Tíminn - 21.05.1977, Blaðsíða 35

Tíminn - 21.05.1977, Blaðsíða 35
Laugardagur 21. mal 1977 35 50 nemendur i þroskaþjálfaskóla A siöastliðnu ári fór fram gagn- gerð endurskipulagning á starf- semi Þroskaþjálfaskóla tslands. Skólinn starfar samkvæmt lögum um fávitastofnanirog hefur verið i beinum tengslum við aðalfávita- hæli rikisins i Kópavogi. t vetur voru gerðar nokkrar breytingar á þeim lögum sem m.a. fólu i sér, að skólinn er ekki lengur bundinn við eina stofnun og aðskilið er nú starf forstöðumanns Kópavogs- hælis og skólastjóra. Skólastjóri Þ.S.t. skal hafa lokið háskólaprófi i uppeldis- og sálarfræði eða sér- kennaraprófi frá viðurkenndum háskóla. Starf skólastjóra er nu laust til umsóknar. Skólinn hóf starf samkvæmt hinni nýju tilhögun 15. okt. sl. i bráðabirgðahúsnæði i húsákynn- um Námsflokka Reykjavlkur i Miðbæjarskólanum. Hinn 10 janúar hófst kennslan svo i ný- uppgerðu húsnæði i Kópavogi. Gamla heilsuhælið, sem reist var i túnfæti Kópavogsbæjarins árið 1926 fyrir berklasjúklinga og varð siðar skjól seinustu holdsveiki- sjúklingum hér á landi, hefur öðlazt nýtt hlutverk þar sem þvi er ætlað að hýsa skóla fyrir þroskaþjálfa. Skólinn er þriggja ára skóli og heyrir undir heilbrigöis- og tryggingamá laráðuney tiö. Skólanum er sett samkvæmt reglugerð sérstök stjórnarnefnd og er Ingimar Sigurðsson, deildarstjóri i heilbrigðisráöu- neyti, formaður hennar. Dagleg- an rekstur i vetur hefur Bryndis Viglundsdóttir, umsjónarkenn- ari, haft með höndum. Skólatimi er árlega frá 1. sept. til 31. mai;sumarleyíi er 3. mánuðir og skiptist skólaarið i bóklegar og verklegar annir. Verknám er u.þ.b. þriðji hluti námsins. Bóklegt nám fer fram i húsakynnum skólans I Kópavogi en verklegt nám á ýmsum stofn- Óvenjulegir tónleikar F.I. Reykjavik. — 1 dag koma fram á vegum Tónlistarfélags Reykjavikur i Háskólabiói tveir frábærir listamenn: PeterPears, tenórsöngvari og Osian Ellis hörpuleikari. Þetta eru mjög óvenjulegir tónleikar, þar sem hér er um að ræða mjög sjald- gæfa samsetningu, hörpuleik og tenórrödd. Á efnisskrá tónleik- anna i dag eru verk eftir Purcell, Schubert, Parry, Poulenc og sið- ast en ekki sizt Britten. 40 sicfur suiuiudaga unum, sem vangefnir og þroska- heftir dveljast á. Auk tveggja fastráðinna kenn- ara starfa 17 stundakennarar við skólann og starfsmaður i skrif- stofu i hálfu starfi. Fyrirlesarar koma að jafnaði einu sinni i viku oghalda erindi um ýmis efnieða sýndar eru fræðslumyndir. Helztu námsgreinar eru: Uppeldis- og sálarfræði, móður- málsgreinar, hand- og tónmennt og heilbrigðisgreinar. Verklega námið fer fram undir eftirliti og verkstjórn verknámskennara skólans á þeim stofnunum sem skólastjórn viðurkennir og heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytið samþykkir. Um 50 nemendur voru i skólan- um s.l. vetur, þar af 4 piltar. 1 vor munu 13 þroskaþjálfar útskrifast frá Þroskaþjálfaskóla Islands. Skólauppsögn verður föstudag- inn 27. mai i Félagsheimili Kópa- vogs og hefst klukkan 16.00 O Iðnkynning hundruð ibúa, hafi um tvö hundruð og áttatiu atvinnu sina af iðnaði. Eru þar i taldir allir fastráðnir starfsmenn iðnfyrirtækja, iðnlærðir, iðn- nemar, sem eru margir, iðn- verkafólk og skrifstofufólk. Fiskiðnaður er þar ekki með- talinn, en samkvæmt þessu er um þriðjungur vinnuafls á Sauðárkróki i iðnaði. Hér fer á eftir skrá um iön- starfsemi i Skagafirði, en hún birtist I Iðnkynningarbækl- ingi, sem gefinn var út i tilefni iðnkynningarinnar. Segir i bæklingnum, að skrá þessi eigi aö spanna yfir flesta at- vinnurekendur i iðnaði á Sauöárkróki og Hofsósi. Byggingariðnaður: Aðal- steinn J. Mariusson, múrara- meistari, Trésmiöjan Björk, sem sinnir almennri trésmið. Trésmiðjan Borg h.f., sem stundar smiði á innréttingum, inni- og útihurðúm og hús- byggingar hvers konar. Fyllir s.f., sem stundar al- hliða málningarvinnu. Byggingarfélagið Hlynur hf., sem stundar alhliða bygg- ingarþjónustu. Trésmiðjan Ingólfur, sem smiðar innréttingar, hurðir, glugga og rekur alhliða smiðaþjónustu. Trésmiðaverkstæði K.S., sem stundar nýbyggingar og viðgerðir. Raðhús hf., sem stundar húsbyggingar. Rörasteypa Sauðárkróks hf., sem hefur pipugerð að starfssviði. Járniðnaður: Bifreiðaverkstæðið Aki, stundar almennar bila- og vélaviðgerðir. Bifreiðavérkstæði Björns og Páls, sem bifreiða- og búvéla- viðgerðir, réttingar, málun, hjólbarðaviðgerðir og fleira. Bifreiðaverkstæði K.S., sem stundar bifreiða- og landbún- aðarvélaviögerðir, bif- reiðaréttingar, bilamálun, mótorstillingar og hjóla- stillingar. Bifreiða- og vélaverkstæði K.S. Skrifstofu- og verzlunar- störf. Bifreiða- og vélaverkstæðið Sleitustöðum, almennar bif- reiða- og vélaviðgeröir, yfir- byggingar, réttingar og bila- málun. Bragi Þ. Sigurðsson, véla- verkstæði — plastgerð, viðgerðir og nýsmiöi i vél- smiði og plastiðnaður. Málmiðja Sauðárkróks, ýmiss konar málmsmiðí, loft- ristar, loftventlar, keðjukrók- ar og fleira. Stuðlaberg h.f., alls kyns framleiðsla úr málmum. Vélaverkstæði K.S., renni- smiði, nýsmiði og ýmiss konar vélsmiði. Vélaverkstæði Ræktunar- sambands Skagfiröinga, sem sér um viðhald véla sam- bandsins og stundar nýsmiði vegna landbúnaðarbygg- inga. Vélsmiðjan Logi sf., vél- virkjun, röralagnir og bílastillingar. Rafiðnaður: Alur sf., raflagnir alls kon- ar, heimilistækja- og rafvéla- viðgerðir. Radió- og sjónvarpsþjón- ustan, viðgerðir á rafeinda- tækjum. Rafmagnsverkstæði K.S. Raflagnir, raftækjaviðgerðir, viðgerðir á rafkerfum bila og búvéla. Fataiðnaður Saumastofa K.S. Fánar og alls kyns vinnufatnaður. Saumastofan Vaka Fram- leiðsla úr ofnum og prjónuðum ullarefnum fyrir erlendan markað. Sængurgerð SÍS — Saumar sængur, kodda, svefnpoka, rúmteppi og kerrupoka. Matvælaiðnaður Kjötvinnsla K.S. — Kjötiðnaður. Mjólkursamlag Skag- firðinga — Vinnsla markaðs- hæfrar neysluvöru úr mjólk. Sauðárkróksbakari— Brauð og kökur. Fjölbreytt úrval. Ýmis iðnaður Hárgreiðslustofur, Halla Rögnvaldsdóttir, Skagfirð- ingabr. 11. Iris Sigurjónsdóttir, Smára- grund 10 Kolbrún Ingólfsdóttir, Raftahlið 16 Maria Guðmundsdóttir, Birkihlið 2 Stefán B. Pedersen ljós- myndastofa — Almenn ljós- myndaþjónusta. Loðfeldur h.f. minkabú — Minkaeldi 1800 læður. Ars- framleiðsla 7000 skinn, helztu tegundir, Standard og Pastel. Loðskinn hf. — Sútun á is- lenskum gærum — Forsútuð skinn, langhára teppagærur, fóðurskinn. Framleiðslan er öll til útflutnings. Myndprent — 011 almenn prentun, prentmyndagerð og pappirssala. Iðnkynningu á Sauðárkróki verða gerð nánari skil i Timanum eftir helgi. Kaupakona óskast í sveit, ekki yngri en tvitug. Má hafa með sér barn. Uppiýsingar í sima 74862 eftir kl. 19. | Bændur-Sveit ; 12 ára drengur öskar | | eftir vinnu á góðu | í. sveitaheimili i sum- I í ar. Vinsamlegast J ! hringið i sima (91) ! ! 5-2247. : Í © „Gud hjálpar...” Valgeir: Viðfáum næga skatta, liðum engan skort en erum ekki hátekjumenni Bjóla: Ætli við fáum ekki rifleg verkamannalaun. Diddú: Suma mánuðina ekki neitt, Egill: Og aðra eitthvað meira. Válgeir: Það nægir til þess að við eigum þess kost að vinna að hugðarefnum okkar og það er mikils virði. Nútiminn: Og hvað er svo framundan? Egill: Halda áfram að búa til tónlist. Og við göngum saman út i lifið og tilveruna i sumarsins skrúð. Þetta hefði eitthvert þjóöskáldið getað sagt. Og Spilverk þjóðanna raular tvær visur af nýju plötunni: „1 lifsins garði vaxa blóm, gul og rauð og blá. Eitt er litið annað stðrt ..Einum ieyfist — annar ekki má”. Þau eiga öil sin leyndarmál sern enginn vita má. ,.Ein er rós af herrans náð önnur bara vesæi baldúrsbrá.” Kj ■III■■■HHI niniiMMiniw 11111 "I r— 1-;-■■■ n—n !!■ hmilx—_ Morgnnblaðs- skrifum mótmælt A aðalfundi Akureyrardeildar Félags menntaskólakennara var svolátandi ályktun samþykkt einu hljóði: „Aðalfundur i Akureyrardeild Félags menntaskólakennara haldinn 12. 5.1977 lýsir yfir andúð sinni á endurteknum skrifum Morgunblaösins i vetur sem hafa miðað að þvi að tortryggja kennslu i þjóðfélagsfræðum, bók- menntum og liffræði og vistfræði. Kennslu, þar sem reynt er aö fá nemendur til að skoða umhverfi sitt i viðu samhengi og vekja með þeim gagnrýna umræðu. 011 slik umræða er i eðli sinu pólitisk, hvort sem niðurstöður eru i sam- ræmi við stefnu Morgunblaðsins eða ekki. Skrif Morgunblaðsins hafa ein- göngu snúizt um þær niðurstöður i fræðum þessum, sem eru and- stæðarstefnu þess, og hljóta þessi skrif þvi að skoðast sem tilraun til að standa vörð um þá einhliða innrætingu,semalltoflengi hefur einnkennt kennslu i isienzkum skólum”. Heilsuverndarstöð Reykjavikur óskar að ráða: Hjúkrunarfræðinga við heimahjúkrun, skóla og barnadeild. Sjúkraliða við heimahjúkrun i afleysing- ar. Ljósmóður á mæðradeild. Upplýsingar gefur hjúkrunarfram- kvæmdastjóri i sima 22400. Selfoss, lóðahreinsun Árleg lóðahreinsun fer fram i mai, og á að vera lokið fyrir 1. júni. Starfsmenn Selfosshrepps munu aðstoða við flutning af lóðum. Simi Áhaldahússins er 1388. Heilbrigðisnefnd Selfosshrepps Sveitarstjórinn, Selfossi. Rangæingar Fyrirhugað er að starfrækja á komandi vetri við skólann á Hvolsvelli 5. bekk, al- menna bóknámsdeild, ef næg þátttaka fæst. Umsóknir berist fyrir 1. júni, 1977 til skólastjóra sem veitir nánari upplýsingar. Skólanefnd. Sauðórkrókur Sjúkrasamlag Sauðárkróks auglýsir eftir framkvæmdastjóra sem getur byrjað störf ekki seinna en 15. júli. Upplýsingar gefur Esther Jónsdóttir. Simar (95) 51-33, (95) 52-87. Umsóknir sendast Huldu Sigurbjörnsdótt- ur, Skagfirðingabraut 37, fyrir 15. júni. Sjúkrasamlag Sauðárkróks. Lífeyrissjóður Verkalýðsfélaganna ó Suðurlandi auglýsir eftir umsóknum um lán úr sjóðn- um. Umsóknarfrestur er til 28. mai nk. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa sjóðs- ins, Eyrarvegi 15, Selfossi. Stjórnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.