Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.02.2006, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 18.02.2006, Qupperneq 16
 18. febrúar 2006 LAUGARDAGUR16 stjornmal@frettabladid.is nánar á visir.is UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,, Sandholt Bakarí ��������������� ������������������� � ��������������� kpkpkpkpkpkpkpkpkpkpkpkpkpkp kpkpkpkpkpkpkpkpkpkpkpkpkpkp ������������������������������� ����������� ������������������������������������� Að flytja vald til fólksins Frjáls viðskipti Stjórnarandstæðingar og dómsmálaráðherra tókust óvenju harkalega á í umræðum fyrir helgina um vinnubrögð varðandi ákvæði í frumvarps- drögum um vændi þar sem fólki verður frjálst að bjóða eigin blíðu til sölu ef svo má segja. Ekki þarf að taka fram að mansal, kynlífsþrælkun, barnavændi, verslun og miðlun með kynlífsþjónustu er bönnuð og verður svo áfram. En frumvarpið leyfir einstaklingi að selja kynlífsþjónustu sér til framfærslu. Þingmennirnir Kolbrún Halldórsdóttir og Ágúst Ólafur Ágústsson veittust harkalega að Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra, meðal annars á síðum Fréttablaðsins. Þau sætu í nefnd á hans vegum um vændi og væru í þann mund að skila niðurstöðum, en þá kæmi ráðherrann bara með frumvarpsdrög frá lagaprófessor en tefði málið á sama tíma í nefnd enda sjónarmið hans í minnihluta. Með svona manni er ekki hægt að vinna sögðu þau. Björn mótmælti því að hann hefði vísvitandi tafið málið og kvaðst ætla að láta rannsaka seinagang nefndarinnar. ... það sem sannara reynist Og hvað er nú rétt í málinu? Í nefnd Björns sátu 6 manns. Þrír mæla með sænsku leiðinni sem felst í því að gera kaup á vændi refsivert. Auk Kolbrúnar og Ágústs Ólafs styður Jónína Bjartmarz þessa leið. Á móti eru Ásta Möller, Gunnar Örlygsson og Ragna Árnadóttir, fulltrúi dómsmála- ráðherra og formaður nefndarinnar. Ásta bendir á að þannig falli sænska leiðin á jöfnu. Hún og Gunnar hafi skilað sameiginlegri afstöðu og Ragna verið þeim samsinna um að leggjast gegn sænsku leiðinni. Jónína, Ágúst Ólafur og Kolbrún skiluðu sínum niður- stöðum 14. febrúar síðastliðinn, en þá hafði álit hinna legið fyrir um skeið. Það er kannski skiljanlegt að dómsmálaráherra vilji láta rannsaka seinaganginn ef nefndin átti að skila af sér fyrir réttu ári samkvæmt skipunarbréfi. Reyndar fékk nefndin einhvern frest sem allir sættust á. Ásta segir að nefndarmenn hafi alla tíð vitað að Ragnheiði Bragadóttur prófessor hafi verið falið að vinna frumvarpsdrög, meðal annars um vændisákvæðin og engar athugasemdir hafi verið gerðar við það verklag. Úr bakherberginu... Þingmenn létu yfirleitt vel af framtaki Árna Magnús- sonar félagsmálaráðherra þegar hann fylgdi úr hlaði nýrri skýrslu um sveit- arstjórnarmál á Alþingi síðastliðinn fimmtudag. Greinargerð af þessum toga er ný af nálinni og hefur fyrst og síðast að geyma margvíslegar upplýsingar um þróun sveitarfélaga og tölulegar upplýsingar um þau. En undir yfirborðinu krauma ágreiningsmál um byggðastefnu. Í sveitarstjórnarkosningunum árið 2002 voru boðnir fram listar í 66 sveitarfélögum. Í þeim voru alls 2.714 einstaklingar í framboði á 182 listum. Tæplega 1 prósent þjóðarinnar var því í framboði í þessum 66 sveitarfélögum, eða um 1,4 prósent af þeim sem voru á kjörskrá. Kosningaþátttaka hér á landi er almennt mjög góð og mikill áhugi er á stjórnmálum, sagði Árni Magnússon félagsmálaráð- herra í ræðu sinni. Hlutur kvenna óviðunandi „En það er enn svo, að hlutföll kynjanna eru ekki jöfn í sveitar- stjórnum. Konur eru 32 prósent allra sveitarstjórnarmanna í land- inu, sem er óviðunandi. Myndin er þó ekki svo einföld því stærð sveitarfélaga og landfræðileg lega þeirra virðist hafa áhrif á kynja- hlutföll í sveitarstjórnum,“ sagði félagsmálaráðherra. Í sveitarfélögum með fleiri en 1.000 íbúa eru konur um 35 pró- sent fulltrúa í sveitarstjórnum. Hlutur þeirra er slakari í minni sveitarfélögum eða 29 prósent. Hlutfallið er hæst á höfuðborg- arsvæðinu þar sem konur eru 43 prósent kjörinna fulltrúa. „Hlutfall kvenna í fjölmenn- ustu sveitarfélögum er þannig nærri 50 prósentum hærra en í þeim fámennustu. Nýafstaðin prófkjör benda vissulega til þess að við þurfum að halda vel vöku okkar hver sem niðurstaðan verð- ur hvað varðar endanlega lista eða úrslit sveitarstjórnarkosninga,“ sagði Árni. Hugum að fjölmenninu Þegar íbúum fækkar þurfa færri skattgreiðendur en áður að standa undir grunnkostnaði við starfsemi sveitarfélaganna. Vítahringur fjárhagskreppu og fólksfækkunar getur myndast sem sveitarfélög- in eiga erfitt með að komast út úr. „Íbúafækkun getur í sumum tilvikum skapað andrúmsloft örvæntingar og vonleysis sem ýtir sveitarstjórnum út á ystu nöf þess sem talist getur ábyrg fjármála- stjórn. Málefni sveitarfélaga og byggðamál eru þannig augljóslega nátengd,“ sagði félagsmálaráð- herra. Honum þótti reyndar sem landsmenn hefðu til þessa verið of uppteknir af vanda fámennisins og tímabært væri að gefa fjöldan- um meiri gaum. Þarna er ef til vill kjarni máls- ins og um leið vandi sveitarfé- laganna frammi fyrir löggjafar- og framkvæmdavaldinu. Hvar í ráðuneytum er unnt að vista með heildstæðum hætti öll mál- efni sem snerta sveitarfélög og byggðamál? Fækkað um 100 Með fækkun og stækkun sveitarfé- laganna úr 204 árið 1990 í 104 árið 2005 eru þau óneitanlega betur en áður í stakk búin til þess að taka við stórum verkefnum sem snúa beint að þjónustu við íbúa. Nær helmingi tekna sveitarfélaganna, um 50 milljörðum króna, er varið í rekstur grunnskólanna og tengda starfsemi. Með því að færa enn fleiri verkefni til sveitarfélaganna er talið að bæta megi enn nærþjón- ustu við borgara þessa lands. En það er helst á færi stóru og stönd- ugu sveitarfélaganna, ekki síst á suðvesturhorni landsins. Og mun aukin misskipting og aukinn aðstöðumunur verða niðurstaðan ef sú leið verður farin? Um þetta sagði félagsmála- ráðherra í ræðu sinni: „Það er erfiðleikum bundið að ákvarða kjörstærð sveitarfélaga og lík- lega er ekkert einhlítt svar við þeirri spurningu. Sum verkefni eru þess eðlis að fámenn sveitar- félög geta sinnt þeim vel, meðan önnur krefjast viss fólksfjölda svo sem rekstur menntastofnana og heilsugæslu. Lágmarkskrafa hlýt- ur að vera að sveitarfélögin séu nægilega fjölmenn til að geta sjálf sinnt helstu lögbundnu verkefnum sínum og nýtt þannig það svigrúm sem löggjafinn hefur veitt þeim í krafti sjálfsstjórnarréttarins. Þróunin í sameiningarmálum sveitarfélaga gefur vísbendingar um að innan fárra ára verði flest sveitarfélög á landinu með fleiri en 1.000 íbúa. Í dag telja um 70 prósent sveitarfélaga færri en 1.000 íbúa, en í þeim búa aðeins átta prósent þjóðarinnar.“ Verkefnin nær kjósendum Einar Már Sigurðsson þingmaður Samfylkingarinnar hvatti félags- málaráðherra til dáða í umræð- unum. Einar benti á að stækkun og sameining sveitarfélaga hefði orðið í hrinum. Andstaðan við sameiningu hefði oft bognað með auknum verkefnum. Því ekki að flytja vísvitandi ný verkefni til þeirra með það sérstaklega í huga að framkalla vilja til frekari sam- einingar, spurði Einar Már. Þingflokkur Samfylkingarinn- ar ályktaði reyndar um sveitar- stjórnarmál fyrir helgina og telur að efling sveitarfélaga sé besta byggðastefnan. Lögð er áhersla á að gera landið að einu kjördæmi. Dæmi um viðbótarverkefni sem Samfylkingin telur að eigi heima hjá öflugri og sjálfstæðari sveit- arstjórnum eru framhaldsskólar, rekstur flugvalla, heilsugæsla og hluti af starfsemi Vegagerðar- innar. johannh@frettabladid.is Kynjahlutfall í sveitarstjórn eftir landshlutum 28% 37% 43% 26% 24% 32% 35% 25% N O R Ð U R LA N D V VE ST FI R Ð IR H Ö FU Ð B O R G A R SV Æ Ð IÐ VE ST U R LA N D SU Ð U R N ES SU Ð U R LA N D N O R Ð U R LA N D E A U ST U R LA N D Síðustu fundir Alþingis verða í byrjun maí eftir tíu til ellefu vikur. Páskaleyfi styttir starfstímann til löggjafar um viku. Ruðningsáhrif stjórnar- frumvarpa frá framkvæmdavaldinu verða á þessum níu síðustu vikum æ meira áberandi. Önnur mál fá minni tíma í þingsölum. Ríkisstjórnin mun ekki heldur taka mjög afdrifa- ríkar ákvarðanir um að láta þingið afgreiða lagafrumvörp sem geta orðið stjórnarflokkun- um mótdrægar í sveitarstjórnarkosningunum þremur vikum eftir síðasta þingfund. Þvert á móti komast ýmis vinsæl mál æ meira í sviðs- ljósið eftir því sem nær dregur kosningum. Þetta er alkunna og þarf ekkert að koma á óvart. Borgarstjórnarmeirihlutinn mun klippa borða sem og bæjarstjórnameirihlutar í stærstu sveitarfélögun- um um land allt. Svona er þetta og svona verður þetta. Sundabrautarmálið, tvöföldun Hvalfjarðarganga, tvíbreiður vegur milli Reykjavíkur og Selfoss, aðgerðir til að sporna við flótta fyrirtækja úr landi, mótun tillagna um lækkun matvöruverðs, frestun hlutafélagavæðingar Ríkis- útvarpsins og fjölmiðlafrumvarps, aukin áhersla á umhverfismál, tímamóta- ákvörðun um forgangsröðun í stóriðjumálum, stundarfriður stjórnarflokk- anna um Íbúðalánasjóð, áfangaskýrsla stjórnvalda um Evrópusambandsmál, friður saminn við kennara um styttingu grunn- og/eða framhaldsskólans, eru allt mál sem spámenn gætu veðjað á að verði í sviðsljósinu á næstu 10 til 12 vikum að frumkvæði stjórnarflokkanna. Bæta má við lista með hug- myndum um aukin umsvif sveitarfélaga á kostnað ríkisumsvifa og umbætur í málefnum aldraðra og öryrkja. Reyndar er það ekki víst að framvindan næstu vikurnar verði með þess- um hætti. Ekki vegna þess að stjórnmálamenn vilji ekki skapa sér og sínum góða vígstöðu heldur vegna þess að þeir ráða ekki ferðinni eins og áður. Stjórnmálaumræðan er opnari en áður. Hún lýtur um leið öðrum lög- málum þar sem ný samskiptaform koma meira við sögu en nokkurn grunar í krafti netvæðingar og fjölmiðlunar. Atkvæðakaup eru ef til vill ekki eins augljós kostur og áður var. VIKA Í PÓLITÍK JÓHANN HAUKSSON Atkvæðakaup og kosningar „Auk hennar hef ég ákveðið að kanna viðhorf sveitar- stjórnarmanna og alþingismanna til sveitarstjórnar- mála með sérstakri rannsókn sem unnin verður á næst- unni í samstarfi við Viðskiptaháskólann á Bifröst.“ Árni Magnússon félagsmálaráðherra í ræðu um sveit- arstjórnarmál á Alþingi siðastliðinn fimmtudag. „Vegna þessara ummæla þingmannanna mun ég óska eftir sérstakri skýrslu um það hvers vegna nefndin var svona lengi að ljúka starfi sínu...“ Björn Bjarnason í Fréttablaðinu 17. febrúar um ummæli Kolbrúnar Halldórsdóttur og Ágústs Ólafs Ágústssonar um starf nefndar sem fjallaði um vændi. ÞÓRSHÖFN Á LANGANESI Stærðarhagkvæmnin gildir líka í þjónustu sveitarfélaga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.