Tíminn - 21.05.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 21.05.1977, Blaðsíða 15
Laugardagur 21. mal 1977 15 Sovétmenn hafa lagt til að allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna banni sem fyrst að hafa á- hrif á loftslag I hernaðarlegum tilgangi. Oldungadeild Banda- rikjaþings hefur gert drög að tillögu sem beinir þvi til forset- ans að hefja samningaviðræður um máliö, en lengra er það ekki komið. Engar sannanir bað sem er einna óhugnanleg- ast við veðurstyrjöld, er aö hún getur hafizt án striðsyfirlýsing- ar — án þess að sá aðilinn sem fyrir árás verður, geti verið viss um að um árás sé að ræða, eða hvort þetta veðurfar er einn af duttlungum náttúrunnar. Veð- urstyrjöld getur verið háð i leynum um lengri tima. „Frið- samlegir” kinverskir veður- fræðingar gætu til dæmis komið ýmsu til leiðar i Sovétrikjunum, eins og uppskerubresti, eða þurrkum og enginn getur sann- að að þetta sé gert viljandi. — Vill mannkynið eiga á hættu að verða fyrir barðinu á veðurhernaði auk alls annars, sem það hefur kallað yfir sig? Spúrningin er lögð fyrir Noel LeSeut, prófessor og veðurfræö- ing við háskólann i Miami. — Það eru engar sannanir fyrir þvi að gerðar séu tilraunir með veðurstjórn i hernaðarleg- um tilgangi, hvorki i Bandarikj- unum né Sovétrikjunum, svarar hann. — Þetta eru vangaveltur, sem gera meira ógagn en gagn. Enginn, sem tekur veðurfræði- visindi alvarlega, færi að gera neitt slikt. — Er tæknilega mögulegt að senda fellibyl til óvinalands? — Það er ekki hægt að búa til fellibyl úr engu, segir dr. Le- Seut. — Ekki er heldur hægt aö fjarlægja hann alveg. Það er að- eins hægt að auka hann eða minnka. Veðuráhrif er hentugra orð en veðurstjórn. Hér I Miami höfum við gert tilraunir með aö draga úr áhrifum fellibylja. Komið hefur i ljós, að þeir auka styrk sinn aftur eftir sólarhring frá þvi silfurjoði er sprautað yf- ir þá. Það þarf að endurtaka þetta og þaö er aðalvandamálið ennþá. — En að gera gat á ózonlag- ið? Hvaða afleiðingar hefði það? — Ef ózonlagið minnkar, get- ur það haft óæskilegar afleið- ingar — en aðeins að vissu marki. Ollu eru takmörk sett, það má ekki bara horfa á hlut- ina sem svart og hvitt. Að gera gat.... það er óhugsandi, segir prófessorinn og brosir. — bað gæti aldrei verkað .... — Hvað eru úðunarbrúsarnir hættulegir? Þrýstigasið? — Freongasið getur komið af staö efnafræðilegri keðjuverkun og þynnt ózonið — en gasið næði upp i 25 þúsund metra hæð. Tal- ið er að þynnra ózonlag geti or- sakað húökrabba — en hann er mun algengari á hitabeltissvæð- unum, þar sem sólargeislarnir þurfa skemmri leið til jarðar. Spurningin er hvort náttúran endurbyggir ekki jafnóðum það sem eyðilagt er, þannig að þétt- leiki ózonlagsins sé alltaf sá sami. Mælingar sýna frá þvi þær hófust um 1960, að ózonlagið hefur heldur þykknað en hitt á þessum tima — þrátt fyrir allar þoturnar og eldflaugarnar, sem gert hafa „göt” á himininn. Getur þá verið aö náttúran haldi verndarhendi sinni yfir okkur þrátt fyrir allt — að við höfum eins konar „englavörð” yfir okkur, sem bjargar okkur frá vitleysunum, sem við kunn- um að þvæla okkur i, rétt eins og óþægu börnin? breyttust i rústir á hafsbotni, og skýjakljúfar New York stæðu upp úr sjónum eins og yfirgefin minnismerki. Loftslag fyrri tíma Heimskautasvæðin eru mikil- væg i veðurkerfinu. Hvitar is- breiöurnar endurkasta sólar- ljósinu, kæla loftið og koma þar með miklum loftstraumum af stað. Ef isinn hyrfi, breyttist allt loftstraumakerfið. Afleiðing- arnar yrðu örlagarikar fyrir mörg lönd. Jastrow prófessor telur að minnkun heimskauta- issins yrði ekki til að bæta lofts- lag á jörðinni, heldur þvert á móti. Þurrkurinn, vatnsskorturinn er mikið vandamál viða. Mikill hluti yfirborðs jarðar eru gróð- urlausar eyðimerkur. En þær hafa ekki alltaf verið þarna. Fyrir nokkrum þúsundum ára var mun meira vatn i Norður- Afriku og Mið-Austurlöndum en nú. Veðurfræðingar reyna að komast að þvi hvað hefur valdið þurrkunum. Ef til vill verður hægt að öðlast fyrri tima lofts- lag aftur á þessum slóðum. Ein aðferðin gæti verið sú aö „mála eyðimörkina svarta” — sprauta kolsvörtu dufti á sand- inn til að drekka i sig meira af hita sólarinnar. Þetta getur virzt hljóta aö hafa öfug áhrif að gera eyöimörkina enn heitari en hún er, en það mundi breyta loftstraumum á þessum svæð- um. Heitt eyðimerkurloftið stigi upp og rakamettað sjávarloft streymdi inn yfir eyðimörkina i staðinn. Þannig væri hægt aö stjórna regni og breyta miklum hluta Sahara og Arabiueyði- merkurinnar i ræktanlega jörð. — En —ekki er enn vitað, hvaða áhrif slikt hefði á loftslag ann- ars staðar. Með veðrið að vopni Sagt hefur verið, að sá sem nær valdi yfir veðrinu, muni einnig stjórna heiminum. Þvi er haldið fram, að stórveldin séu að búa til urmul af skelfilegum „veðurvopnum”, og styrjöld, ef til kæmi, gæti orðið hrein mar- tröð. Veðurvopn er ekki lengur hugarfóstur. I Vietnam-striðinu reyndu Bandarikjamenn að hefta framsókn kommúnista með gerviregni Regnið var 30% meira en venjulega — afleiðing- arnar urðu skriðuföll og flóð sem eyðilögðu brýr og breyttu vegum i siki. En þetta má kall- ast smáræði i samanburöi við framtiðarspár: Hernaðarveðurfræði gerir ráð fyrir þeim möguleikum að stjórna eldingum og fellibylj- um, að þvi er brezk veðurfræði- stofnun upplýsir. Talið er að veðrið geti beinlinis orðið að vopni: Þrumuveður og réttar tegundir eldinga geta orsakað mikla skógarelda i óvinalandi. Fellibylur, sem sleppt er laus- um á strönd lands, getur lamað flota viðkomandi. Það sem næst okkur er þessa stundina, er ekki svona stór- fenglegt. Það má flytja her- deildir i skjóli gerviþoku. Slikt getur kallað á beitingu gagn- vopna, til að leysa upp þoku og ský. Með þvi að upphefja regn- myndun er lika hægt að fram- kalla þurrkatið i óvinalandi, eyðileggja landbúnaðinn og or- saka hungursneyð. Sovézk skýrsla um veður- hernað sýnir sitt af hverju. Að visu höföar hún að mestu til bandariskra sérfræðinga, en þó má á henni sjá að Sovétmenn standa hinum ekkert að baki. Eyöandi flóðöldur er hægt að senda að ströndum óvinalanda með kjarnasprengingum á hafs- botni. Kjarnasprengingar á suð- urskautslandinu, sem steypa is- björgum i sjóinn, geta beint flóðöldum i ýmsar áttir. önnur hugsanleg aöferð er áð „gera göt” i gufuhvolfiö, eða ózonlag þess, og hleypa þar i gegn út- fjólubláum geislum sólarinnar — dauðageislum — og beina þeim gegn mönnum, dýrum og gróðri. Enn eitt afbrigði veðurhern- aðar er með breytingum á raf- kerfi gufuhvolfsins, sem hafa á- hrif á starfsemi mannsheilans. Ekki er óalgengt að fólk finni til óeðlilegrar þreytu eða fái höfuð- verk þegar þrumuveður er i nánd. Verði þessi áhrif marg- földuö, er hægt aö lama heilu herina. Blómstrandi eyðimerkur og bráðin ísfjöll. Hægt er að breyta eyðimörk- unum i suðvesturhluta Banda- rikjanna i blómagarða með gerviregni. En það þýðir hins vegar að landbúnaðurinn i Mexikó eða annars staðar verð- ur þurrkum að bráð. En innan tiu ára getum við farið að gera stóra hluti, segir dr. Jastrow. Stórveldin eru i kapphlaupi — hægu kapphlaupi að visu, um að ná valdi yfir veðrinu. Banda- riskir sérfræðingar hafa varað stjórn sina við yfirburðum So- vétmanna i þessu efni. Sovét-. menn gera tilraunir með það fyrir augum að bæta loftslagið i vissum hlutum Siberiu, en slikt gæti haft neikvæð áhrif á banda- riska meginlandinu. Slikt gæti jafnvel breytt valdajafnvægi i heiminum. Bandariskir visindamenn lögðu fyrir nokkrum árum fram áætlanir um að gera loftslag Norður-íshafssvæðanna nota- legra. Um var að ræða gerð mikillar stiflu þvert yfir Ber- ingsundið. I sundinu, sem er 85 km breitt og aðeins 40 metra djúpt, mæta kaldir ishafs- straumar hlýrri straumum úr Kyrrahafinu, en við slikt mynd- ast isborgir, þoka og lágþrýsti- svæði, sem gera svæöið einkar óaðlaðandi. Fariö yfir bandariskt veöurtungl, áður en það er sent út f geiminn til að safna nýjum upplýsingum um gufuhvoif jarðar. Noel LeSeut prófessor skýrir hvernig hægt er að draga úr styrk felliby 1 ja__ afkastameiri. Gallinn er bara sá, að þeir dæla úr sér þeim ósköpum af staðreyndum, að tölvur hafa ekki undan að taka við. Stofnun prófessors Jastrows hefur yfir aö ráða tölvu, sem reiknað getur 16 milljón dæmi á einni sekúndu, en það er ekki nóg! Bráðlega kemur að þvi að gervitungl og tölva i einu og sama tækinu veitir okkur mögu- leika til að stjórna veörinu, seg- ir dr. Jastrow. — Smátt og smáttlærum við að breyta veðr- inu eftir okkar höfði. En við verðum alltaf að vita fyrirfram, hverjar afleiðingarnar geta orð- ið. Tilgangurinn með stiflunni var að hluta að koma i veg fyrir að kaldir straumar færu suður á við, og að hluta til að dæla heit- um sjó inn i ishafið. Þetta myndi skapa gagnstraum, sem flytti hluta ylsins úr Kyrrahafinu norður i átt að heimskautinu og bætti þar með loftslagiö i allri Siberiu, bræddi isinn og opnaði nýjar siglingaleiðir. Mótmæli alls staðar að úr heiminum voru kröftug. Varað var við hamförum i kjölfar þessa. Yfirborð sjávar myndi hækka um marga metra og meiri hluti stórborga heimsins, sem eru við sjó, færu i kaf. London og Tókió hyrfu og Fannst þér veturinn langur? t»á eru hér gleðifréttir: Vísindin eru komin vel á veg með að stjórna veðrinu og breyta þvi eins og óskað er. En ókunnar hættur leynast í þessu og það má beita veðrinu sem vopni!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.