Fréttablaðið - 02.02.2006, Page 58

Fréttablaðið - 02.02.2006, Page 58
38 2. febrúar 2006 FIMMTUDAGUR maturogvin@frettabladid.is Elva Dögg Melsteð, blaðamað- ur og lottómær, segist ekki vera neinn sérstakur frumkvöðull þegar kemur að eldamennsku þótt henni finnist eldhúsið vera hjarta heimilisins. Hún eldar þó mat á hverjum degi enda gengur heim- ilislífið betur ef hún gerir það. Þar er líka nauðsynlegt fyrir börn á leikskólaaldri að fá alvöru heim- ilismat. Það er skýr verkaskpting á heimilinu: Elva Dögg eldar hversdagsmatinn en eiginmaður hennar, Magnús Þór Gylfason, sér um veislumatinn. „Gourmet matur er hluti af hans áhugasviði og hann getur eytt ógurlegum tíma í að dunda sér við að útbúa veislumat,“ segir hún og er mjög ánægð með þessa verkaskiptingu. Elva Dögg segist ofast elda það sem krökkunum hennar finnist skemmtilegast að borða. „Hakk og spagettí er alltaf jafn vinsælt en krakkarnir eru líka hrifnir af pastaréttum. Svo reyni ég að hafa fisk reglulega.“ Hún segir kjúklinginn líka allt- af jafn vinsælan og hún ætlar að gefa uppskrift af mangókjúklingi sem er ættaður frá tengdamóður hennar sem er ein af fyrirmynd- unum hennar þegar matreiðsla er annarsvegar. „Þessi kjúklingaréttur er mikið eldaður um helgar og mér finnst best að hafa brún hrísgrjón með honum og jafnvel nanbrauð. Svo er gott að hafa spínatsalat með.“ Þegar hún er spurð um hvað hún þurfi að eiga í ísskápnum segir hún það nánast alltaf vera það sama. „Ég hlæ oft að því þegar ég er í matvörubúðinni. Það er alltaf sami maturinn í körfunni eins og kjúklingabringur, hakk, græn- meti og tómatar í dós.“ martamaria@frettabladid.is > Chili-olía ...frá L‘occitane gefur heima- tilbúnum salötum nýja vídd. Börnin stýra eldamennskunni MANGÓKJÚKLINGUR ELVU DAGGAR Er sérlega góður og Matthildur María og Gylfi Þór borða hann með bestu lyst. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MANGÓKJÚKLINGUR FYRIR FJÓRA 4 kjúklingabringur eða kjúklingalundir 1 peli af rjómi (eða matreiðslurjóma fyrir þá sem eru í heilsuátaki) 1 krukka Mangóchutney, helst frá Charwood Milt karrí eftir smekk Slatti af pressuðum hvítlauk Byrjið á því að skera kjúklinga- bringurnar í bita og steikið á pönnu ásamt hvítlauk. Þegar það er orðið vel brúnað er rjóminn settur út í ásamt mangóchutneyi. Þar næst er karríinu bætt út í og látið malla á pönnunni í dágóða stund. Gætið þess vel að það brenni ekki. SPÍNATSALAT Spínat Parmesanostur í sneiðum Niðursneiddar perur Pistaðar furuhnetur. Ítalska vínið Pasqua Cabernet-Merlot í þriggja lítra kössum hefur verið söluhæsta ítalska vínið á Íslandi undanfarin ár og í hópi þeirra vína sem seljast mest. Þessar miklu vinsældir hér á norðurslóðum gleðja mjög Pasqua-fjölskyld- una sem fagnaði nýlega 80 ára afmæli víngerðarinnar. Pasqua Cabernet-Merlot er frá svæð- inu í kringum Feneyjar á Ítalíu frá fyrirtækinu Pasqua Vigneti & Cantine sem ætíð hefur verið fjölskyldufyrirtæki og eru höf- uðstöðvarnar í Veróna. Vínið er blanda af Caber- net-Sauvignon (60%) og Mer- lot (40%) og er látið gerjast á stáltönkum. Um 10% blanda af Cabernet-Sauvignon er sett til hliðar og geymd á eikartunn- um í 6-7 mánuði áður en vínið er fullgert. Það er létt, með krydduðu berjabragði. Verð í Vínbúðum 3.290 kr. PASQUA: Vinsælasta ítalska vínið Chateau Cantenac-Brown er eitt þekktasta vín Frakklands og hefur notið hylli vínáhugamanna og safnara hérlendis. Ekki spillir fyrir að dýrari vín eru fremur hagstæð í innkaupum hér á landi vegna hinna flötu áfengisskatta. Ekki síst er vert að benda ferðafólki sem á leið um Fríhöfnina í Keflavík á dýrari vínin, þau eru að jafnaði um 30% ódýrari þar en í Vínbúðum. Chateau Cantenac-Brown er eitt allra vinsælasta vínið í þessum flokki í Fríhöfninni en þar kostar það 2.640 kr. Cantenac-Brown höllin er byggð í breskum Tudor-stíl og sker sig því nokkuð úr í Margaux. Framkvæmdir voru hafnar á síðustu öld af John- Lewis Brown en hann var sonur bresks vínkaup- manns. Það var hins vegar franskur vínkaup- maður, Armand Lalande, sem lauk við byggingu hallarinnar og hélt jafnframt áfram þeirri vönd- uðu víngerð er Brown-fjölskyldan hóf. Voru vín Cantenac-Brown höfð með í hinni frægu flokkun ársins 1855. Þetta er vín í klassískum Margaux- stíl úr þrúgunum cabernet sauvignon, merlot og cabernet franc. Verð í Vínbúðum 3.690 kr. CANTENAC-BROWN: Ofurvín á góðu verði á Íslandi Hvaða matar gætir þú síst verið án? Ég gæti ekki verið án grænmetis því ég er grænmetisæta. Fyrsta minningin um mat? Ég man eftir að hafa fengið hafragraut með lýsi á leikskóla. Þá var lýsið sett út í skeiðina. Þetta var svo sjokkerandi að ég man ennþá eftir því. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Það var þegar ég borðaði dýrindis sushi á Hawai. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Ég er alæta, finnst allt gott. En einn daginn slokknaði á kjötgeninu í mér, get ekki borðað kjöt né fisk lengur. Leyndarmál úr eldhússkápnum? Í staðinn fyrir að setja kjötkraft í sósur og súpur nota ég sojasósu sem er betra fyrir þá sem borða ekki kjöt. Það er eins og það komi dýpri kraftur úr sojasósu. Hvað borðar þú til þess að láta þér líða betur? Skyr. Ég væri alveg til í að borða súkkulaði en ég reyni að halda mig frá því. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Skyr, mjólk og egg. Svo er ég ægilegur sukkari og nota rjóma út í kaffið, á því alltaf til rjóma. Auk þess eru alltaf til einhverjar grænmetis- tutlur hjá mér. Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvaða rétt myndir þú taka með þér? Ég myndi taka með mér heilan poka af hnetum. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Krókódíll í Ástralíu. Hann var mjög seigur og skrítinn á bragðið. Ég hef líka borðað Andouille í Frakklandi sem er eins og pylsur nema fyllingin í þeim eru garnir, óhakkaðar. Þetta er þjóðarréttur í Frakklandi og er hann borinn fram sem gourmet-matur en mér fannst þetta algjör hörmung. MATGÆÐINGURINN: INGVELDUR ÝR JÓNSDÓTTIR Hafragrautur með lýsi á leikskólanum ��������� �������������� ������������ ��������� �������������� ������������ ��������� �������������� ������������ ��������� �������������� ����������� ��������� �������������� ������������ ������������������������������������� ����� ����� ������������ NFS ER Á VISIR.IS Bein útsending á VefTV og upptökur þegar þér hentar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.