Tíminn - 14.05.1977, Page 27
Laugardagur 14. mai 1977
27
— The Pretender
kom þarna fyrir segulböndunum
minum og öðru tilheyrandi, eins
og pianó bassa og trommum.
Það var i rauninni Dave
Lindley, sem átti upptökin að
þess öllu. Hann talaði stöðugt um,
að gaman væri að loka sig inni i
einhverju yfirgefnu vöruhúsnæði,
og koma ekki út svo vikum skipti.
1 rauninni koma upp i mönnum
hálf skritin tilfinning ef þeir
héngu lengi þarna inni.
Vill eyða meiri tima
með syni sinum
ZZ: Það leið langt timabil á milli
,,Late for the sky” og „The
pretender”, eða um tvö ár. Stafar
þetta af þvi að þú ert frekar
afkastalitill lagasmiður, eða tek-
urðu þessu bara rólega?
JB: Allar þessar athugasemdir
má segja að séu réttar. Ég er ekki
afkastamikill og mér liggur e'kk-
ert sérstaklega mikið á. Ég hef
einnig ýmislegt annað að gera en
að hugsa um tónlistina. Arinu
1975 eyddi ég að mestu leyti með
fjölskyldu minni. Við ferðuðumst
um Frakkland, Italiu og
Marokko, en þaðan fórum við svo
til Hawaii — mig langaði að vera
með þeim.
Ég veit að ég eyði í mörgum til-
fellum meiri tima við sérhvert
lag heldur en aðrir tónlistar-
menn, en ég hef öðrum hnöppum
að hneppa, og þá kannski sérstak-
lega nú. Ég hef hugsað mér að
eyða meiri tima með syni mlnum
— mig hefur ávallt langað til
þess, einnig áður en eiginkona
min lézt. A meðan hann átti tvö
foreldri var þetta allt auðveldara,
en nú á hann aðeins eitt, þannig
að lif mitt felur i sér fleiri
þýðingarmikla eiginleika. — en
ég starfa aö tónlistinni eins og
áhugi minn segir til um.
ZZ: Segðu mér hvaða tilfinning
kemur hjá þér, þegar þú berð
sjálfan þig saman við einhvern á
við Elton John, sem afkastar
ótrúlega miklu?
JB: Þetta er fyrir mér ekki svo
mikilvægt, þó svo að sumir gagn-
rýnendur séu með svona saman-
burð. Ég á við með þessu að þeir
gefa hænunum hormóna, svo að
þær verpi betur — þeir hafa ljósin
á allan sólarhringinn, og dæla i
þær allskonar lyfjum svo að þær
gefi meira af sér. Þaö sama hefur
verið reynt við lagasmiði.
Ég hef unnið allt þetta ár. Fyrst
var ég á hljómleikaferðalagi,
siðan tók við plata Warrens, og
loks tók ég að hljóðrita mina eig-
in.
ZZ: Plata Wa. "ons Zevons er sú
fyrsta sem þú stjórnar upptöku á.
Hefuraldrei vaknaðáhugihjá þér
að starfa að sliku fyrir einhvern
annan?
JB: Ég hafði i hyggju að stjórna
upptöku á plötu Jack Tempchins.
En það verkefni kom upp á sama
tima og plata Zevons. Mig minnir
að Glen Frey hafi einnig haft
áhuga á að stjórna upptökunni
hjá Jack Tempchin, en skort
tima. Jack stofnaði nú hljóm-
sveit, sem hann nefndi The Funky
Kings. Þeir hljóörituöu eina plötu
fyrir Arista. Þeir eru allir hálf
skeggjaðir, ganga um i sjúsk-
uðum fötum, og haltra um likt og
mörgæsir. Sannkallaðir Funky
Kings... og verulega góðir. Mér
skilst á öllu, að þeir eigi erfitt
með að koma plötunum i verzlan-
ir sökum þess að albúmið er allt
þakið hljómsveitum á borð við
Harold Melvin and the Blue
Notes, þannig að fólk á i erfiöleik-
um með að finna plötuna i rekk-
um ljómplötuverzlana.
ZZ: Eru það einhverjir fleiri sem
þú hefur áhuga á að vinna með?
JB: Nei, ég hef i rauninni ekki
fundið fleiri. Ég held áfram aö
stjórna upptökum fyrir Warren,
sem er mjög skemmtilegt. Hann
er góður lagasmiður... Ég á
auðvelt með að vinna mig i að
vinna að hans tónlist.
ZZ: Finnst þér þú hafa lært mikið
við gerð þessarar plötu?
JB: Vissulega! Þetta er i fyrsta
skipti er ég starfa sem upp-
tökustjóri — vegna þess að þú
getur ekki i rauninni starfað aö
eigin plötu og stjórnað upptöku
hennar samtimis. Ég hef aldrei
tekið eftir þvi hvað upptökustjóri
gerir fyrr en ég reyndi það sjálf-
ur, sem um leið ýtti undir það að
ég fékk mér annan fyrir mina
plötu.
Þegar ég var i stúdióinu með
Warren, sat ég allan timann inni i
upptökuklefanum, þar til eitt
kvöid, að ég ákvað að spila i
nokkrum lögum plötunnar.
Landau stjórnaði
ZZ: Hvernig kom það til að Jon
Landau stjórnaði upptöku á þinni
plötu?
JB: Ég hitti hann fyrst fyrir all-
mörgum árum. Ég hef t.d. oft hitt
hann á konsertum og talað við
hann, þetta þróaðist siðan upp I
ágætis vinskap. Landau var upp-
tökustjóri áður en hann gerðist
rithöfundur. 1 rauninni orsökuðu
veikindi hans þaðað hann varð að
gefa hljómplötuupptökuna upp á
bátinn. Landau gekkst undir
mjög alvarlega magaaðgerö, sem
heppnaðist mjög vel og gerði hon-
um kleift að komast aftur i
hamborgarana og næturlifið.
ZZ: Hefurðu heyrt einhverjar af
þeim plötum sem Landau stjórn-
aði upptöku á hér áður, — MC5,
Livingstone Taylor eða
Springsteen t.d.?
JB: Vissulega! Landau er einn af
þessum fáu, sem hefur þann
eiginleika að geta hlustað á tján-
ingar fólks. Þetta er eitthvaö það
jákvæöasta i fari upptökustjórn-
anda. Hvaða afstöðu svo sem
hann tekurtil þess sem þú segir.
Þanriig byggjast upp rökvisar
umræður. Við Landau fórum t.d. i
gegnum allt sem ég hafði áður
sent frá mér.
ZZ: Mig undrar aö tónlistargagn-
rýnendur stigi ekki einu skrefi
lengra og stjórni upptökum á
plötum...
JB: Það kæmi mér ekki á óvart!
Alla vega kom ég ekki til óts við
Landau sem blaöamann heldur
sem upptökustjóra.
Syng betur þegar ég
spila ekki
ZZ: Þegar þú hafðir nú fengið
upptökustjórnanda sem þú
trevstir, hvers vegna spilar þú þá
varJa nokkuð á plötunni sjálfur?
JB: Staðreyndin er sú, að ég syng
betur þegar ég spila ekki, og ég
spila aftur á móti betur þegar ég
syng ekki... Þetta var einungis
eitt af þvi sem við uppgötvuöum.
ZZ: Þegar þið John Landau áttuö
þessar miklu umræður fyrir upp-
tökuna, hafðirhu þá eitthvað
áþreifanlegt til að sýna honuro?
JB: Svona sitthvað. Hluta úr titil-
lagi plötunnar „The pretender”
Ég hafði fullmótað megin hug-
myndina i sambandi við það lag.
Það var mikil spenna og æsingur
þegar ég spilaöi fyrir hann lagið.
Aftur á móti reyndi Landau að fá
mig til að endursemja annað lag,
vegna þess einfaldlega að hann
skildi ekki hvað ég var að gera
eða tjá. Þessar umræður áttu sér
stað um lagið „Daddy’s tune”
sem er i tveimur hlutum. Landau
vildi láta mig endursemja seinni
hluta lagsins. Þaö var ekki fyrr
en ég hafði lokið við að semja
textann, að Landau skynjaði lag-
ið.
ZZ: Þannig að raunverulega
hafðir þú enn neitunarvaldið um
hvað skildi gera?
JB: Ég hef trú á þvi að lista-
maðurinn geri það alltaf. Staöan
getur þó breytzt þegar upptöku-
stjórinn er ráðinn fyrir hönd út-
gáfufyrirtækisins. Þetta var ein
ástæðan fyrir þvi, jafnvel mörg-
um árum áður en ég hljóðritaöi
mina fyrstu plötu, að ég ákvaö að
vinna ekki með upptökustjórn-
anda.
Þegar ég lýsti þvi yfir að ég
hefði ekki i hyggju að fá mér
upptökustjórnanda, töldu vinir
minir mig brjálaðan, en ég sagði,
„Sjáið þið til, ég er enn list'a-
maðurinn, og min skoöun ræður
enn úrslitum”. Upptökustjórn-
andinn er likt og ráðgjafi. Hann
er sá sem hjálpar.
Samdi lag með tengda-
móður sinni
ZZ: „Here come those tears
again” er óvenjulegt að þvi leyti
til, að þetta er i fyrsta skipti sem
þú semur lag með öðrum á plöt-
unum þinum, siðan „Take it
easy” á „For everyman”, sem
Glen Frey var skrifaður fyrir auk
þin. Nancy Farnsworth, er hún
ekki tengdamóðir þin?
JB: Jú, ég sat við pianóiö dag
einn, þegar hún kom til min, krot-
aði niður nokkrar linur og sagði:
„Jæja semdu nú lag viö þetta”.
Ég gerði það svo. Hún hefur
dundað við að semja áður. 1 raun-
inni átti hún nokkur „hit” lög á
áratugnum fyrir 1950, en það var
fyrir minn tfma. Hún vonaðist til
að þetta yrði Country söngur. Don
Henley var sömu skoðunar.
Þannig að einhvern tima sett-
umst við niður og sungum lagiö á
þann hátt.
ZZ: að lokum, Hvernig valdiröu
liðsmenn i þá hljómsveit sem
starfar með þér nú? Ég spyr að
þessu vegna þess að — að Dave
Lindley undanskildum leikur
enginn af þeim meö þér á plötunni
seni er nokkuð óvenjulegt.
JB: Já, kannski. Þeir voru bara
lausir og gátu slegizt i hópinn.
Lindley gekk tilliðs viö okkur á
fyrsta degi hljómleikaferöarinn-
ar um Bandarikin. Þegar viö vor-
um aö athuga hljóminn, og stilla
hljóðfærin. Hann var nýkominn
úr Evrópuferðinni með Crosby og
Nash, algjörlega tækjalaus. Það
er hans mikla hugrekki, sem hef-
ur valdið þvi, að hann er ekki
algjörlega uppurinn.
1 næsta þætti verður hljómplötugagnrýni
um ,,The Pretender” 4 =>
Viö getum 1
afgreitt
bílana
STRAX
á mjög
hagstæöu
verði og
með ábyrgð'
upp í
20.000 km
akstur
Verð kr.
2.100.010
Digranesprestakall
Aðalfundur Digranesprestakalls verður i
Safnaðarheimilinu, Bjarnhólasiig 26,
mánudaginn 23. þ.m. og hefst kl. 20.30.
Dagskrá:
Venjuleg aöalfundarstörf.
Kosið i sóknarnefnd og fl.
Kaffiveitingar.
Safnaðaríoik hvatt tii að sækja fundinn.
Stjórnin
<VEB> 'acrobat'
Lyftutengd 4ra hjóla
rakstrar og snúningsvél
5*. • s-
Þúsundir íslenzkra
bænda þekkja
Vicon acrobat
vélina.
Hún er einföld i gerð og lip-
ur i notkun. Vinnslugæði
frábær og rakar þar að auki
frá girðingum og skurðkönt-
um. Vinnslubreidd 2 m.
Verð ca. krr 112.000.
Nánari upplýsingar hjá
sölumanni.
Ghbusi
LÁGMCLI 5. SlMI 81555