Tíminn - 21.05.1977, Blaðsíða 33

Tíminn - 21.05.1977, Blaðsíða 33
Laugardagur 21. mai 1977 33 Strákarnir náðu jöfnu gegn Grikkjum — í Evrópukeppni unglingalandsliða í knattspyrnu, sem fer fram í Strákarnir i unglingalandsliðinu i knattspyrnu, sem taka þátt i 16-liða Evrópu- keppni unglinga lands- liða, en það fer nú fram i Belgiu, gerðu jafntefli (1:1) gegn Grikkjum i fyrsta leik sinum i Belgíu keppninni, en þeir leika i riðli með Grikkjum, Englendingum og Belgiumönnum. Strákarnir áttu mjög góðan leik, byrjuðu mjög vel og fengu óskabyrjun, þegar Einar As- björn Ölafséon frá Keflavik skoraði með glæsilegu skoti, sem hafnaði efst uppi i mark- horninu— 1:0. Eftir markið sóttu strákarnir, en Grikkjum tókst að koma i veg fyrir að þeir skoruðu fleiri mörk. Grikkir komu svo tviefldir til leiks i siðari hálfleik og náöu góðum tökum á leiknum — og jöfnuðu (1:1) þegar 6 min. voru til leiks- loka. Englendingar léku gegn Beigiumönnum og lauk þeim leik með sigri Englendinga — 1:0. Mark Englands skoraði West Bromwich Albion-leik- maðurinn Statham. íslendingar mæta enska liðinu i dag en á mánudaginn þvi belgiska. SPORT - blaðið er komið á markaðinn SPORT-blaðið 4. tölublað er kom- ið á markaðinn. Sport-blaðið heimsækir Akureyri og spjallar þar við iþróttafólk i sviðsljósinu. Þá er viðtal við Gústaf Agnars- son, sem er valinn iþróttamaður mánaðarins, Karl Jóhannsson handknattleikskappa, Valbjörn Þorláksson og Tony Knapp, landsliðsþjálfara. „Rauði her- inn” frá Liverpool er kynntur. Aukþesser annað fjölbreytt efni blaðinu. Tommy Hutchison... skoraði bæði mörk Coventry, sem heldur deildarsæti slnu. Sunderland féll á Goodison Park þar sem þetta fræga félag fékk farseðilinn niður i 2. deild Hin gífurlega barátta Sunderland síðustu vikurn- ar og mánuðina til áð halda sér i deildinni varð að engu á Goodison Park li Liver- pool á fimmtudagskvöldið. Sunderland mætti þá Everton í siðasta leik sín- um í deildinni og nægði Sunderland jafntefli til að halda sér örugglega uppi. Sunderland fékk á sig mark þegar eftir 10 minútna leik, og var þar að verki Bob Latchford fyrir Everton. Eftir þetta sótti Sunder- land mikið en allt kom fyrir ekki og það var Everton sem bætti við Buchan meiddur ÞAÐ var óljóst I gærkvöldi, hvort Martin Buchan, fyrirliði Manchester United, gæti leikið bikarúrslitaleikinn á Wemblcy gegn Liverpool I dag. Buchan á við meiðsli að striða, sem hann hlaut gegn West Ham. Þaö yrði mikið áfall fyrir United, ef Buchan, sem er sterkari varnar- maður liðsins, gæti ekki leikiö með. öðru marki þegar Bruce Rioch skoraði á siðustu minútu leiksins. Það voru þvi óánægðir leikmenn Sunderland sem gengu af leik- velli, og siðan fengu þeir að heyra að leik Coventry og Bristol City hefði lyktað með jafntefli, einu úrslitin, sem gátu fellt Sunder- land. Ef annað hvort liðið hefði unnið þann leik, hefði hitt fallið, en jafntefliö dugði þeim báðum. Það leit lengi svo- út, sem það myndi verða Bristol City, sem yrði að sætta sig við falli 2. deild- ina. Þegar 50 minútur voru liðnar af leiknum haföi Coventry náð tveggja marka forystu, bæði mörkin skoruð af Tommy Hutchison. En á 52. minútu minnkaði Gerry Gow muninn fyr- ir Bristol liðið og eftir það varð leikurinn einstefna á mark Cov- entry.Bristol tókstað jafna þegar 10 minútur voru til leiksloka, og var þar að verki Don Gillies. Það var þvi mikill fögnuður hjá leik- mönnum Coventry þegar úrslitin i leik Everton og Sunderland voru tilkynnt, Sunderland leikur þvi i 2. deild á næsta keppnistimabili ásamt Tottenham og Stoke. Ó.O. Einn ný- Uði gegn Færeyjum íslendingar mæta Færeying um á grasvellinum í Kópavogi á morgun Einn nýliði er i lands- liðshópnum i knatt- spyrnu, sem mætir Fær- eyingum á grasvellinum i Kópavogi á morgun kl. 4. Það er Albert Guð- mundsson, hinn ungi og efnilegi leikmaður Vals- liðsins, sem hefur ekki áður klæðzt landsliðs- peysunni. Leikurinn verður fyrsti landsleikur Punktar •Juventus bar sigur úr býtum Italska meistaraliðið Juventus tryggöi sér sigur I UEFA-bikar- keppni Evrópu I knattspyrnu, þegar liðið lék gegn Atletico Bil- bao í Bilbao. Leik liöanna lauk með sigri (2:1) Bilbao, en þrátt fyrir þennan ósigur, varð Juvent- us meistari, þar sem liðiö vann sigur (1:0) I fyrri leik liðanna, sem fór fram I Torino á Italiu — og dugði útimarkið þvl itölunum til sigurs. • Sigur Rússa — en möguleikar þeirra litlir Rússar fengu óskabyrjun þeg- ar þeir mættu Ungverjum I HM-keppninni i knattspyrnu I Tiblisi — og sigruðu 2:0. Burak skoraðieftir 5 min. og siðan bætti Blokin öðru marki við á 14. minútu. Þrátt fyrir þennan sigur Rússa, eru möguleikar þeirra ekki miklir í 9. riðli HM-keppn- innar, en staðan er nú þessi i hon- um: Rússland 4 2 0 2 5:3 4 Grikkland 3 1 1 1 2:3 3 Ungverjaland 3 111 3:4 3 Ungverjar standa bezt að vlgi — þeir mæta Grikkjum á heima- velli i siðasta leik riðilsins á mið- vikudaginn kemur. Macari og Coppell koma ekki með „stjörnuliðinu”... Landsliðseinvaldar á Bretlandseyjum hafa að undanförnu verið að velja nýja menn í lið sín fyrir aðra, sem hafa meiðzt eða geta ekki af öðrum ástæð- um keppt. Við þetta hefur stjörnuliðið, sem hingað á að koma, verið að missa skrautf jaðrir sínar. Fyrir skömmu valdi Don Revie Steve Coppcll hjá Manchester United i lið sitt, og kemur hann þar af leiðandi ekki hingað til lands, og á fimmtudaginn var Lou Macari (Manchester United) val- inn i landsliðshóp Skotlands, og vcrður hann þvi ekki meðal kepp- enda á Laugardalsvellinum 1. júni. Ekki er ennþá vitaö hverjir koma hingað til lands I stað þess- ara manna, né heldur hverjir þeir 4 verða sem eftir átti að tilkynna. íslands, sem háður er utan Reykjavikur, en fram að þessu hafa landsleikir eingöngu verið leiknir á Melavell- inum og Laugardals- vellinum. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í dag, en þar sem ekki var flugveður frá Færeyjum, þá var ákveðið að fresta leiknum þar til á morgun. Landsliðsnefndin hefur valið eftirtalda leikmenn til að leika gegn Færeyingum: Markverðir: Arni Stefánsson, Fram Sigurður Dagsson, Vál Aðrir ieikmenn: Ólafur Sigurvinss., Vestm.ey. Einar Þórhallsson, Breiðabliki Jón Gunnlaugss., Akranesi Gisli Torfason, Keflavik Viðar Halldórsson, FH Hörður Hilmarsson, Val Atli Eðvaldsson, Val Albert Guðmundsson, Val Guðmundur Þorbjörnsson, Val Ingi Björn Albertsson, Val Arni Sveinsson, Akranesi Kristinn Björnsson, Akranesi Karl Þórðarson, Akranesi ólafur Danivaldsson, FH Eins og sést á þessu, er lands- liðið byggt upp á leikmönnum úr Valsliðinu, en 6 Valsmenn eru i landsliðshópnum. Astæðan fyrir þvi að svo margir Valsmenn eru i landsliðinu er vafalaust sú, að landsliösnefndin telur réttast að stefna fram kjarna úr einu fé- lagsliði, þar sem landsliöiö hefur ekkert æft saman að undanförnu — þvi er treyst á samæfingu ieik- manna hjá félagsliði. LOU MACARI ....kemur ekki til tslands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.