Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.02.2006, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 02.02.2006, Qupperneq 2
2 2. febrúar 2006 FIMMTUDAGUR ������ ��������� ���� ������ ��������� �� ���������� ������ �� ������������������������������ ������������������������������ ���� ������ ������ ������ ����� ����������������������������� �������� ���� ��������� ������� ��� ������� ��� ������� ������ ���� ���� ����� �������� �������� ��� ���������������������� ����� ������������������������������ ��� ��� ������ ����������� ������ ������� �������������� ��� ���� ���������������������������������� �������� ��� ���������� ���� ���� ��������������������������������� ������������������������������ �� ����� ��������� ����������� ����� ������ �������������� ����� ������������������ ����� ���� �������� ��������� Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18. Opið virka daga: 10-18 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 STÓRIÐJA „Ég vara við því, sem ég hygg að allir séu sammála um og komið hefur fram í máli iðnaðar- ráðherra, að við getum ekki tekið of stór skref í einu. Það eru að minnsta kosti þrír aðilar að sækj- ast eftir því að stækka eða reisa nýjar álverksmiðjur hér,“ segir Hjálmar Árnason, þingflokks- formaður Framsóknarflokksins. Hann segir að framkvæmdum verði að raða þannig að þær valdi ekki þenslu á hverjum tíma. „Við verðum að gæta þess að brotlenda ekki þegar álversframkvæmdum lýkur á Austurlandi. Þá gæti hent- að að setja í gang einhverja fram- kvæmd en sjá til þess að þensluá- hrifin verði ekki skaðvænleg.“ Norðlendingar hafa gagnrýnt iðnaðarráðherra og telja það svik verði aðeins talið rými fyrir stækkun álversins í Straumsvík. Flokksþing Framsóknarflokks- ins lagði í fyrra sérstaka áherslu á að næsta stóriðja yrði staðsett á Norðurlandi og var samþykkt ályktun þar að lútandi. „Nú hefur sú breyting orðið að menn horfa til uppruna orkunnar og vilja síður flytja rafmagnið um langan veg. Annað er að þetta kann að ráðast af orkuseljanda og orkukaupanda og Alcan bauð að því er virðist besta orkuverðið á dögunum í viðræðum við Lands- virkjun,“ segir Hjálmar Árnason. Fram hefur komið á fundum iðnaðarráðherra á Akureyri og Húsavík að allir þrír kostirnir, sem kannaðir hafa verið á Norð- urlandi fullnægja kröfum um álver með 250 þúsund tonna framleiðslugetu á ári. Hafnar- framkvæmdir yrðu þó 1,3 millj- örðum króna ódýrari í Eyjafirði en við Húsavík og í Skagafirði, en Húsvíkingar njóta nálægðar við stærstu orkulindirnar. Alcoa hefur frest til 1. mars til að gera upp við sig hvort félagið heldur áfram undirbúningi að hugsanlegri álverksmiðju á Norð- urlandi. „Þeirra er valið,“ segir Valgerður Sverrisdóttir sem sagt hefur að áætluð fólksfjölgun á Norðurlandi í tengslum við nýtt álver, sé 1100-1400 manns. Samanburðarskýrsla staðar- valsrannsókna var kynnt Húsvík- ingum í gærkvöldi og á Akureyri í fyrrakvöld. Iðnaðarráðherra kynnir niðurstöðurnar á fundi með Skagfirðingum í kvöld. - kk / jh Framsóknarmenn vilja álver nyrðra Flokksþing Framsóknarflokksins í fyrra lagði ríka áherslu á að næsta álver yrði reist á Norðurlandi. Þingflokksformaðurinn segir að ýmislegt hafi breyst síðan þá, en varar við að fara of geyst. Álfundur var á Húsavík í gærkvöld. Líkamsárás í Vestmannaeyjum Til stympinga kom milli tveggja í heimahúsi í Vestmannaeyjum í fyrrinótt. Lögreglan skarst í leikinn og sá þá að annar mann- anna var sár eftir hníf. Sögðu mennirnir að um slys hafi verið að ræða. Mennirnir þekkjast lítið. Ekki var búið að kæra líkamsárásina til lögreglu í gær. Árekstrar á Akureyri Tveir smá- árekstrar urðu á Akureyri í gærmorgun. Í öðru tilvikinu var um aftanákeyrslu að ræða en í hinu var bifreið ekið í veg fyrir aðra. Minniháttar eignarskemmdir urðu í árekstrunum. Engin slys urð á fólki. LÖGREGLUFRÉTTIR NOREGUR Eins manns er saknað eftir vatnavextina í Þrændalögum í Noregi að undanförnu. Talið er að bíll mannsins hafi hafnað úti í firði þegar Arnevikbrúin í Åfjord hrundi á þriðjudagskvöld. Leitar- skilyrði reyndust afar erfið vegna veðurs og gruggugs vatns, sam- kvæmt norska dagblaðinu Aften- posten. Talið er að ökumaðurinn hafi verið 20 ára gamall karlmað- ur, en óvíst er hvort hann var einn í bílnum. Hundruð manna þurftu að yfir- gefa heimili sín þegar flóð og aur- skriður eyðilögðu vegi og hrifu heilu húsin með sér. Mikil úrkoma og hlýindi valda flóðunum. - smk Vatnavextir í Noregi: Skemmdirnar eru gífurlegar DÓMSMÁL Mennirnir tveir sem frömdu vopnað rán í Lyf og heilsu, Austurveri í Reykjavík, í fyrra- sumar hafa verið dæmdir. Annar sætir fangelsi í tólf mánuði, en níu mánuðir eru skilorðsbundnir í þrjú ár. Hinn var dæmdur í tíu mánaða fangelsi óskilorðsbundið. Mennirnir fóru saman inn í lyfjaverslunina með hulin and- lit, annar vopnaður hnífi og hinn vopnaður skrúfjárni. Þeir ógnuðu starfsfólki og kröfðust ákveðinna lyfja. Annar mannanna framdi einig vopnað rán í Domino´s. Báðir voru þeir teknir af lögreglu með fíkni- efni. Það var metið öðrum mann- inum til refsilækkunar að hann hefur farið í meðferð og stundar nám. Þótti rétt að skilorðsbinda dóm hans að hluta. - gag Tveir dæmdir fyrir vopnað rán: Rændu apótek ÍRAK, AP Einræðisherrann fyrrver- andi, Saddam Hussein, og verj- endur hans mættu ekki í dómssal í Bagdad í gær í mótmælaskyni við nýjan yfirdómara sem settur var á sunnudag. Kúrdinn Raouf Abdel-Rahman skipaði nýja verj- endur og hélt réttarhöldunum ótrauður áfram þótt flesta hinna ákærðu vantaði í réttarsalinn. Saddam, sem var leiðtogi Íraks í 23 ár, og sjö aðrir eru ákærðir fyrir morð á yfir 140 sjía-múslim- um í kjölfar morðtilræðis á Sadd- am árið 1982. Verjendur halda því fram að Abdel-Rahman geti ekki verið hlutlaus, því Saddam er sagður hafa fyrirskipað dráp á ættmennum dómarans. - smk Saddam og verjendur: Neita að mæta í réttarsalinn YFIRDÓMARI Raouf Abdel-Rahman er nýr yfirdómari í máli Saddams Hussein. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SPURNING DAGSINS Valgerður, ertu græn af öfund? „Og rauð af reiði? Nei, alls ekki. Valgerður Bjarnadóttir hefur ákveðið að taka ekki annað sæti á lista Vinstri grænna á Akureyri. Hún hafnaði í öðru sæti í prófkjöri nyrðra og var ósátt við niðurstöðuna. ÁLVER FJARÐARÁLS Í REYÐARFIRÐI Norðlendingar leggja áherslu á að næsta álver rísi á Norðurlandi og minna framsóknarmenn á samþykkt síðasta flokksþings þar að lútandi. VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR IÐNAÐAR- RÁÐHERRA Álver gæti þýtt fólksfjölgun um 1100-1400 manns á Norðurlandi. Ekkja látin Coretta Scott King, ekkja Martin Luther King, lést á heimili sínu í Atlanta í Bandaríkjunum á þriðju- dagsmorgun, 78 ára að aldri. Líkt og eiginmaður hennar, sem var myrtur árið 1968, barðist Coretta ötullega fyrir mannréttindum og jafnrétti. BANDARÍKIN ÍRAN, AP Verði kjarnorkumálum þeirra vísað til Öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna, neyðast Íranar til að hefja auðgun á úrani í stór- um stíl og banna óvæntar eftirlits- heimsóknir SÞ í verksmiðjurnar, að sögn Ali Larijani, aðalkjarn- orkufulltrúa Írans. Málið virðist vera orðið að valda- baráttu milli Írans og George W. Bush Bandaríkjaforseta. Í stefnu- ræðu sinni á þriðjudag sagði Bush að þjóðir heims mættu ekki leyfa Íran að eignast kjarnorkuvopn, og að Bandaríkin myndu vinna að því að svo yrði ekki. Í gær sagði forseti Írans, Mah- moud Ahmadinejad, þúsundum landa sinna að Bandaríkin væru „innantómt risaveldi“ og að Íranar hefðu fullan rétt á kjarnorkufram- leiðslu. „Þjóð okkar mun ekki láta undan þvingunum yfirgangssamra landa sem ímynda sér að þau séu allur heimurinn,“ sagði Ahmadin- ejad. „Kjarnorka er réttur okkar,“ svaraði múgurinn. Íranar segjast eingöngu ætla sér að nota kjarnorkuna í frið- samlegum tilgangi, en talsmenn Bandaríkjanna telja þá ætla sér að búa til vopn. Stjórn Alþjóðakjarn- orkueftirlitsstofnunarinnar fund- ar í dag og mun ákvarða hvort vísa beri málinu til Öryggisráðsins. - smk Íranar neita að láta stórveldin stjórna sér og hóta fullri kjarnorkuvinnslu: Segjast eiga rétt á kjarnorku ÍRANSFORSETI Í KJARNORKUVERI Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, í miðju, skoðar Bushehr kjarnorkuverið í Íran í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SKATTBYRÐI Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslyndra, krafðist skýrra svara um skattbyrði og sakaði fjármálaráðherra á Alþingi í gær um talnablekkingar í svör- um sínum við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, Samfylkingunni, síðastliðinn mánudag. Sigurjón spurði hvort ráðherr- ann hefði gengið út frá því að 120 þúsund króna laun væru í raun sambærileg 120 þúsund krónum meira en áratug síðar og meta mætti breytingar á skattbyrði á þeim grunni. „Fjármálaráðuneytið ber saman 120 þúsund króna tekjur á mánuði árið 1994 við sömu krónu- tölutekjur árið 2006 og 2007. Það ber ekki saman tekjur á föstu verðlagi eins og rétt er að gera. Með þessari aðferð er staðreynd- um hagrætt,“ segir Einar Árna- son, hagfræðingur Landssam- bands eldri borgara. Hann segir að almennt sé greiddur skattur af stærri hluta tekna en áður, þar sem skattleysismörkin hafi setið eftir að raungildi. „Á mæltu máli er það hækkun skatta, ef hærra hlutfall af sömu rauntekjum fer í tekjuskatta. Þetta hafa fræðimenn við Háskóla Íslands, staðfest nú und- anfarið. Síðast staðfesti ríkis- skattstjóri að skattbyrðin hefði aukist vegna hærri tekna en einn- ig vegna þess að skattleysismörk- in hefðu lækkað að raungildi.“ - jh Fjármálaráðherra ber á borð hálfsannleika um skattbyrði segja aldraðir: Skattbyrðin er samt þyngri ELDRI BORGARAR Talsmenn þeirra segja fjármálaráðherra hagræða staðreyndum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.