Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1982, Síða 67

Frjáls verslun - 01.05.1982, Síða 67
Hvort Hjörleifur hafi klúðrað málinu, á eftir að koma í Ijós, en mikið er lagt að veði. En það er ekki bara hjá stjórnmálamönnum, sem miklir hagsmunir eru í veði þegar lagt er í samninga. Stjórn- endur og starfsmenn fyrirtækja leggja ekki minna undir og kostn- aðurinn veróur mikill hjá þeim sem kunna ekki réttar aðferðir við samninga. Rekstur fyrirtækis byggist mikið á samningum, hvort sem um er að ræða sölu, lántökur eða starfsmannastjórnun. Vel- gengni getur oltið á hæfileikanum að semja. I Bandaríkjunum hafa að und- anförnu komið út margar bækur, sem fjalla um samningatæki. Höf- undar flestra þessara bóka eru sammála um það að góð samn- ingatæki er nokkuð, sem menn fæðast ekki með heldur eiging- leiki, sem allir geta lært. Höfundur einnar bókarinnar, Gerard Nierenberg, sem skrifaöi ,,The Art of Negotiting," segir í formála bókar sinnar að margir vaði (þeirri villu að velgengni í samningum stafi af persónutöfrum eða ein- hverjum leynivopnum, sem menn telja sig beita. Svo sé ekki heldur velti árangurinn fyrst og fremst á þeirri kunnáttu, sem samninga- maður hefur aflað sér. Nierenberg gefur þá almennu skilgreinngu á samningum að þeir eigi sér stað „þegar tveir aðilar hittist meó þá fyrirætlan að breyta samskiptum sínum. Það sem knýr á um samn- inga séu þarfir hvors aðila og ágæti samningsins veltur á því hversu vel hefur tekist aó full- nægja þörfum og bæta afkomu eða aóstöðu hvors aðila. Algengasta vitleysa, sem menn gera í samningum er að halda að harka og óbilgirni bjargi mönnum ef upplýsingar vantar. Sá sem hefur staðreyndirnar á reiöum höndum nær yfirleitt betri samn- ingum. Sem dæmi má nefna mann, sem sækir um lán í banka. Hann ætti að vita sögu fyrirtækis- ins í bankanum, hvort bankastjór- inn ,,hafi eitthvað á hann,“ t.d. vegna eldri vanskila, um hve háa upphæð bankastjórinn hefur heimild að semja, hvernig fyrir- greiðslu hliðstæð fyrirtæki fá og hver fjárhagsstaða bankans sé. Slíkra upplýsinga er auðvelt að afla og það er bara að ná þeim. Nierenberg bendir á að lánsviö- skipti koma báðum aðilum að gagni. „Reyndu ekki að þvinga eða sannfæra fulltrúa bankans, hlustaðu á hann. Reyndu að kom- ast að raun um hver séu hans vandamál og þarfir og reyndu að leysa úr þeim." Hann varar eindregið við hinni hefðbundnu kenningu um samn- inga: „Ég vinn/þú tapar." Sá maður, sem fagnar ósigri er ekki til. Sá sem verður undir í samn- ingum getur jafnvel beðið mörg ár til að ná sér niður á hinum, en hann mun reyna það. Besta samningsniöurstaðan er þegar báðir aðilar hafa talið sig eiga hagsbóta að vænta með samning- um og hafa náð aö fullnægja að minnsta kosi einhverjum af sínum þörfum. Nierenberg segir að það sé lé- legt samningatæki að neita mál- amiðlun, hlusta ekki vandlega á hinn aðilann, eða að láta sér yfir- sjást marga þá möguleika, sem fyrirhendi eru íeinum samningum. „Því miður er algengt að samn- ingamenn leggi bara fram sínar kröfur og bíði svo eftir að hinn segi já eða nei. Þannig semja bara klaufar," segir Nierenberg. Kaupsýslumaöur getur undirbú- ið sig fyrir samninga með vand- legum athugunum á báðum hlið- um þess máls, sem um verður rætt, eða með því að hafa „brainstorming" með starfsmönn- um sínum. Hann getur spurt sig nokkurra lykilspurninga: Hvor að- ilinn myndi vilja óbreytt ástand og hvor vildi gera breytingar? Hvar nákvæmlega fara skoðanir samn- ingsaðilanna ekki saman og hver verða helstu ágreiningsatriðin? Er tíminn takmarkandi þáttur? Nierenberg gefur einnig tvö önnur heilræði. „Segðu aldrei: „um þetta atriói sem ég ekki undir neinum kringumstæðum" og gerðu ekki samning, sem önnur hvor hliðin er óánægð með því sá samningur verður alltaf verr fram- kvæmdur en ella. Heilræðið „gerðu öðrum það, sem þú vilt að aðrir geri þér," er gott að hafa að leiðarljósi í viðskiptum," segir Nierenberg. 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.