Tíminn - 21.05.1977, Blaðsíða 12

Tíminn - 21.05.1977, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 21. mal 1977 Tilboð óskast i nokkrar fólksbifreiðar, jeppabifreið, Pick-up og vörubifreið, er verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðjudaginn 24. mai kl. 12-3. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5. SALA VARNARLIÐSEIGNA íslenska járnblendifélagið hf. Icelandic Alloys Ltd. Lágmúli 9, Reykjavlk, Iceland. Framkvæmdastjóri íslenska járnblendifélagið h/f óskar að ráða framkvæmdastjóra til að veita félag- inu forstöðu. Skrifstofa þess verður að Grundartanga i Hvalfirði. Umsóknir, er greini menntun og fyrri störf, skulu vera á islensku og jafnframt einu Norðurlandamáli eða ensku. Senda ber umsóknir á nafn félagsins að Lágmúla 9, Reykjavik, b/t Hjörtur Torfason, vara- formaður, eigi siðar en 6. júni nk. islenska járnblendifélagið hf. lcelandic Alloys Ltd. Lágmúli 9, Reykjavlk, Iceland. Raforkuverkfræðingur íslenska járnblendifélagið h/f óskar að ráða raforkuverkfræðing til starfa við byggingu kisiljárnverksmf.ðjunnar að Grundartanga og siðar við rekstur og við- hald raforkuvirkja hennar. Umsóknir, er greini frá menntun og fyrri störfum, sendist Jóni Steingrimssyni, Is- lenska járnblendifélaginu h/f Lágmúla 9, Reykjavik, eigi siðar en 6. júni nk. Orkustofnun óskar að ráða til sin vélritara i hálft starf. Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist Orkustofnun Laugavegi 116 fyrir 25. mai. Orkustofnun m Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir aprilmán- uð 1977, hafi hann ekki verið greiddur i siðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 2% af vangreiddum sölu- skatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 10%, en siðan eru viðurlögin 1 1/2% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga. Fjármálaráðuneytið, 20. mai 1977. 60 ára: Knútur Bjarnason bóndi á Kirkiubóli Knútur Bjarnason bóndi á Kirkjubóli i Dýrafirði er sextugur þ. 23. þ.m. Hann er fæddur 23. mai 1917. Foreldrar hans þau Bjarni M. Guömundsson fyrrum bóndi á Kirkjubóli og Kristín Guðmunds- dóttir. Knútur ólst upp á Kirkjubóli og vandist þar öllum störfum er aö landbúnaði laut, og haföi snemma gott auga fyrir búskap. Hann stundaði nám I Núpsskóla í 2 vet- ur, en lengri varð skólagangan ekki, en ég hygg að Knútur hafi veriö góður námsmaður. Eins og áður sagði, vann Knút- ur við búskap föður sins I allmörg ár, en hóf sjálfur búskap á Kirkju- bóli 1943, I sambýli við systur sina, Asdisi og mann hennar, Guðmund Jónsson. Hefur hann búið þar siðan með móður sinni. Mikið átak hefur veriö gert i uppbyggingu og ræktun i búskap þeirra Guömundar. Byggt var nýtt ibúðarhús og flest önnur hús hafa verið endurbyggð og reist á ný. Ræktun er mikil á Kirkjubóli og hafa mörg handtök verið unnin til að bæta landið, enda bústærð nær þrefaldast i búskapartið þeirra Guömundar og Knúts. A fystu búskaparárum Knúts, fór hann á vertíð I nokkur ár, bæöi á Akranes og Þingeyri. Reyndist hann þar, sem annars staöar eft- irsóttur til vinnu. En þegar skepnum fjölgaði, hætti hann ver- tiöarstörfum. Knútur hefur mikið fengizt við félagsstörf. Hann er formaður Búnaðarfélags Þing- eyrarhrepps og hefur verið yfir 20 ár. 1 hreppsnefnd Þingeyrar- hrepps var hann i 8 ár, þar af odd- viti eitt kjörtimabil. Þá er hann i stjórn Kaupfélags Dýrfiröinga á Þingeyri og I stjórn Fáfnis h/f, aöal útgerðarfélagi staöarins. Þá var hann lengi einn aðal fram- kvæmdamaður I ungmennafélagi hreppsins og formaður þess um skeið. Einnig hefur hann verið kjötmatsmaður i Dýrafirði i fjöldamörg ár. öllum þessum störfum hefur Knútur gegnt af stakri prýði og verið sótt eftir hans ráðum, þar sem hann hefur starfað. Knútur er glaðlyndur maður og einstakt prúðmenni i allri sinni framkomu. Er það engum ofsögum sagt, aö hann á marga vini en enga óvini. Sá, er þetta ritar, á Knúti margt að þakka fyrir einstaka hjálpsemi bæði fyrr og siðar. Það Kirkju- bólsfólk allt hefur verið mér og minu fólki einstaklega góðir ná- grannar um rúmlega þrjátiu ára skeið. Þetta áttu nú aðeins að vera fá- ein orð i tilefni afmælisins en ég get ekki skiliö svo við þessa grein, að minnast ekki á, aö Knútur hef- ur saltað og reykt hangikjöt fyrir flesta ibúa þessa hrepps i áraráð- ir og vilja konur hér helzt ekki hangikjöt, nema Knútur hafi þar um höndum farið. Þannig hefur hann leyst öll sin störf af höndum. A þessum timamótum i ævi manna, er oft skyggnzt um öxl. Þegarég lít til liðinna ára, verður mér hugsað til samferðar okkar Knúts i lifinu og man ég þá ekki eftir ööru en björtum minningum. Ég sendi þér okkar beztu af- mæliskveöjur frá Múla. Lifðu heill. ÞórðurJónsson Hana gildir einu, þessa, þó að hann rigni. Það getur komið sér vel að eiga svona fllkur við garðvinnu og skógrækt hér sunnan lands. —Tlmamynd: Róbert. Hafnfirdingnm kennd handtökin við ræktunina A s.l. vori efndi Skógræktar- félag Hafnarfjarðar til sýni- kennslu i sáningu trjáfræs og klippingu á viðiteinungum og niöursetningu þeirra. Þátttaka var mjög mikil og sýndi að margir vildu notfæra sér þær ágætu leiðbeiningar, sem Jón Magnússon, hinn kunni plöntu- framleiðandi, lét þarna i té. Það er lika vitað aö margir þátttakenda urðu sér útium fræ og viðisteinunga og hófu nú ræktun sinna trjáplantna en að sjálfsögðu með misjöfnum árangri eins og gengur. Nú eru vorstörfin hjá félaginu að hefjast i græðireitnum þar sem sýnikennslan fór fram i fyrra, og dagana 23. mai til 28. mai' verður unniö þarna frá kl. 17-19. Þarna ættu sem flestir þátttakenda frá i fyrra að mæta einhvern daginn og einnig aörir þeir sem áhuga hafa. Þarna getum við skipzt á skoöunum og reynslu sem við höfum öölazt á árinu. Við munum sýna fólki hvernig taka á upp plöntur úr sáðbeði og dreifsetja i beð, læra réttu handtökin með þvi að vinna 1-2 stundir við þessi skemmtilegu störf. 12 ára stelpa óskar ef tir að komast i sveit. Er vön. Upplýsinqar í síma (91) 40671. Röskur drengur á þrettánda ári, ósk- ar eftir dvöl i sveit i sumar. Uppl. i sima (91) 44266. Firma- keppni hesta- manna að Varmá Hestamannafélögin eru nú á fullu i vertlð sinni og má segja að kappreiðar og hestamót alls kon- ar verði nú meira og minna um hverja helgi sem framundan er. Stöðugt eykst fjölbreytnin og fleiri greinar eru teknar I iþróttir hestamanna, og þósaknar maður að sjá ekki lengur kerruakstur- inn, sem var orðinn nokkuð viss grein á hestaþingum. Firmakeppni er nú að færast mjög i vöxt en slik keppni er raunar fjáröflun með auglýsing- um og er allþekkt fyrirbæri i ýmsum Iþróttagreinum. Hestamannafélagiö Höröur i Kjósarsýslu áformar nú að halda sina fyrstu firmakeppni að Varmá á laugardag og keppa þar um það bil 30 gæöingar á vegum einstakra verzlunar- fyrirtækja sem hljóta verðlaunin og skreyta með þeim skrifstofur sinar. Hin almenna þátttaka reiö- manna I firmakeppnum sýnir að þær eiga fullan rétt á sér og þá einkum frá hinu alkunna sjónar- miði, að allir séu meö en ekkert aðalatriði aö vinna þó þaöaðvisu sé i raun keppikefli keppenda. Aðstaða á mótsstað er hin ákjós- anlegasta, bæði fyrir hesta og á- horfendur, en keppnin hefst kl. 14.30 laugardaginn 21. maf Moldarsala Lionsklúbbs- ins Munins í Kópavogi F.I. Reykjavik. — Hin árlega moldarsala Lionsklúbbsins Mun- ins i Kópavogi verður um næstu helgi dagana 21. og 22. mai og mun allur ágóði af sölunni renna tilliknarmála. Hefst salan kl. 9 aö morgni báða dagana og stendur til kl. 18. Tekiö verður á móti pöntunum nú þegar i simum 42524 kl. 17:30- 19 og 41956 kl. 10-12. Beina klúbb- félagar þeim eindregnu tilmælum til manna, aö þeir panti timan- lega og undirbúi jarðveginn heima hjá sér fyrir komu moldarinnar. Pantanir eru send- ar heim.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.