Tíminn - 21.05.1977, Blaðsíða 23

Tíminn - 21.05.1977, Blaðsíða 23
Laugardagur 21. mai 1977 23 Helgarsagan ekki stillt sig um að lita gætilega upp öðru hverju. Hún hafði veitt þvi athygli, að augu hans voru gráblá og bliðleg. Skyldi hún sjá hann aftur i dag... Eftir aumlega byrjun og þrjár samanvöðlaðar arkir i bréfakörf- unni, var eins og ritvélin hefði ákveöið að sættast. Molly vissi ekki hvernig það gerðist, en skyndilega voru fingur hennar farnir aö pikka af miklum móöi. Ekki alveg eins hratt og á ritara- skólanum, en mun hraðara en daginn áður. Siðar um morguninn flokkaði hún arkirnar og lagði þær á skrif- borðið, hjá ungfrú Collins. Hún var stolt. Enginn gæti fundið villu i þessu verki! Hún fór út i hádeginu, hitti Rósu og settist hjá henni. Það var nota- legt aö hafa félagsskap. En ves- lings Rósa virtist alls ekki njóta máltiöarinnar, starði bara stór- um augum á Molly, sem mokaði i sig spaghetti, osti, brauði og smjöri. Rósa sat bara og potaði i kalda skinku og nokkrar tómat- sneiðar. — Lifið er ranglátt! andvarpaði hún og virti fyrir sér grannt mitt- ið á Molly. Ungi maöurinn, sem Molly hafði veitt athygli daginn áður, sat viö annað borö. Hann leit upp og brosti. — Halló, Rósa, sagöi hann. — Halló, svaraði Rósa og brosti lika. — Hver var þetta? spurði Molly forvitin. — Hann vinnur á teiknistofunni, svaraði kæruleysislega. — Hvað heitir hann? — Veit það ekki. Þegar Molly kom aftur á skrif- stofuna( var ungfrú Collins á leið- inni út. — Gott að þú komst núna! sagði hún. Molly hrökk við eins og hrædd kanina. — Er ég of sein? spurði hún skefld og velti fyrir sér hvort hún hefði gleymt timanum við að spjalla við Rósu. — Nei, nei. Ungfrú Collins var manngæzkan sjálf. — Það er bara það, aö Turner fór ekki i hádegis- mat, en ákvað að vinna i staðinn. Sonja fór — með minu leyfi — á hárgreiðslustofu. En nú þarf ég að fara út i erindum Turners, svo engin er til að vélrita fyrir hann nema þú. — Ég? Molly stifnaði. Aðeins tilhugsunin um að vélrita fyrir forstjórann nægöi til að hún tók að skjálfa á beinunum. i Ungfrú Collins setti upp áhyggjusvip. — Þú verður að gera þittbezta. Þú venst bráðlega hvernig hann les fyrir — dálitið sérkennilega. Iannanhússiminn á skrifborö- inu hennar hringdi frekjulega og ungfrú Collins flýtti sér að stinga höfðinu inn fyrir dyrastafinn á forstjóraskrifstofunni. — Molly er komin aftur, sagði hún. — Segðu henni að haska sér! þrumaði rödd innan frá. Með skjálfandi fingur og brauö- deig i hnjáliöunum greip Molly blokkina sina. A siðasta andar- taki mundi hún eftir að taka með sér blýanta. Turner sat við skrifborðið og baröi óþolinmóðlega i plötuna meö fingrunum. Hann byrjaði að lesa fyrir áður en hún náði að setjast. Blokkinn hafnaði á gólf- inu og hann barði I borðiö, þangað til hún sat með hana aftur. Þá hóf hann aftur að lesa fyrir, sagði nokkur orð afar hratt, þagnaði siöan og breytti ein- hverju sem áður var komið, en siðan flæddu orðin út úr honum á ný. Molly til ólýsanlegs léttis hringdi siminn og hún áræddi að draga andann. Samtalið stóð i fimm minútur og siðan hélt hann áfram aö lesa fyrir. Siminn hringdi aftur. Eftir stutt samtal stóð hann upp og sagöi: — Ég þarf að fara. Þú verður aö ljúka þessum bréfum fyrir mig. Bættu kurteisisorðum viö. Ég vil hafa þau tilbúin til undirskriftar, þegar ég kem aft- ur rétt fyrir klukkan fjögur. Hann kinkaði kolli og Molly skildi það þannig að hún mætti fara. Eins hratt og hún gat, gekk hún fram fyrir. — Útvegaðu mér bll! þrumaði hann á eftir henni. Nokkrum minútum seinna þaut hann út og Molly vonaði innilega að blllinn væri kominn. Sonja kom aftur klukkan þrjú. Fallega rauða hárið á henni var eins og gljáándi hjálmur um- hverfis lltið andlitiö. Hún leit yfir öxlina á Molly og hló. — Þetta gengurekki! sagði hún hlæjandi. — Hann samþykkir þetta aldrei! Molly starði á bréfin, sem hún var að byrja á i fjórða sinn. Stórt tár rann niður vanga hennar og féll á blaðið. Hún reyndi ekki einu sinni að dylja það. Sonja lagði höndina á öxl henn- ar. — Ekki vera leið, sagði hún og röddin var nú allt önnur. — Mér þykir leitt að hafa sagt þetta. Satt að segja var ég búin að gleyma, hvað allt er andstyggilegt, þegar maður er að byrja. Ég er skepna! Lofaðu mér að hjálpa þér. Molly leit hissa upp. Sonja var allt i einu svo ólýsanlega bliðleg á svipinn.... — En þú getur ekki hjálpaö mér, sag i Molly i örvæntingu. — Ég get ekki lesið það sem ég tók niður og ég man ekkert af þvi sem hann sagði. Tárin ætluðu að brjót- ast fram aftur, en nú reyndi hún krossgáta dagsins 2491. Lárétt 1) Söngla 6) Sokkar 10) Kind 11) Tré 12) Afundið 15) Lamda Lóðrétt 2) Ai 3) Sé 4) Tignarleg 5) Skæli7) Hress 8) Litiö 9) Osk- ur 13) Væta 14) Grjóthllð. Ráðning á gátu No. 2490 Lárétt 1) Efnað6) Táranna 10) As 11) Óf 12) Stólinn 15) Snúir. Lóðrétt 2) For 3) Ann 4) Stáss 5) Safna 7) Ast 8) Afl 9) Nón 13) Óin 14) Iöi r 2 3 ■ ni ■ ■ ls> 1 g ■ p " a ö TT Jl ■ WL ■ að halda aftur af þeim. Hún mátti ekki bugast frammi fyrir Sonju... — Við skulum sjá, sagði Sonja hin rólegasta og rétti fram hönd- ina eftir klaufalega páraðri blokkinni. — Við skulum lita á þetta I sameiningu. Þá fáum viö áreiöanlega einhvern botn I það! — En þú hefur annað að gera! mótmælti Molly. — Þaö getur beðiö. Sonja dró stólinn sinn til hehnar og fór að fara yfir það sem párað var á blokkina. Smátt og smátt tókst þeim að þýða páriö og kom- ast aö þvi hvaö Turnar hafði sagt, en þar sem þær gátu alls ekki les- iö táknin, bjó Sonja til eitthvaö, sem dugaö gat i staöinn. Hún vissi lika, hvernig hann vildi enda bréfin, svo ekki uröu nein vand- ræöi með.þann hluta málanna. — Þú venst honum bráölega, sagði hún huggandi. — Þetta var heiðarleg tilraun. Gefstu bara ekki upp! — Þakka þér innilega fyrir hjálpina, sagði Molly ánægð, þeg- ar dagurinn var búinn. Turner haföi komið aftur og undirskrifaö öll bréfin nema eitt, sem hann lagði á boröið hennar meö fáein- um skýringarorðum varöandi þaö sem hann vildi breyta. — Fannst þér líka erfitt að byrja? spurði Molly Sonju, þegar þær voru að laga til á boröunum. — Ég get einhvern veginn ekki imyndaö mér, að þér hafi gengið illa, ekki einu sinni i byrjun. — Hvers vegna ekki? Sonja brosti. — Ég get fullvissað þig um að ég hélt að ég mundi ekki lifa fyrstu vikuna af! — En þú ert svo dugleg! — Nú orðið, já, svaraöi Sonja. — En ekki þá. Ég grét mig I svefn á hverju kvöldi og eftir fyrsta daginn var ég sannfærð um að ég gæti aldrei litið framan i ungfrú Collins eða Turner aftur. — Ótrúlegt. Molly andvarpaöi þungan. Sonja gæti aldrei hafa veriö jafn klaufsk og hún sjálf! Sonja leit framan I hana og gat ekki annað en hlegið. — Biddu bara! sagði hún hressilega. — Þú kemst aö raun um að ungfrú Coll- ins er elskuleg kona og Turner — já, þér á eftir að þykja vænt um hann. — Ertu alveg viss um þaö? Það var efi i rödd Mollyjar. — Alveg. Hann er ágætur og duglegur lika. Þú sérö það sjálf á morgun. A miðvikudögum er fundur, þar sem nær allir eru viö- staddir. — Ekki þó ég, er það? — Aldrei að vita, svaraði Sonja. Þegar Molly kom heim þennan daginii, áræddi móðir hennar ekki að spyrja hana, hvernig hefði gengið. Foreldrar hennar horföu rannsakandi á hana, þegar hún settist að matarborðinu, en höföu vit á þvl aö segja ekkert. Loks leit Molly upp frá fiskinum. — Hefur enginn hugsað sér að spyrja I dag? sagði hún glaðlega. — Hvernig gekk? spurði móðir hennar varlega. — Agætlega, svaraði Molly og heindi allri athygli sinni aftur að steikta fiskinum. Þaö var þriöjudagur. Daginn eftir var ungfrú Collins veik. Sonja þurfti út til aö útvega farmiöa til New York handa Turner og Molly var kölluö inn á skrifstofuna til að skrifa minnis- atriöi á miövikudagsfundinum. Hún kom sér fyrir eins langt frá skrifborðinu og hún gat, en þegar allir voru komnir, kallaöi Turner til hennar og bað hana aö setjast viö hliö sér svo hún heyröi hvaö sagt væri. Hann þúaði alla og sér til undrunar heyröi hún að hitt fólkið kallaði hann Melvyn. Allt var þetta mun frjálslegra en hún hafði hugsað sér. Um- ræöurnar urðu allskarpar á köfl- um. Það er gott að ég á ekki aö skrifa annað en það sem Turner segir fyrir, hugsaði Molly. Ungi maðurinn af teiknistof- unni var þarna og eitt sinn, þegar augu þeirra mættust, brosti hann hlýlega og svolitið striönislega. Dagurinn varð mun bjartari og betri við þaö. A fimmtudeginum kom Rósa ekki út i hádegismat. Hún var komin i strangan megrunarkúr og borðaði bara einn bikar af jógúrt og helzt á skrifstofunni, þar sem hún sagði að það yrði sér um megn að horfa á Molly raða i sig góðgætinu. Þess vegna fór Molly ein og sat á ný gegnt mann- inum af teiknistofunni. Hún fékk að vita að hann hét Ben og aö hann hafði starfað hjá fyrirtæk- inu i hálft ár. — Þú ættir að koma upp til okk- ar og lita i kring um þig einhvern daginn, sagði hann. — Deildin okkar er alveg sérstök. — Hver var það, sem sat viö hliðina á þér I gær? spuröi hún. — Þessi i köflótta jakkanum með rauöa skeggiö? — Ralph. Yfirmaöur minn. — Er gott að vinna hjá honum? Ben lyfti brúnum. — Gott er kannske ekki rétta oröið, en hann kann sitt starf. Ég var dauð- hræddur við hann fyrst og var sannfærður um að ég gæti aldrei þolað að vinna þarna. — Þú Hka....Molly leit undrandi á hann. Hann brosti og lagði höndina yfir hennar — aðeins andartak. — Att þú i vandræðum? spuröi hann af meðaumkun. — Það er að lagast, svaraði hún lágt. — Þaö gengur betur og betur meö hverjum deginum. Það var á fimmtudegi. Sama kvöld spurðu foreldrar hennar, hvernig henni likaði núna, eftir fyrstu vikuna. — Heldurðu aö þú getir þrátt fyrir allt hugsað þér að halda áfram? spurði móðirin. — Halda áfram? Auðvitað? Molly leit skilningssljó á móður sina. — Hvers vegna skyldi ég ekki gera það? A föstudaginn var Molly að laga til, þegar dyrnar opnuðust og Ben stakk höföinu inn fyrir. — Ætl- arðu beint heim i dag? Hann leit spyrjandi á Molly. Hún kinkaði kolli og roðnaði svolitið. En hvað hann var myndarlegur! — Langar þig til að lita á deild- ina okkar áður en þú ferð? — Gjarnan! Molly sótti kápuna sina i flýti og sneri sér aö Sonju til að þakka fyrir daginn. — Góða skemmtun um helgina, svaraöi Sonja brosandi. — Við sjáumst á mánudaginn. — Já, sagði Molly og Ijómaöi. — Skemmtu þér sjálf vel. Hún flýtti sér út á eftir Ben. Þaö var föstudagurinn. Helgin framundan virtist heil eilifð. Molly gat varla beðið eftir að mánudagurinn kæmi á ný.... Við getum afgreitt bílana STRAX á mjög hagstæöu veröi og meö ábyrgð upp í 20.000 km akstur DATSUN „Mér sýnist þetta vera tómt ill- gresi, en mamma segir að henni finnist vendirnir frá mér fallegri en nokkrar rósir”. DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.