Tíminn - 21.05.1977, Blaðsíða 17

Tíminn - 21.05.1977, Blaðsíða 17
Laugardagur 21. mai 1977 17 liiiimiiii útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Auglýs- ingastjóri: Steingrímur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur I Aöalstræti 7, sími 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö i lausasölu kr. 70.00. Askriftar- gjald kr. 1.300.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f. Sáttagrundvöllur Það er tvimælalaust álit langflestra, sem hafa fylgzt með viðræðunum um kjaramálin, að stór- lega hafi þokazt i áttina til sátta á vinnumarkaðin- um með miðlunartillögu sáttanefndarinnar og til- lögum rikisstjórnarinnar um viðbótaraðgerðir. Einn aðilinn að viðræðunum, Vinnumálasamband samvinnufélaganna, hefur lika lýst yfir þvi, að hann geti fallizt á þessar tillögur sem sáttagrund- völl. Hinir aðilarnir, Vinnuveitendasamband ís- lands og Alþýðusamband íslands, hafa hins vegar ekki viljað fallast á þær sem sáttagrundvöll, a.m.k. þegar þetta er ritað. Verði það endanleg niðurstaða þessara aðila, horfir illa um samkomu- lag að sinni og ekki annað sjáanlegt en til verkfalla komi, sem geta þá orðið langvinn, og verða þá ekki aðeins dýr fyrir þjóðarbúið, heldur einnig atvinnu- reksturinn og launþega. Þegar miðlunartillaga sáttanefndar er skoðuð ó- hlutdrægt, verður ekki annað sagt en að nefndin hafi farið hyggilega að ráði sinu, miðað við hinar margvislegu og óliku aðstæður, sem við er að fást. Samkvæmt tillögum nefndarinnar verða þeir, sem hafa nú 70 þús.kr. i grunnlaun á mánuði komnir i 91 þús. kr.um áramótin en til viðbótar kemur svo 2-3% kaupmáttaraukning samkvæmt fyrirheitum rikisstjórnarinnar og 2 1/2% kauphækkun til full- nægingar á sérkröfum. Þá verður hin nýja dýrtið- arvisitala mun hagstæðari launþegum en sú, sem nú gildir, og þvi betri trygging fyrir þvi, að þeir fái aukna dýrtið bætta. Að sjálfsögðu hefði verið æski- legt að gera betur, en á tvennt ber að lita i þessum efnum. Annars vegar er staða atvinnuveganna, sem hvergi nærri er traust, og almenn kauphækk- un, sem væri þeim um megn, mun aðeins leiða til óðaverðbólgu, sem er bröskurunum einum til hags, en til mesta óhags fyrir láglaunafólk. Hins vegar er svo sú krafa þeirra, sem betur eru settir, um að fá a.m.k. sömu grunnkaupshækkun i krónu- tölu og láglaunafólkið fær og jafnvel helzt meira. Vitanlega er hægt að skilja hina neikvæðu af- stöðu, sem hinir stóru aðilar vinnumarkaðarins, Alþýðusambandið og Vinnuveitendasambandið, tóku i fyrstu til miðlunartillögu sáttanefndarinnar. Vissulega myndi láglaunafólkið þurfa meira. Vissulega verður lika erfitt fyrir atvinnurekstur- inn að risa undir jafnmiklum hækkunum og miðl- unartillagan felur i sér. En það þarf lika að at- huga fleira, eins og tjón, sem getur hlotizt af mikl- um verkföllum, og óðaverðbólgu, sem gæti farið i kölfar þeirra, þess gegna væri vel ef allir aðilar féllust við nánari athugun á tillögu sáttanefndar sem sáttagrundvöll i deilunni. Sérkröfurnar Eins og áður hefur verið vikið að hér i blaðinu, skapa hinar svonefndu sérkröfur stórfelldan vanda i sambandi við kjarasamningana. Sátta- nefndin gerði tillögu um, að 2 1/2% kauphækkun yrði ráðstafað til að mæta þeim. Þvi hefur verið hafnað. Margar stærstu sérkröfurnar eru frá fé- lögum þeirra, sem telja má betur setta. Það væri illt, ef þessar kröfur yrðu til að torvelda samning- ana og leiddu til verkfalla. Leiðtogar Alþýðusam- bandsins þurfa að beita sér fyrir þvi, að frá þess- um kröfum verði fallið, a.m.k. umfram þá hug- mynd, sem sáttanefnd hefur gert tillögu um. Ann- að væri i raun réttri hreint ábyrgðarleysi og i fullri andstöðu við láglaunafólkið, sem nú ber forgangs- réttur. Þ.Þ. !l!(■' !(* ERLENT YFIRLIT Barre tókst að sigra Mitterand Kommúnistar gerdu Mitterand grikk FYRRA fimmtudagskvöld fór fram i franska sjónvarpinu eins konar kappræöa milli þeirra Raymond Barre for- sætisráðherra og Francois Mitterand sem fulltrúa vinstri flokkanna, sem eru i stjórnar- andstööu. Helztu umræöuefni þeirra voru efnahagsmálin. Fyrirfram var Mitterand yfir- leitt spáö sigri, þvi aö staöa hans þótti mun betri. Kosningabandalag jafnaöar- manna og kommúnista haföi gengið með sigur af hólmi i nýloknum héraðs- og borgar- stjórakosningum og skoöana- kannanir benda til, aö þaö muni einnig sigra i þingkosn- ingunum, sem eiga að fara fram á næsta ári. Þaö á sinn þátt i þessu, að stjórnarflokk- arnir eru orönir mjög sundraðirog þykir engan veg- inn óllklegt, að sundurlyndi þeirra geti gert stjórnina ó- starfhæfa og Giscard forseti veröi þvi aö efna til þingkosn- inga fyrr en ætlaö er. Efna- hagsaögeröir þær, sem Barre forsætisráöherra hefur beitt sér fyrir eru m.a. fólgnar i eins konar kaupbindingu, hafa heldur dregiö úr veröbólgunni, en hins vegar hafa þær ekki dregið úr atvinnuleysinu. Það hefur þvert á móti haldið á- fram aö vaxa. Þetta hefur aukiö óánægju meöal almenn- ings og hafa þvi nær öll verka- lýðssamtök ákveöiö að efna til eins dags mótmælaverkfalls næstkomandi þriöjudag (24. máí). Búizt er viö mikilli þátttöku i þvi, og getur það oröiö rikisstjórninni óhag- stætt. KRINGUMSTÆÐURNAR voru þvi siður en svo hag- stæöar Barre, þegar kapp- ræðufundur þeirra Mitterands var ákveöinn. En á skammri stundu skipast veður i lofti. Tveimur dögum fyrir kapp- ræðufund þeirra, birti flokks- stjórn kommúnista eins konar yfirlit um, hvaða ráöstafanir hún teldi að bæri að gera sam- kvæmt stefnuyfirlýsingu þeirri, sem kommúnistar og jafnaðarmenn hafa birt um fyrirætlanir sinar, ef þeir fengju meirihluta i næstu þingkosningum. Kommúnist- ar birtu þetta yfirlit sitt, án Francois Mitterand. þéss aö ráðgast neitt um þaö viö jafnaöarmenn. Til frekari skýringar létu þeir fylgja þvi kostnaöaráætlun, sem nam samanlagt um 100 milljöröum dollara. Þetta töldu flestir risavaxna tölu. I kappræöun- um tefldi Barre mjög fram þessum útreikningum komm- únista og nefndi þá sem dæmi um, hvernig þeir ætluðu sér aö vera húsbændur á heimilinu, ef þeir og jafnaöarmenn mynduöu stjórn saman. Mitt- erand varö aö svara þvi, aö hann bæri enga ábyrgö á þess- ari skýrslu kommúnista. Hún væri gerö á þeirra eigin á- byrgð. Jafnaðarmenn og kommúnistar ættu eftir aö ræða nánar um útfærsluna á stefnuyfirlýsingu þeirri, en þvi færi fjarri, aö jafnaöar- menn féllust á jafnútgjalda- frekar ráöstafanir og yfirlit kommúnista gerði ráð fyrir. Mikill hluti kappræöunnar snerist um þetta og lenti Mitt- erand þar i vörn, sem Barre notaöisérút i æsar. Jafnframt vannst Mitterand ekki timi til sóknar gegn stjórninni og stjórnarflokkunum. 1 staö þess, að umræðurnar snerust að verulegu leyti um ósam- komulag stjórnarflokkanna, varö ósamkomulag kommún- ista og jafnaðarmanna höfuö- atriöi þeirra, ásamt spádóm- um Barre um, hvernig sam- starf þeirra yröi í fram- kvæmd. Kommúnistar myndu þá láta Mitterand kenna á valdi sinu. ÞESSI framkoma kommún- ista þykir enn ódrengilegri, þegar þess er gætt, aö rétt eft- ir kappræöufundinn áttu aö hefjast viöræöur milli þeirra og jafnaöarmanna um nánari útfærslu hinnar sameiginlegu stefnuyfirlýsingar. Kommún- istar munu hafa taliö væn- legra fyrir sig aö birta áöur útfærslu sina og láta þannig koma i ljós, ef vikið yröi frá henni, hvaö þaö' væri sem jafnaöarmenn gætu ekki sætt sig við og bæru ábyrgö á aö fellt væri niöur. Jafnhliða þessu hafa þeir svo sett fram x kröfur um allmiklu meiri þjóönýtingu en áöurnefnd stefnuyfirlýsing flokkanna gerir ráö fyrir. Samkvæmt henni á aö þjóönýta flugvéla- iðnaðinn og stærstu fyrirtæki á sviði tölvugerðar, raf- tækjaiönaöar og eínaiönaöar. Kommúnistar vilja nú bæta við stærsta oliuhringnum, en rikiö á þegar 35% i honum, og fjórum stærstu stálverksmiðj- unum. Jafnaöarmenn hafa verið mjög tregir til aö fallast á þetta. Þá er enn mikill á- greiningur um þaö milli flokk- anna, hvernig bæta skuli hlutabréfaeigendum eigna- tökuna, en framkvæmdinni verður háttaö þannig, aö rikiö yfirtekur hlutabréfin i fyrir- tækjunum. Um mörg fleiri atriöi er enn ágreiningur um, hvernig hin sameiginlega stefnuyfirlýsing skuli útfærö. Aö undanförnu hafa komm- únistar látið undan ýmsum óskum jafnaöarmanna, aöal- lega þó i sambandi viö utan- rikismál. Þeir hafa fallizt á aö fulltrúar á þing Efnahags- bandalagsins veröi kosnir beinnikosningu, aö Frakkland haldi áfram aö vera kjarn- orkuveldi og aö Sovétrikin verði gagnrýnd vegna tak- markaöra mannréttinda þar. Þeir vilja nú bersýnilega sýna, aö jafnaöarmenn taki einnig tillit til þeirra og þykir heppilegast aö þaö gerist á sviöi innanlandsmála. Þaö hefur h'ka sin áhrif á afstööu kommúnista, aö jafnaöar- menn hafa aukið fylgi sitt aö undanförnu meöan kommún- istarhafa staöiöi staö. Mitter- and mun hins vegar telja sig þurfa að sýna, aö hann sé hús- bóndi á sinu heimili og hafi i fullu tré viö kommúnista. Annaö gæti oröiö vatn á myllu rikisstjórnarinnar, eins og kappræðufundur þeirra Barre leiddi i ljós, en blaðadómar voru yfirleitt á þá leiö, aö Barre hefði farið meö sigur af hólmi vegna þess aö kommún- istar heföu lagt honum gott vopn i hendur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.