótt óskyn-
samlega langt gengið. Var þá
fyrirskipað árásarhlé um hrið.
En lognið stóð ekki lengi. Nú
hefur heldur en ekki hvesst að
nýju. Virðist svo sem sláturhús-
brölt Eyjólfs Konráðs Jónssonar
hér í Skagafirði hafi vakið þann
vindgang. Hefur hver svivirðing-
argreinin rekið aðra i Morgunbl.
og Visi, og ölium stefnt gegn
Kaupfélagi Skagfirðinga og Sam-
bandinu. Eru sumar næsta
spaugilegar. Eyjólfi Konráði fer
það t.a.m. ekki ósnoturlega að
bregða sér i liki vinarins, vernd-
arans,i Morgunbl. 9. nóv., leggja
hendur yfir kaupfélögin og blessa
þau — „flest” —. Má vera að rit-
stj. mæli af nokkurri þekkingu,
heimafenginni, i forystugrein hér
á dögunum, þar sem komizt er að
orði á þessa leið: „Tviskinnung-
urinn og hræsnin riða ekki við
einteyming. Siðferðið fer eftir
pólitiskum skoðunum, a.m.k. er
það þvi miður allt of algengt i
okkar litla, þrönga og að mörgu
leyti miskunnarlausa þjóðfé-
lagi”.
Ættborinn ávöxtur þessarar
nýju rógsiðju gegn samvinnu-
félögunum er óþverragrein eftir
Svarthöfða, vikapilt Visis, þ. 15.
þ.m. Höf. virðist tamara mikiu og
eðlilegra að fara með rangt mál
en rétt. Hvað eftir annað hafa
verið rekin ofan i hann margvis-
leg ósannindi. Hann bregzt við á
þann hátt að endurtaka ósann-
indin, eins og Göbbels sálugí
forðum — og bæta nýjum við.
Bezt er að lofa þess konar
mönnum aö þjóna lund sinni i
friði. Mælt er að höfundurinn sé
varaþingmaður Norðurlands
eystra.
II
f lögum nr. 30, 20. april 1966, er
kveöið svo á, að á næstu þremur
árum frá gildistöku þeirra skuli
sláturhúsum landsins komið i það
horf, að þau fullnægi vissum lág-
markskröfum um allan búnað og
gerð. Framkvæmdir drógust, en
kröfur hertar. í marzmán. 1969_
hélt Framleiðsluráð landbúnaö-
arins tveggja daga fund með
sláturleyfishöfum, dýralækn-
um o.fl. um slágurhúsmálin i
landinu. Að fundi loknum ákvað
Framleiðsluráð að skipa 5 menn i
nefnd til þess að fjalla og gera
tillögur um sláturhúsamálin.
„Nefndin lagði m.a. til að á tima-
bilinu 1970-1975 yrðu byggð upp
eða endurbætt sláturhús” á 12
stöðum, þ.á.m. á Sauðárkróki,
enda þótt sláturhús kaupfélagsins
væri stórt og talið mjög vandað,
er það var reist, rétt upp úr 1950.
Þá þegar hafði verið komið upp
tveim siáturhúsum með færi-
keðju. Siðar var svo fjórum slát-
urhúsum bætt við þessa fram-
kvæmdaáætlun.
Um 1950 voru sláturstaðir á
landinu nál. 140. Tveim áratugum
siðar var slátrað á tæplega 70
stöðum.-Haustið 1974 var slátrað i
60 sláturhúsum alls á landinu. A
Alþingi var mörkuð sú stefna, er
siðan hefur verið fylgt, þ.e. að
stækka sláturhúsin og fækka
þeim, svo sem staðhættir og land-
fræðilegar ástæður frekast leyfa,
en búa þau þeim mun betur, svo
að fullnægi fyllstu kröfum inn-
lendra jafnt sem erlendra neyt-
enda.
Enn skortir mikið á, aö öll slát-
urhús séu svo búin, að hlotið fái
löggildingu. Mörg eru rekin með
undanþágu, er ráðherra veitir til
eins árs i senn „þar sem brýn
nauðsyn krefur”(auðk. hér), eins
og segir i 1. gr. laga nr. 44 frá 10.
mai' 1974. „Hins vegar vildi ég
ekki stofna til leiöinda út af 3000
lambfjár” (svo) hefur Timinn
eftir landbúnaðarráðherra 9.
október. Og ennfremur: „Hitt er,
svo annað mál að ekki verður
hvikaö frá þeirri stefnu, sem
mörkuð hefur verið og sam-
ræmist kröfum heilbrigðisyfir-
valda. Þetta er dýrt í fram-
kvæmd og að ætla sér að reisa
tvö löggild sláturhús svo til hlið
við hliö á Sauðárkróki er frá-
leitt”. Þarna virðist gæta nokk-
urs ósamræmis i orðum og at-
höfnum.
Hér má geta þess, að Sam-
vinnufélag Fljótamanna hefur
rekið slátur- og frystihús i Haga-
nesvík i tugi ára. Þar hafa Fljóta-
menn lógað 4-5 þús. fjár á hausti
hverju. Sláturhúsið hefur verið
rekið með undanþágu. Sú undan-
þága var felld niður nú i.haust.
Eigi skal sú ráðstöfun átalin hér.
En Fljótin eru afskekkt snjóa-
sveit. Og vist hvarflar að manni
sú spurning, hvort eigi hefði legið
nær að veita þar enn undanþágu
til eins árs en að taka upp undan-
þágu fyrir sláturhús „svo til hlið
við hlið” — svo að notuð séu orð
ráðherrans — á nýju og einu hinu
fullkomnasta sláturhúsi landsins.
Og sizt er fyrir að synja, að með
niðurfellingu sláturleyfis til
handa Samvinnufélagi Fljóta-
manna kunni að hafa verið
„stofnað til leiðinda” þar i sveit.
III
„Sagan um sláturleyfi Slátur-
samlags Skagfirðinga” heitir 6
dálka ritsmið i Morgunbl. 8. okt.
sl. Sitthvað, sem þar stendur, er
dálitið vafasamur sannleikur, svo
að ekki sé fastara að kveðið. Þar
segir i 1. málsgrein: „Slátursam-
lagið er hlutafélag um 200 Skag-
firðinga, sem flestir eru bændur”
(hvað um Eyjólf Konráð?). í Mbl.
20/10 segir ritstj. og hefur eftir
Visi, þvi fróma blaði: „Að undan-
förnu hafa um það bil 200 bændur
i Skagafirði átt i striði við land-
búnaðarráðherra vegna slátur-
leyfis, sem ráðuneytið hefur þrá-
azt við að gefa út”. Forystugrein
Mbl. 24/10: „Að þessu er vikið nú
i tilefni af deilum, sem sprottið
hafa upp um það, hvort veita
hefði átt leyfi til slátrunar i litlu
sláturhúsiá Sauöárkróki, sem um
200 bændur standa að”. Mbl.
8/10: „Leyfi (svo) til sauðfjár-
slátrunar i sláturhúsi Slátursam-
lagsins er þó veitt um siðir þetta
haust (1973) en landbúnaðarráðu-
neytinu hafði þá borizt áskorun
um leyfisveitinguna frá þorra
bænda i Skagafirði”. Eyjólfur
Konráð i Mbl. 22/10: „Leyfið var
þó veitt um siöir, enda bárust
áskoranir þorra bænda i héraðinu
þess efnis”. (Allar leturbreyt.
gerðar af undirrituðum).
Sumar staðhæfingar þykir viss-
ara að endurtaka nógu oft.
1 Skagaf jarðarsýslu munu vera
380-390 bændur. Samkv. staðhæf-
ingum ihaldsblaðanna mun rösk-
ur helmingur skagfirzkra bænda
„standa aö” Slátursamlaginu.
Mbl. og Eyjólfur Konráð segja
þorra bænda i Skagafirði hafa
staðið að áskorun um sláturleyfi
til handa Slátursamlaginu, þ.e.,
samkv. almennri málvenju, all-
flestir, langsamlega flestir,
bændur i sýslunni.
Kunnugir brosa að þorra-
mennsku Eyjólfs Konráös.
Ókunnugum skal á það bent, að
samkv. yfirliti Arbókar landbún-
aðarins 1969 „um slátrun ein-
stakra sláturhúsa 1966, 1967 og
1968 i smálestum”, nam heildar-
slátrun sauðfjár i Skagafirði 836,6
smál. að meðalt. á ári á þessu
þriggja ára timabili. Af þvi
magni var hlutur Slátursamlags-
ins 76,7 smál. að meðalt. á ári,
eða röskl. 1/11 hluti af kjötmagn-
inu. Af þessu verður eigi dregin
önnur ályktun en sú, að naumast
hafi allir haft mikil viðskipti við
Slátursamlagið, hvort heldur
miðað er viö „þorra bænda i
Skagafirði” eða.,,um það bil 200
bændur”. Og þetta var einmitt á
þeim árum, er Slátursamlagið
var og hét.
Það er spaugileg staðhæfing og
um leið furðu fávisleg, að meir en
helmingur bænda i Skagafirði
hafi „átt i striði við landbúnaöar-
ráðherra vegna sláturleyfis.”
Sannleikurinn er sá —og það veit
hver maður hér um slóöir — að
það eru aðeins örfáir menn, sem
þarna ganga fram, andlegir arf-
takarþeirra óhappasömu manna,
sem fyrir beittust á sinum tima
stofnun sprengifélaganna, er
kljúfa skyldu samvinnusamtök
héraðsbúa, en voru fyrirfram
dæmd til að deyja harmkvæla-
dauða,, enda saklaus af að eiga
nokkra hugsjón — aðra en þá að
sundra.
IV
Morgunbl. hefur það eftir
stjórnarform. Slátursamlagsins,
„að ástæðan fyrir þvi aö hluthaf-
ar Slátursamlagsins hefðu tekið
ákvörðun um að lagfæra slátur-
húsið m.a. vegna þess, að siátur-
hús Kaupfélags Skagfirðinga
hefði ekki getað annað allri stór-
gripaslátrun i héraðinu...” Manni
verður á að spyrja: Var ákvörð-
unin um að „lagfæra” sláturhúsið
tekin á almennum hluthafafundi
hinna 200 hluthafa, „sem flestir
eru bændur”? Um hitt, að slátur-
hús K.S. geti ekki annað „allri
stórgripaslátrun i héraðinu”, er
þetta að segja: Kaupfél. Skagf.
hefur komið upp mjög fullkomnu
stórgripasláturhúsi, sem vera
mun hið þriðja á landinu, ef ég
man rétt. Full afköst hússins eru
70-80 gripir á dag. Siðastl. ár
(1975) var 2246 nautgr. og hross-
um lógað i héraðinu (i sláturhús-
um). Það er sem næst 32ja daga
slátrun i sláturhúsi K.S. með 70
gripa afköstum á dag. Og svo á
sláturhúsið ekki að geta annað
„allri stórgripaslátrun i hérað-
inu” — jafnvel þótt slátrun naut-
gripa dreifist á mestallt árið, ef
menn kjósa að hafa það svo. Hér
skýtur óneitanlega skökku við.
Enn hefur Mbl. það eftir stjórn-
arform. Slátursamlagsins, að
„meira öryggi (sé) i þvi að hafa
tvö sláturhús i héraðinu ef illa
viðraði á haustin”. Slátrun hjá
Kaupfél. Skagf. nú i haust lauk
þ. 19. október, eða fyrr en viðast
hvar annars staðar. Lógað var
tæpl. 63 þús. fjár. Meðalafköst
2.500 fjár á dag nema fyrstu dag-
ana. Mér skilst, að undanþágu-
heimild Slátursamlagsins hafi
veriö bundin viö 3 þúsund fjár
sem hámark. Það er rösklega
eins dags slátrun i sláturhúsi K.S.
Illviðrisrökin hrökkva þvi
skammt, enda er og veðursæld af
öllum jafnaöi meiri i þessu héraði
en annars staðar viða. Hið nýja
sláturhús Kaupfél. Skagf., sem
reist var samkvæmt áætlun slát-
urhúsanefndar, og að sjálfsögðu
við það miðað hvað áhrærir stærð
og allan búnað, að fullnægi þörf-
um héraðsins alls sem og fyilstu
heilbrigðiskröfum, enda talið eitt
fullkomnasta sláturhús landsins,
kostaði um 200 millj. kr. Það get-
ur varla verið héraösbúum hags-
munamál, að standa undir stofn-
kostnaði og rekstri tveggja slát-
urhúsa á sama staö, þar sem eitt
nægir. Enda býr hér annað undir.
Og nú hafa þeir sprengimenn
eignazt nýjan höfuðsmann, nýjan
spámann. Sá kom að sunnan,
hafði með sér ljósmyndara, náði i
lambhrút og hafði sér við hlið,
kvaðst ráðinn i að brjóta öll boð-
orð og gerast banamaður félaga
sins á myndinni frægu. Það er þvi
af og frá, að alþingismaðurinn
verði sakaður um að hafa haft
launmorð i huga.
V
Þáttur alþingismannsins i
þessu sláturhúsmáli verður ann-
ars eigi rakinn hér að öðru en þvi,
er fram kemur i bréfi hans sjálfs
til landbúnaðarráðherra dags. 6.
október 1976. Þykir við hæfi að
taka bréfíð hér upp orðrétt, svo að
koma megi fyrir augu fieiri
manna en þeirra, er lesa
Morgunbl.:
„Með bréfi þessu tilkynnist for-
sætisráðherra, iandbúnaðarráö-
herra og dómsmálaráðherra, að
sauðfjárslátrun hefst i húsi Slát-
ursamlags Skagfirðinga, Sauðár-
króki, snemma morguns fimmtu-
daginn 7. þ.m. og mun ég með
eigin hendi slátra fyrsta dilknum,
hvort sem sú löggilding, sem
skylt er að veita lögum sam-
kvæmt, hefur verið framkvæmd
eða ekki. (Auðk. af undirrt.).
Þess er hér með krafizt að
stjórnvöld sjái um, að dýralæknir
eða fulltrúi hans verði i húsinu
meðanslátrun fer fram og gegni
skyldustörfum sinum, en slátrun
stórgripa mun hefjast að sauð-
fjárslátrun lokinni”.
Hafa ber i huga, að sá er
alþingismaður, er þetta hótunar-
bréf skrifar. í ljósi þess er bréfið
sögulegt plagg og einstakt i sinni
röð. Upp i hugann skýtur hinum
gamalkunnu orðum úr bófasög-
um: „Uppmeð hendurnareða ég
ský t’ ’.
Og hendurnar flugu upp. Ef til
vill hefði stjórnarsamstarfið
sprungið eila — á hrútsa?!
Menn vilja ýmsar leiðir til að
geta sjálfum sér frægðarorð.
Alþingismaðurinn kaus hrútinn —
og hótun um að bana þessum
myndbróður sinum.
Sú er hans ieið til frægðar.
22/11 1976
Gisli Magnússon
CONCERTONE
Fyrsta flokks
C*<k
AMERlSKAR
„KASETTUR"
ó hagsfæðu
verði:
C-90 kr. 580
C-60 kr. 475
Sendum gegn
^^^postkröfu hvert á land sem er
co^
í
ARMULA 7 - SIMI 84450
L0KK A BILINIM
BÍLAEIGENDUR, BÍLAMÁLARAR
PARF AÐ BLETTA EÐA SPRAUTA BÍLINN ?
Dupont lökkin LUCITE og IMLAR eru
gæðavara, margreynd og henta
íslenskum staðhéttum.
Gefið okkur upp bílategund, árgerð
og litanúmer. Við afgreiðum litinn
með stuttum fyrirvara.
I Dupont blöndunarkerfinu eru 7000
litaafbrigði möguleg.
Öll undirefni svo sem grunnar, þynn-
ar og sparsl fást einnig hjá okkur.
ooF&mi
Laugavegi 178 simi 38000
Lucm