Fréttablaðið - 18.02.2006, Qupperneq 24
Ég náði fótfestu þegar ég fékk næði til að eyða tíma í sveitinni, stunda útreiðar
og horfa á trén í vetrardýrðinni,“
segir hin geislandi fagra Unnur
Birna sem í sjötíu daga hefur
borið titilinn Ungfrú heimur.
„Titillinn segir að ég sé fegurst
kvenna í heimi hér, en maður tekur
því auðvitað með fyrirvara. Það
er enginn fullkomnlega ánægður
með sjálfan sig og ég er þar engin
undantekning, en vissulega alveg
sátt,“ segir hún einlæg og brosir
sínu ómótstæðilega brosi.
„Fegurð er afstæð og vafasamt
að keppa í fegurð. Mér var vissu-
lega brugðið þegar ég stóð uppi
sem sigurvegari og nokkuð viss
að ástæðan var ekki sú að ég hafi
útlitslega verið sú fegurst kepp-
endanna,“ segir Unnur Birna sem
skrifar sigurinn á innri útgeislun
og tilgerðarleysi.
„Ég er sviðsvön, jarðbundin
og alltaf ég sjálf, en vildi alls ekki
setja upp leikrit því hefði það farið
með mig lengra hefði ég þurft að
halda áfram með leikritið út í eitt.
Ég er ósköp venjuleg stelpa og lík-
ist ekkert fegurðardrottningum
Suður-Ameríku sem mættar voru
með tilbúin brjóst, nef og varir.
Þær líta út eins og Barbídúkkur en
þar er ekki um náttúrulega fegurð
að ræða, auk þess sem þær skortir
tengsl við raunveruleikann. Ég held
að fólk hafi fundið meiri tengsl við
mig sem lifandi manneskju sem
stundar hestamennsku, skíði, dans-
kennslu, lögreglustörf og lögfræði-
nám, en ekki einfalda ímynd sem
lifir eingöngu fyrir yfirborðslegan
heim fegurðarinnar.“
Titlar og tilfinningaflækjur
Kóróna Unnar Birnu er alsett
bláum kóröllum, tærum kristölum
og skínandi demöntum, en sami
gullsmiður og smíðar kórónur
Elísabetar Englandsdrottningar
smíðaði þetta dýrmæta höfuð-
djásn fyrir aldarfjórðungi síðan.
„Ég hefði líklega aldrei farið út
í fegurðarsamkeppnir nema fyrir
tilstilli ömmu minnar Jórunnar
Karlsdóttur sem saumaði kjóla
á íslenskar fegurðardrottning-
ar í þrjátíu ár. Ég var mikið hjá
ömmu sem barn og fékk að sitja
inni í saumaherbergi þegar þær
mátuðu kjólana. Sjálfsagt hefur
það haft áhrif í undirmeðvitund-
inni en þegar ég var spurð af fjöl-
miðlafólki hvort ég ætlaði ekki
að feta í fótspor mömmu sagði ég
alltaf hiklaust nei,“ segir Unnur
Birna og brosir að minningunni,
en móðir hennar Unnur Steinsson
varð Ungfrú Ísland árið 1983 og
lenti í 4. sæti Miss World sama ár.
„Eflaust hefur nei-ið stafað
af sjálfstæðisþörf og stælum, en
amma þráði að sjá litla engilinn
feta þessa braut. Svo þegar amma
fær heilablóðfall og liggur bana-
leguna á sjúkrahúsi þar sem hún
lést 11. janúar 2005 tók ég ákvörð-
un um að láta hinstu ósk hennar
rætast. Sagði henni að hún yrði að
gjöra svo vel að láta sér batna svo
hún gæti verði með mér í þessu
ferli og hún játti því snortin. Sagði
að heima væri kjóll sem hún hefði
ákveðið að ég ætti að klæðast og
heima fann ég topp og efni í pils
sem ég klæddist þegar ég vann
titilinn Ungfrú Reykjavík,“ segir
Unnur Birna sem í kjölfarið hirti
flesta fegurðartitla Íslands í kjól-
um ömmu sinnar.
„Mér fannst skemmtilegast að
vinna Ungfrú Reykjavík því hann
var fyrir ömmu, en mánuði síðar
tók ég þátt í Ungfrú Ísland sem
var allt öðruvísi keppni. Þá fann ég
mikla pressu að standa mig vel en
þegar á úrslitakvöldinu hlóðust á
mig allir þessir titlar leið mér alls
ekki vel. Auðvitað vissu fyrirtæk-
in sem völdu sína stelpu ekki af
ráðahag hinna, en mér fannst þetta
alls ekki sanngjarnt þegar með
mér stóðu tuttugu flottar stelpur.
Þegar ég var svo krýnd sem Ung-
frú Ísland var eins og kaldhæðni
ríkti í salnum og reyndist mikil
tilfinningaflækja fyrir mig, en
auðvitað var ég um leið alsæl enda
mikil keppnismanneskja og þannig
séð mjög tapsár,“ segir hún hrein-
skilin og broshýr.
Drottning án hirðar
Unnur Birna er vel kunnug ævin-
týrinu um Penelópu prinsessu og
365 kjólana hennar. Segir fleiri en
365 hanga í skápum ömmu sinnar,
sem kemur sér sannarlega vel í
hlutverki fegurstu konu heims.
„Kjólarnir eru misjafnir eins
og þeir eru margir, en við mamma
höfum breytt og betrumbætt
marga þeirra og í einum slík-
um vann ég Ungfrú heim,“ segir
Unnur Birna sem hefur enga hirð
í kringum sig heldur þarf sjálf að
hugsa um fatnað, hár og förðun.
„Þetta er ævintýri en einnig
hörkupúl sem verður ekki endi-
lega dans á rósum allan tímann.
Á þriðjudag fer ég í tíu daga ferð
til Kína og þaðan beint til Banda-
ríkjanna þar sem ég verð aðra
tíu daga. Ég flýg því hnöttinn
endilangan þar sem hópur manns
bíður fyrir neðan landganginn
og þarf að vera tipp topp á háum
hælum þegar ég kem úr flugvél-
inni,“ segir Unnur Birna sem við-
urkennir að stundum sé álagið
strembið.
„Starfið á sínar jákvæðu og
neikvæðu hliðar. Hið neikvæða
er pressan á herðum mér, en hið
jákvæða að titillinn snýst ekki
alfarið um ytra útlit heldur hvern-
ig persóna maður er og hvað maður
gerir gott fyrir heiminn,“ segir
Unnur Birna sem starfar samhliða
eigendum Miss World, þeim Juliu
Morley og syni hennar Steven.
„Þau ferðast með mér um allan
heim og eru mér stoð og stytta en
hingað til hef ég dvalið á hótelum
þótt mér standi til boða að búa
heima hjá þeim. Það getur verið
einmanalegt að vera ein á hótel-
herbergi, en mikil öryggisgæsla
er í kringum mig og rík ástæða
þar sem misjafn sauður leynist í
mörgu fé sem viljað gæti vinna
mér mein.“
Góða stelpan
Unnur Birna dvaldi fimm vkur í
Kína áður en hún var krýnd Ung-
frú heimur þann 10. desember síð-
astliðinn.
„Þetta var eins og fimm vikna
atvinnuviðtal þar sem leitað var að
réttu stúlkunni í starfið og fylgst
með hverju skrefi og viðbrögðum
við ýmsum uppákomum. Hverri
grúbbu fylgdu þrjár konur sem
skrifuðu leynilega skýrslur um
hegðun okkar sem þær skiluðu til
dómnefndar,“ segir Unnur Birna
sem er orðin þjóðþekkt í Kína og
Póllandi.
“Annarsstaðar get ég enn
gengið um göturnar óáreitt. Börn
stoppa mig oft, og í gærkvöldi
fór ég sem leynigestur á árshá-
tíð Árbæjarskóla, sem er gamli
grunnskólinn minn og uppskar
klapp og gleðióp barnanna sem
gerði mig klökka,“ segir Unnur
Birna sem þykir heiður að vera
fyrirmynd barna.
„Já, ég er góð stelpa og hef
það fram yfir margar stúlkur að
vera ekki þessi horaða módeltýpa
heldur með eðlilegan vöxt. Ég er
ekki öfgakennd á neinu sviði, vel
ávallt milliveginn, hef gaman af
líkamsrækt, útiveru og hollum
lífsháttum, auk þess að nýta hæfi-
leika mína, njóta lífsins og hafa til
að bera heilbrigðan metnað fyrir
sjálfa mig,“ segir Unnur Birna
sem hafnar því að starfinu fylgi
freistingar og yfirdrifinn glamúr.
„Allavega hér heima, þótt úti sé
farið með mig eins og demant og
mér nánast haldið á gullstól. Þetta
er mikið lúxuslíf, ég flýg alltaf á
fyrsta farrými og gisti í stærstu
svítum hótelanna, en einmitt þess
vegna er svo gott að koma heim til
Íslands, pústa og vera ég sjálf.“
Grátið eftir á
Unnur Birna lifir sannkölluðu
prinsessulífi, hittir eðalborið fólk
og sér það markverðasta í heim-
inum.
„Erfiðast finnst mér að upp-
lifa þennan stóra draum margra
stúlkna ein. Ég á því örugglega
eftir að velja hvaða staði ég skoða
aftur með einhverjum nákomnum
þegar ég hef skoðað heiminn ein
sem Ungfrú heimur,“ segir hún
alvarleg í bragði.
„Til þessa hefur mér þótt erf-
iðast að heimsækja barnaspítala.
Á dögunum fór ég á krabbameins-
deild barna í Póllandi íklædd
prinsessukjól með kórónu, settist
á rúm þeirra, skrifaði á myndir
og brosti allan tímann, en þegar
út í bíl kom aftur kom ég ekki upp
orði. Þótt ég hafi brosað í návist
barnanna var mér grátur efst í
huga og á slíkum stundum vildi
ég geta talað öll tungumál heims-
ins til að hughreysta þau. Ég er
því staðráðin að læra smávegis í
tungumálum þeirra þjóða sem ég
mun heimsækja, sem ætti ekki
að vera erfitt því mikill tími fer í
flug og þá tilvalið að læra,“ segir
Unnur Birna sem heldur dagbók
til að gleyma ekki ævintýrum
daganna sem Ungfrú heimur.
„Stundum verður þetta yfir-
þyrmandi, en ég geri gott úr öllu
á þrjóskunni, frekar en að brotna
niður. Þegar ég kom heim frá Kína
og í móttökuathöfn í Smáralind þar
sem tíu þúsund Íslendingar fögn-
uðu með mér var Friðrik Ómar
fenginn til að syngja lagið hennar
ömmu: My way með Frank Sinatra.
Það var óvænt og ég ekki undirbú-
in svo ég táraðist og þurfti að snúa
mér undan. Þetta var grikkur að
gera í beinni útsendingu á NFS en
ég náði að halda andlitinu allt þar
til ég kom heim og mamma og vinir
mínir héldu mér óvænta veislu þar
sem þeir stukku fram úr hverju
skoti. Þá fór ég að hágráta fyrir allt
það sem ég hafði haldið inni í mér,
en öllu þessu umstangi fylgir oft
mikil geðshræring og spennufall.“
Enginn tími fyrir prinsa
Sem Ungfrú Ísland fór Unnur
Birna ekki varhluta af gulu press-
unni og óvægnu slúðri á forsíðum
dægurblaðanna.
„Þetta hefur breyst eftir að ég
varð Ungfrú heimur því síðan hafa
blöðin nánast látið mig í friði. Það
er eins og þau beri meiri virðingu
fyrir þessum titli og ég get ekki
annað en verið þakklát því oft tók
verulega á mig þegar bornir voru
upp á mig tilhæfulausar sakir.
Maður er svo varnarlaus og getur
ekkert sagt sér til málsvarnar,
auk þess sem svona skrif særa
alltaf þá sem síst skyldi,“ segir
Unnur Birna sem lifir lífinu ham-
ingjusamlega einhleyp.
„Ég held að mjög erfitt væri að
hefja ástarsamband á þessu ári
stanslausra ferðalaga. Ég hef ein-
faldlega engan tíma né er virkilega
innstillt á slíkt samband, en komi
það til verður það alveg óvænt,“
segir sú sem var kennd við banda-
ríska stórleikarann Ryan Philippe
þegar hann var við tökur á Íslandi
í sumar vegna kvikmyndar Clints
Eastwoods: Flags of our fathers.
„Það var ekkert til í því að við
Ryan hefðum verið að slá okkur
upp. Ég hitti þessa leikara aðeins
nokkrum sinnum í gegnum sam-
eiginlega vinkonu sem var að
vinna við gerð myndarinnar. Þeir
voru allir mjög vingjarnlegir
og vita nú að ég er orðin Ungfrú
heimur, en ég fékk heillaóska-
skeyti frá þessum strákum sem
fylgjast með mér. Hafa eflaust
séð til mín á einhverjum hinna
200 sjónvarpsstöðva sem sýndu
frá keppninni í Kína,“ segir feg-
ursta kona heims brosmild og
hefur sínar ákveðnu skoðanir á
gagnrýni kvenréttindasinna á
fegurðarsamkeppnum.
„Það hafa allir rétt á sinni skoð-
un og margt í þessari umræðu
sem er réttmæt gagnrýni, en mér
finnst varhugavert að fara með
þessi mál út í öfgar. Ég var ekki
einu sinni komin heim þegar rót-
tækir kvenréttindasinnar sögðu
mig slæma fyrirmynd sem hefði
vond áhrif á stelpur. Það litaði
þennan tíma dökkum litum og var
óvægið. Þegar heim kom gerði ég
mjög skýra grein fyrir fyrir því
hvað Miss World-starfið geng-
ur út á og fékk að launum bréf
og gjöf frá Kvenréttindafélagi
Íslands þar sem mér var óskað
til hamingju og þær samglöddust
mér. Það þótti mér vænt um og
þótti gott framtak hjá þeim,“ segir
Unnur Birna sem vill umfram allt
gera íslensku þjóðina stolta af sér
sem Ungfrú heimur.
„Hvert sem ég fer hef ég mína
eigin æru og æru minnar þjóðar að
verja. Þegar fólk heyrir minnst á
Ísland mun það muna mig og tengja
land og þjóð þeirri persónu sem
það hitti, rétt eins og ég kynntist
stúlkum frá 102 þjóðum í Kína sem
margar voru mjög lélegir fulltrú-
ar sinnar þjóðar og gefa ekki góða
mynd af landinu fyrir bragðið,“
segir Unnur Birna sem á dögunum
fékk tilboð um kynni við bresku
prinsana Vilhjálm og Harrý.
„Eflaust gefast aftur tækifæri
til að kynnast alvöru prinsum í
þessu prinsessustarfi og riddar-
inn gæti birst mér þannig, en þá
er spurning hvort það höfði til
mín. Ég er ekki viss um að þrífast
við slíkar aðstæður og verða að
almannaeign hvar sem ég kæmi.
Ég þarf mitt næði og einkalíf og
mín paradís er ekki fundin í alvöru
konungshöll, heldur sveit þar sem
ég á mína íslensku hesta, eigin-
mann og börn. Ég vil því verða
gömul úti í náttúrunni, en alls ekki
með kórónu á höfði í fínu boði.“ ■
18. febrúar 2006 LAUGARDAGUR24
Fegurst kvenna í heimi hér
Unnur Birna Vilhjálmsdóttir er komin niður úr skýjunum. Lent sínum jarðbundu fótum heima á Ís-
landi þótt hringekja fegurðarinnar hafi rétt hafið snúning sinn um hnöttinn. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir
hitti fegurstu konu veraldar þar sem náttúran mætir stórborgarysnum í Reykjavík.
HEIMA ER BEST Unnur Birna er fyrst og fremst jarðbundin
stúlka og mikill dýravinur sem keppt hefur til verðlauna
á hestum frá barnsaldri, skíðað, dansað og lifað lífinu
áhyggjulaust og af lífsgleði. Nú gefur hún ár af lífi sínu
til góðgerðarmála í minningu ömmu sinnar sem lést
snemma árs í fyrra. FRÉTTBLAÐIÐ/VALLI
„Þegar ég var krýnd Ungfrú Ísland var eins og kald-
hæðni ríkti í salnum og reyndist mikil tilfinningaflækja,
en ég var um leið alsæl, enda mikil keppnismanneskja.“