Fréttablaðið - 02.02.2006, Page 8
8 2. febrúar 2006 FIMMTUDAGUR
Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00-18.00 og laugardaga kl. 12.00-16.00
Micra
Verð 1.390.000.-
Með nagladekkjum, sjálfskiptur, 6 diska
geislaspilari, lyklalaus, sjálfvirkar rúðuþurrkur.
MICRA
NISSAN
RISASTÓR!
SKIPT_um væntingar
... með fría sjálfskiptingu
100.000kr. verðlækkun
í febrúar og öryggisins vegna fylgja
vetrardekk á felgum með!
Álfelgur á mynd eru aukahlutur
VEISTU SVARIÐ
1 Hvað heitir næstæðsti maður hryðju-verkasamtakanna al-Kaída?
2 Hver hefur verið ráðinn ritstjóri á Fréttablaðinu við hlið Kára
Jónassonar?
3 Hvaða argentínski landsliðsmaður í fótbolta er genginn til liðs við
Portsmouth?
SVÖRIN ERU AÐ SÍÐU 50
VINNUMARKAÐUR Sjö erlendar og
íslenskar starfsmannaleigur höfðu
skráð sig á vef Vinnumálastofnun-
ar síðdegis í gær, þar á meðal var
portúgalska starfsmannaleigan
Epalmo Europe sem talin hefur
verið stærsta starfsmannaleigan
með starfsemi hér á landi.
Hinar starfsmannaleigurnar
eru ÞH verk, Islit, People Select
Aviation, GM Staffing fyrir utan
Holtan Industrier og 2b, sem
greint var frá í gær. People Select
Aviation er bresk starfsmanna-
leiga í fluggeiranum, GM Staff-
ing er dönsk starfsmannaleiga
og Islit er nýstofnað fyrirtæki í
eigu Litháa. Hann hyggst flytja
inn byggingarefni og standa að
starfsmannaleigu hér á landi.
Paulo Santos hefur yfirumsjón
með starfsemi Epalmo Europe
hér á landi. Hann segir að starfs-
mannaleigan opni skrifstofu á
Íslandi í byrjun þessa mánaðar og
þá komi hann sjálfur til landsins.
Epalmo Europe hafi 15 ára starf-
semi á bak við sig og hafi nú þús-
undir starfsmanna um allan heim
og starfsemi meðal annars í um
20 löndum í Evrópu. Starfsmanna-
leigan hafi um 60 starfsmenn hér
á landi í augnablikinu. Fjöldinn
fari eftir eftirspurn hverju sinni.
Epalmo fylgi lögum og reglum
og reyni að gera viðskiptavinina
ánægða.
„Við erum ekki guð en við erum
heldur ekki djöfullinn. Það er rétt
að sum fyrirtæki borga ekki rétt
en í okkar tilfellum munum við
fara yfir þetta og ræða það. Ef
fólk fær ekki rétt greitt þá þurf-
um við að leiðrétta það en starfs-
menn okkar fá fullt af peningum.
Við vinnum með stjórnvöldum og
erum að þróa fyrirtækið og koma
samskiptum við verkalýðsfélög
og stjórnvöld í lag. Þetta er ekki
nútímaþrælahald,“ segir hann og
kveðst hafa fullan skilning á því
að efasemdir hafi skapast. „Það er
okkar að sýna fram á að fólk hafi
rangt fyrir sér.“
Ole Kristian Bakke er umsjón-
armaður Íslandsstarfseminnar
hjá norsku starfsmannaleigunni
Holtan Industrier sem er með
fimm sænska smiði hér á landi
í augnablikinu. Hann segir að
Holtan Industrier sé 25 ára gömul
starfsmannaleiga sem muni ein-
göngu leigja norræna iðnaðar-
menn hingað til lands. Það séu
gæðin, ekki magnið, sem gildi.
Starfsmannaleigan fari að einu
og öllu eftir íslenskum lögum og
reglum. ghs@frettabladid.is
AÐ STÖRFUM Á NORÐURHJARA Starfsmannaleigur eru farnar að skrá sig á vef Vinnu-
málastofnunar. Sumar þeirra eru nýstofnaðar en aðrar hafa margra ára starfsemi að baki.
Myndin tengist fréttinni ekki. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Ekki nútíma-
þrælahald
Sjö erlendar og íslenskar starfsmannaleigur höfðu
skráð sig á vef Vinnumálastofnunar síðdegis í gær.
NEPAL, AP Miklar óeirðir brutust
út í Nepal í gær þegar ár var
liðið frá valdatöku Gyanendra
konungs. Í opinberri ræðu lofaði
konungurinn þjóðarkosningum
fyrir apríl á næsta ári og sagði
hermenn sína hafa náð miklum
árangri í baráttunni við óeirðar-
seggi kommúnisma, jafnvel þótt
aðfaranótt miðvikudags hafi upp-
reisnarmenn ráðist á og myrt 20
lögreglu- og hermenn í Vestur-
Nepal. Jafnframt var tuga lög-
reglumanna saknað eftir árásina,
að sögn ónefnds talsmanns hers-
ins.
Talsmenn stjórnmálaflokk-
anna sögðu orð konungs vera hjóm
eitt og héldu sjö stærstu flokkarn-
ir fjölmenna mótmælafundi gegn
alræði konungs í Katmandú og
fleiri borgum í gær. Konungurinn
tók völdin af ríkisstjórn lands-
ins í febrúar 2005 til að reyna að
knésetja kommúnista í landinu.
Valdatakan var harðlega gagn-
rýnd bæði innanlands sem utan.
Evrópusambandið hvatti konung-
inn í gær til að láta af einræðis-
stefnu sinni, leita friðsamlegra
leiða til að leysa úr vanda þjóð-
arinnar og gefa þegnum sínum
borgaraleg réttindi. - smk
Óeirðir í Nepal ári eftir valdatöku konungs:
Konungi mótmælt
LÝÐRÆÐISSINNI HANDTEKINN Óeirðalög-
regla handtekur konu á mótmælafundi.
LUNDÚNIR, AP Mannbjörg varð
þegar tankskipið Ece sökk um 50
kílómetrum norðvestur af eyjunni
Guernsey í Ermarsundi í gær-
morgun eftir árekstur við gáma-
flutningaskip, að sögn bresku
strandgæslunnar. Tuttugu og
tveimur sjómönnum var bjargað.
Í flutningarými Ece eru um
10.000 rúmlestir af fosfórsýru. Leki
sýran er ekki gert ráð fyrir að hún
valdi langtímaskaða í lífríki sjávar,
en talsmaður Grænfriðunga sagði
að reyna bæri eftir fremsta magni
að koma í veg fyrir leka. Bresku og
frönsku strandgæslurnar reyna nú
að bjarga því sem bjargað verður
úr flakinu. - smk
Mannbjörg varð þegar tankskip sökk í Ermarsundi:
Fosfórsýra gæti lekið
TANKSKIP SEKKUR Tankskip sökk í Ermar-
sundi í gærmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FUGLAFLENSA Landbúnaðarstofn-
un efnir til kynningarfunda um
fuglaflensu víðs vegar um landið
á næstu vikum. Á fundunum verð-
ur fjallað um sjúkdóminn, mat á
áhættu að hann berist til landsins,
vöktun farfugla og alifugla og um
varnir sem gripið verður til grein-
ist hann hér á landi.
Til stendur að halda fundi á sex
stöðum á landinu.
Fundirnir eru fyrst og fremst
ætlaðir dýralæknum, eigendum
alifugla, alifuglabændum, svína-
bændum og starfsfólki sem vinnur
við alifugla- og svínarækt, að sögn
Landbúnaðarstofnunar. Markmið-
ið er að ná til flestra þessara hags-
munaaðila og kynna fyrir þeim
viðbúnað, viðbrögð og aðgerðir
sem skipulagðar hafa verið í þessu
samhengi. Fundirnir eru þó öllum
opnir á meðan húsrúm leyfir.
- jss
Landbúnaðarstofnun:
Kynna viðbrögð
við fuglaflensu
PÓLLAND, AP Leitarhundar fundu
á þriðjudag þrjú lík til viðbótar
í rústum sýningarhallarinnar
í útjaðri suður-pólsku borgar-
innar Katowice sem hrundi um
helgina, og kom í ljós í gær að eitt
þeirra var af Ungverja. Hann er
níundi erlendi ríkisborgarinn
sem fundist hefur látinn. Stað-
festur heildarfjöldi látinna var í
gær leiðréttur í 63.
Um 500 manns, gestir á fjöl-
þjóðlegu móti bréfdúfuræktenda,
voru staddir í höllinni á laugar-
daginn þegar þakið brast, að
því er virðist undan snjóþunga.
Rannsókn stendur enn yfir á
orsökunum, en húsið var stál-
grindarhús reist fyrir sex árum.
Einn hönnuða hússins reyndi að
svipta sig lífi tveimur dögum
eftir að ósköpin dundu yfir, að því
er talsmaður saksóknaraembætt-
is svæðisins sagði í gær. Maður-
inn hefði „örugglega upplýsingar
sem munu hjálpa til við að upp-
lýsa orsökina,“ sagði hann.
Víða um Pólland var unnið að
því að moka snjó af flatþökum
stórhýsa, svo sem stórmörkuðum
og íþróttahöllum. ■
ERFIÐAR AÐSTÆÐUR Björgunarsveitarmenn
fundu þrjú lík til viðbótar í rústum sýning-
arhallarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Sýningarhöllin í Suður-Póllandi sem hrundi um helgina:
Meira en 60 hafa fundist látnir
KJARAMÁL Dómarafélag Íslands
stendur við yfirlýsingu þá er það
sendi frá sér í síðustu viku og mun
halda að sér höndum þrátt fyrir að
minnsta kosti einn dómari hafi þegar
ákveðið að hefja málsókn.
Ákvörðun Alþingis að fella úr
gildi úrskurð kjaradóms um launa-
hækkanir til æðstu manna ríkisins,
að dómurum meðtöldum, hefur farið
illa í margra. Staðfest er að Guðjón
St. Marteinsson héraðsdómari ætli
í mál en að sögn Arngríms Ísberg,
varaformanns félagsins, er ekki vitað
um fleiri sem hafa tekið þá ákvörðun.
Það breyti engu að félagsmenn ætla
að fara þess á leit að ræða við stjórn-
völd um lausn á málinu. - aöe
Dómarafélag Íslands:
Bíða viðræðna
við stjórnvöld