Tíminn - 21.05.1977, Blaðsíða 29

Tíminn - 21.05.1977, Blaðsíða 29
Laugardagur 21. mal 1977 LSÍÍJMi 29 9. Fjögra ára hegningar- vinna! Hvernig gæti Árni þolað slikt? Og hvað ætli að yrði um hana? Berit var alveg yfirbuguð og örvilnuð. Hún tók varla eftir þvi að lögregluþjónn kom til hennar og losaði af henni hlekkina. Nú var hún frjáls. Já, nú var hún frjáls eins og konurnar á áheyrenda- plöllunum. Nú gat hún gengið um, teygt sig og hreyft fæturna og þetta hafði hún lengi þráð. En hvaða gleði hafði hún af þessu, úr þvi að Árni var dómfelldur? Fjögra ára hegningarvinna! Skyldu þessir menn, sem dæmdu ungmenni i slika hegningu, kalt og ró- lega, án umhugsunar, ekki skilja hvað frelsis- skerðing þýðir fyrir uppvaxandi æskumann? Fjögur beztu ár ævi sinnar átti Arni að þræla i rússneskum fanga- búðum. „Hegninguna skal hann „afplána” á þeim stað sem dóm- stólarnir telja heppileg- astan”. Þannig hljóðaði lokaorð dómsins. Gátu dómararnir þá ekki skil- ið það, að þessi hegning snerti ekki einungis Árna heldur lika systur hans, Berit. Ekki gat hún haldið fram ferðinni til Ameriku og skilið Árna einan eftir i þessu hræðilega landi. Það væri jafnhræðilegt fyrir þau bæði. Hún myndi aldrei lita glaðan dag i öðru landi, ef hún vissi Árna þjást i fanga- búðum Rússlands. Hvað sem framtiðin bæri i skauti sinu, — þá væri það þó eina vonin. fyrir þau að halda saman. 10 Lögfræðingurinn, verjandi þeirra, kom nú til hennar. Hann spurði hana mjög kurteislega, hvort hún vildi ekki koma með honum heim og dvelja hjá þeim hjón- unum, þar til hún gæti tekið ákvörðun um framtiðina. Ef hún vildi þiggja boð hans, væri hún hjartanlega vel- komin. Hann sagði, að heimili sitt væri ekki „neitt lúxusheimili”, en það væri þó betra en klefinn sem hún hefði orðið að kúldast i undan- famar nætur, bætti hann við brosandi. Berit sem þekkti eng- an þarna i Tomsk og vissi heldur ekkert um hvernig gistihúsin voru, tók boði hans með þökk- um. Varla hafði hún gefið þetta svar, er hún tók til fótanna þvert yfir réttarsalinn, en lög- fræðingurinn horfði undrandi á eftir henni. Hún hafði séð, að Árni var leiddur út úr réttar- salnum. Hann hafði hlotið sinn dóm og hafði þar ekki meira að gera. „Árni” hrópaði hún á hlaupunum. „Ég kem með þér. Allt mun fara vel eins og áður”. Árni varð náfölur i framan. „Nei, Berit. Ertu ekki með öllu viti? Þetta er fjarstæða. Þú færð ekki leyfi til að fylgja mér eftir. Þú skalt biðja verjanda okkar að út- vega þér farmiða til Wladivostock. Siðan reynir þú að ná i skips- ferð til frænda okkar á Hawaii eins fljótt og þú getur. Þú þarfnast sannarlega hvildar og heimilis. Siðan kem ég á eftir þér. Berit! Þetta eru aðeins fjögur ár, — og svo kem ég”. Hann ætlaði að segja eitthvað meira, en þá drógu verðirnir hann ut og hrintu honum rudda- lega inn i bilinn. Rétt i þessu tók Berit eftir þvi, að hann var með hand- járn. Árni hlekkjaður, en hún frjáls! Berit stirnaði upp af angist. Handjárnin höfðu verið sett á hann meðan hann sat hlekkjaður á bekknum. Rússneska lögreglan vildi ekkert eiga i áhættu. Þessi handjárn sýndu það bezt, hvilik ævi beið Arna i fangavistinni. „Það er alveg sama, þótt þú segir nei”, kall- aði Berit hágrátandi. „Ég kem á eftir þér, hvort sem þú vilt eða ekki”. Þetta voru siðustu orðin, sem Árni heyrði. Þá small hurðin i lás og billinn ók i burtu. Þá kom lögfræðingur- inn verjandi þeirra, til hennar og hún var sam- ferða honum heim til hans. Húsmóðirin ung kona, varla meira en 25 ára tók hlýlega á móti henni með innilegri samúð. Seinna um dag- inn létu þu nálgast farangur hennar sem var geymdur i lögreglu stöðinni. Frúin sýndi henni herbergið, sem hún átti að sofa i. Var það bjart og hlýtt. Það var yndislegt að fá her- bergi út af fyrir sig, geta baðað sig og snyrt sig eftir vild og fá að sofa i hlýju, hreinu rúmi. Það var langt siðan hún hafði getað hagað sér eins og siðuð, frjáls manneskja. En nú hafði hún áhyggjur af Árna. Ein- mitt af þvi, að henni leið svo vel, þá þjáðist hún vegna bróður sins. Hún sá Árna fyrir sér i huganum með handjárn um úlnliðina. Hvað skyldi verða um hann i öllum þessum óþrifnaði? Að slik óhamingja skuli geta hent saklausa menn. Voru engin lög og ekkert réttlæti til? Siðan hún mundi eftir sér hafði hún treyst á lög, reglur og réttlæti. Nú var öllum hlutum snúið öfugt. Berit treysti engu fram- ar. I s I b/ Þéttum allt sem lekur Morter-Plas/n þakklæðningarefni fyrir slétt þök. 300% teygjuþol.Sér- lega gott fyrir islenzka veðráttu. Bæði fyrir nýlagnir og viðgerðir. / ÞÉTTITÆKNI H.F. Tryggvagötu 4 — Simi 2-76- 20. Verð aðeins kr. 2.750 pr. ferm ákomið. ! undrabíllinn Hún grét sig i svefn- inn, þrátt fyrir hreint og mjúkt rúmið og sofnaði með nafn Árna á vörum sér. 11. Árna leið illa. Hann var dæmdur maður. Hann var að taka út sina hegningu, og þess vegna án allra mannréttinda i næstu fjögur ár. Hann átti bara að biða, hlusta og hlýða skipunum. ósk- ir hans og þrár, vilji hans og skynsemi átti engan rétt lengur. Hann átti engar eignir og ekk- ert einkalif, alla þá stund sem hann var fangi. Bifreiðin ók ekki frá réttarsalnum að fangahúsinu aftur, held- ur til fangabúða skammt fyrir utan borg- ina. Þetta var bragga- hverfi fyrir glæpamenn úr Vestur-Siberiu. Þarna voru fangarnir flokkaðir,^færðir i sér- stakan f&ngVbúning og siðan dreii\ lXngað og þangað um viiXjriu, þar sem þeir voru látnir vinna nauðungarvinnu. Fangabúðirnar voru girtar með þrefaldri gaddavirsgirðinu, og á með drifi á öllum hjólum INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg — Simar 84510 og 8451 1 Sólaöir hjólbarðar Allar stærðir á fólksbíla Fyrsta flokks dekkjaþjónusta Sendum gegn póstkröfu Ármúla 7 — Sími 30-501 AUGLÝSIÐ í TÍMANUM Ný verzlun í HAFNARFIRÐI l!=L/EHiAmior Lækjargötu 32 SELJUM: Málningu — Málningarvörur — Fittings — Rör» svört og galv. Danfoss stillitæki — Allt til hitaveitutenginga Opiö i hádeginu og laugardaga kl. 9-12— Næg bílastæði Verið velkomin — Reynið viðskiptin Lækjargötu 32 — Simi 50-449 Pósthólf 53 — Hafnarfirði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.