Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.02.2006, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 02.02.2006, Qupperneq 60
 2. febrúar 2006 FIMMTUDAGUR40 Framleiðendur kvikmyndarinnar Köld slóð leita nú logandi ljósi að fimm ára gamalli stúlku. Myndin fer í tökur 20. febrúar og eru á meðal leikenda Þröstur Leó Gunn- arsson, Elva Ósk Ólafsdóttir og Anita Briem í aðalhlutverkum. Telpunni er einmitt ætlað að leika Elvu Ósk á bernskuárunum og þarf því að hafa svipað andlitsfall. Hún á að vera grannleit, ófeimin, ljós- hærð eða skolhærð, með millisítt hár. Er það ágætis lýsing á þeirri heppnu sem hreppir hlutverkið. Köld slóð er spennumynd sem gerist við virkjun á hálendi Íslands. Blaðamaðurinn Baldur rannsakar dularfullt dauðsfall öryggisvarð- ar við virkjunina. Í fyrstu er hinn harðsnúni blaðamaður hálf áhuga- laus um málið en það breytist skjótt þegar móðir hans tilkynnir honum að hinn látni sé blóðfaðir hans, sem Baldur kynntist aldrei. Í trássi við ritstjóra sinn fer Bald- ur að virkjunni, staðráðinn í að fræðast meira um örlög föður síns og kemst þar í kynni við alls kyns óþjóðalýð. Það er Björn Br. Björnsson sem leikstýrir myndinni og auk áðurtaldra leikara koma meðal annars við sögu Helgi Björnsson og Hjalti Rögnvaldsson. Áætlað er að frumsýna Kalda slóð í lok árs- ins. - fgg Leitað að ungri Elvu Ósk ELVA ÓSK Leitað er að fimm ára stelpu til að leika Elvu á bernskuárunum. FRÉTTABLAÐIÐ / VALGARÐ Það er gott að þekkja gott fólk – einkum þegar nær dregur kosn- ingunum. Fréttablaðið skautaði yfir sviðið og kannaði hverjir eru hvar þegar kemur að prófkjöri. FRÍTT FÖRUNEYTI FRAMBJÓÐENDA ÞORHILDUR ÞORLEIFSDÓTTIR LEIKSTJÓRI Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri mun hafa safnað öfl- ugu teymi á bak við sig og Bergþór Bjarnason er kosningastjóri hennar. Fyrst skal telja upp þingmenn Samfylkingar og eru það þau Guðrún Ögmundsdóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Katrín Júlíusdóttir og Helgi Hjörvar. Þá er Steinunn Valdís sögð hafa sterka stöðu í úthverfum borgarinnar, til dæmis í Grafarvogi. Einnig nýtur hún stuðnings Þórhildar Þor- leifsdóttur, Ragnheiðar Vigfúsdóttur og Kristínar Jónsdótt- ur, móðursystur Dags B. Eggertssonar, en þær voru allar saman í Kvennalistanum á sínum tíma. Ekki fylgir sögunni hvort önnur flokksystir hennar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, styður hana en það gerir fyrrum aðstoðarkona hennar, Anna Kristín Ólafsdóttir. Sigurð Gylfa Magnússon og Gísla Gunnarsson sagnfræðinga þekkir Stein- unn sjálfsagt frá því í Árnagarði þar sem hún sat á skólabekk, en báðir hafa þeir ritað bréf henni til stuðnings. Þá hafa Hilmar Odds- son leikstjóri og Ragnheiður Skúladóttir, deildarforseti leiklistardeild- ar LHÍ, einnig hvatt Stein- unni til dáða. Stefán Jón Hafstein, oddviti Samfylkingar- innar í borgarstjórn, er formaður menning- ar- og ferðamálaráðs borgarinnar. Það þarf því ekki að koma á óvart að hann leitaði í listaheiminn eftir liðsinni og fékk Soffíu Karlsdóttur, kynningarfulltrúa Listasafns Reykjavíkur, til að stýra kosningabarátt- unni fyrir sína hönd. Stefán Jón blés í lúðra á laugardaginn og hóf kosningabarátt- una með léttum fundi. Sjónvarpsstjarnan Sirrí sá um fundarstjórn og þarna mátti meðal annars sjá Ara Skúlason og Gylfa Arnbjörnsson framkvæmdastjóra. Stefán nýtur einnig stuðnings meðal skálda því á fundinum voru þeir Kristján Hreinsson og Einar Kárason. Einar Már Guðmunds- son og Halldór Guðmundsson hafa einn- ig lýst yfir stuðningi við Stefán Jón. Það hafa María Ellingsen leikkona, Margrét Pálmadóttir kórstjóri, Jón Atli Jónasson og Andri Viðarsson líka gert, sem og Ásthild- ur Helgadóttir, landsliðsfyrirliði í knatt- spyrnu en það vekur ekki síst athygli fyrir þær sakir að hún býður sig fram á lista sjálfstæðismanna í Kópavogi. Þá hafa Sig- urður G. Guðjónsson útgefandi og Sigurjón Sighvatsson verið orðaðir við stuðnings- mannalið Stefáns. Dagur B. Eggertsson hefur fram að þessu verið óháður borgar- fulltrúi Samfylkingarinnar, og hefur hann marga góða menn á sínum snærum. Valgerður systir hans stýrir kosningabaráttunni og hefur hún, eins og bróðir hennar áður, góð tengsl í stúdentapólitík- inni þar sem hún sat í stúdentaráði fyrir hönd Röskvu. Guðmundur Steingrímsson fjölmiðlamaður og Kristján Guy Burgess, fyrr- verandi blaðamaður, eru sagðir vilja veg Dags sem mestan innan borgarstjórnar og það gera líka þeir Andri Snær Magnason rithöf- undur og Sigtryggur Magnason auglýsingamógúll. Dagur nýtur líka stuðnings Felix Bergssonar leikara, Björgvins G. Sigurðsson- ar, þingmanns Samfylkingarinnar, og Hrannars B. Arnarssonar, fyrr- verandi borgarfulltrúa R-listans. Þá er Jón Baldvin Hannibalsson stuðningsmaður Dags og haft er fyrir satt að Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri, styðji hann af hliðarlínunni. bergsteinn@frettabladid.is GUÐMUNDUR STEIN- GRÍMSSON FJÖL- MIÐLAMAÐUR ANDRI SNÆR MAGNASON RITHÖFUNDUR HILMAR ODDSSON LEIKSTJÓRI SIGURÐUR G. GUÐJÓNSSON ÚTGEFANDI fréttablaðið/e.ól FR ÉT TA B LA Ð IÐ / R Ó B ER T FRÉTTABLAÐIÐ / STEFÁN FR ÉT TA B LA Ð IÐ / G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ / P JE TU R FR ÉT TA B LA Ð IÐ / P Á LL B ER G M A N
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.