Tíminn - 21.05.1977, Blaðsíða 36

Tíminn - 21.05.1977, Blaðsíða 36
brnado i aoicivji isoa m wiuuyuiu Fasteignasalan sem sparar hvorki tima né f yrirhöf n til að veita yður sem bezta þjónustu Sölumaóur: Finnur Karlsson Valgarður Sigurösson heimasími 4-34-70 lÖgf r«ðingur —mmmm t áburðardreifari góð vinnslubreidd nákvæmar stillingar einnig f yrir sáningu Guöbjörn Guöjónsson Heildverzlun Siðumúla 22 Simar 85694 & 85295 UREVnil Sfmi 8 55 22 t gær var unnib við losun úr Skeiðfaxa og sést Iöndunarslangan greinilega á myndinni. Efst I horninu tii hægri er Kristján Kristjánsson skipstjúri. — Tfmamynd: G.E. FYRSTA FERÐ SKEIÐ- FAXA MEÐ SEMENT gébé Reykjavik — i gær var nýja sementskipið Skeiðfaxi að losa sement i Artúnshöfða I fyrstu reglulcgu ferð sinni. Skipið, sem lestar um 460-480 lestir og er smiðað hjá Þorgeiri og Ellert á Akranesi, hefur reynzt mjög vel að sögn skipstjórans, Kristjáns Kristjánssonar, en auk hans eru aðeins þrir menn i áhöfn skipsins. I gærdag skoðaði stjórn flutningarjöfnunarsjóðs skipið, þar sem það lá við bryggju I Artúnshöfða. — Skeiðfaxi, sem gengur 10,2 milur á klst., er um tiu klukku- stundir i hverri ferð, og er þá einnig reiknað meö losunar- og lestunartima, sagði Kristján skipstjóri. Ein löndunarslanga er notuð til að dæla úr skipinu, en væntanlega veröur ný löndunar- slanga sett upp, og styttir það afgreiðslutimann um helming. Ekki er þó búizt við, að nýja slangan verði komin i gagnið fyrr en næsta sumar. Yfirvinnubanniö raskar illa ferðum Skeiðfaxa eins og svo margra annarra skipa þessa dag- ana, og eru ferðir skipsins þvi ekki eins margar og annars hefði verið. Bændur um lækkun vöruverðs: — Tveir í gæzlu Vissulega spor í réttu áttina vegna hassmáls Gsal-Reykjavik — Tvcir menn sitja nú i gæzluvarðhaldi vegna fikniefnamálsins, sem i rannsókn er hjá Fiknicfna- dómstólnum. Að sögn Arnars Guðinundssonar fulltrúa við dómstólinn miðar rannsókn málsins vel og cr fariö að siga á seinni hluta hennar. Arnar upplýsti að hér væri cingöngu um hassmál að ræða, en kvaðst ekki geta tilgrcint magnið. Eftirfarandi yfirlýsing barst Timanum frá stjórn Stéttarsam- bands bænda og framleiðsluráði landbúnaðarins varðandi lækkun vöruverðs: t yfirstandandi vinnudeilu hef- ur það margsinnis komið fram, að það gæti oröiö lóð á vogarskál- ina til lausnar deilunni, ef felldur yrði niöur söluskattur á búvöru, eöa gripiö til einhverra þeirra ráöstafana, er gætu leitt til lækk- unar vöruverðs, svo sem aukinna niðurgreiðslna á búvörur eða lækkunar á rekstrarútgjöldum landbúnaðarins. Af þessu tilefni vill Stéttarsam- band bænda og framleiösluráö landbúnaðarins vekja athygli á þeim íjölmörgu samþykktum og áskorunum frá hinum mörgu bændafundum, sem haldnir hafa verið i vetur, er gengiö hafa i þessa átt. Einnig hafa ofangreind samtök sent áskoranir þessa efnis til stjórnvalda. Ráðstafanir, sem gerðar eru af stjórnvöldum til að draga úr dýr- tiðinni með lækkun vöruverðs, hljóta vissulega að vera spor i rétta átt. Enda koma þær sér- staklega að gagni fyrir hina lægstlaunuöu borgara þjóðfélags- ins og bændur sjálfa. Til slikra ráðstafna hefur hið opinbera oftast áður gripiö I þeim tilgangi að koma i veg fyrir, að vandræðaástand myndist i þjóð- félaginu, eins og nú viröist vera framundan. 5Ö0 upphringingar: Stjórn flutningajöfnunarsjóðs skóðaði nýja skipið I gærdag: Talið frá vinstri: Svavar Pálsson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar, en hann á einnig sæti i stjórninni, Yngvi ólafsson, fyrrv. formaöur stjórnarinnar, Gunnar G. Þorsteinsson, og núverándi formaður, Gylfi Knudsen. — Timamynd: G.E. Aburðarlaust á Vestfjörðum — en nóg er af gosdrykkj um KJ-Reykjavik — Viöa á Vest- fjörðum eru menn orðnir heldur langeygöir eftir titbúna áburðin- um. i gær var haft samband við Timann frá Bolungarvik til þess að gcta þess, að þangað hefðu fyr- ir nokkru komiö með skipi einar 70 smálestir af gosdrykkjum, en ekki tonn af áburði. Finnst mönn- um þetta ekki einleikið og vilja fá einhverjar skýringar á þessu. Timinn hafði i gær samband við Grétar Ingvason, skrifstofu- stjóra hjá Aburðarverksmiöj- unni, til að leita skýringa og afla frétta. Sagðist Grétar vel skilja, að bændur vestra væru orðnir daufir i dálkinn og sagði, að eins væri ástatt hjá þeim. Þaö væri eins og allt gengi á afturfótunum, enginskipaðhafa og sifelld vand- ræði, fyrir nú utan yfirvinnu- bannið, sem þýddi, að nú.eru aö- einssekkjuð 160 tonn daglega i stað 400 áður. Grétar Ingvason sagði, aö þó væri vonandi, aö rættist úr þessu og Vestíirðingar fengju allan sinn áburö um og eftir mánaðamót. Þaðeru ein 800 tonn, sem enn eiga eftir að fara á Vestfirði, og er ætlunin, að flóabáturinn Baldur flytji þau i fjórum ferðum strax um og eftir mánaðamót. Orsakir þess, að Baldur getur ekki farið fyrr, eru umsamdir vöruflutning- ar á Vestfjarðahafnir, sem ekki er hægt að vikja sér undan. Sagði Grétar, aö Aburðarverk- smiðjan verði að fara bónarveg að skipafélögum og væru þeir orðnir marghvekktir á niöur- stööunum. Eins og stendur er Austri i áburðarflutningum til Norðausturlandshafna. Var skip- aðáburði um borð i hann þann 25. sl. mánaðar, en allt gengiö á afturfótunum siöan, og svo sé viö- ar. Grétar sagöi aö lokum, að hann tryöi þvi ekki, að verkalýðs- félögin myndu ekki gefa undan- þágu til áburðarflutninga á Vest- fjarðahafnir, ef til verkfalla kæmi, slikt væri allt of alvarlegt, ekki sizt fyrir bændurna. Verzlunarfólk talið ætla í skyndiverkfall — reyndist ekki annað en söguburður, þegar til kom gébé Reykjavik — Siminn hefur verið rauöglóandi hjá okkur, og ég er viss um aö viö höfum ekki fengiö færri en fimm hundruö upphringingar i morgun og þrjár manneskjur geröu ekki annaö en að svara i simann, sagði Magnús L. Sveinsson, skrifstofustjóri hjá Verzlunarmannafélagi Reykja- vfkur i gær, þegar hann var spuröur um hvort stærstú verzl- anirnar i Reykjavik heföu lokað og afgreiðslufólk farið i skyndi- verkfall. Hvort einhver hefur komiö þeirri sögu á stað að verzlanir yröu lokaðar eftir hádegi i gær, eða einhverjir hafa verið aö reyna að fá starfsfólk verzlana til að leggja niður vinnu, er ekki ljóst. — Þetta kom okkur einna mest. á óvarthér hjá VR, við höfð- um ekkí hugmynd um þetta fyrr en viö mættum til vinnu i morgun og siminn byrjaði að hringja, sagöi Magnús. Hann kvaöst hafa kannaö þaö og siðan fengið stað- fest, að allar stærstu verzlanirnar i Reykjavik voru opnar i gær, og aðafgreiðslufólk hefði ekki farið i skyndiverkfall, eins og svo marg- ir virtust halda. Sögusögnin um að loka ætti öll- um vérzlunum eftir hádegi I gær barst eins og eidur i sinu um alla höfuöborgina i gærmorgun. Geysileg örtröð myndaðist i verzlunum, þar sem fólk þusti út i búð til að verzla fyrir helgina. PALLI OG PÉSI — Lastu frásögn- ina i VIsi um skyndiverkfall verzlunarfólks? — Já, en það var ckki neitt verkfall. — Nei, Visir er bara alltaf fyrstur með fréttirnar. '7d>

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.