Tíminn - 21.05.1977, Page 5

Tíminn - 21.05.1977, Page 5
Laugardagur 21. mal 1977 5 Korpúlfsstafiir. Glæsileg bygging sem senn hefur lokiO sinu upprunalega hlutverki. Mikiit hluti ibúOahverfa IReykjavik er rofinn úr sambandi viO strandlengjuna, séreinkenni borgarinnar. — Er eitthvaO nýtt I þessu skipulagi? — A6 því leyti, aö þaO er reynt að flétta saman við byggðina iðnaði og þjúnustu. Sú ráðstöfun gefur fyrirheit um, að betri nýting fáist i vinnukrafti, og umferðarvanda- mál verði minni. Nýting vinnukraftsins er reyndar for- senda fyrir þvi að við getum rekið þetta þjóðfélag, og verður skipulagið að sjálfsögðu að taka mið af þvi. Við þurfum ekki annað en lita til nýju hverfanna i Breiðholti til þess að sannfærast, en þar eru atvinnumöguleikar fáir og fólksflutningar afar miklir og erfiðir. — Er stuðzt viO útlendar fyrirmyndir varOandi skipu- lagið? — Nei! Okkur Islendingum hættir oft til að gripa ýmsar erlendar hugmyndir ómeltar á hinum ýmsu sviðum þjóö- lifsins. En það sem er þýðingarmest fyrir okkur, er að byggja upp vjð þær aðstæður, sem við búum við, en þær eru að mörgu leyti mjög frábrugðnar þvi, sem annars staðar gerist. — Hvernig var unniö að skipulaginu viö úlfarsfell? — Svo til ósnortið land eins og Úlfarsfell býður upp á mjög skemmtilega möguleika. Viö landnámið, þ.e. þegar landið var numið, var beitt hinni svokölluðu glæruaöferð. Sú aðf|fð er mjög þekkt við lausn ýmissa vandamála, en er nú riotuð hér á landi I fyrsta sinn við skipulagningu. — Niðurstööur urðu þær, að gert er ráð fyrir 5 stórum Ibúðaklösum, sem hver um sig er klofinn i minni einingar eða skólasvæði alls 10, meö u.þ.b. 5 þúsund Ibúum hver og er þvigert ráðfyrir að á svæðinu búi 50þúsund manns. Að sjálfsögðu eru mörg vandamál, sem fléttast inn i þessa vinnu, eins og áburðarverksmiðjan, sem er á svæð- inu. Menn spyrja sig, hvort koma eigi olluhöfn fyrir úti I Svipmót gamla bæjarins, sem stefnt er aöaö varöveita. Ef grannt er skoöaö má sjá aö vlöa þarf aö lagfæra og byggja I húsaskörö. Geldinganesi og hvað gera skuli við Kerpúlfsstaöi. En þessi atriði ásamt fjölmörgum öðrum, stórum og smáum, munu koma til nánari umfjöllunar á deiliskipulagsstigi. — Hvaðan ætliö þiö aö fá 50 þúsund manns? — Sannleikurinn er sá, að spá Framkvæmdastofnunar um fólksfjölgun á skipulagstimabilinu eða fram til 1995 er ekki nema ca. 15-17 þúsund manns. Með hliðsjón af þvi, aö byggingarsvæðin i Breiðholti verði fullbyggð, auk Eiðs- granda, svo og þeir ónýttir byggingarmöguleikar i borg- inni annars staöar, þyrfti e.t.v. aðeins að byggja litinn hluta af úlfarsfellslandi. Að sjálfsögðu er svæðið framtiðarbyggðarland borgar- innar. Þó kann það að vera skynsamlegt að fara ekki of geyst I framboð lóða á svæðinu til þess aö hafa nokkra stjórn á skipulagi borgarinnar i heild. Gamli bærinn — Hver veröa örlög gamla bæjarins? — Samþykkt skipulagsnefndar um endurbyggingu gamla bæjarins er sú að viðhalda svo sem kostur er svip- móti hans eins og hann er nú. Ein aðalforsenda fyrir þess- ari samþykkt er notagildissjónarmið, þ.e. að nýta sem beztþann húsakost, sem fyrir er, auk þess sem gatnakerf- ið er notað nánast óbreytt. — En það er ekki nóg, að svip- mót byggðarinnar haldi sér, heldur verður einnig að stuðla að þróun skemmtilegs andrúmslofts I bænum. Þetta getum við gert með þvi að nýta þá möguleika, sem þar hafa þróazt I atvinnulegu og þjónustulegu tilliti. Einn- ig er mjög brýnt, að húsnæðismálajöggjöfin verði rýmkuð á þann hátt, að hærri lán séu veitt við'úppbyggingu og lag- Þaö er ekki sizt andrúmsloft borgarinnar, sem þarf aö varöveita. færingu gamalla húsa. Ungu fólki, sem til þessa hefur orð- ið aðsækja allt sitt I yngri hverfin, yröi þannig gert kleift að búa um sig i gamla bænum, og kynslóðabil á milli hverfa myndu stórum minnka. — Er stefnan svipuö og áriö 1965? — Nei. Þessi markmið eru að verulegu leyti i andstöðu við aðalskipulagiö frá 1965, en þar var gert ráð fyrir meiri gatnaframkvæmdum, fleiri bifreiðastæðum og almennt meiri uppbyggingu. Hvað gatnaframkvæmdir varöar, má t.d. geta þess, að breikkun Grettisgötu er niður felld. Hætt er viö að láta Suðurgötu ganga I gegnum Grjótaþorp, og Geirsgötubrú er ekki á dagskrá á skipulagstimabilinu. Slegið hefur verið af kröfum um bifreiðastæöi, og er gert ráðfyrirfærri bllum irini á svæðinu. Atvinnu- og þjónustu- húsnæðier gertað sjá fyrir einu bilastæði á hverja 150 fer- metra, en var áður eitt stæði á hverja 50 fermetra. Um- fram bifreiðastæöin verður svo að leysa utan svæðisins. — Eru menn sammála um þessi markmiö? — Það kann að vera að einhverjir telji, aö nútimalegri uppbygging kæmi til greina. Aðrir telja að þessar tillögur gangi of langt. Þetta eru vissulega allt matsatriöi. Égheld, aö hin hraða uppbygging nýju hverfanna, biöin eftir aðlaðandi umhverfi, skortur á félagslegri aðstöðu og þjónustu af ýmsu tagi, sannfæri fólk um, að það sem eldra er og rótgrónara, sé nokkurs virði. — Oftast heyrist, aö uppbyggingin sé of hröö. Hvaö finnst þér um þaö? — Til þess að átta sig ögn betur á þessu atriði er rétt aö hafa tvennt i huga. 1 fyrsta lagi þá úttekt á nýtingu svæðis- ins, sem gerð var árið 1975 og leiddi i ljós, að fbúöarfer- metrar voru u.þ.b. 327 þúsund og atvinnu- og þjónustufer- metrar u.þ.b. 474 þúsund. 1 öðru lagi þá tillögu Þróunar- stofnunar sem. gerir ráð fyrir um 26% aukningu ibúöar- húsnæðis og 35% aukningu hvað varðar atvinnu- og þjón- ustuhúsnæði. Séu auð svæði og skörö i húsaröðum höfö I huga, er þessi aukning að minu mati ekki f jarri lagi. Að sjálfsögðu eru þetta aöeins viömiðunartölur. E.t.v. er hugsanlegt að hlutur ibúöarrýmisins yrði stærri. — Hver veröur þá ibúaaukningin? — I dag búa á athugunarsvæöinu u.þ.b. 4000 Ibúar. Aukningin miðað við tillögur Þróunarstofnunar er u.þ.b. 3000 ibúar eða samtals 7000. — Hverjir unnu að þessu verkefni? — Þróunarstofnun Reykjavikur fól Teiknistofunni Garðastræti að vinna að þessu verki. Hún samdi greinar- gerðir og áætlanir um tilhögun verksins. Það má til gam- ans geta þess, að fyrir utan uppmælingu svæðisins á húsa- kosti eins og áður er getið, var gerö sérstök talning trjáa með það fyrir augum að friða þau og varöveita. — 1 hverju er skipulagsstarfið fólgiö? — Tillaga um landnotkun var lögð fram og gerð svæða- skiptingu. Þrennt var haft i huga viö skiptinguna, fram- kvæmdir, endurnýjun og friðun. A framkvæmdasvæðum eráætluðmikil uppbygging. Þar inn i falla t.d. auðu svæð- in við Skúlagötuna. A endurnýjunarsvæðunum er gert ráð fyrir lagfæringu og uppbyggingu húsanna, án þess að svipmót umhverfisins raskist. Friðunarsvæöi eru þeir staðir, þar sem umhverfi og byggingar eru friðaðar. — Er ekki miklu erfiöara aö vinna aö endurskoöun gamla bæjarins en t.d. Úifarsfellssvæöinu? — Jú, auk umhverfissjónarmiða koma mörg vandasöm atriði við sögu, réttur einstaklingsins, samræmingaratriöi litilla lóða, sem ekki eru nýtanlegar út af fyrir sig og svo stefnumarkandi þættir, sem málið varðar. — Hvaöa skipulagsaöili sér um þennan þátt? — Þetta er góð spurning. Hann er nefnilega ekki til i dag. En það er alveg nauðsynlegt, að þeir, sem vilja við- halda húsum eða byggja i gamla bænum, geti snúiö sér til Sums staðar þarf meiri háttar uppbygging aö eiga sér stað. hæfs aðila á vegum skipulagsyfirvalda. Sá ætti að geta veitt nauðsynlegar upplýsingar og’komíö þeim sjónarmiö um á framfæri, sem stefnt er að. Hann gæti einnig haft frumkvæði i málinu og séð um deiliskipulagsvinnu. — Ef viö minntumst á þróun opinberra stofnana? —■ Nýlega var samþykkt tillaga i borgarstjórn einmitt þess efnis, að komið verði á samstarfi milli rikis og borgar um tilhögun opinberra stofnana i gamla bænum. Þetta hlýtur að sjálfsögðu að hafa mikil áhrif á skipulagsvinn- una. — Hins vegar hefur það lengi verið min skoðun, að rikið ætti að kanna þann möguleika hvort ekki væri hægt að koma aðstöðu þess fyrir á skipulegan hátt. T.d. á svæði, þar sem hægt væri að gera heildaráætlun fyrir stofnanir þess. Þá hef ég i huga nýja miðbæinn við Kringlumýrar- braut. Slikt fyrirkomulag myndi m.a. hindra byggingar á Arnarhólstúni. — Hvaö með Bernhöftstorfuna? — Rætt hefur verið um að friða Torfuna og lffga hana upp með tilhlýðilegri starfsemi. Þá hafa verið kynntar hugmyndir um stjórnarráöshús á staðnum. Ef valið er á milliþessara tveggja kosta, tel ég þann fyrrnefnda betri. Fyrir nokkrum árum var haldin samkeppni um upp- byggingu Bernhöftstorfu, og komu þá margar athyglis- verðar tillögur fram. Væri ekki rétt aö kynna almenningi þær betur? — En hvaö meö Grjótaþorp? — Það hlýtur að skipta miklu máli, hvernig staðið verö- ur að uppbyggingu Grjótaþorps.með tilliti til upplifgunar Vlöa I gamla bænum er svipmót umhverfisins aölaöandi og gætt listrænum þokka. miðbæjarins. Lifið i miðbænum er á undanhaldi vegna fyrirferðamikilla afgreiðslustofnana, sem þar hafa hreiðrað um sig. Með hellulagningu Lækjartorgs og Austurstrætis hefur verið mörkuð stefna um göngu- og úti- vistarsvæði I miöborginni. Eðlilegt framháld þeirrar stefnu er að helluleggja Austurstræti allt og torgin beggja vegna Aðalstrætis. Grjótaþorp er kjörið svæði til þess aö endurlifga miöbæinn. — Hvaö þýöir uppbyggingin mikla röskun á Grjóta- þorpi? — Frá minum bæjardyrum séð, skiptir ekki höfuðmáli, hvort um er aö ræða meiri eða minni nýbyggingar á svæð- inu,efframangreindu markmiði er náð. Það þarf augljós- lega að vernda nokkur hús, eins og td. Silla og Valda hús- ið, elzta hús IReykjavIk.en stefna ætti að þvi að friða frek- ar húsaþyrpingar og húsaraðir heldur en einstök hús. Góður möguleiki er að friða húsaþyrpinguna vestan viö Aðalstræti á horni Hafnarstrætis og Vesturgötu, svo og hús, sem standa að torgunum tveimur við Austurstræti. Samþykkt á skipulagi Grjótaþorps var frestaö i borgar- stjórn vegna þess að það eru ekki öll kurl komin til grafar, m.a. vantar úttekt á verndunar hæfni húsanna.sem unnin er á vegum Arbæjarsafns. — Ilverjar helduröu aö framkvæmdirnar veröi nú? — Ég tel mig hafa ljáð góðu máli lið og treysti á, aö unn- ið verði að framkvæmdum skipulagsins af jafn miklum krafti og undirbúningi þess. Standa á að útliti og umhverfi höfuðborgarinnar svo að fullur sómi sé að, sagði Helgi Hjálmarsson að lokum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.