Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.02.2006, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 02.02.2006, Qupperneq 20
 2. febrúar 2006 FIMMTUDAGUR20 hagur heimilanna MATUR & NÆRING SIGURGEIR HÖSKULDSSON MATVÆLAFRÆÐINGUR Skemmdur matur eða hollustuvara // Farið verður yfir heildarveiðina síðasta sumar og spáð í spilin fyrir næsta sumar - Þórólfur Antonsson hjá Veiðimálastofnun. // Daníel Edelstein kynnir það nýjasta í veiðigleraugum. // Nýjir og spennandi veiðimöguleikar Veiðikortsins verða kynntir. // Veiðistaðalýsing á Laxá í Aðaldal - Nessvæði og urriðasvæði neðan stíflu. // Stórkostleg, áður óbirt, 50 ára gömul kvikmynd af laxveiðum verður frumsýnd. Meðal annars sést Jóhannes á Borg veiða yfir 20 punda laxa. // Myndagetraun og Happahylurinn á sínum stað. Föstudaginn 3. febrúar OPIÐ HÚS HJÁ SVFR Skemmtinefndin Veitingar á vægu verði og heitt á könnunni. Húsið opnar klukkan 20.00 Sala og neysla á þorramat nær hámarki á þessum tíma ársins og er ekki að merkja neina minnkun í neyslu síðustu ár. Engu að síður er hópur fólks sem er alls ekki vel við þennan mat og telja þessa varðveisluaðferð gamaldags og óþarfa með öllu. En er það svo? Vissulega er það gömul hefð að súrsa mat. Forfeður okkar brúkuðu þessa aðferð þar sem ekki var mikið um aðrar aðferðir til varðveislu mat- væla. Það var ekki fyrr en undir lok 19. aldar sem salt var flutt til lands- ins sem einhverju nemur. Upp frá því fóru menn einnig að frysta matvæli og sjóða niður. Þrátt fyrir nýjar varðveislu- aðferðir höldum við í þann forna sið að súrsa þannig að segja má að súrsun sé frekar orðin verkunaraðferð heldur en varðveisluaðferð. Við verkum súrmat til að ná fram ákveðnum eiginleikum vörunnar sem okkur líkar. Ólíkt mörgum vinnsluaðferðum, þá eykst næringarlegt gildi súrmatarins við verkun. Verkunin byggist á því að soðin m a t v æ l i eru sett í skyrmysu í nokkra mánuði en við það lækkar sýrustigið sem hindrar fjölgun sjúkdómsvald- andi örvera. Mysan inni- heldur steinefni og vítamín, svo sem kalk og B vítamín sem síast inn í vöruna. Auk þess brýtur mjólkursýran niður kjöt, fitu og bein sem gerir vöruna auðmeltan- legri og næringarríkari. Engu að síður eru sum súrsuð matvæli frekar feit í eðli sínu eins og bringukollar og lundabagg- ar. Erfitt gæti því reynst að kalla þær vörur hollar þó svo þær séu nær ingar r íka r. Blóðmör og lifrarpylsa eru orðnar mun fituminni vörur en áður og því hiklaust hægt að halda því fram að þar sé um að ræða virki- lega hollan og góðan mat. Súrmatur er hluti af íslenskri menningu sem mikilvægt er að halda við. Það gildir jafnt um þennan mat og annan að allt er gott í hófi. www.mni.is ■ „Þegar ég er að bjóða fólki heim í mat og drykk, án þess að verða gjald- þrota, verð ég að beita góðri brellu sem móðir mín beitti hér áður,“ segir stjórnmálafræðingurinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson. „Þannig var í gamla daga þegar ég var lítill strákur og vildi ekki borða matinn minn hjá móður minni þá fór ég til nágrannakonunnar og fékk að borða þar. Nema hvað að móðir mín sá við þessu og laumaðist yfir til nágrannakonunnar með matinn að heiman. Nágrannakonan skellti honum á fallegan disk og þá borðaði ég matinn með bestu lyst þó ég hefði sveiað við honum hjá móður minni. Ég nota þetta trikk og kaupi ódýrt en gott vín í þriggja lítra kút fyrir veisluna en set það svo á kristalskaröflu og allir verða ánægðir.“ GÓÐ HÚSRÁÐ BRELLAN HENNAR MÖMMU > Kílóverð af lifrarkæfu í febrúar. Miðað við verðlag á öllu landinu. Heimild: Hagstofa Íslands Útgjöldin Strætó tekur í notkun tvo nýja almenningsvagna sem eru knúnir metangasi. Notkun metangass er mjög þýðingarmikið fyrir um- hverfið. Metan er öruggari orkugjafi en bensín og hefur verið notað lengi við framleiðslu rafmagns og í iðnaði. Strætó bs. kynnti á þriðjudag tvo nýja almenningsvagna sem ganga fyrir metani. Þar með hefur fyr- irtækið stigið enn eitt skrefið í þá átt að draga úr útblástursmengun á höfuðborgarsvæðinu. Áður hafði Strætó bs. verið frumkvöðull í notkun vetnisknúinna bifreiða hér á landi. Metanknúnar bifreiðar eru í senn afar umhverfisvænar og hag- kvæmar í rekstri. Þannig er kol- tvísýringsútblástur 113 bifreiða, sem nota metan, jafn mikill og frá einni bifreið sem gengur fyrir hefðbundnu eldsneyti. Þegar það er haft í huga að 158.500 bifreið- ar eru nú þegar á götum höfuð- borgarsvæðisins þá má ljóst vera að notkun slíkra bifreiða skiptir miklu máli frá umhverfislegu sjón- armiði. Önnur hlið þessa máls sem hreyfa ætti við fólki er að metanið er alla jafna um 30 prósent ódýr- ara en bensín. Nú eru á fimmta tug bifreiða sem búnar eru fjölorku- hreyfli í notkun og ganga því bæði fyrir metani og bensíni. Sorpa fer þar fremst í flokki með 14 bif- reiðar, sem er viðeigandi þar sem metanið er unnið úr sorpi á urð- unarstað höfuðborgarsvæðisins í Álfsnesi. Margir eru hræddir við tækni sem þeir þekkja ekki af eigin raun. Vegna þessa halda margir að notkun hefðbundins eldsneytis sé öruggari en metans eða vetnis. Staðreyndin er hins vegar sú að metan er hættuminni orkugjafi en bensín og engin þekkt dæmi eru um slys af völdum þess. Metan er heldur ekki nýr orkugjafi, þessi lofttegund, sem myndast við nið- urbrot á lífrænum úrgangi, hefur verið notuð lengi til framleiðslu rafmagns og í iðnaði. Kynning Strætó bs. á nýju almenningsvögnunum tveimur fór fram á urðunarstað höfuðborgar- svæðisins á Álfsnesi. Í tilefni dags- ins fluttu stutt ávörp þau Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, Ásgeir Eiríksson, framkvæmda- stjóri Strætó bs., Björn H. Hall- dórsson, framkvæmdastjóri Metan hf. og Peter Boisen, framkvæmda- stjóri ENGVA (European Natural Gas Vehicle Association). Sam- hliða kynningu Strætó bs. kynnti Metan hf., dótturfyrirtæki Sorpu, nýja og mun afkastameiri hreins- unarstöð fyrir metangas. Þar er nú þegar geta til þess að framleiða metan á um 4000 smærri bifreiðar á ári. svavar@frettabladid.is Sorpi breytt í eldsneyti EFNILEGUR BÍLADÆLARI Borgarstjóra er greinilega margt til lista lagt. Hér ber hún sig fagmannlega að við metandæluna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Trico ehf. hefur nýverið hafið útflutning á öryggissokkum sem þróaðir hafa verið hjá Trico. Gerðir hafa verið samningar við Alcan álver í Bretlandi og slökkvilið Kaupmannahafnar. Þá hefur borist fyrirspurn um sokkana frá álveri í Suður-Kóreu. Sokkarnir eru sagðir hafa kosti sem lýsa sér í einstakri eldvörn og mjög lágri hitaleiðni. Þá hrindir efni sokkanna frá sér vökva og heldur hitastigi húðarinnar í jafnvægi. Í öryggisprófun hjá viðurkenndri rannsóknar- stofnun í Frakklandi stóðust sokkarnir hæsta stig staðalsins EN 533. Helstu viðskiptavinir Trico hérlendis eru Alcan á Íslandi, Norðurál og Íslenska járnblendifélagið. ■ Verslun og þjónusta Trico flytur út öryggissokka Fyrsta skóflustungan að nýju verslunarhúsnæði við Dal- braut 1 á Akranesi var tekin miðvikudaginn 25. janúar en skóflustunguna tók Guðmundur Páll Jónsson, bæjarstjóri Akraness. Það er Smáragarður ehf., fasteignafélag Norvíkur hf., sem sér um bygginguna. Stefnt er að því að opna verslunar- húsnæðið nú í haust og mun Kaupás reka þar matvöru- verslun. Þá er einnig ráðgert að önnur verslunar- og þjónustufyrirtæki opni í húsnæðinu í haust. ■ Verslun og þjónusta Ný verslun rís á Akranesi Það varðar sektum að hindra eða trufla neyðarakstur lögreglu, slökkviliðs og sjúkra- bifreiða, eða björgunarstarf að öðru leyti. Sektirnar eru misháar, eftir því í hverju truflunin er fólgin. Samkvæmt reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum, er hæsta sektin ef ekki er vikið í tæka tíð fyrir ökutæki sem gefur hljóð- eða ljósmerki. Verði ökumaður ekki við þeim tilmælum að víkja er hægt að sekta hann um 10.000 krónur. Ef hvít veifa er notuð án heimildar, skal ökumaður sektaður um 5.000 krónur. Einnig er hægt að sekta um 5.000 krónur ef óviðkomandi hamlar björgunarstarfi með því að vera of nærri slys- eða brunastað, eða ef vegfarandi rýfur för líkfylgdar, hóps barna undir leiðsögn stjórnanda eða annarrar hópgöngu. ■ Hvað kostar... að hindra eða trufla neyðarakstur 10.000 að víkja ekki fyrir neyðarakstri „Ég held að verstu kaupin sem ég hef gert sé í líkamsræktarkortum,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson alþing- ismaður og rifjar þar með upp áralanga baráttu sína í því að gera átak í líkamsrækt að raunveruleika – en kannski ekki tekist sem skyldi. „Nýting á þessum kortum hefur verið afskaplega bágborin hjá mér. Ég hef verið að kaupa líkamsræktarkort annað hvert ár í tíu ár, þriggja mánaða kort og að meðaltali notað þau kannski þrisvar. Síðasta kortið keypti ég núna fyrir jólin og er búinn að fara í ræktina þrisvar á tveimur mánuðum. Ég held að þetta séu mjög slæm kaup.“ Spurður hvort hann hafi ekki brennt sig á þessum kaupum og hyggist snúa sér að öðrum möguleikum í líkamsrækt, segir Ágúst Ólafur svo ekki vera. „Ég er bjartsýnismaður að eðlisfari og tel að nú muni breyting verða á og ég muni fara að nýta kortin betur. En það gerist sjálfsagt ekki og ég mun örugglega endurtaka þessi verstu kaup aftur, í stað þess að fara í gönguferðir eða gera eitthvað ódýrara. Þriggja mánaða kortin geta nefnilega verið rándýr og hvert skipti getur kostað einhverja þúsundkalla.“ Um bestu kaup ævinnar segir Ágúst Ólafur að þau séu vafalaust þær íbúðir sem hann hefur keypt í gegnum árin til að búa í. „Þau kaup hafa alltaf komið vel út fyrir mig, þrátt fyrir miklar verðhækkan- ir. En ég hef áhyggjur af öðru fólki sem skuldsetur sig of mikið. Það getur verið hættulegt ef húsnæðisverð fer að lækka. Menn þurfa að passa sig, en þetta hefur blessunarlega gengið upp hjá mér.“ NEYTANDINN: ÁGUST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON ALÞINGISMAÐUR: Kort í ræktina verstu kaupin 1997 2001 2003 76 7 80 4 86 9 67 7 1999 2005 1. 00 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.