Tíminn - 14.05.1977, Page 25

Tíminn - 14.05.1977, Page 25
Laugardagur 14. mal 1977 25 Pétur Pétursson Höllustöðum „Minir vinir fara fjöld” kvaö Bólu-Hjálmar. Svo horfa þau mál við á öllum stundum og öllum öld- um. Hendingin vekur söknuö, þótt hannsé löngum tengdur margvis- legum litbrigðum. Þó svo horfi við sem hér, að vér horfum eins og Egill i tregablöndnum huga á auða sætið, „ófullt og opið standa”, veröur og að játast, að þar geta lika horft við oss eins og' honúm, „fengnar bölva bætr, er betra telk”, i hvild hins örþreytta manns. Og hún getur orðiö eina lausnin, þegar annað er ekki fyrir hendi, en vonlaus bara'tta við þann, sem engu eirir Pétur fæddist á Steiná i Svart- árdal 30. nóv. 1905. Foreldrar hans voru Pétur Pétursson, — siðar um alllangt skeið — kaup- maður á Akureyri, húnvetnskur að ætt, og Ingibjörg Siguröardótt- ir, skagfirzk að ætterni, siðar húsfreyja á Steiná um langt skeið, vel gefið hetjukvendi. Pétur lauk prófi frá Hólum 1924, stundaði nám i Noregi um tveggja ára bil, fyrst verklegt nám við landbúnaðarháskólann i Asi, siðar fjárræktarnám við sauðfjárræktarstöðina i Edöy. Fyrstu árin eftir heimkomuna vann hann að jarðyrkju með hest- um og gerðist jafnframt trúnaðar maður Búnaðarfélags tslands 1928 og hélt þvi starfi til 1942. Pétur kvæntist 2. júni 1933 Huldu dóttur Páls Hannessonar, hreppsstjóra á Guðlaugsstöðum og konu hans Guörúnar Björns- dóttur, — fjölþættri og mikilhæfri konu. Þau stofnuöu heimili sitt það vor. Fyrsta snerting þeirra við búskap varð sú, er heims- kreppan bjó þjóöinni i hinu geig- vænlega verðhruni á fyrri hluta fjórða tugs aldarinnar. Þær myndir, sem þá blöstu við i is- lenzkum þjóðháttum og þó — að helgreipum mæðiveikinnar ógleymdum — eru slikar, að þótt þær væru nú dregnar af fyllstu heilindum, mundi sú kynslóð, er nú ræður, telja þær firrur einar. Þess skal ekki heldur freistað nú, enda annað nærstæðara. Fyrstu hjúskaparárin voru þau að nokkru staðfestulaus, en festu kaup á Höllustöðum 1935, fluttu þangað og ráku þar bú við vax- andi getu, unz Páll sonur þeirra giftist og settist þar aö móti þeim. Hefur sú sambúö þróazt með glæsibrag og þó þannig, að þrátt fyrir mjög aukin umsvif, hefur kynslóðaskiptanna oröið furðu lit- ið vart, þegar sezt var inn á heim- ili þeirra hjóna og augum rennt yfir umhverfið. Var þeim þó ljóst, er þekktu, að hreysti beggja var brugðið hin siðari ár, þótt i þvi efni hafi nú um skeiö gengið meir á hans hlut en hennar. Stóö hann þó æðrulaus og óbugaður, þrátt fyrir endurteknar erfiöar dvalir á sjúkrahúsum og einsýnt þæiti um úrslit i nánd. Pétur á Höllustöðum var einn þeirra mörgu bænda, sem oft eru til kvaddir, þegar félagsmál sam- 1 ' ÍMrn iAvVi tiöarinnar eru viðfangsefnið. Skal bent á þetta: Hreppsstjóri Svinavatns- hrepps, i hreppsnefnd, formaður Búnaðarfélags Svinavatns- hrepps, i sýslunefnd, i stjórn Kaupfélags Húnvetninga, siðar endurskoðandi þess og Sölufélags A.-Hún., i stjórn Sparisjóðs Húna- vatnssýslu, formaður Búnaðar- sambands Húnavatnssýslu og i stjórn Veiðifélagsins Blanda — lengi formaöur. Hér mun hvergi nærri fulltalið, en nægir þó, til að sanna, hve margt af félagsmálum Austur-Húnvetninga hefur notið leiðsagnar hans og tillagna á hinn margvislegasta hátt og um langt skeið. Var hann flestum heilli i tillögum og mun ekki fjarri að ætla, að grunnurinn að lifsskoðun hans hafi verið staðhæfing Virgils hins rómverska: „Göfug- asta hvötin er almenningsheill- in”, þótt sú staðhæfing eigi nú meir en 20 aldir aö baki. Það set- ur nokkurn svip á tryggð og gleði- leit Péturs, að hann gerðist einn af söngbræðrum Karlakórs Ból- staðarhliðarhrepps 1929 og fylgdi þeim hljóðlátur og glaður, þrátt fyrir búferlin, unz það mein kvaddi dyra, en nú hefur sigrað. Þau hjón settust á býli sitt svo niðurnitt, að lengra verður naumast seilzt. Nú er það meðal hinna glæsilegri i héraðinu. Það má ekki gleymast, að þar er um að ræða önn tveggja kynslóða. Þar hefur hin siöari byggt á þeim grunni, er sú fyrri lagði og þó fyrst og fremst helgað önn sina þeim hugsjónum, sem hæst risu á öndverðum ferli þeirra hjóna. A það hefur þegar verið bent, að Pétur hafi oft veriö að heiman heimtur i þágu umhverfisins. En fátt mun hafa gengið úrskeiöis, „þótt hann væri firr farinn”. Þaö segir sina sögu, að visu sjaldan sagða — en trúlega jafnoft van- skilda- Það er saga húsmóðurinn- ar, sem heima situr, hlaðin þeim önnum, sem allar aldir Islands- byggðar hafa hvilt á herðum hús- móöurinnar. Við þær bætist svo vakan, sem húsbóndinn var heimtur frá, þótt hann hafi faliö staðgengli verkin, hafi hann þá verið fyrir hendi. tslendingar segja þegar svo fellur, að þetta færist á herðar húsmóöurinnar. Þar hefur Hulda á Höllustöðum komiö mjög við sögu, ráöslyng, hugrökk og fjölþætt, en þannig að til afreka má telja, þótt sá þáttur verði óskráður hér. Stærst er hún i hlutverki sinu, sem hamingju- gjafi Péturs. Þeim hjónum fæddust fjögur börn. Þau eru: Páll, bóndi og al- þingismaður á Höllustöðum. Már, héraðsdómari i Hafnarfirði. Hanna Dóra, kennari i Reykjavik og Pétur Ingvi, læknir við Lands- spitalann. Þegar ég renni hug til kynna okkar Péturs á Höllustöðum, verður mér starsýnast á þetta: Gleði hans var ljúf en hávaöa- laus, alvaran hugþekk og föst vin- áttan traust og hlý, en fórnfús at- orka aðalsmerkið. Meö slikum er gott að eiga langstæða samleið. Pétur lézt á Héraðshælinu á Blönduósi 7. mai. Sendi þeim, er sárast sakna, samúðar- og vinarkveðjur. Guðm. Jósafatsson. frá Brandsstööum. Klemenz Kr. Kristjánsson fyrrverandi tilraunastjóri F. 14. maí 1895, D. 9. mal 1977. Klemenz Kr. Kristjánsson, fyrrverandi tilraunastjóri á Sámsstöðum i Fljótshlið, sem andaðist að kvöldi mánudagsins 9. mai, veröur kvaddur hinztu kveðju frá Breiöabólstaðarkirkju I dag. Með Klemenz er genginn einn dugmesti og þrautseigasti ræktunarmaöur, sem Islenzk þjóð hefur aliö fyrr og siðar, maöur, sem alla ævi var sistarfandi að þvi að vernda land okkar og rækta og gera þaö betra og feg- urra handa þeim, er á eftir koma. Hann átti langan og gifturikan vinnudag að baki, þegar kalliö kom. Hann hafði aldrei slegið slöku við um dagana við að rækja það hugöarefni sitt að rækta i kringum sig. Þaö var honum hug- sjón og köllun, sem aldrei veik frá honum. Andlát hans bar að, þegar hann var aö erja garð sinn fyrir sáningu nú mitt i vorgróðrinum. í glitrandi skini hnigandi vorsólar féll hann örendur við verk sitt og lagði vanga að þeirri mold, sem hann hafði helgaö allt lif sitt. Klemenz Kr. Kristjánsson var fæddurhinn 14. mai 1895 i Þverdal i Sléttuhreppi, Noröur-Isa- fjaröarsýslu, og vantaði þvi örfáa daga i aö verða 82 ára. Foreldrar hans voru hjónin Júdit Þorsteins- dóttir frá Efri-Miövik og Bárður Kristján Guðmundsson frá Sléttu, bæöi af traustum og tápmiklum ættstofnum þar vestra. Klemenz missti móöur sina ungur og barst þá snemma suöur á land með föð- ur sinum, er nokkru siöar kvænt- ist Guðrúnu Vigdisi Kristjáns- dóttur frá Ánanaustum i Reykja- vik. Sonur þeirra og hálfbróöir Klemenzar var.Sverrir Kristjáns- son, sagnfræöingur, sem látinn er fyrir fáum árum. Klemenz vandist þvi ungur aö vinna fyrir sér, fyrst sem létta- drengur á sumrin og siöar sem fullgildur vinnumaöur, meðal annars hjá sæmdarhjónunum Guðmundi Þorbjarnarsyni og Ragnhildi Jónsdóttur á Stóra-Hofi á Rangárvöllum um þriggja ára skeiö. Nokkra tilsögn fékk hann i æsku og gekk i Barnaskóla Reýkjavíkur fyrir fermingu. Þráöi hann þá mjög aö komast I menntaskólann, en voru þar allar leiðir lokaðar sakir fátæktar. Sið- ar gat hann þó kostaö sig I Lýð- skóla Asmundar Gestssonar I Reykjavik og brautskráðist það- an vorið 1916. Þaö sumar var hann siðan kaupamaður á Breiðabólstað I Fljótshliö hjá Eggert prófasti Pálssyni og konu hans Guðrúnu Hermannsdóttur. Voru það fyrstu kynni hans af þeirri fögru sveit, sem hann átti siöar eftir að helga ævistarf sitt aö mestu. Haustið 1916 leysti hann siðan landfestar og sigldi til Danmerkur, þar sem hann réðst til starfa á dönskum búgörðiim. Komst hann brátt aö sem nemi I jarðrækt, gekk þvi næst á Búnaðarskólann i Tune og vann þar á eftir á dönskum tilrauna- stöðvum að margvlslegum verk- efnum. Að þvi loknu hugöist hann fara i landbúnaðarháskólann i Kaupmannahöfn, en af þvl varö ekki, þar sem faöir hans féll frá um þessar mundir og hann varð aö fara heim til að verða stjúpu sinni og ungum bróður aö liöi. Vann hann þá ýmis störf um skeiö i Reykjavik og nágrenni, meðal annars I Gróðrarstöðinni i Reykjavik og sem plægingamaö- ur hjá Búnaðarsambandi Suður- lands. En áhugi hans á að menntast frekar I búvisindum dvinaði ekki og óöar og efni leyföu, dreif hann sig á ný til útlanda. Stundaöi hann þá nám I dönskum grasræktar- skóla og siöan um árs skeiö I Landbúnaðarháskólanum i Asi I Noregi. Varð hann þó að hverfa þaðan fyrr en skyldi sakir efna- leysis og fór heim vorið 1923. Vann hann þa ýmis störf, t.d. I GróNrarstöðinni, og hóf þá þegar tilraunir i kornrækt I svo nefndum Aldamótagöröum i Reykjavik. Var það upphafiö aö þvi korn- rækrarstarfi, sem hann slöan hélt áfram á Sámsstöðum i marga áratugi og að siðustu á nýbýlislnu Kornvöllum. Arið 1927 var ákveöiö að stofna tilraunastöö i jarðrækt og fræ- rækt og jcrðin Miö-Sámsstaðir i Fljótshliö fengin til þeirrar starf- semi. Klemenz var ráðinn til- raunastjóri og hófst hann brátt handa af svo mikilli atorku, aö segja má að hann legði sig allan fram. Þurfti hann þarna að reisa allt frá grunni og tókst þaö á ótrú- lega skömmum tima. Varö til- raunastöö þessi hin myndarleg- asta, þvi að innan skamms blöstu þar við fagrar byggingar og bylgjandi akurlönd. Bar þar allt vitni góöri vinnu, mikilli natni, hiröusemi og ágætri stjórn. Klemenz stjórnaöi stöðinni á Sámsstööum 140 ár samfleytt, frá 1927 til 1967. A þeim árum var hann brautryöjandi i kornrækt, frærækt, skjólbeltagerö, gras mjölsframleiðslu og braut einnig upp á mörgum nýjungum i kart- öflurækt, trjárækt, sandrækt og I notkun áburðar, jarövinnslu og mörgu öðru. Hann helgaöi starf- inu á Sámsstöðum fyrst og fremst krafta sina, en tók þó jafnan tals- verðan þátt i félagslifi og opinberum störfum, sem of langt yröi upp að telja. Lagöi hann ætið hverju góðu máli lið, sem hann. kom nálægt á annað borð. Þegar Klemenz fann þann tima nálgast að hann yröi að hverfa úr starfi fyrir aldurs sakir, reisti hann sér nýbýiið Kornvelli I Hvol- hreppi. Þangað fluttist hann voriö 1967 og hélt þar áfram kornrækt og tilraunastarfi til hinztu stund- ar, þótt I minna mæli væri en áður. Var hann þannig hugsjón sinni trúr og vann henni af alhug, meðan hann framast mátti. Klemenz kvæntist árið 1929 Ragnheiöi Nikulásdóttur frá Kirkjulæk I Fljótshlið, mikilhæfri og ágætri konu. Bjó hún þeim hjónum einkar fagurt og aðlaö- andi heimili, sem bar af um list- rænt handbragð og einstaka smekkvisi. Ekki varð þeim barna auöið, en ólu upp Þóri Guömundsson, systurson Ragn- heiðar, nú viöskiptafræðing I Reykjavik. Þá tóku þau sem kjör- dóttur Eddu Kolbrúnu Klemenz- dóttur. Hún er gift Magnúsi Sigurðssyni og eru þau búsett I Reykjavik. Ragnheiði, konu sina missti Klemenz haustið 1950 mjög um aldur fram. Nokkru siðar réöst til hans sem ráöskona Þórey Jónina Stefánsdóttir. Gengu þau siðar I hjónaband og áttu saman einn son, Trausta, rafvirkja á Hvols- velli. Klemenz Kr. Kristjánsson er horfinn sjónum okkar yfir móö- una miklu. Langri ævi og þrot- lausu ræktunarstarfi mikils at- hafna- og hugsjónamanns er lok- ið. En verk hans standa eftir og fordæmi hans mun lýsa öllum þeim, sem unna þessu landi og vilja rækta það og bæta. Hann markaöi slik spor i ræktunarsögu þjóöarinnar, aö seint munu máð út verða. Ég þakka Klemenz Kr. Kristjánssyni iöng og góð kynni og biö honum velfarnaöar á nýrri vegferö. Megi bylgjandi akrar heilsa honum á þeirri göngu og gleðja augu þessa mikla rækt- unarmanns. Eftirlifandieiginkonu og öðrum ástvinum sendi ég innilegar samúðarkveöjur. Blessuð sé minnihg hans. Jón R. Hjálmársson t Með Klemenz Kr. Kristjánssyni er fallinn i valinn einn mesti ræktunarmaður þessarar aldar. Klemenz bjó yfir mjög næmum skiiningi á samspili gróðurs og umhverlisog með hugvitssömum tilraunum á löngum starfsferli hefur hann aukið þekkingu okkar á flestum þáttum islenzkrar ræktunar. Eftir að Klemenz lét af störfum sem tilraunastjóri við Tilrauna- stöðina að Sámsstööum helgaði hann sig tilraunum i kornrækt, sem ávallt heillaði hann mjög. llann hafði áhuga á þvi að korn- rækt yrði tekin upp á tslandi og öbilandi trú á að hún mvndi renna nýjum stoðum undir islenzkan landbúnað og auka fjölbreytni hans. Klemenz vann að kornræktar- tilraunum i liðlega hálfa öld. og eru þær upplýsingar um ræktun og meðferð korntegundanna bæði til grænfóðurs og kornþroska sem hann safnaði ómetanlegar i kyn- bótum og ræktun þessara jurta i framtiðinni. Fræræktun harðgerra islenzkra grastegunda var Klemenzi einnig kappsmál og i nýbyrjuðu átaki i Irærækt verður brautrvðjenda- starf hans seint fullmetið. Ég sem þessar linur rita kynnt ist Klemenzi ekki fyrr en á sið- ustu árum hans en hreifst af á- huga hans og atorku. Hugurinn var stöðugt við leit að nýjum möguleikum til eflingar ræktunar i landinu. og þegar hann lézt hafði hann viku áður sáð til umfangsmikillar tilraunar. Þeir sem kynntust Klemenz geyma minningu um heillandi af- reksmann. Þorstcinn Tóinasson. Frá Hofi Höfum fengið nýjar gerðir af Smyrna púð- um og teppum. Twist-saumur nýkom- inn. Höfum ótrúlegt úrval af alls konar hannyrðavörum. ATH.: 10% afsláttur til ellilífeyrisþega og ör- yrkja. HOF H.F. Ingólfsstræti 1 (á móti Gamla Bíói).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.