Tíminn - 14.05.1977, Síða 2

Tíminn - 14.05.1977, Síða 2
2 fMntt Laugardagur 14. maí 1977 Sjón- varps- dagskrár sendar • > a sjo Menntamálaráöherra hefur ný- veriö skipaö nefnd til aö athuga meö hvaöa hætti er hagkvæmast aö koma á hljóövarps- og sjón- varpsefni til sjómanna á hafi úti og auka þar meö nýtingu á þvi efni sem þar er flutt. Sérstaklega er nefndinni faliö aö gaumgæfa og gera tillögur um notkun segulbandstækja og myndsegulbandstækja i þessu skyni. Er hugsunin sú, aö ef slik tæki væru um borö i skipum væri hægt aö lána einhverja þætti af dagskrárliöum sjónvarps og hljóövarps um borö i skip og gætu sjómenn. þá notiö þeirra er þeir hafa tóm til þótt þeir hafi ekki tækifæri til aö sjá og heyra sömu dagskrárliöi þegar þeir eru send- ir út. Þegar eru til myndsegul- bandstæki um borö i nokkrum is- lenzkum skipum. 1 fyrrgreindri nefnd eru: Ingólfur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Farmanna- og fiskimannasambandsins, for- maöur Höröur Frfmannsson, yf- irverkfræöingur Rikisútvarpsins og Ómar Ragnarsson fréttamaö- Vorsýning Þjóðdansa- félagsins KJó-R.viK. — MæstKomanai sunnudag kl. 15.00 veröur haldin vorsýning Þjóödansafélagsins i Laugardalshöllinni þar sem dansaöir veröa dansar frá ein- um 20 löndum og dansarar sam- tals 160 talsins. An efa veröur þaö skemmtileg sjón og fögur, litskrúö mikiö og dansinn sjör- ugur. Sýningunni stjórnar Svav- ar Guömundsson og er hann einnig aöalkennari. Um lOObörn dansa á sýningunni og hefur Kolfinna Sigurvinsdóttir kennt þeim og æft. Aörir kennarar eru þær Helga Þórarinsdóttir, Hpigfnhildur Georgsdóttir, Hrund Hjaltadóttir, Steinunn Ingimundardóttir og Jetta Jakobsdóttir. Þjóödansafélag Reykjavikur er áhugamannatélag og styrkt af áhugamönnum. Gildi þess er ekki einungis fólgiö i skemmtun og likamsrækt, heldur einnig söfnun og varöveizlu þjóödansa og annarra heimilda, sem ella væri hætt viö aö lentu i glatkist- una. Aö öörum þræði hefur fé- lagið þvi ærið menningargildi auk þess sem flestum mun svo farið aö hafa ánægju af lit- skrúöi og fjöri þjóðdansanna. Sýning sem þessi krefst mik- ils undirbúnings, ekki sizt ef vel skal til hennar vandað eins og félagar Þjóðdansafélagsins munu hafa fullan hug á. Má á það benda aö allir þeir búningar sem notaöir eru vinna félagarn- ir aö mestu leyti sjálfir og eru þar ófá handverkin. Þjóðdansafélag Reykjavikur hefur fariö meö sýningar út á land, t.d. i Bifröst i des. s.l. Starfsemi félagsins er þó aö mestu bundin viö Reykjavik og kemur þar til fámennt starfslið og fjármagnsleysi. Innheimta styrktarfélagsgjalda stendur nú yfir og geta styrktarfélagar sótt aögöngumiða sina i Laugar- dalshöllina á föstudag frá kl. 2 til 4 e.h. og einnig á sunnudag við innganginn frá kl. 13.00 og greitt um leið og styrktarfélags- gjaldiö, sem er nú kr. 1.600.00 EB - viðræður í júnímánuði EINS og kunnugt er hefur ríkis- stjórnin samþykkt aö taka á móti fulltrúum Efnahagsbanda- lags Evrópu, til viðræöna um fiskvciðimál almennt. I tengslum viö ráðherrafund Atlantshafsbandalagsins sem haldinn var i London dagana 10.-11. mai sl. hitti Einar Agústsson, utanrikisráöherra, aö máli brezka aöstoðarutan- rikisráöherrann Frank A. Judd, en Bretar fara nú meö for- mennsku i ráðherraráöi Efna- hagsbandalagsins. Akveöiö var aö nefnd, sem i veröa Finn Olav Gundelach frá framkvæmda- stjórn, Frank A. Judd, aöstoö- arutanrikisráöherra, sem nú gegnir formennsku i ráðherra- ráðinu, og embættismenn frá Efnahagsbandalaginu, komi til tslands til viðræöna dagana 9. og 10. júni nk. Miklar framkvæmdir á Mngeyri: Fyrirhugaðar um- bætur á flugvelli Ríkið borgi 75% bygging arverðs heimila dag- SE-Þingeyri. — A hádcgi I gær fór skuttogarinn Framnes I héöan á- lciðis til Færeyja með 130 tn afla, mest grálúðu. Vcröur aflanum landað í Rúnavik i Skálafirði á Austurcy. Skipstjóri á Framnesi I er Siguröur Pétursson frá Bol- ungarvik, er nú hefur tekið við skipstjórn að fullu. Siguröur var áður skipstjóri að hálfu á móti Magnúsi Jóhannssyni, sem nú hcfur flutzt héðan ásamt fjöl- skyldu sinni. Tungufoss landaði hér i gær 270 tonnum af áburði. Vonast Dýr- firðingar eftir að brátt fari að hlýna, svo að gróandinn haldi hér innreiö sina eftir langvarandi vorkulda. Snjór er þó að mestu horfinn héðan af láglendi og veður hefur i raun verið gott, hentugt til útiverka ýmissa og oft beinlinis fagurt þó kalt sé sem fyrr segir og frost á hverri nóttu. Með flugvél Flugfélags tslands hélt héðan i gær 16 manna hópur áleiðis til Reykjavikur. Eru þar á ferð skipverjar og landmenn af nótabátnum Sæhrimni er hingað var keyptur á sl. vetri. Nokkrar konur þeirra félaga eru með i för- inni. Ætlar hópurinn að sækja leikhús og gera sér glaðan dag i höfuðstaðnum i tilefni vertiðar- lokanna. Skipstjóri á Sæhrimni er Páll Björnsson. 1 fyrradag komu hingað á flug- vél flugmálastjórnarinnar Stein- grimur Hermannsson alþm., og flugráðsmaður Agnar Kofoed Hansen flugmálastjóri, auk tveggja annarra starfsmanna flugmálastjórnar. Sigurjóns Einarssonar flugmanns og Ing- ólfs Bjargmundarsonar deildar- stjóra. Ræddu þeir viö heima- menn um flugvöllinn hér og bún- að hans, en þar eru fyrirhugaðar ýmsar úrbætur á næsta ári. Hing- aö komu þeir félagar frá Patreks- firði, en fóru héðan aö Holti i On- undarfiröiog til tsafjarðar i sömu erindum. Ýmsar framkvæmdir standa nú yfir á vegum Þingeyrarhrepps. Unnið er að byggingu þriggja leiguhúsa og önnur þrjú eru fyrir- huguð, og er grunngerð þeirra þegar hafin. A sl. hausti hófst hér smiði nýs barnaskólahúss og voru undirstöður þess steyptar áður en vetur gekk i garð. Verður þessu , verki fram haldið i sumar. Að lokum má geta þess, að unnið hefur verið að verulegum endurbótum á hafnaraöstöðu hér, að kalla sleitulaust i allan vetur Veturinn var óvenju mildur og hefur verkinu miðað vel áfram undir stjórn Aðalsteins Aðal- steinssonar frá Hvallátrum. Von er á dýpkunarskipi til þess að fullgera þennan áfanga nú á þessu vori. Verður væntanlega nánar skýrt siðar frá hafnar- framkvæmdum hér. Leiguflug Flugleiða KJ-ReykjavIk. — t sumar munu Flugleiðir flytja 2700 feröamenn frá Evrópu 1 22 leiguflugum fyrir erlendar ferðaskrifstofur á tfma- bilinu frá 23. april til 25. júni nk. Er þetta veruleg aukning frá fyrra ári þegar leiguflug fyrir bVzkar, austurriskar og sviss- neskar ferðaskrifstofur urðu alls 15 og farþegar 1800. Þessir Evrópumenn munu allir dveljast hér i eina viku og ferðast um Reykjavik, nágrenni og út á land. M.a. veröur farið til Akur- eyrar, Húsavikur, Hafnar I Hornafiröi og Vestmannaeyja og munu nokkrir dveljast þar i nokkra daga. Flugleiðir munu ennfremur i sumar sem endranær fljúga leiguflug fyrir Islenzkar ferða- skrifstofur á Boeing-727 þolum sinum. Sólarlandaferðir verða alls um 110 á timabilinu frá 10. april til októberloka. Auk þess verða fjögur leiguflug til Winni- peg á timabilinu frá mai til ágúst- loka og þá með DC-8 vélum Flug- leiða. Þar eru á ferðinni tveir hópar tslendinga og aörir tveir hópar Vestur-tslendinga. HV-Reykjavík. í gær fengu full- trúar aðila vinnumarkaðarins, sem setið hafa i starfshóp um dagvistunarmál á fund Vilhjálms Hjálmarssonar, menntamálaráð- herra, til þess að ræða við hann punkta þá sem fulltrúar vinnu- veitenda og launþega hafa oröiö ásáttir um i þvi sambandi. Tillögur sinar lagöi starfshóp- urinn fyrir rikisstjórnina þann 6. mai slöastliöinn og hafa þær verið ræddar á einum rikisstjórnar- fundi, en eftir er aö ræða þær nán- ar og endanleg ákvöröun veröur tekin eftir það. Tillögur starfshópsins eru svo- hljóðandi: 1. Rfkisstjórnin heiti þvi, að við gerönæstu fjárlaga verði gert ráð fyrir að verja eigi minna én kr. 400 millj. sem stofnframlagi til bygginga dagvistunarheimila I samvinnu við sveitarfélögin. Jafnframt gefi rikisstjórnin fyrir- heit um að verja ekki lægri upp- hæð, miðaö viö hækkun bygging- arkostnaðar, á ári hverju næstu fjögur ár til bygginga dagvistun- arheimila. 2. Rikisstjórnin heiti þviv að sú, breyting veröi gerð á lögum nr. 112/1976 um byggingu ög rekstur dagheimila, aö ákvæöi 6. gr. þeirra laga um hlutdeild rikis- sjóðs, verði breyttúr 50% i 75% af byggingarkostnaði. 3. Akvæöi veröi sett i lög nr. 112/1976 um byggingu og rekstur dagheimila er kveði á um sér- staka stjórn hvers dagheimilis (dagheimila) I hverju sveitarfé- lagi, þar sem tekiö skal fram að auk fulltrúa eignaraðila skuli fulltrúar vinnumarkaðarins eiga sæti. 4. Akvæði veröi sett i lög eöa reglugerö um að tryggt veröi, að allir ibúar viðkomandi byggöar- lags skuli samkvæmt nánari skil- greiningu i reglugerð eiga sama rétt til aö koma börnum sinum á dagvistarheimili, sem byggt eða rekið sé með styrk úr rlkissjóöi, án tillits til starfs eöa stéttar, svo og að gjöld verði ákveðin það lág, aö mismunun þeirra vegna geti ekki komiö til greina. 1 sambandi viö byggingu nýrra dagvistunar- heimila skal sú tegund stofnana hafa forgang, sem aö dómi hlut- aðeigandi stjórnar er mest þörf fyrir hverju sinni. 5. Akvæði verði sett i lög um að öll aöstaöa Fósturskólans skuli bætt. Auknu fjármagni varið til starfsemi skólans og skólanum meö þvi sköpuð skilyröi til aö brautskrá mun fleiri fóstrur en skólinn hefur nú tök á. 6. öllum undirbúningi, svo sem teikningum, skal hraða og önnur hönnun heimilanna skai liggja fyrir svo framkvæmdir þurfi ekki að tefjast af þeim sökum, er fjár- veiting hefur verið ákveöin. 7. Yfirlýsing um samþykki rikisstjórnar varöandi framan- greind atriði liggi fyrir áður en kaup- og kjarasamningar veröi undirritaðir. Asamt þessum tillögum sinum sendi hópurinn menntamálaráö- herra svohljóðandi bréf: Hæstvirtur menntamálaráð- herra. Um leiö og fulltrúar aöila vinnumarkaöarins afhenda full- trúum hæstvirtrar rikisstjórnar meðfylgjandi tillögur er þeir lita á sem fyrsta skref til lausnar á þvi vandamáli, sem skortur á dagvistunarheimilum er hér á landi, telja þeir ástæöu til aö vekja athygli á eftirfarandi: Málefni og rekstur Fósturskól- * ans hefur mjög komiö til álita I umræöum varðandi lausn þess- ara mála, þar eö skortur hefur verið á sérmenntuðum starfs- krafti til starfa á dagvistunar- heimilum. Þaö er álit undirrit- aðra aö nauösyn beri til, um leið og málefni Fósturskólans verða tekin til endurskoöunar, að breytt veröi tilhögun að þvi er varöa inn-. tökuskilyrði i skólann, þannig að ekki verði eingöngu miöaö við á- kveðnar prófkröfur, heldur verði einnig tekið tillit til starfsreynslu á dagvistunarstofnunum eöa öðr- um sambærilegum stofnunum. Einnig telja undirfituö samtök, aö nauðsynlegt sé aö viökomandi yfirvöld kanni sérstaklega, hvort til greina geti komiö að gefa kost á skemmra námi en þvi sem um ræðir i fósturskólanum, sem mið- ast viö sérmenntun starfsfólks sem vinni undir stjórn fóstra. Undirrituðum er ljós nauðsyn þess að mennta sem bezt þá, sem fást við hin mikilvægu uppeldis- störf á dagvistunarheimilum. All- ar ráðstafanir verða þó að miðast viö raunverulegar þarfir. Staö- reynd er aö við núverandi aðstæö- ur nýtast ekki sem skyldi starfs- kraftar fólks, sem bæði hefir hæfileika og reynslu, sem aö gagni gæti komiö. Úrbætur á þessu sviði fást ekki nema veitt veröi auknu fjármagni til Fóstur- skólans og honum gert kleift að taka til náms mun fleiri fóstrur en hann getur nú. Einnig verði gert fjárhagslega mögulegt aö efna til skemmra náms sbr. framanritaö verði þaö af hlutaðeigandi yfir- völdum talið hugsanleg leiö til úr- bóta. JARNBLENDISAMNINGUR GENGINN í GILDI A AÐALFUNDI Islenzka járn- blcndifélagsins h.f., er haldinn var i Reykjavik miðvikudaginn 11. þ.m., geröist norska fyrir- tækiö Elkem-Spigerverket a/s hluthafi i fclaginu viö hlið rikis- sjóðs, i samræmi við aðalsamn- ing milli rikisstjórnar tslands og Elkcm-Spigerverket a/s frá 8. desember 1976 og heimildir I lögum nr. 18, 11. mai 1977 um járnblendiverksmiöju i Hval- firði, er afgrcidd voru á Alþingi i fyrri viku. Verður hlutur Elk- em-Spigerverket a/s i tslenzka járnblendifélaginu hf. 45%, en hlutur rikissjóös 55%. A fundinum var dr. Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráðherra, er fer með þau mál, er varða eignarhlutdeild rikisins i félag- inu, og meö honum þeir Páll Flygenring, ráðuneytisstjóri, og Arni Þ. Arnason, skrifstofu- stjóri. Af hálfu Elkem-Spiger- verket a/s sótti fundinn Karl Lorck, aðalforstjóri félagsins, og með honum Kaspar K. Kiel- land, varaforstjóri og fyrir- hugaðir fulltrúar þess i stjórn tslenzka járnblendifélagsins. Þeir Gunnar Thoroddsen og Karl Lorck undirrituðu á fundinum yfirlýsingu þess efnis, að aðalsamningur rikisstjórn- arinnar og Elkem-Spigerverket væri genginn i gildi, þar sem samþykki Alþingis væri fengið við ofangreindum lögum og full- nægt hefði verið öðrum þeim skilyrðum, sem sett höfðu verið við gildistökunni. Jafnframt aðalsamningnum gengu i gildi þeir samningar, sem Járn- blendifélagið hefur gert varö- andi starfræsklu fyrirhugaðrar kisiljárnverksmiðju sinnar að Grundartanga, tæknisamningur við Elkem-Spigerverket a/s um tækniaðstoð og kaup á tækjum, sölusamningur við sama aðila um markaðsmál kisiljárnverk- smiðjunnar, viðauki við raf- magnssamning við Landsvirkj- un, lóðarleigusamningur við rikissjóö og hafnarsamningur við Hafnarsjóð Grundartanga- hafnar. A aðalfundinum voru Járn- blendifélaginu settar nýjar samþykktir, og eru þær óbreytt- ar i aðalatriðum frá fyrri sam- þykktum að öðru en þvi, sem leiðir af skiptunum á samstarfs- aöila rikisins i félaginu. A aðalfundinum var dr. Gunn- ar Sigurðsson, Garðabæ, endur- kjörinn sem stjórnarformaður félagsins. Varamaður hans og varaformaður var kjörinn Hjörtur Torfason, hæstaréttar- lögmaður og mun hann gegna formannsstörfum fyrst um sinn i forföllum stjórnarformanns. Aðrir aðalmenn i stjórn af hálfu rikisins voru og endurkjörnir, þeir Eggert G. Þorsteinsson, alþingismaður, Reykjavik, dr. Guðmundur Guðmundsson, verkfræðingur, Akranesi, og Jósef H. Þorgeirsson, lögfræð- ingur, Akranesi. Varamenn þeirra eru Helgi G. Þórðarson, sveitarstjóri, Borgarnesi, og Hörður Pálsson, bæjarfulltrúi, Akranesi.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.