Tíminn - 21.05.1977, Page 26

Tíminn - 21.05.1977, Page 26
26 Laugardagur 21. maí 1977 Nú-Tíminn ★ ★★★★★★★ „Guð hjálpar þeim hjálpast að Rabbað við Spilverk þjóðanna Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir. heilagt stendur skrifað á blað Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir ein litil býfluga afsannar það. Guð hjálpar þeim sem hjálpast að.” Þetta litla ljðð, sem Spilverkið hélt vera eftir Þor- stein Valdemarsson skáld, en reyndist hafa skolast all- verulega til i meðförum þeirra, er eins konar leið- arminni á síöustu plötu þeirra: Götuskóm. Nú er væntanleg á markaðinn ný plata frá Spilverkinu og af þvi tilefni brá spyrill Nútimans sér á fund þeirra, for- vitinn rétt eins og venjulega. Sumardagurinn fyrsti var nýbúinn vor i lofti og Nú- timinn enn á nagladekkjunum. Styttur bæjarins njóta rómantikur og unaðar fuglasöng.En hreyfa sig þó ekki af stöllunum þrátt fyrir afbragðs badmintonveður: „Grey stytturnar, aleinar á stöllunum og sumar alls- berar.” Nútiminn er náttúrulega fyrstur á staðinn. Þaö er svona aö eiga enga klukku, maður er alltaf of snemma i þvi. Næstur kom Valgeir með skeggið sitt, eins og fyrstu gráðu stórborgari á ryöbrunnu reiðhjóli með girum. Hann býður gestinum að ganga i bæinn. Þetta er æfingaherbergi þeirra, allt fullt af hljóöfærum og þessháttar.til húsa á Bergstaöastrætinu. Siöan kemur Sigurður Bjóla og þá Egill. Þeir ræddu hvernig hægt væri aö koma öllu þvi fyrir á einum degi sem þeir máttu til að gera þennan dag. Siöan var öllu slegið upp i kæruleysi og farið að tala um MH og punktakerfið þar: Viö vorum sem sagt allir úr MH. Og á sama tima og við sátum þarna aö spjalla voru einir 800 nemendur Hamrahliöarskólans að taka fyrstu skóflustunguna i grunni nýs Iþróttahúss skólans. Borgarstjórinngat ekki mætt og enginn úr rikisstjórn- inni, enda passaði þetta einhvern veginn ekki inn i kerfið, a.m.k. ekki fyrr en 1980 og eitthvaö. Þetta var bara á ábyrgð nemendanna sjálfra og fórst þeim þaö vist þokkalega úr hendi. Það kunna fleiri á traktor en borgarstjórinn, ku menn hafa sagt, og brostu út i annað. Af Bergstaðastrætinu var haldið til heimilis Bjólunn- ar að hlusta á nýju plötu spilverksins. A leiðinni var Diddú hirt upp af gangstéttinni, rjóö og sælleg, og allt lék i lyndi. A boröi i miðri stofu Bjólunnar stóð vasi meö nýút- sprungnum blómum i. Þau þkktu öll blómin, nema ég, nefndu nöfn og dáöust að angan og útliti. Þetta voru einhver forláta blóm, en auðvitað er ég strax búinn að gleyma hvað þau heita. Og þá var aö þvi komiö að hefja viðtalið, búið að hella tei i bollana (kaffi er orðið svo dýrt nú til dags) og platan komin á. Rannsóknarblaðamennska Þau voru hálf hvekkt á blaðamönnum sögðu þau. Helzt var á þeim að skilja aö þau hefðu lent i rann- sóknablaöamennsku. Egill: Viö höfum sannast að segja ekki allt of góða reynslu af blaöamönnum. Ef við höfum t.d. sagt aö ákveðinn tónlistarmaöur hafi ekki gert eitthvað alveg nógu vel, þá meinum við ekki aö hann sé lelegur tón- listarmaöur eins og sumir blaðamenn hafa túlkað orö okkar. Valgeir: Já þetta eru ægilegir blaðamenn sem ekki hafa áhuga á að prenta annað en það sem neikvætt er. Það verður ekki í frásögur fært hvort blaðamanni Nútimans hafi brugöið svo mjög við þessi ummæli, að það væri af völdum þeirra sem honum varð á að glutra tesopa niöur á stressbudduna sina. Sjálfsagt hefur hann bara verið óvanur að drekka te. Egill kippti þessu strax I liöinn og kom með meö tusku úr eldhúsi Bjólunnar. Við tökum upp þráöinn að nýju og látum síðdegisblöð- in ufnalla rannsóknablaöamennsku I þessum dúr sem endranær. Stuðmenn Nútiminn: Af hverju allt þetta tal um að nýj Spil- verks platan verði Stuðmannatónlist? Valgeir: A — segja þeirþað? Egill: Ætli þaö hafi ekki byrjað i Þjóöleikhúsinu. Viö reyndum að blanda saman margs konar tónlist m.a. diskó og léttu poppi. Diddú: Og þá komu llka trommurnar inn. Valgeir: Já, við fengum okkur pinu-sett. Viö höfðum ekki notað trommur mikið fram að þessu, t.d. ekki nema I einu lagi á fyrstu plötunni. En þetta þróaðist og á tímabili hömruðum við öll á trommur. Núna leikur Sigurður Bjóla mest á trommurnar. Auövitað fer tón- listin svo aðra leið með nýjum hljóðfærum. Þegar hér var komið sögu benti Valgeir spyrli Nú- timans á að hlusta á eina lag plötunnar, sem bæri ein- hver ættareinkenni Stuðmanna. Og það var alveg rétt, kannski að þessu eina lagi undanskildu, aö þessi tónlist var hreint spilverk með öllum þeim séreinkennum og gæðastimplum sem slikt hefur I för með sér. Egill: Það er svo allt annað mál, aö viö höfum alltaf verið að færa okkur upp á skaftiö. 1 upphafi voru þetta mest ballöður, en t.d. á Götuskóm er farið að bera meira á rokkinu. Núna komum viö viða viö en rokk er kannski rauöi þráðurinn. Bjóla: Æi, ekki kalla þetta rokk Diddú: Nú, hvaö þá? Bjóla: Spilverk. Valgeir: Við erum að reyna að halda tónlistinni llf- andi, viðviljum helzt komastfyrir istórum stofum. Nútiminn: Og eru þá Stuömenn búnir að vera? Valgeir: Nei, það vona ég einlægt ekki, en fyrirtækið var lagt niður sem slikt. Endurminningar Spilverk þjóöanna fæddist einhvern veginn af tón- listariökunum nemenda I Menntaskólanum viö Hamrahllö. Eins og Egill sagði i viðtali við skólablaö þess skóla nú fyrr i vetur: „Viö fengumbyrinn náttúru- lega frá þessufólki sem við byrjuðum meö. Þetta var nú eiginlega þannig að við vorum fyrst að spila hvert I sinu lagi. Það var mikil gróska I tónlistarlifi skólans þessa dagana. Tónlistarfélagið efldist með hverju ár inu og siðasta árið var það farið aö halda reglulega tónleika með miklum glæsibrag. Og það var á einu tón- listarkvöldinu i stofu 22 að við Valgeir spiluðum I ein- hverri grúppu saman og svo kom Bjólan seinna. Viö vorum meö selló og fiðlu svo það var af nógu að taka.” Og ekki má gleyma henni Diddú, sem er svo einstak- lega lagin að koma mönnum i gott skap með söng sin- um, hún kom úr MR. Spilverk þjóöanna var lika eitthvað alveg nýtt á ís- landi á sinum tima. Menn fylgdust með þróun mála af töluverðri forvitni, og svo fór það að kvisast um bæinn, aðnú nægði Spilverkinu ekki aö vera heimsfrægir á Is- landi heldur hygöu þeir á landvinninga. Var eitthvaö til i þessu? þessu? Valgeir: A ég nú að fara að tala um þaö aftur? Bjóla: Já, það stóð vist til aö við færum út til Bret- landsaöleikaá æskulýðsböllum I bingóhöllum ogáhá- skólaskemmtunum og þess háttar. Valgeir: Það var vist alvara i þessu á sinum tima. Þegar tii kom voru viðhorfin breytt, við sáum að við gætum gert miklu betri hluti á Islandi I okkar landi, okkar eigin umhverfi sem var hluti af sjálfum okkur. Egill: Þetta virtist lika vera spurning um eitthvað Abba-dót. "Abba var einmitt að komast á lista með topplög og ætlunin var sjálfsagt aö láta okkur gera eitt- hvaösvipað. Það heföi kannski gengið i sjónvarpi, með faröa og klistri, en spurningin er hvort viö heföum ver- ið keyptir eins og við erum. Bjóla: Að byrja i Bretlandi frá grunni hefði tekiö ein fjögur ár og engin trygging fyrir velgengni. Siðan kannski spark i rassinn. Valgeir: Og hvers virði er það. Viö erum hér I ryk- sokkum (crepe) Já, ekki ber á ööru, og allt mjög elskulegt fólk, frjálslegt og hreint og beint. Það er sjálfsagt ekki nema von að svona fólki liki illa ýmislegt I fari okk- ar- neyzluþjóöfélags.Þau hafa ákveönar skoðanir, unna blómum, Iþróttumog tónlist. A plötum þeirra bregður alltaf fyrir ádeilu á hitt og þetta,að visu virðist þaö kreddulaus ádeila og ekkert nema gott um hana að segja. „Það er prúttað og þrúkkaö um pris/ og suma ku hafa hent/ aö trúa á Jesú, verzla i SIS/ og leggja aö jöfnu það tvennt”. Bólsiur Og núna á næstunni er væntanleg á markaðinn fjóröa plata Spilverksins. Hvað er um hana aö segja? Diddú: Allt gott. (Brosir sinu bliöasta). Bjóla: Já, hún er i beinu framhaldi af þvi sem við höfum verið að gera hingað til. Valgeir: Og við erum bærilega ánægö með hana, svona eins og maður getur verið ánægður meö plötu. Er annars nokkuö meira um þaö aö segja? Egill: Einmitt.A plötunni er þaö sem viö vildum sagt hafa, og viö erum búin að setja punktinn á sinn stað. Valgeir: Aö fara að tala um hana fram og aftur er eins og ef rithöfundur færi aö halda ræðu um bók sina til þess aö segja mönnum hvaö hann sé aö fara og að á bls. 200 og eitthvað meini hann eiginlega allt annað en skrifaö stendur. Þau voru samstillt i þessu og vörðust allra frétta. Það var þvi ekki um annað aö ræöa en aö koma aftan að þeim: A Götuskóm er þjóðfélagsádeila, hvaö með þá nýju? Egill: Blessaður vertu, hún er stórpólitisk. Valgeir: Ætli þjóðin fullyrði ekki aö viö séum komm- ar? Diddú: Það er nú bara della Valgeir: Við berjumst fyrir fegurra mannlifi. Bjóla: Og erum á móti neyzluþjóðfélaginu: „Við I sirkus Geira Smart/ trúum þvi að hvitt sé svart/ og biðum eftir næstu fragt”. (Af nýju plötunni). Nútiminn: Hvernig getið þið verið á móti neyzlu- þjóðfélaginu og lifað svo að segja á þvi aö selja fólki sálir ykkar i plötuumslögum? Valgeir: Við erum kannski i einhverri mótsögn við okkur sjálf hvað þetta varðar. Og þó, er það ekki ein- mitt tvennt ólikt, sálin og neyzlan? Egill: Það er a.m.k. ágæt neyzla að hlusta á tónlist. Hitt er annaö mál að við höfum margt út á dægurlaga- texta að setja. Það má kannski segja að viö séum sjálf aö reyna að búa til bolsiur með ostabragöi, þ.e.a.s. eitthvað sem ekki er bara sætt heldur einnig með beiskum keim. Bjóla: Við reyndum að gera aðgengilega tónlist sem segði fólki eitthvaö. Egill: Littu t.d. á þróunina i dægurlögunum á tslandi I dag. Hér er verið að hiröa upp tónlist sem búið er að margsyngja inrii hjartarætur fólksins, við þetta er svo saminn eða stældur Islenzkur texti og sunginn inn á plötu, einungis til aö græða á þvl. Valgeir: Þú hlustar, hlærð eða viknar og svo er bolsi- an búin. Siöan var rætt um ýmsar tæknilegar hliðar á plöt- unni. Hún er skorin i Englandi en hljóðrituö i Hafnar- firði á einum 150klst. Spilverkið lét sig dreyma um þá aðstöðu og möguleika sem 1000 timar 1 hljóöritun bjóða upp á. Erlendar plötur, sem Islenzkir plötuútgefendur keppa við, búa við slikar aöstæður. Eins og Valgeir sagði: Hvað gæti maður ekki gert fyrir svona plötu á einum lOOOtimum? En kostnaðurinn yrði gifurlegur og svona litill markaður stendur engan veginn undir hon- um. Þaö kom einnig fram að aðstoðarmenn á nýju plöt- unni eru þeir Helgi Guðmundsson, Siguröur Rúnar, Viðar Alfreðsson og Stéini i Eik, aö ógleymdum Hamrahliðarkór og stjórnandanum Þorgeröi Ingólfs- dóttir. Lifið og ódauðleikinn Og þá barst talið að lifi og starfi atvinnutónlistar- mannsins. Spilverkiö leikur ekki fyrir dansi eins og kunnugt er og I grandaieysi spuröi spyrill Nútimans hvernig þeim gengi að fá vinnu. Valgeir: Við erum búiri aðtaka uppeinar sex plötur á tveimur árum, þar af tvær Stuömannaplötur og spilað vitt og breitt. Egill: Þetta er ofboðslega skemmtileg vinna en það þýddi ekki að bjóða öllum upp á þetta. Nútiminn: Þessar plötur hafa allar selzt vel ekki satt? Bjóla: Þær hafa allar borið sig en sumar ekki gert mikið meira.Markaðurinn er svo þröngur aö það er ekki við miklu að búast. Valgeir: Og allt kostar þetta ómældar æfingar. Þaö þarf lika að semja efnið og sauma saman. Viö skrifum hljómsveitina fyrir öllu efni enda leggur hún siðustu hönd á verkið I sameiningu þó aö hugmyndir séu kannski komnar frá einstaklingum i upphafi. Nútiminn: Og er eitthvað upp úr þessu að hafa? Framhald á bls.35 V

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.