Tíminn - 21.05.1977, Blaðsíða 25

Tíminn - 21.05.1977, Blaðsíða 25
Laugardagur 21. mai 1977 25 lesendur segja Hvers vegna láglaunaland? 1 sjónvarpi á föstudag 6. mai s.l. var gerð tilraun til saman- burðar á launum, verðlagi á vöru, sköttum og öörum fram- færslukostnaði milli Islands og Danmerkur. Að visu nokkuð lausleg tilraun, samt sem áður gaf hún ákveðnar visbendingar, Þættinum lauk með rabbi 3ja manna, sem veltu fyrir sér or- sökum þess að ísland er lág- launaland, þótt þjóöarfram- leiðsla ætti að benda til annars. Mjög er eðlilegt að spurt sé um þetta, hitt finnst mér furðu- legra hve margir eru seinir að átta sig á aðalorsök þessa fyrir- bæris. t umræðuþætti þessum komu fram ýmsar skýringar, svo sem um aðstöðumun okkar vegna fámennis, landstærðar o.fl. sem er út af fyrir sig rétt. Samt fannst mér menn aldrei komast að aðalatriöinu, þó jaör- aði við það eins og i óljósu fálmi. 1 huga minum er enginnefi hver er hér aðalórsök. Það er verð- bólgan. Ekki aðeins með óbein- um áhrifum vegna fjárfestingar i steinsteypu, heldur með bein- um áhrifum sem hægt er að rekja, ef málið er athugað. Hækkun kostnaðarliöa vegna verðbólgu kalla á hærra verð vörunnar. Sé um útflutning að ræða er framleiðandi algjörlega háður verðlagsþróun i viðtöku landinu. Þegar hjólin eru að hætt að snúast og hrun blasir viö hefur vandinn verið leystur með þvi að lækka gengið. Þetta hafa veriö árvissir atburðir um ára- tugaskeið, með örfáum undan- tekningum ef framleiðsla okkar hefur hækkað sérstaklega, eins og t.d. á s.l. ári. Sú hækkun frestaði gengislækkun hjá okkur ef til vill um eitt ár, en hún gerði ekkert meira. Mér finnst reynslan hafi sýnt það að atvinnuvegir sem berjast við 35-50% árlega verðbólgu reynast algjörlega ómegnugir þess að hækka kaup, fyrr en þeirri óáran er aflétt. Það er augljóst að það skapast sjálf- virkt kerfi, sem heldur kaupinu i algjöru lágmarki og það mun haldast unz þessi vitahringur er rofinn. Gunnar Grimsson Her og herfjötrar Þegar Bandarlkjamenn fóru fram á herstöðvar á tslandi til 99 ára eftir siðustu heims- styrjöld, mátti heita aö þjóöar- eining rikti um að hafna þeim tilmælum. Reyndar voru til menn sem þá vildu semja um herstöövar, en fæstir þeirra höfðu hátt um sig. Almenningur gerði sér ljóst að samningar um erlendar herstöðvar i landinu væru i hróplegri mótsögn við lýðveldisstofnun 1944 og yfirlýs- ingu um ævarandi hlutleysi 1918. En Bandarikjamenn voru ekki af baki dottnir, enda hafði tilgangur þeirra með viöur- kenningu á lýðveldinu veriö að ná hér tangarhaldi til frambúö- ar fyrir her sinn, eins og skýrslur sem þá fóru að vonum leynt, hafa siöar leitt I ljós. Leiðin var þó smám saman opn- uð, með Keflavikursamningi 1946, stofnun NATO með aðild Islands 1949 og loks með her- stöðvasamningnum 1951. I al- þingiskosningum hefur meiri- hluti þjóðarinnar kyngt óbein- linis öllum þessum samninga- gerðum — eftir á, þvi að fyrir fram hefur þjóöin aldrei verið spurð —og öllum á fölskum for- sendum. Méð Keflavik- ursamningi hvarf Bandarikja- her héðan að nafninu til, en hann hefði átt að fara ári fyrr samkvæmt samningnum frá 1941: aðild Islands aö NATO fylgdu hátiðlegar yfirlýsingar um að hér yrði ekki her á friðar- timum, herstöðvasamningurinn 1951 var varinn með rikjandi ó- friðarástandi vegna Kóreu- styrjaldarinnar, en þvi ástandi lauk fljótlega. Nú höfum við bú- ið við ódulbúna bandariska her- setu i meira en aldarfjórðung samfleytt. Rússahræðsla. A árum kalda striðsins var Rússahræðsla að mörgu leyti skiljanleg. Sovétrikin höföu lagt undir sig sneið austan af flest- um þeim rikjum sem áttu að þeim landámæri að vestan og jafnvel innlimað heil þjóðriki þar sem Eystrasaltslöndin voru. Sovétrikin réðu þvi sem þau vildu ráða um alla austan- verða Evrópu, og hvarvetna gnæfðu þar við himin styttur af þeim manni sem raunverulega stjórnaði þessu veldi öllu og baröi niður af miskunnarleysi minnstu mótbáru og jafnvel i- myndaða andstöðu. Og komm- únistaflokkar og sumir sósial- istaflokkar Vestur-Evrópu og viðar um heim töldu það skyldu- verk sitt að réttlæta hvert þaö verk sem unniö var i nafni sósi- alismans af ráöamönnum Sovétrlkjanna og bandamönn- um þeirra. Breytt viðhorf Síðustu áratugina hefur orðiö æ ljósara að sumar forsendur Rússahræðslu á Vesturlöndum hafa aldrei veriö fyrir hendi og aðrar eru þaö ekki lengur. Sovétrikin hafa virt þá skipt- ingu Evrópu i áhrifasvæði, sem stórveldin komu sér saman um i striðslok, og þeim hefur ekki einu sinni tekizt að halda fyrri völdum á eigin áhrifasvæði. í Ungverjalandi og Tékkóslóvakiu hafa Sovétrikin beitt hervaldi til að tryggja völd sér þóknanlegra manna, en Júgóslavia, Albania og Rúmenia hafa eflt sjálfstæöi sitt hvert með sinum hætti. Loks hafa allir kommúnista- og sósialistaflokkar, sem nokkuð kveður að i Vestur-Evrópu og viðast hvar annars staðar, hafn- að gjörsamlega forsjá sovézka kommúnistaflokksins og tekið upp harða gagnrýni á það ófrelsi til orðs og æðis sem ein- kennir' svonefndan sósialisma Sovétrikjanna og fleiri landa. Eðli NATO Enda þdtt svo sé aö oröi komizt i Atlantshafssamningn- um, að NATO sé stofnað til þess að varðveita frelsi og lýöræöi, hefurferill bandalagsins og for- ysturikis þess Bandarlkjanna sérstaklega sýnt að raunveru- legur tilgangur bandalagsins hefur frá upphafi veriö sá að tryggja auðvaldsskipulag i að- ildarrikjunum og áhrif Banda- rikjanna. Frá öndverðu var ein- ræðisrikið Portúgal meðal aðildarrikja, og meðan einræðisklíka herforingja, sem brauzt til valda á Grikklandi með velþóknun og stuðningi NATO og Bandarikjanna, réð þar rikjum, var Grikkland tryggari hlekkur i keðju NATO en þaö hefur verið bæði fyrr og siðar. Þessi dæmi segja sina sögu, en enn skýrara máli hefur þó talað blóöi drifinn ferill Bandarikjanna um allan heim, þar sem spilltustu kúgunaröfl hafa hvarvetna verið tryggustu bandamenn þeirra. Vietnam er ekki gleymt, þó að þjóöfrelsisöfl hafi sigrað þar að lokum. Andstaða gegn her- stöðvum Andstaða gegn erlendum her- stöðvum á tslandi var framan af reist að verulegu leyti á for- sendum þjóðarmetnaðar og þjóðernishyggju. Margt fólk, sem hafði lifaö slöustu áfanga sjálfstæðisbaráttu Islendinga gegn Danaveldi, leit að sjálf- sögöu á erlendar herstöðvar sem nýja mynd undirokunar, og friðarsinnum, sem þótti vegur að þvi að íslendingar hefðu um langan aldur veriö vopnlaus þjóð, hraushugurviöþviaðþeir gerðust aðilar að hernaðar- bandalagi og léöu land sitt undir vighreiður. Meö einangrun striðsáranna frá meginlandi Evrópu og Norðurlöndum hafði Islandi veriö kippt inn á engil- saxneskt menningarsvæði, og margir hafa gert sér ljóst aö bandariskur her hefur með nær- veru sinni og fjölmiðlun átt verulegan þátt I aö halda land- inu undir stöðugum menningar- áhrifum þaðan, eins og Islenzk sjónvarpsdagskrá og myndaval kvikmyndahúsa ber ljósast vitni (að ógleymdum svarthöfðuðum eiturblæstri gegn starfsemi Norræna hússins). öll þessi sjónarmiö herstöövaandstæö- inga eru enn i fullu gildi. En á siðari árum hafa fleiri óg fleiri, ekki sizt ungt fólk, tekið afstöðu gegn herstöðvum á þeim for- sendum aö bandarlskur her sé hér einkanlega sem lifvörður auðvaldsskipulags og meö þvi að ljá land undir herstöðvar og eiga aðild að NATO, séu þeir sem það gera, bandamenn fjöl- þjóðlegs auðvalds gegn arð- rændum þjóöum og stéttum um allan heim. öllum er nú lika orðið ljóst, eftir atburöi siðustu ára i islenzkri fiskveiöilögsögu, að bandariskur her er hér ekki til að verja landið fyrir hugsan- legriárás óvina. Loks er þess að minnast.að enda þóttóraunsætt séað gera ráö fyrir árás á land- ið sjálft nema þvi aöeins, að bil- un á sjálfvirku kerfi steypi heimshluta okkar i striö, stafar sifelld hætta af herstöð á mesta þéttbýlissvæði landsins vegna vopnabúnaðar sem stjórnvöld hafa hvorki vilja né getu til að ganga úr skugga um hver er. Mál er að sú lifshætta liöi hjá. Stefán Karlsson Auglýsing um skoðun léttra bifhjóla í iögsagnarumdæmi Reykjavíkur • 23 mal R-1 til R-200 24. mal R-201 til R-400 25. mai R-401 til R-600 26. mal R-601 til R-780 Mánudagur Þriöjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Skoðunin verður framkvæmd fyrrnefnda daga við bifreiðaeftirlitið að Borgartúni 7, kl. 08.00 til 16.00. Sýna ber við skoðun, að lögboðin vátrygg- ing sé i gildi. Tryggingargjald ökumanns og skoðunargjald ber að greiða við skoð’ un. Skoðun hjóla, sem eru i notkun i borginni, en skrásett eru i öðrum umdæmum fer fram fyrrnefnda daga. Vanræki einhver að koma hjóli sinu til skoðunar umrædda daga, verður hann lát- inn sæta sektum samkvæmt umferðarlög- um og hjólið tekið úr umferð hvar sem til þess næst. Þetta tilkynnist öllum sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn i Reykjavik, 17. mai 1977 Sigurjón Sigurðsson. Leiguíbúðir á Hjónagörðum Félagsstofnun stúdenta auglýsir lausar til leigu fyrir stúdenta við nám i Háskóla íslands og annað námsfólk 2ja herbergja ibúðir i Hjónagörðum við Suðurgötu. íbúð- irnar leigjast til 8,9 eða 12 mánaða i senn, frá og með 1, sept. eða 1. okt. nk., með þeim fyrirvara, að ekki verði tafir á fram- kvæmdum við Hjónagarða vegna verk- falla eða annarra óviðráðanlegra orsaka. Leiga á mánuði er nú kr. 19.000,- en verður tekin til endurskoðunar á hverju hausti. Kostnaður vegna hita, rafmagns og ræst- ingar er ekki innifalinn. Leiga og áætlaður kostnaður vegna hita, rafmagns og ræst- ingar greiðist fyrirfram einn mánuð i senn. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif- stofu Félagsstofnunar stúdenta, sem jafn- framt veitir frekari upplýsingar. Um sóknarfrestur er til 15. júni nk. Félagsstofnun stúdenta, Stúdentaheimilinu v/Hringbraut, R., Pósthólf 21, simi 16482. Félagsstarf dúxvbocu 01 wi ) Handavinnusýning yfirlits- og sölusýning á þeim munum, sem unnir hafa verið i félagsstarfi eldri borgara sl. vetur, verður haldin að Norðurbrún 1 dagana 21., 22. og 23. mai nk. Sýningin verður opin frá kl. 1-6 e.h. RMl 2 22 2 Félagsmálastofnun 'V Reykjavikurborgar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.