Tíminn - 21.05.1977, Síða 16

Tíminn - 21.05.1977, Síða 16
16 Laugardagur 21. mal 1977 Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi: Hitaveitulækurinn — Nauthóls víkin bráðabirgöa útisundíaug, sem veitt verði i þvi afrennslisvatni, sem stöðugt rennur frá hita- vatnsgeymunum á Oskjuhlið út i Skerjafjörð”. Ekki fékkst þessi tillaga sam- þykkt fremur en sú fyrri, enda taldi heilbrigðisnefnd meng- unarhættu enn til staðar. Skurðurinn vinsæll Nú hafa þeir hlutir gerzt i sambandi við afrennslislæk hitaveitunnar, að fólk hefur i vaxandi mæli farið að nota sér þá frumstæðu baðaðstöðu sem þar er fyrir hendi. Nýtur þessi staður að sögn mikilla vinsælda jafnt okkar eigin landa sem og annarra þjóða fólks, sem hingað kemur. Vinsældir og frægð þessa nýja baðstaðar Reykvik- inga barst aö lókum til þeirra visu manna, sem heilbrigöis- málaráð borgarinnar. Brugðu þeir hart.við og fyrirskipuðu hitaveitustjóra að stööva án taf- ar allt gamanið og ldia frá- rennslisskurðinum allt i sjó fram. Þá tók framkvæmdastjóri æskulýðsráðs sér penna i hönd og skrifaði harðort bréf með ó- fögrum lýsingum á þvi, sem fram færi i hinum nýja baðstað og krafðist tafarlausra aðgerða af hálfu borgaryfirvalda. Þannig stóð málið, er það kom til meðferðar borgarráðs s.l. þriðjudag. Allir borgarráðs- menn voru sér þess meðvitandi, að lokun staðarins mundi kalla á hávær mótmæli hinna mörgu gesta, sem þangað hafa vanið komur sinar. Reyndin varð lika sú, að borgarráðsmenn meirihlutans guggnuðu á fyrri afstöðu i mál- inu. Var samþykkt samhljóða svofellt tillaga: „Borgarráð samþykkir að fela borgarverkfræðingi að láta teikna og gera kostnaðaráætlun um baðaðstöðu við hitaveitu- skurðinn i Nauthólsvik, s.s. heitavatnslaugar með búnings- og hreinlætisaðstöðu. Jafnframt samþykkir borgar- ráð að fela framkvæmdastjóra æskulýðsráðs ásamt borgar- lækni að gera tillögur til borgar- ráðs um nauðsynlegar úrbætur til bráðabirgða við skurðinn svo að almenningur geti áfram stundað þar böð.” Nú geta menn velt þvi fyrir sér.hvort ekki hefði verið meira vit i þvi að hefja þær fram- kvæmdir, sem nú á að gera, fyr- ir þremur árum eins og lagt var til og losna við það öngþveiti sem vissulega hefur skapast núna við Nauthólsvikina. Betra er samt að vera vitur eftirá en vitkast aldrei. Sam- þykkt borgarráðs fagna ég. Ekki kemur til mála að loka hitaveituskurðinum. Hins vegar er mjög brýnt að koma upp við- hlitandi hreinlætisaðstöðu á svæðinu og taka upp gæzlu, a.m.k. um helgar og á kvöldin. Lok lok og læs Einn góðan veturdag var hins vegar komiö upp skilti ofan við baöstaðinn, hverju á stóð, að sjóböð væru stranglega bönnuö vegna mengunar. Var þetta til- skipun frá heilbrigðisnefnd. — Flestir gestir Nauthólsvikur tóku þessu banni með jafnaöar- geði, enda beindist um þetta leyti áhugi íslendinga á bað- strendur suðlægra landa, þar sem sjórinn var að sjálfsögöu hlýrri, en oft á tlðum ekki hótinu hreinni en i Nauthólsvlkinni heima. Siðan þetta var, hefur það gerzt, aö frárennsli Reykjavik- urmegin hefur verið lagt langt út með Skerjafirðinum og heitt vatn tók að streyma út i sjóinn frá hitaveitugeymunum. Hins vegar hefur sú litla aðstaða, sem fyrir hendi var i Nauthóls- vikinni drabbast niður þannig, að þar er ekki einu sinni lengur nein hreinlætisaðstaða. Tillögur fyrir þremur árum Fyrir þremur árum mælti ég fyrir tillögu i borgarstjórn Reykjavikur, þar sem fjallað var um öskjuhliðarsvæðið. I þeirri tillögu sagði m.a.: Nauthólsvlkin var löngum eftirlætis sjó- og sójbaðsstaður Reykvikinga. Hitaveitulækurinn vinsæli — og umdeildi. — og borgarstjórnarmeirihlutinn hreinsun Fossvogsins varð- andi allt frárennsli. Þessar tillögur hafa vist verið full byltingarkenndar fyrir hinn ihaldssama meirihluta i borgar- stjórninni, enda hlutu þær dræmar undirtektir og fengust ekki samþykktar. Arum saman hefur meirihlut- inn harðneitaö aö aðhafast nokkuö til að bæta baðaðstöðuna i Nauthólsvik. Loks, þegar mál-w ið er komið i óefni, á eitthvað að” gera. Um árabil hafa á degi hverj- um runnið nokkur hundruð litr- ar á sekúndu af 30-40 gráðu heitu vatni frá hitaveitugeym- unum i öskjuhlið og út í Naut- hólsvikina. Hér er um að ræða yfirfalls- vatns, sem engin not eru fyrir eins og nú er. Alllangt er siðan, að ýmsir og þar á meðal undirritaður, fóru að velta þvi fyrir sér, hvort ekki mætti nýta þetta vatn á ein- hvem hátt. Nærtækast var þá að láta sér detta i hug að koma mætti upp heitri sjósundlaug i Nauthólsvikinni eða útisund- laug i suðvesturhliö öskjuhlið- ar, þar sem skjólsælt er og skógur i örum vexti, að þvi er viröist. Fyrir nokkrum áratugum iðk- uðu Reykvikingar sjóböð i Nauthólsvik, þegar veðrátta leyfði. Þá var stundum fjörugt mannlif á góðviðrisdögum i fjörunni og hvömmunum i og við Nauthólsvikina. Litiö var hins vegar gert til aö bæta aöstööu þarna og fólk varö að sætta sig viö að mestu þann aðbúnaö, sem náttúran sjálf hafði skapað. Þeir sem bööuöu sig i sjónum i Nauthólsvikinni, munu sjálfsagtflestir hafa verið sér þess meðvitandi, að sjórinn væri ekki alltaf eins hreinn og æskilegt væri, þar sem frá- rennsli lágu þá bæði i Fossvog- inn sjálfan og Fossvogslækinn. Um þetta var þó ekki fengizt af baðgestum. Borgarstjórn samþykkir að láta gera útivistarsvæöi i suöur- hlið öskjuhliöar, þar sem á- herzla veröi lögð á að nýta þá möguleika, sem heita vatnið og nærvera hitaveitugeymanna bjóða upp á. Við skipulagningu svæðisins verði fyrst og fremst lögð áherzla á eftirfarandi: 1. Grafnar verði laugar inn i hliðina og komið fyrir heitum kerjum, aðstöðu til sólbaöa, hreinlætis- og búningsað- stöðu. Þess verði gætt að fella mannvirki sem bezt inn i hlið- ina og úmhverfið. 2. Veitingaaðstaða verði sett upp á svæðinu og sú gamla hugmynd endurvakin að reisa Málið itrekað Fyrir ári siðan hreyfði ég enn hugmyndinni um heita vatnið og Nauthólsvikina og flutti svo- fellda tillögu i borgarstjórn: „Borgarstjórn samþykkir, að aðstaða til baða i Nauthólsvik verði bætt og komið bar upp til veitingahús uppi á hitaveitu- tönkunum með útsýni yfir borgina. 3.Frárennsli hitaveitutankanna verði notað til upphitunar Nauthólsvikur og með flot- girðingu afmarkaður upp- hitaður sjóbaðstaður. 4. Viðræður verði teknarupp viö Kópavogskaupstað um fram- tiðarnýtingu Fossvogsins, þar sem miðað verði við, að vog- urinn verði fyrst og fremst sjóbaðstaður með aðstöðu fyrir skemmtibáta og sjó- skiði. 5. Gerð verði hið fyrsta i sam- vinnu við Kópavog áætlun um Franski þjóðlaga- söngvarinn Serge Kerval i Norræna hús- inu. Mánudaginn 23. mai kl. 20.30 mun franski þjóðlagasöngvarinn Serge Kerval syngja I Norræna húsinu. Serge Kerval er talinn einn fremsti þjóðlagasöngvari Frakka og honum hefur verið likt við söngvarann Bob Dylan og Pete Seeger i enskumælandi lönd- um. Kerval á nú að baki 14 ára listaferil og hef- ur gefið út 17 breiöskifur. Hann hefur fengiö margar viöurkenn- ingar fyrir söng sinn, m.a. hlaut hann 1. verðlaun Akademie de disque francais áriö 1967 og verð- laun fyrir beztu plötuna árið 1966 frá Loisirs jeunes með eftirfar- andi umsögn: „Serge Kerval er frönskum þjóðlagasöng það sem Pete Seeger hefur verið þjóðlaga- söng i Bandarikjunum”. Serge Kerval hefur komið fram i mörg- um sjónvarps- og útvarpsþáttum iFrakklandiog viðar,og auk þess hefur hann ferðast mikið og hald- ið söngskemmtanir i fjölmörgum löndum. Serge Kerval hefur til aö bera alla beztu kosti þjóðlagasöngv- ara. Hann er i nánum tengslum við alþýðu manna en gjarnan gleymist að þjóðlög eru samin af alþýðufólki fyrir almenning. Hann leikur sjálfur undir söng sinn á 12 strengja gitar. Rödd hans er fögur og sveigjanleg og hæfir vel margbreytilegum söngvum i þjóðlaga stil. Sagt hef- ur verið um Serge Kerval, aö hon- um takist eins og Bob Dylan aö halda í senn upprunalegum ein- kennum gamalla söngva og glæða þá jafnframt nýju lifi. Serge Kerval kemur til Islands á vegum Alliance francaise. Að undanförnu hefur hann verið á söngferðalagi um Bandarikin. Hann mun aðeins halda þessa einu söngskemmtun i Norræna húsinu. Aögangur er ókeypis og öllum heimill meöan húsrúm leyfir.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.