Tíminn - 14.05.1977, Síða 31
Laugardagur 14. mal 1977
31
í upphafii
skal! m
Unglingalið Kefla-
vikur kemur á óvart
Keflvíkingar hafa komið mest á óvart í byrjun Islands-
mótsins í knattspyrnu. Þeir tef la nú fram mjög ungu liði
— aðeins tveir leikmenn, sem léku með „Hooley-liðinu"
fræga, eru nú eftir, þeir ólafur Júliusson og Gisli Torfa-
son. Þessir snjöllu landsliðsmenn njóta sin vel innan um
hina ungu leikmenn, semf lestir eru á aldrinum 17-19 ára.
— á sama tíma og íslands meistarar Vals eru
eins og svefngenglar ★ Skagamenn, undir
stjórn Kirby, eru komnir í vígamód
— verður háð i Prag, þar sem
Evrópumeistaramótið í
fimleikum hófst i gærkvöldi
NELLI KIM... sést hér I glæsilegu stökki á slá á Olympluleikunum i Montreal
Evrópumeistaramótiö I fim-
icikum hófst i gærkvöldi i Tékkó
slóvakiu. Allir fremstu fimleika-
menn Evrópu verða I sviðsljósinu
i Prag og verður keppnin tví
mælalaust glfurlega hörð. Flestir
blða spenntir eftir viðureign
Nadia Comaneci, hinnar frábæru
fimleiksstjörnu frá Rúmenlu og
Nelli Kim frá Rússlandi, en þær
háðu harða keppni á Olympiu-
leikunum i Montreal s.I. sumar
— Hver er hættulegasti keppi-
nautur þinn á Evrópumeistara-
mótinu?
Þessi spurning var lögð nær
samtimis fyrir fimleikastjörn-
fimleikastjörnurnar Nadia
Comaneci og Nelli Kim.
Og svörin voru:
— Nelli Kim.
— Nadia Comaneci.
Ekkert er eðlilegra en einmitt
þessi svör, það eru einmitt þessar
tvær iþróttakonur sem. eru
fremstar i flokki fimleikakvenna í
heiminum nú. A ÓL-76 I Montreal
gekk Comaneci betur en Kim og
varð óumdeilanlegur sigurveg-
ari. Nú á að halda keppninni á-
fram.
— Stelpurnar i landsliðinu eru
farnar að kalla mig „Kimanelli”"
— það hljómar betur á móti
Comeneci, og ég er ekkert á móti
þvisegirNelli.Samterhenni ekki
gefið hvaða viðurnefni sem er.
T.d. móðgast hún þegar einhver
kallar hana „Járn-Kim”. En
gagnvart „Kimanelli” sýnir hún
óvenjulegt umburðarlyndi.
Nelli verður tvitug i júli. Hún
býr i iðnaðarborginni Tsimkent i
sovétlýðveldinu Kasakstan og les
utanskóla við íþróttaháskólann i
Alma-Ata, þótt hún sé alls ekki
viss um að framtiðarstarf hennar
verði þjálfun. Nelli viðurkennir
fúslega að hún hafi mikinn áhuga
á tungumálum og stundi ensku-
nám af fyllstu alvöru.
A EM i Prag verður Nelli Kim
fyrirliði sovézka landsliösins I
fyrsta sinn. „Mér fannst alltaf
eins og ég væri á bak við stein-
vegg þegar ég var fyrir aftan þær
Turisjevu og Korbut” — segir
hún. „Nú er ég númer eitt, en ég
er ekkert hrædd við það, ég hef
aldrei verið hrædd við ábyrgð”.
Sem kunnugt er kom Comaneci
fram fyrir skömmu I fyrsta sinn
eftir ÓL. Hún tók þátt utan keppni
i alþjóðlegu móti í London og varö
sigurvegari þar. Nelli segist hafa
reynt að hvila sig á fimleikum
eftir að hún kom heim frá Mon-
treal, en eftir örstuttan tima hafi
hún veriö komin á stjá. 1 sam-
vinnu við þjálfara sinn Vladimir
Bajdin ákvaö hún að flýta sér
ekkert enda var það fyrirfram á-
kveöið að hún tæki þátt I EM og
hún þurfti ekki að taka þátt i
neinni keppni áður. I stað þess
notuðu þau timann til að endur-
nýja „prógrammið” i ró og næöi.
Endurnýjunin er aðallega fólgin I
þvi að gera æfingarnar flóknari.
„Lifið neyöir mann til þess” —
segir Nelli andvarpandi.
Þetta andvarp er auðskilið. Við
sáum 12-15 ára stelpur á æfing-
um, og voru þær að keppa um þau
sæti sem nýlega losnuðu i lands-
liöinu, sæti Ljúdmilu Túrisjevu,
Olgu Korbut og Elviru Saadi, sem
allar tilkynntu nýlega að þær ætl-
uðu að hætta. Nýju stelpurnar t.d.
Jelena Davidova, Jelena
Mukhina og Stella Zhakharova og
Nadjesda Teresjenko, eru sann-
kallaðir ofurhugar og dirfska
þeirra fær hárin til að risa á höfði
manns. Ólympiufararnir Svetl-
ana Grosdova og Maria Filatova
Framhald á bls. 11
árs fjarveru i 1. deildarkeppninni.
Það er greinilegt að Eyja-
Framhald á bls. 11
Knatt-
spyrna
— um helgina
LAUGARDAGUR:
1. Deild:
Keflavik-Valur...........kl. 2
Fram-Þór Melavöllur .......2
Akranes-Breiðablik ........3
2. Deild:
Völsungur-Þróttur Nes......3
Haukar-Reynir Ars..........4
SUNNUDAGUR:
1. Deild:
FH-Vestmannaey.............2
MANUDAGUR:
1. Deild:
KR-Vikingur, Melavöllur....8
Hinir ungu leikmenn Keflvik-
inga, undir stjórn Hólmberts
Friðjónssonar, hafa sýnt gifur-
lega leikgleði og baráttu i leikjum
sinum, og hefur það haft mikið að
segja. Þrátt fyrir góða byrjun, er
ljóst að Keflvikingar eiga þó
nokkuð eftir i land, til að geta
flaggað fullmótuðu liði. —
Reynslan er ekki nóg hjá leik-
mönnum þeirra, til þess. En eitt
er vist, að efniviðurinn er fyrir
hendi og þvi er framtiðin björt hjá
Keflvikingum
Hættulegt tímabil hjá Val
A sama tima og leikmenn
Keflavikur sýna leikgleði og bar-
áttu, koma leikmenn íslands
meistara Vals á óvart með getu-
leysi sinu. Þeir eru langt frá þvi
að vera eins lifandi og sl. keppnis-
timabil þegar allt lék i lyndi.
Maður hefur það á tilfinningunni,
að nú sé runnið upp hættulegt
timabil hjá Valsmönnum — og
undirritaður er hræddur um, að
það sé frekar sálfræðilegt, en
knattspyrnulegt. Það hefur ekki
farið fram hjá neinum, sem hefur
fylgzt með Valsliðinu að undan-
förnu, að forráðamenn og þjálfari
liðsins ætlast til mikils af leik-
mönnum — og i fljótu bragði virð-
ist vera búið að ala upp of mikið
sjálfsöryggi hjá þeim.
Leikmenn Vals, sem flestir eru
mjög ungir, halda að þeir séu al-
veg ómissandi, enda fá þeir aldrei
hvild, þótt þeir eigi mjög slaka
leiki. Leikmenn Vals vita, að þeir
eru sjálfsskipaðir i liðið — það eitt
hefur mjög slæm áhrif, þvi að
þegar ungir leikmenn þurfa ekki
lengur að berjast fyrir sætum sin-
um i liði, þá er búið að bjóða hætt-
unni heim.
Valsmenn hafa orðið fyrir áfalli
frá sl. keppnistimabili — þeir
hafa misst þá Hermann Gunnars-
son, Kristinn Björnsson og Vil-
hjálm Kjartansson. Þessir leik-
menn hafa skilið eftir sig stór
skörð, sem ekki verða fyllt á
næstunni. Ef þessir þrir leikmenn
hefðu haldið áfram að leika með
Val, þá hefði komið sú samkeppni
um stöður i liðinu, sem greinilega
þarf að vera.
Það er ekki hægt að aískrifa
Valsmenn, þótt þeir hafi byrjað
illa. Valsmenn eiga yfir góðum
knattspyrnumönnum að ráða,
sem vitað er að geta gert góða
hluti þegar þeir komast á skrið.
Nú er spurningin — hvenær fara
þeir i gang?
Það er greinilegt, að nú er
hættulegt timabil hjá Valsmönn-
um. — Þeir hafa misst lvkilmenn
frá sl. árf og þar með hefur
þrengzt um hópinn. Þvi má ekki
bera mikið útaf — meiðsli eða
annað til að hættuástand skapist i
hinni hörðu keppni, sem fram-
undan er.
Skagamenn í vigamóði
AKURNESINGAR — hafa
mætt ákveðnir til leiks, undir
stjórn hins snjalla þjálfara
George Kirby, sem gerði þá að
Islandsmeisturum 1974 og 1975.
Kirby hefur nú byrjað, þar sem
frá var horfið. — Hann hef
ur komið á festu hjá hinum ungu
leikmönnum Skagamanna, sem
hann ól upp þegar hann kom hing-
Þróttarar
sigrudu
Þróttarar unnu sigur (1:0) yfir
Armenningum i fyrsta leik 2.
deildarkeppninnar i knattspyrnu
á Melávellinum sl. fimmtudags-
kvöid. Páll Ólafsson skoraði
mark Þróttar.
Einvígi
Kim og
Comaneci
að fyrst. Skagamenn eiga á að
skipa mjög skemmtilegu liði,
skipað ungum léttleikandi leik-
mönnum — að mestu leyti, en
með þeim leika eldri leikmenn,
sem skapa vissa kjölfestu — það
eru þeir Jón Gunnlaugsson, hinn
baráttuglaði fyrirliði, Jón
Alfreðsson og Björn Lárusson.
Þótt leikmenn Akurnesinga séu
ungiraðárum, þá hafa þeir hlotið
miklu meiri reynslu heldur en
t.d. hinir ungu leikmenn Vals —
og sú reynsla á eftir að koma
þeim að miklu gagni i sumar.
Skagamenn hafa þá fengið góðan
liðsauka, þar sem eru þeir Krist-
inn Björnsson, fyrrum landsliðs
maður úr Val, og Jón Þorbjörns-
son, markvörður úr Þrótti. Krist-
inn fyllir upp i það skarð, sem
Teitur Þórðarson hefur skilið eft-
ir sig og Jón fyllir upp i það skarð,
sem Davíð Kristjánsson skildi
eftir.
Skagamenn hafa synt það i
byrjun tslandsmótsins, að þeir
eiga eftir að láta mikið að sér
kveða i sumar — og það verður
gaman að fylgjast með þeim.
Framarar rakna úr roti!
Framarar komu á óvart i fyrsta
leik sinum — gegn Vestmannaey-
ingum. Þeir voru afspyrnulélegir
og höfðu litinn áhuga á þvi, sem
þeir voru að gera, Þetta var einn-
ig upp á teningnum i fyrri hálfleik
gegn FH-ingum i Hafnarfirði á
miðvikudagskvöldið. En þegar
þeir mættu til leiks eftir leikhlé,
sýndu þeir gamla takta — börðust
og tóku leikinn algjörlega i sinar
hendur og unnu 3:0. Með sama
áframhaldi verða Framarar með
i baráttunni um meistaratitiiinn i
ár, eins og undanfarin ár. Þeir
hafa orðið fyrir blóðtöku, þar sem
þrir af beztu leikmönnunum hafa
ekki getað leikið með að undan-
förnu — þeir Jón Pétursson, As-
geir Eliasson og Pétur Ormslev,
sem eru allir meiddir. Þegar
þessir leikmenn verða komnir i
gagnið, verður Fram-liðið aftur
sterkt.
Líflegir Eyjamenn
VESTM ANN AEYINGAR —
hafa mætt liflegir til leiks, eftir